Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað lí i í i Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM H.L. MBL. Ó.H DV S.K DV Ó.H.T RÁS 2 A Lot Like Love kl. 6 - 8.15 og 10.30 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 - 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 - 10.15 The Jacket kl. 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 5.40 aston kutcher amanda peet RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá. Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantískgamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum l l i i í i ill Fyrsta stórmynd sumarsins BRIAN VAN HOLT PARIS HILTON JARED PADALECKI ELISHA CUTHBERT CHAD MICHAEL MURRAY  Capone XFM  S.K. DV. Halldóra - Blaðið PLATAN Bossa Nova – Hot Spring er með tónlist eftir Óskar Guðnason en um hljóðfæraleik sér djasskvartettinn Bakland. Kvart- ettinn skipa þekktir hljóðfæraleik- arar úr djassheiminum, Óskar Guðjónsson á saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar, Jóhann Ás- mundsson á bassa og Helgi Svavar Helgason á trommur. Platan var að koma út og af því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar á Apótek- inu í kvöld. „Ég er á besta aldri, ungur mað- ur um fimmtugt, fæddur og uppal- inn á Hornafirði. Ég var þar í tón- list frá ellefu ára aldri og hef tekið mér ýmislegt fyrir hendur,“ segir höfundur plötunnar og útgefandi með meiru, Óskar Guðnason. Hann spilar á gítar og hefur spilað með ýmsum þekktum mönnum, „sá þekktasti er áreiðanlega Pálmi Gunnarsson.“ „Ég hef verið að gefa út frá 1991, þá gaf ég út kassettu sem hét Gamall draumur. Bubbi Morthens söng samnefnt lag,“ seg- ir Óskar. Síðan þá hefur hann til dæmis gefið út tvær plötur þegar hann var búsettur í Ástralíu um nokkurra ára skeið, Wishing Well og blúsdiskinn I’m Still Having Fun, sem hann segir að útvarps- maðurinn geðþekki Gestur Einar hafi nokkuð spilað. Eins og ljúfur vorblær Helminginn af lögunum ellefu á nýju plötunni er saminn nýlega en hinn er eldri. „Ég ferðaðist til Taí- lands í fyrra og ætlaði að fara að stúdera blús aftur en mér leiddist blúsinn og fannst hann einhæfur. Þegar maður er í svona hita og ró- legheitum og situr undir pálma- trjánum á ströndinni gufar blúsinn upp. Ég fór að hlusta á Stan Getz,“ segir Óskar og komst þá í suðrænu stemninguna. „Mér datt í hug að prófa þennan takt því ég hafði ver- ið viðloðandi djass með kunningja mínum frá Hornafirði,“ segir hann. Tónlistin er hugljúf og falleg, „eins og ljúfur vorblær,“ segir Óskar og ætti stemningin að vera eftir því á útgáfutónleikunum í kvöld en þar verður platan spiluð í heild sinni. „Óskar Guðjóns og Ómar eru frændur mínir, ættaðir frá Horna- firði,“ segir hann um hvernig sam- starfið við þá og hina í sveitinni kom til. „Þetta eru menn sem hafa mikið að gera og það var ekki fyrr en ég settist niður og útsetti þetta og sönglaði á kassettu að þeir voru tilbúnir að skoða þetta. Þeim leist vel á þetta og það var drifið í að taka upp. Og þeir tóku útsetn- inguna áfram því þeir kunna miklu meira en ég á þessu sviði,“ segir hann en platan var tekin upp með lifandi hljóðfæraleik í þremur skiptum í hljóðveri Magnúsar Kjartanssonar. Umslag plötunnar er mjög ís- lenskt, mynd af gjósandi hver og segir Óskar það með vilja gert. „Hugmyndin hjá mér var sú að gera þetta ferðamannavænt. Ég er sjálfur að gefa út og mér fannst þetta vera markaður sem gæti lifað í nokkur ár. Þetta er tónlist sem stendur alveg.“ Tónlist | Djasskvartettinn Bakland leikur tónlist eftir Óskar Guðnason Blúsinn gufaði upp í Taílandi Morgunblaðið/Jim Smart Gítarleikarinn Óskar Guðnason fær góða djassleikara til liðs við sig á nýrri plötu sinni, meðal annars nafna sinn Guðjónsson. Útgáfutónleikar vegna Bossa Nova – Hot Spring á Apótekinu við Austurstræti í kvöld kl. 22. Miða- verð 500 kr. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is ÓKEI, komum einu frá strax. Iron Maiden er snilldarhljómsveit. Ég er kominn á þá skoðun í dag að þegar allt er saman tekið sé þetta stórkost- legasta þungarokkssveit allra tíma. Algerlega skotheldar plötur úr þeirra ranni eru t.d. nokkrar. Kill- ers, Number Of The Beast, Piece Of Mind, Somewhere In Time (van- metin plata!), Seventh Son Of A Seventh Son, meira að segja tvær síðustu, Brave New World og Dance Of Death eru stórfínar og vel það. Og lögin maður! „Number Of The Beast“, „Run To The Hills“, „Purgatory“, „Two Minutes To Mid- night“, „Flight Of Icarus“, „Wasted Years“, The Prisoner“, „Infinite Dreams“, „The Clairvoyant“ … list- inn er ótæmandi. Þetta allt breytir því þó ekki að tónleikarnir á þriðjudaginn voru ekki vel heppnaðir. Fyrst og fremst var það vegna afspyrnu slaks hljóms í salnum en auk þess var stemningin undarleg. Hún var a.m.k. ekki frá- bær eins og virðist vera með alla stórtónleika sem haldnir eru hér- lendis. Þetta tónleikaferðalag Maiden ber yfirskriftina „Eddie Rips Up Europe“ og var í það farið til að fylgja eftir tvöfalda mynddiskinum The History of Iron Maiden Part 1: The Early Days sem út kom í nóvember á síð- asta ári. Efnisskráin samanstóð því eingöngu af lögum frá fyrstu fjórum plötum hljómsveitarinnar. Utan fyrstu plötuna, sem er samnefnd sveitinni, eru Killers, Number of the Beast og Piece of Mind sígildar plöt- ur og hugmyndafræðin að baki þess- um túr því ekki amaleg. Sum lag- anna sem spiluð voru, eins og t.d. „Another Life“, „Murders In The Rue Morgue“ og „Drifter“ hafa lítið sem ekkert verið spiluð á tónleikum undanfarin ár. Eftir inngangsstefið („The Ides Of March“ af Killers) spruttu liðs- menn fram á sviðið og renndu sér í hið frábæra „Murders in the Rue Morgue“. Sprelligosinn Nicko McBrain á bakvið settið, Dave Murray, Adrian Smith og hin ærsla- fulli Janick Gers á gíturum (já, þrír gítarar!), fyrirliðinn Steve Harris á bassa og að sjálfsögðu ofursjarmör- inn og Íslandsvinurinn Bruce Dick- inson í sönghlutverkinu. Næst voru það svo „Another Life“, „Prowler“ og „Trooper“, þar sem Dickinson klæddist viðeigandi hermannajakka. Oft tekur það hljómsveitir u.þ.b.þrjú, fjögur lög að komast í gang. En þessir tilteknu tónleikar fóru hins vegar aldrei almennilega í gang. Mér virtist hljómsveitin vera í þokkalegum gír en það skilaði sér engan veginn út í salinn. Það heyrð- ist lítið í Dickinson og hljómurinn var meira og minna einn allsherjar grautur. Mjög kraftlaus og það var eins og bassann vantaði. Eitthvað sem bara gengur ekki á rokk- tónleikum. Það væri líka athugandi að setja upp skjái hvorn sínum meg- in við sviðið. Útsýni var takmarkað í salnum. Það lifnaði yfir salnum þegar meistarastykki eins og „Run To The Hills“ og „Number Of The Beast“ voru spiluð. En sælustraumurinn sem um mig lék var aðallega tilkom- inn vegna þess hversu vel ég þekkti þessi lög. Flutningur þeirra í Egils- höllinni gerði þeim ekki mikinn greiða. Uppklapp gat fyrst af sér „Runn- ing Free“, lag sem er og verður skelfilegt. Tvö síðustu lögin björg- uðu því sem bjargað varð. „Drifter“ var gott og það er alltaf gaman að heyra hið mergjaða „Sanctuary“, hversu mikið sem dósahljóðið er. Eddie gamli kom svo að sjálfsögðu í heimsókn og gerði at í liðsmönnum. Það sem var hvað jákvæðast við þetta kvöld var að horfa yfir áhorf- endahópinn. Vel flestir gestir voru íklæddir svörtum Maiden-bol frá hinum ýmsu tímaskeiðum og þarna mátti sjá átta ára gutta í fylgd föður sinna auk þess sem kynjaskiptingin var glettilega góð. Það er til marks um styrk Maiden að hún höfðar til breiðs hóps og er stöðugt að afla sér nýrra aðdáenda. Engu að síður var eins og margir væru aðallega komnir til að „sjá“ Maiden. „Jú, verður maður ekki að sjá Maiden?“-pælingin. Stemningin var því stundum eins og inni á safni, fólk komið til að berja goðsagnir augum frekar en að rokka úr sér vit- ið. Efniskráin – sem mér fannst per- sónulega vel til fundin – bjó þá kannski yfir einum of mörgum lög- um sem höfða fyrst og fremst til Maidennörda. Það sem reddaði þó mínu kvöldi var að ég sótti upphitunarpartí fyrir tónleikana, þar sem hlustað var á Maiden og málefni þessarar eðlu sveitar rædd fram og til baka. Ég var því í góðu stuði þegar ég mætti og átti því fínan Maiden-dag – fram- an af þ.e.a.s. Það var svosem gaman að sjá þessar hetjur á sviði. Og það var svo- sem gaman að heyra þessi lög. En voru þetta góðir tónleikar? Nei. PS. En ég keypti mér helv. flottan „Number of the Beast“-bol á tón- leikunum. Þarf maður ekki að gera gott úr þessu … „Maiden“ Morgunblaðið/Þorkell Steve Harris, bassaleikari og fyrirliði Iron Maiden. Hann og félagar hans stóðu sig ágætlega í Egilshöll en slakur hljómburður dró verulega úr áhrifamættinum. TÓNLEIKAR Egilshöll Tónleikar bresku þungarokkshljómsveit- arinnar Iron Maiden í Egilshöll. Hin ak- ureyrska Nevolution hitaði upp. Þriðju- dagurinn 7. júní 2005. Iron Maiden  Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.