Morgunblaðið - 09.06.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.06.2005, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF                            Nútímafólk – og þá ekkisíst konur – finnur í sí-auknum mæli fyrir ým-iss konar vanlíðan, s.s. streitu, kvíða og þunglyndi, enda mælist tíðni geðrænna vandamála sem þessara hærri meðal kvenna en karla. Ýmislegt er hægt að gera til að bæta þarna úr og einn þáttur er að stunda hreyfingu, eins og fram kemur í 5. geðorðinu: Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. Hreyfing er að sjálfsögðu báðum kynjunum nauðsynleg en þar sem rannsóknir leiða í ljós að konur virðast síður gefa sér tíma til að stunda hreyfingu en karlar þá er- um við í pistli þessum einkum að beina orðum okkar til kvenna. Ef upp koma vandamál með loft- þrýsting í flugi er fullorðnum ráð- lagt að setja fyrst súrefnisgrímuna á sig og síðan á börnin. Það sama verðum við að gera í okkar daglega lífi, þ.e. setja eigin heilsu í forgang og vera þannig betur í stakk búin til að gefa af okkur og takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Ég hef ekki tíma En hvers vegna ætli konur al- mennt stundi síður ein- hvers konar hreyfingu en karlar? Kannski gefa eft- irfarandi setningar okkur hugmyndir þar um: „Ég hef ekki tíma. Ég hef ekki orku. Ég byrja síðar, þegar betur stendur á. Könnumst við ekki flest við þess- ar skýringar og fjölmargar fleiri þegar kemur að því að hreyfa sig? Svo má kannski bæta við að ef til vill vantar konuna hvatningu og styrk frá sínum nánustu til að gefa sér þann tíma sem þarf til að stunda reglulega hreyfingu. En eitt er víst að þar munu allir græða: fyrst og fremst konan en um leið allir hennar nánustu. Endorfín örvar og dregur úr sársauka Þegar við finnum fyrir vanlíðan og/eða orkuleysi kemur hreyfing ekki endilega fyrst upp í hugann sem leið til að auka kraftinn og bæta líðanina. Það er svo miklu auðveldara – og fljótlegra – að telja sér trú um að betra sé að gera eitthvað allt annað en að drífa sig af stað. Á morgn- ana er meira freist- andi að sofa aðeins lengur og að kvöldi er minni fyrirhöfn að henda sér upp í sófa eftir langan og krefj- andi dag. Áður en við vitum af hafa liðið 30 mínútur en það er einmitt sá lágmarkstími sem er mælt með að fólk hreyfi sig sem flesta daga vik- unnar. Enginn þarf því að efast um að það er mun ábatasamara að fjárfesta í tíma í hreyfingu en í kyrrsetu fyrir framan kassann. Af hverju? Veljum hreyfingu við hæfi Þegar við hreyfum okkur styrkj- um við vöðva, bein, hjarta- og æða- kerfið, nokkuð sem gerist ekki í kyrrsetu. Hreyfing kemur einnig af stað ýmiss konar lífeðlisfræðilegum viðbrögðum sem auka kraft og vel- líðan. Má þar nefna losun endorfíns sem örvar okkur og dregur úr sársauka. Líkamleg útrás hjálpar okkur einnig að hvílast og sofa bet- ur. Mestu máli skiptir að velja hreyfingu sem er skemmtileg og setja sér skynsamleg markmið. Það hentar sumum að keppa og hamast en aðrir kjósa fremur gera hlutina á sínum forsendum og sínum hraða. Hver og einn verður að gera sér grein fyrir eigin mörkum og leggja áherslu á að hreyfingin skilji eftir vellíðunartilfinningu fremur en óánægju með eigin frammistöðu. Of stíf æfingaáætlun getur t.d. ver- ið kvíðavekjandi og valdið því að viðkomandi hefur sig seint eða aldrei af stað og/eða upplifir sífellt vanmátt í stað þess að njóta þess að stunda hreyfingu við hæfi og styrkja þannig sjálfsmyndina. Þetta er afar mikilvægt að hafa í huga þegar t.d. fjölskylda eða vinir hreyfa sig saman – og þar má benda á að góður félagsskapur get- ur margfaldað ánægjuna og árang- urinn af hreyfingunni.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Morgunblaðið/Þorkell Hreyfing er góð fyrir líkama og sál. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast 10. geðorðið Gígja Gunnarsdóttir íþróttafræð- ingur, sviðsstjóri almennings- íþróttasviðs hjá ÍSÍ, og Guðrún Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri Geðræktar. Það heyrir örugg-lega til undan-tekninga að systkini séu saman í sveinsprófi í sömu grein í sama skóla, en það gerðist ein- mitt í vikunni að systkinin Ómar og María Svavarsbörn tóku sveinspróf saman í smíði frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í Reykja- nesbæ. Þau fengu það verkefni að smíða líkan á turnþaki og þegar ljósmyndara bar að garði voru þau í óða önn við að smíða sveinsstykkin sín. Systkinin eru frá bænum Ból- stað í Austur-Landeyjum og hafa síðustu sjö árin unnið saman hjá byggingaverktökunum Heimi Sigursveinssyni og Gunnari Guðbjörnssyni hjá Hagtré ehf. í Sandgerði. Ómar, sem er 36 ára að aldri, hefur unnið við smíðar alla sína tíð, en hann hefur verið búsett- ur í Sandgerði í mörg ár ásamt fjölskyldu. Á meðan María, sem er 28 ára að aldri, hefur stundað námið hefur hún búið á Suð- urnesjunum, en þess á milli hefur hún verið við bústörfin heima í sveitinni með foreldrum sínum og systur, Björk Svav- arsdóttur. Ómar hyggst starfa áfram við smíðar hjá Hagtré, en María ætlar að flytja heim í sveitina, þar sem fjöl- skyldan rekur blandað bú með kindum, kúm og hross- um. Björk, sem sjálf er lið- tæk með hamarinn, sagðist í sam- tali við Daglegt líf ekki efast um að smíðakunnátta Maríu kæmi til með að nýtast í sveitinni. „Þessi áhugi á smíðum er mjög svo ætt- gengur því allir bræður mömmu eru smiðir og margir bræður pabba sömuleiðis. Við erum auk þess komin af hagleiks- manninum Bólu-Hjálmari og því má segja að sagið sé í blóð- inu, eins og einn kennarinn þeirra Ómars og Maríu orðaði það svo skemmtilega einu sinni.“  MENNTUN | Tóku saman sveinspróf í smíði Með sagið í blóðinu Systkinin Ómar og María Svavarsbörn smíðuðu sveinsstykkin sín saman. Hreyfing  Léttir lundina  Styrkir sjálfsmyndina  Styrkir vöðva, bein, hjarta- og æðakerfi  Eykur kraft  Skapar vellíðan  Hjálpar okkur að sofa og hvílast betur Hreyfing eykur kraft og vellíðan hjá konum Ólíkt því sem margir halda þá er ekki langt síðanvaranleg sólbrúnka komst í tísku og varð merki hraustleika, ríkidóms og ferskrar fegurðar, segir á vef- miðli BBC. Í margar aldir var sólbrúnka talin öruggt merki erfiðisvinnu og lúsarlauna. Hún var talin svo skammarleg að fólk gekk langt í að hylja andlit sitt og húð með hvítum farða. Svolítið fram á tuttugustu öldina þótti hallærislegt að bera húðina fyrir sólinni, eða þangað til að franska tískudrottningin Coco Chanel kom sólbrúnku í tísku um 1920. Hún fór í siglingu á fyrirmannaskútu, kom sólbrún til baka og flóðgáttin opnaðist. Um 1940 hvöttu glanstímaritin konur til að ná sér í brúnku og sýndu myndir af þekktum konum, brúnum, í sundfötum á sól- arströnd. Kringum 1970 gengu sólböðin þó út í öfgar og heil kynslóð steikti líkama sinn í sólinni, án þess að vita um húðkrabbameinið sem gæti ásótt það tíu til þrjátíu árum seinna. Chanel kom sólbrúnku í tísku Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.