Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 18
Blönduós | Leikskólabörn í Húnaþingi fóru í heimsókn til lögreglunnar á Blönduósi og skoð- uðu starfsemina. Að frumkvæði lögreglunnar var sá háttur nú tekinn upp í stað þess að lög- reglumenn heimsæktu börnin í skólana eins og undanfarin ár. Börnin voru afar spennt fyrir lögreglubílnum með sín bláu blikkandi ljós og kepptust börnin um að fá að stýra. Ekki var minni spenna í lofti er krakkarnir litu inn í fangageymslurnar þar sem „bófarnir“ eru geymdir. Nokkrir áræddu að láta loka sig inni smástund og fengu þeir krakk- ar sem stóðu utan dyra að kíkja inn og sjá vini sína í „prísundinni“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Með blikkljósin á Börnin höfðu gaman af því að taka í stýrið á lögreglubílnum. Leikskólabörn heimsækja lögregluna Kynning Höfuðborgin | Landið | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Forstöðumaður | Á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar í liðinni viku voru kynntar þær umsóknir sem bárust um stöðu for- stöðumanns íþróttamiðstöðvar á Patreks- firði. Alls bárust fimm umsóknir. Umsækj- endur eru: S. Jóna Guðmundsdóttir, Patreksfirði, Árni Magnússon, Patreksfirði, Haukur Örn Jónsson, Reykjum Hrútafirði, Guðmundur Jónatan Baldursson, Kópa- vogi, og Pétur Hafsteinn Ingólfsson, Garða- bæ. Verið er að fara yfir umsóknir og verð- ur ráðið í stöðuna innan skamms.    Jón Ingvar Jónssonyrkir um sumar-stemmningu: Sumarkvöld við sundin blá seint úr minni líða er ég sveittur á þér lá Esjan barmafríða. Ólafi Stefánssyni líkar vel kveðskapurinn: Er í stuði Ingvar Jón uppáferðum gerir skil, menningar væri mikið tjón ef maður sá væri ekki til. Fleiri stunda göngutúra. Jón Ingvar Jónsson yrkir: „Göngutúr er mér um megn meðan það er úti regn“ mælti eitt sinn góður, gegn, gamall Suðurnesjaþegn. Jón Ingvar Jónsson hefur eflaust verið að ljúka við skattframtalið er hann orti: Eflir gírug eigin hag, af mér krónur plokkar, hefur skítlegt háttalag hægri stjórnin okkar. Sumarið er tíminn pebl@mbl.is Borgarfjörður | Borgfirðingahátíð verð- ur haldin um helgina. Hátíðin hefst á föstudag og sendur fram á sunnudags- kvöld. Dagskráin er með örlítið breyttu sniði þótt ýmsir fastir liðir séu á sínum stað, að því er fram kemur í frétt á vef Borgarbyggðar. Markmiðið er að bjóða upp á létta og skemmtilega dagskrá þar sem fjölskyldan geti sameinast í breiðu brosi, helst hálfan annan hring. Dagskráin er víðs vegar um héraðið. Á föstudag er baðstofukvöld með Álfta- gerðisbræðrum á Indriðastöðum í Skorradal og djass- og blústónleikar á Búðarkletti í Borgarnesi. Á laugardag verður gengið á Varmalækjarmúla og útihátíð við Borgarbrautina í Borgar- nesi, tónleikar Á móti sól og síðan úti- dansleikur í Brákarey með hljómsveit- inni Á móti sól. Hátíðin Ullarsokkur verður í Fossatúni í Borgarfjarðarsveit. Bútasaumsklúbburinn Samansaumaður verður með sýningu á afrakstri vetrarins í Félagsbæ. Ýmislegt fleira er á dag- skránni. Dansleikur í Brákarey á Borgfirð- ingahátíð Súðavík | Meðal hugmynda sem ræddar eru í stefnumótun í atvinnu- og byggðamál- um í Súðavík er að leikskólagjöld þar verði lækkuð verulega eða jafnvel verði leikskól- inn gjaldfrjáls, byggingarlóðir verði ókeypis og húsbyggjendum verði gefinn kostur á byggingarframlagi frá sveitarfélaginu. Markmiðið með þessum aðgerðum mun vera að fjölga íbúum um 40 á næstu fimm árum. Þetta kom fram á vef Bæjarins besta í gær. Umræða fer nú fram í sveitarstjórn og verður stefnumótunin kynnt formlega í lok þessa mánaðar, en henni er ætlað að efla sveitarfélagið á flestum sviðum. Einnig eru viðraðar ýmsar hugmyndir í atvinnumálum og ein þeirra, bygging iðn- garða á Langeyri, er nú að komast í fram- kvæmd.    Ókeypis leik- skóli og bygg- ingalóðir ♦♦♦ Reykjanesbær | Þrír útgerðarmenn færðu Bátasafni Gríms Karlssonar gjafir við athöfn sem fram fór í safn- inu á dögunum. Örn Erlingsson, útgerðarmaður og skipstjóri, gaf kínverskt líkan af Guðrúnu Gísladóttir KE 15 og myndasögu í ramma af þeim breyt- ingum sem Örn KE 13 hefur gengist undir. Guðmundur Rúnar Hall- grímsson, útgerðarmaður og skip- stjóri, gaf líkan af Happasæl KE 94 sem listamaðurinn Grímur Karlsson smíðaði á sínum tíma. Félag áhuga- manna um bátasafnið stendur nú fyrir söfnun á bátalíkönum og hefur sett sér það markmið að ná safnkost- inum upp í að minnsta kosti eitt hundrað líkön. Þá færði Ólafur Björnsson, fyrrverandi útgerð- armaður, safninu að gjöf geisladisk með sögu Baldurs KE 97 frá upphafi til enda. Valgerður Guðmundsdóttir menn- ingarfulltrúi þakkaði gjafirnar fyrir hönd Reykjanesbæjar. Hún notaði tækifærið til að koma á framfæri sérstöku þakklæti til Bátafélags- manna, sagði að þeir væri vakandi yfir hagsmunum Bátasafnsins og um leið óþreytandi við að halda merki sjómennskunnar á lofti. Bátafélagsmenn Forystumenn áhugafélagsins og gefendur, f.v. Áki Granz, Gunnlaugur Karlsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Ólafur Björnsson, Örn Erlingsson, Grímur Karlsson og Hafsteinn Guðnason. Bátasafnið fær líkön og sögur Tunglfiskur er meðalgripa á sýningusem Byggðasafn Ölfuss hefur sett upp í ráð- húsinu í Þorlákshöfn. Á sýningunni eru upp- stoppaðir fiskar og önnur sjávardýr, bæði vel þekkt- ar tegundir og furðufiska. Stærsti og jafnframt minnst þekkti fiskurinn er tunglfiskur sem rak inn í höfnina í Þorlákshöfn haustið 2004. Tunglfiskar sjást mjög sjaldan við Ís- land. Fiskurinn á sýning- unni eru tæpir 2 metrar á lengd og annað eins á hæð. Aðrir fiskar á sýn- ingunni veiddust flestir á árunum 1984–1995, upp- stoppaðir af Jóni Guð- mundssyni og gefnir safn- inu. Steinar Kristjánsson og Ove Lundström stopp- uðu tunglfiskinn upp og mun þetta vera eitt stærsta verkefni í upp- stoppun sem unnið hefur verið á Íslandi. Sýningin er sú fyrsta á vegum Byggðasafns Ölf- uss eftir að safnið var flutt í Ráðhúsið árið 2002 og verður hún opin í sumar alla daga vikunnar. Í til- efni opnunarinnar sýnir Steinar Kristjánsson upp- stoppari fugla og önnur dýr sem hann hefur stopp- að upp. Steinar ákvað á opnunardegi að gefa Byggðasafninu sex sjó- fugla, þar á meðal haf- tyrðilspar. Tunglfiskurinn sýndur í ráðhúsinu Furðufiskur Tunglfiskurinn hangir uppi í rjáfri ráð- hússins en gestir hafa ágæta aðstöðu til að skoða hann. Góð gjöf | Einn helsti velunnari líkams- ræktarinnar á Skagaströnd, Ernst Bernd- sen, kom í vikunni færandi hendi í íþrótta- húsið og færði því að gjöf tæki sem er til að þjálfa læra- og rassvöðva. Á næstu dögum bætast við þrjú tæki í þreksalinn en tvö eldri fara út í staðinn segir á vef Skaga- strandar. Brautargengi | Sjö konur bættust á dög- unum í hóp þeirra sem lokið hafa námskeið- inu Brautargengi, en það er Impra nýsköp- unarmiðstöð sem stendur fyrir þessum námskeiðum og hefur gert frá árinu 1996. Námskeiðið er fyrir athafnakonur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum sínum í fram- kvæmd. Þetta er í fjórða sinn sem Braut- argengisnámskeið er haldið á Akureyri og að venju var unnið með fjölbreytt verkefni, s.s. vefsíðu eða gagnabanka þar sem safnað er saman upplýsingum varðandi heilsu, nýtt meðferðarúrræði fyrir verkjasjúklinga, fyr- irtæki sem sérhæfir sig í ræstingum og gólf- efnaviðhaldi, verslanir með lífrænt ræktaðar vörur og fleira. Hildur M. Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir best unnu viðskiptaáætlunina, þ.e. fyrir heilsubankann. Margrét Hróarsdóttir hlaut framfaraverðlaun, fyrir viðskiptahugmynd sína um heildarlausnir á ræstingum og við- haldi gólfa fyrir fyrirtæki og einstaklinga.    HÉÐAN OG ÞAÐAN Smábæjaleikar haldnir | Smábæjaleik- arnir í knattspyrnu fara fram um helgina, frá föstudegi til sunnudags, en það er Hvöt sem sér um leikana. Smábæjaleikarnir eru haldnir í annað sinn og má búast við því að þátttakan verði með svipuðu sniði og í fyrra, að því er fram kemur á vef UMFÍ. Áætlaður fjöldi keppenda og aðstand- enda er um 1.000 manns svo að það verður fjör á götum Blönduósbæjar um helgina. Mótið er fyrir 4. til 7. flokk karla og kvenna.    Frumkvöðlar | Fjórir frumkvöðlar voru útskrifaðir á dögunum frá Frumkvöðla- skóla Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Ak- ureyri og eru þeir þá orðnir átta talsins sem lokið hafa þessu námi. Markmiðið er að brúa bil milli hugmyndar og fyrirtækis með því að undirbúa nemendur undir að takast á við frumkvöðlastarf og rekstur fyrirtækis. Veitt er hagnýtt menntun og stuðningur. Haraldur Ingólfsson hlaut viðurkenningu fyrir best unnu viðskiptaáætlunina. Tvær af þeim fjórum hugmyndum sem unnið var að nú á nýliðnum vetri eru þegar komnar til framkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.