Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Fyrstu gestirnir á hið nýjaRadisson SAS 1919 hótelvið Pósthússtræti í mið-borg Reykjavíkur, eru væntanlegir kl. 18 á morgun þegar hótelið verður opnað. Er það 40 manna hópur og segir Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi hótelsins, að allt verði tilbúið þegar gestirnir koma en í gær voru menn á þönum á öllum hæðum við að leggja síðustu hönd á frágang sem áfram verður unnið að í dag. Sjötíu herbergi eru í hótelinu og eru verðflokkar fjórir, venjulegt herbergi, lúxusherbergi, litlar svít- ur og svítur og eru svíturnar tvær um 50 fermetrar að stærð. Breyting hússins hófst í október og telur Andri Már vinnuna hafa gengið á mettíma og segir hann fjárhags- áætlanir svo til hafa staðist. Hann telur viðskiptahugmyndina eiga eft- ir að ganga vel upp, verðlagið sé ívið lægra en á öðrum sambærilegum hótelum í miðborginni en segir að meðalverð á hvert herbergi verði hærra þegar eftirspurn sé góð. Þá segir hann ætlunina a jafnan mjög sveigjanlegt o keppnishæft verðlag. Þótt herbergin séu í fjór flokkum eru innréttingarn sömu, parket á gólfum, flat nettengingar í þeim öllum o Lokafrágangur stendur yfir á hinu nýja hóteli Radiss Fyrstu gest- irnir væntan- legir á morgun Hótelið býður upp á fjóra Y fir eitt þúsund gestir heimsóttu jöklasýninguna ÍS-land á Höfn í Hornafirði um síðustu helgi, en þá var hún opnuð eftir gagn- gerar endurbætur. Sýningin var upphaflega opnuð í samstarfi við Menningarborgina Reykjavík árið 2000. Með henni hefur gamla kaupfélagshúsið í bænum öðl- ast nýtt hlutverk, en þar er sýningin til húsa í hjarta bæjarins. „Það vita flestir að Höfn er á Íslandi, en fæstir vita að ÍS-land er á Höfn,“ segir Inga Jónsdóttir, menningarfulltrúi og verkefnastjóri sýning- arinnar. Ekki hefur áður verið farið í markvisst kynningarstarf á sýningunni, en nú mun það breytast og verður meðal annars farið í samstarf um auglýsingar erlendis. „Nú er þetta orðið að sýningu eins og okkur dreymdi um. Við erum komin með þá vöru í hendurnar sem við vildum og nú verður þetta kynnt vel.“ Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og þar sem ís hans er þykkastur er hann á við þrettán Hallgrímskirkjur. Hann býr yfir miklum öfgum og í honum má meðal annars finna hæsta og lægsta punkt Íslands, heitasta og kaldasta reit- inn og blautasta og þurrasta blett landsins. Ýmsan fróðleik um jökulinn, landsvæðið og mannlífið sem honum tengist má finna á safninu, auk þess sem þar er lifandi myndefni á þremur skjáum og einu stóru tjaldi. Vandaða eftirlíkingu af jökulsprungu er þar einnig að finna og inn af henni íshelli, þar sem næst að líkja merkilega vel eftir hinni raunverulegu tilfinningu sem fylgir því að standa í iðrum jökuls. Vatnsniður heyrist og ef maður leggur hönd á „ísvegginn“ má finna fyrir þreifingum „jökulsins“. Við gerð hellisins var notuð sama tækni og við hönnun sviðs- myndar fyrir kvikmynd um sjarmatröllið James Bond, sem var tekin upp við Jökulsárlón ekki alls fyrir löngu. Hvatning til að fara út í náttúruna Inga segir viðtökur gesta hafa verið mjög góð- ar og að börnin á svæðinu hafi jafnvel komið á hverjum degi til að skoða hellinn. Sýningin býð- ur upp á fjölbreyttan fróðleik og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Áhersla er lögð á margmiðlun og upplýsingar á tölvutæku formi, í bland við a h f b s e s l i i u f n t v u e m s á l Jöklasýningin ÍS-land á Höfn í Hornafirði var opnuð „Lifandi og síbreyti Íslendingar lifa í nábýli við stórbrotin náttúrufyrirbæri og hafa jöklar í landinu. Hrund Þórsdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmynd inguna ÍS-land á Höfn í Hornafirði, en sýningin var opnuð um síðustu h Á sýningunni eru meðal annars upplýsingar og gripir sem tengjast ferðum á jökla. Inga Jónsdóttir var h LAUNAMUNUR OG VERKASKIPTING Launamunur karla og kvenna hef-ur verið talsvert til umræðu aðundanförnu. Ummæli Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, við útskrift skólans vöktu athygli, en hann benti þar á könnun, sem sýndi að karlkyns nemendur frá skólanum mættu eiga von á 50% hærri launum en konur, sem útskrifuðust frá Bifröst. Upplýsingar Runólfs byggðust á könnun á brúttólaunum og hefur fram- setning rektorsins verið harðlega gagn- rýnd. Gagnrýnendurnir hafa bent á að ekki sé sanngjarnt að miða við brúttó- laun; taka verði tillit til vinnutíma, stöðu, mannaforráða og ýmissa annarra þátta er lagt er mat á kynbundinn launamun. Önnur könnun, sem gerð var á launum útskrifaðra nemenda frá Há- skólanum í Reykjavík, sýndi fram á hverfandi launamun – eftir að búið var að reikna með styttri vinnutíma kvenna. Það er algeng og ekki óeðlileg aðferð að taka tillit til ýmissa breytna annarra en heildarlauna einna, þegar munur á launum kynjanna er kannaður. Þannig var í gær sagt í Morgunblaðinu frá könnun á kjörum félagsmanna í Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Þar er mun- urinn á heildarlaunum um 30%, körlum í vil. Sé hins vegar tekið tillit til vinnu- tíma, menntunar, starfs, atvinnugrein- ar, aldurs, vinnuframlags, mannafor- ráða og starfsaldurs er niðurstaðan sú að launamunur, sem ekki verður út- skýrður með öðru en kyni, er nú 7,6% hjá viðskipta- og hagfræðingum en var 6,8% árið 2003. Líta má svo á að aðferðir af þessu tagi sýni „raunverulegan“ launamun kynjanna. Þær gefa vafalaust tölfræði- lega réttari niðurstöðu en að bera ein- göngu saman heildarlaun. En þær svara ekki þeirri spurningu, hvers vegna konur vinna alla jafna skemmri vinnutíma en karlar, hvers vegna þær eru síður í stjórnunarstörfum og með mannaforráð, hvers vegna þær eru iðu- lega með styttri starfsaldur og hvers vegna þær starfa í atvinnugreinum þar sem laun eru í lægri kantinum. Það er afar mikilvæg spurning í þessu sam- hengi og þess vegna skiptir munur á heildarlaunum líka máli. Runólfur Ágústsson orðaði það svo er hann útskrifaði nemendur á Bifröst að launamunurinn ætti sér enga sjáan- lega skýringu aðra en vanmat atvinnu- lífsins á konum. Það er vafalaust ein skýringin, en málið er sýnu flóknara. Það þýðir ekki að einblína á vinnumark- aðinn og afstöðu atvinnurekenda ein- göngu þegar orsakir launamunarins eru metnar. Það þarf líka að horfa á hlutverk kynjanna í kjarnafjölskyld- unni. Meginástæðan fyrir því að konur vinna styttri vinnutíma en karlar, hafa oft minni starfsreynslu vegna fjarvista frá vinnumarkaði, sækjast síður eftir annasömum stjórnunarstörfum og fara fram á lægri laun, er að ábyrgðin á barnauppeldi og heimilishaldi hvílir enn að meginhluta á þeim. Launamun- ur kynjanna á vinnumarkaðnum verður ekki jafnaður nema verkaskiptingin á heimilinu verði líka jöfnuð. SKULDIR ÞRIÐJA HEIMSINS Skuldir þriðja heimsins eiga snaranþátt í vanda þróunarríkjanna. George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ræddu þessi mál á fundi í Wash- ington í fyrradag. Að fundinum loknum lýsti Bandaríkjaforseti yfir því að þeir væru að vinna að tillögu um að erlend- ar skuldir fátækra þróunarríkja í Afr- íku, sem sannanlega væru að koma á umbótum, yrðu þurrkaðar út. Eins og fram kom í fréttum er ætlunin að leggja þessa tillögu fyrir fund átta helstu iðnríkja heims, sem haldinn verður í Gleneagles í Skotlandi í júlí. Blair hefur lagt fram nokkurs konar „Marshall-áætlun“ fyrir Afríku og reynir nú að fjármagna hana. Áætlunin hvílir á tveimur meginstoðum, annars vegar að gefa eftir skuldir ríkja Afríku, hins vegar að draga úr viðskiptahindr- unum í Evrópu. Er meðal annars gert ráð fyrir því að ríkustu þjóðir heims gefi samanlagt 25 milljarða dollara á ári til ársins 2010 til að binda enda á fá- tækt í heiminum. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður í sömu erindagerð- um á fundi fjármálaráðherra átta helstu iðnríkjanna í Jóhannesarborg á morgun og laugardag. Brown leggur til að gullforði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði notaður til að afskrifa skuldir Afríku og sett verði á fót alþjóðleg fjár- málastofnun, sem afli fjár með því að gefa út skuldabréf með veði í þróun- arverkefnum framtíðarinnar. Hafa margir efasemdir um að Bandaríkja- menn, sem eru stærsti hluthafinn í Al- þjóðabankanum, muni taka í mál að nota gullforða bankans til afskrifta. Ríkustu þjóðir heims leggja mismik- ið af mörkum til þróunarmála. Í yf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út fyrir þremur árum, er mið- að við að árið 2015 nemi framlög 0,7% af landsframleiðslu. Ákaflega erfitt hefur reynst að ná því viðmiði. Ýmsar þjóðir Evrópu hafa kynnt áætlanir um hvernig það verði gert. Nokkur lönd hafa þegar náð markinu, þar á meðal Danmörk, Holland, Noregur og Sví- þjóð. Framlög Íslands nema á þessu ári 0,22% af landsframleiðslu og er gert ráð fyrir að þau nemi 0,35% árið 2009. Betur má ef duga skal. Bandaríkja- menn standa enn verr að vígi en Ís- lendingar í þessum efnum. Framlag þeirra nemur 0,16% af landsfram- leiðslu. Það er erfitt að átta sig á þeirri tregðu, sem ríkir meðal auðugustu þjóða heims þegar kemur að þróun- arhjálp. Ávinningurinn af því að vinna gegn fátækt í heiminum er augljós. Fá- tækt ýtir undir glundroða og óstöðug- leika. Lykilspurningin er hins vegar einföld: Hvernig geta ríkustu þjóðir heims réttlætt það fyrir sjálfum sér að sitja við borð allsnægta á meðan stór hluti jarðarbúa sveltur? Þurfum við tíu ár til að ná viðmiðum Sameinuðu þjóð- anna um framlög til þróunarmála? Þurfum við að sitja á endalausum rök- stólum um skuldir þriðja heimsins, af- nám viðskiptahindrana og neyðarað- stoð? Hvaða verkefni eru brýnni? Allra augu munu beinast til Skotlands þegar leiðtogar átta stærstu iðnríkjanna hitt- ast þar og þá er ætlast til bitastæðari niðurstöðu og einarðari samstöðu en á fundi Bush og Blairs í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.