Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 36
Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu mér frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Guðmundi þakka ég sam- fylgdina. Megi góður Guð gefa Jósefínu, aldraðri móður Guð- mundar, Helgu, Sigga og barnabörnum þeirra styrk, á þessum erfiðu tímamótum. Alda Árnadóttir og Árni Rúnar. HINSTA KVEÐJA 36 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurBergsteinn Jó- hannsson fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1942. Hann lést 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helga Jónsdóttir, húsfreyja, f. 7. ágúst 1916, og Jó- hann Salberg Guð- mundsson, sýslu- maður á Hólmavík og sýslumaður og bæjarfógeti á Sauð- árkróki, f. 4. sept- ember 1912, d. 19. mars 1999. Guðmundur var ann- ar í röð fjögurra bræðra, þeir eru: Jón Hallur f. 1.desember 1940, Sigurður Helgi, f. 20. júní 1948, og Eyjólfur Örn, f. 26. sept- ember 1954. Árið 1963 kvæntist Guðmund- ur Jósefínu Friðriksdóttur, f. 5.maí 1942. Hún varð stúdent frá M.A. 1962, lauk kennaraprófi frá K.Í. 1964 og er nú grunnskóla- kennari á Selfossi. Foreldrar hennar voru Friðrik Hansen, kennari, oddviti og skáld á Sauð- lauk læknaprófi frá H.Í. 1969. Á námstíma, kandídatsári og árun- um þar á eftir, starfaði hann m.a. á Þórshöfn og á skurðdeild og röntgendeild Borgarspítalans. Árið 1972 varð hann héraðs- læknir í Laugaráshéraði með hléum til ársins 1983, en á þess- um tíma fór hann til Svíþjóðar þar sem hann aflaði sér sérfræði- réttinda í röntgenfræðum. Hann tók síðar að sér afleysingar á röntgendeildum í Svíþjóð, Sjúkrahúsinu í Helsingjaborg og Háskólasjúkrahúsinu í Lundi en þar var hann áður við sérfræði- nám. Sumarið 1986 var hann yf- irlæknir á röntgendeild við sjúkrahúsið í Falköping. Frá árinu 1983 til 2004 var hann heilsugæslulæknir á Heilsu- gæslustöð Selfoss og röntgen- læknir á Sjúkrahúsi Suðurlands frá 1980 en þá hófst röntgen- greining og síðar ómskoðanir á sjúkrahúsinu þar. Á árunum í Laugarási sat hann í barnaverndarnefnd og heil- brigðisnefnd Biskupstungna. Hann var mikill tónlistaráhuga- maður, lærði ungur á trompet og bætti síðar við kunnáttu sína. Hann var félagi í Oddfellowstúk- unni Hásteini á Selfossi og í frí- stundum fékkst hann nokkuð við prófarkalestur og þýðingar. Útför Guðmundar Bergsteins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. árkróki, f. 17. janúar 1891, d. 27. mars 1952, og Sigríður Ei- ríksdóttir Hansen, húsfreyja, f. 13. jan- úar 1907, d. 16. jan- úar 1992. Börn Guð- mundar og Jósefínu eru: 1) Sigurður Hrafn, tónlistarmað- ur, leigubílstjóri og heimspekinemi, f. 13. apríl 1963, d. 23. mars 2002. Hann kvæntist Nenty Sardjawati, f. 28.maí 1978, þau skildu. 2) Helga Salbjörg, f. 28. júlí 1967, grunnskólakennari og margmiðl- unarfræðingur, maki Sigurður Torfi Guðmundsson, f. 16. janúar 1967, óperusöngvari og reið- kennari. Börn þeirra eru Hrafn- kell, f. 26. desember 1992, Berg- steinn, f. 21. apríl 1995, og Þórhildur Sif, f. 1. júlí 2004. Þau eru búsett í Kaupmannahöfn. Guðmundur ólst upp á Hólma- vík til 16 ára aldurs, en fluttist til Sauðárkróks árið 1958. Hann varð stúdent frá M.A. 1962 og Það eru forréttindi að fá að kynn- ast manni eins og Guðmundi tengda- pabba. Það leið ekki langur tími þar til ég uppgötvaði hjartahlýju hans og varð ég hennar mjög aðnjótandi alla tíð. Hann hafði réttlætiskennd og samkennd að leiðarljósi og var einn ósnobbaðasti maður sem ég hef kynnst. Eiginlega var hann eins konar pabbi minn því snemma vandi ég komur mínar í Laugarás og síðar Stuðlaselið þar sem fyrsti búskapur okkar Helgu byrjaði í bílskúrnum Stuðlakoti. Tengdapabbi var þannig gerður að hann kafaði djúpt eftir vitneskju á hlutunum ef hann á annað borð hafði áhuga á þeim og maður kom ekki að tómum kofunum ef mann vantaði upplýsingar, hvort sem það voru bílar, tónlist, ljósmyndatækni eða önnur tækni. Ef hann hafði kynnt sér eitthvert viðfangsefni, vissi hann bet- ur en margir þeir sem áttu að vera sérfræðingar á því sviði, slík var ná- kvæmni hans og natni við alla hluti. Einn daginn réðst hann í að smíða bát og var það gert af mikilli fag- mennsku, því næst forláta kommóðu svo vel útfærða að vanir húsgagna- smiðir gera varla betur, og húsgögn í búið okkar. Ljóð og kveðskapur voru honum hugleikin og hann hafði alltaf á tak- teinum ýmiss konar kveðskap sem passaði hverju tilefni. Ég var alltaf jafnhissa hvernig í ósköpunum hægt var að rúma öll þessi ljóð og vísur á einum stað. Ef hann hefði gefið sig í að yrkja sjálfur hefði það efalaust orðið vandað og gott. En hógværð hans kom í veg fyrir það, því miður. Guðmundur var mikill húmoristi og hafði mikla frásagnargáfu og oft var hlegið innilega þegar við fjöl- skyldan ferðuðumst saman eða hitt- umst á Íslandi eða í Danmörku. Strákarnir hlökkuðu líka alltaf til að hitta afa og ömmu, litla Þórhildur Sif nær því miður ekki að kynnast því. Það er sorglegt að leiðir okkar tengdapabba hafa skilið svona fljótt, við áttum eftir að gera svo margt saman, meðal annars að fara á bernskuslóðir hans á Hólmavík en það talaði hann oft um. Síðasta ferð- in hans tengdapabba var eftir páska til okkar í Danmörku og þá sérstak- lega til Bergsteins nafna síns á tíu ára afmælinu hans. Við munum hann eins og hann var þá, hress og glaður yfir að hitta litlu afabörnin sín. En nú er hann lagður í sína síðustu för frá okkur, honum verður tekið vel í nýjum heimkynnum. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman.Við munum öll sakna þín. Kveðja. Sigurður Torfi. Kæri afi minn. Afi minn var skemmtilegur og góður afi, hann leyfði okkur alltaf að rusla til og smíða í bílskúrnum eins og við vildum og var alltaf að hjálpa okkur. Ég man þegar við fórum í BonBonland í Danmörku og skemmtum okkur vel og átum ís. Það var gaman að hafa afa með okkur hver einustu jól, við vorum alltaf í góðu skapi og hlógum mikið og sögðum brandara. Einu sinni sagði afi mér frá þegar hann var lítill og þurfti að tína ber á hverju hausti, ég spurði hvað hann fengi í laun. Hann sagðist nú bara fá að borða og svona. Þá spurði ég: „Ef þú tínir engin ber, færðu þá ekkert að borða?“ Því hló hann mikið að. Afi vissi líka mjög mikið um alls konar hluti, hann sendi mér oft „Lif- andi vísindi“ heim til Danmerkur sem ég grúskaði í. Við vorum nefni- lega grúskarar báðir tveir. Ég ætla alltaf að muna eftir úti- legunni sem við fórum í sumarið 2003, við veiddum í Þingvallavatni og sváfum í fellihýsi. Ég á að skila kveðju frá Þórhildi litlu systur, hún fær því miður aldrei að kynnast þér. Þinn Hrafnkell. Elsku afi minn og nafni. Takk fyrir allt þetta skemmtilega sem við gerðum saman, við smíð- uðum til dæmis fínan kistil úti í bíl- skúr, sem ég ætla alltaf að passa upp á og geyma gullin mín í. Það var gaman að keyra í Starexinum þín- um, sérstaklega þegar þið amma komuð og náðuð í okkur út á völl og við ákváðum strax að það fyrsta sem við ætluðum að gera þegar við kæm- um í Birkigrundina væri að fara í baðkerið stóra! Það var frábært að vera með þér í gamla húsinu hans langafa í Flatey, veiða og leggja kap- al og fela okkur í öllum skrýtnu skápunum þar. Ég hef alltaf verið svo montinn og ánægður með að heita sama nafni og þú, og svo vorum við þar að auki mjög líkir með marga hluti, vorum með flott liðað hár, nákvæmir og pössuðum upp á hlutina, við átum sterkan ost saman og stálumst í dökkt súkk inni í búri. Jæja, elsku afi minn, við sjáumst í himnaríki einhvern daginn. Þinn nafni Bergsteinn. Enginn ræður sínum næturstað. Þessi orð eru mér ofarlega í huga þessa dagana, eftir ótímabært fráfall Guðmundar Bergsteins, mágs míns og vinar. Margs er að minnast frá þeim tæpu fjörutíu árum sem við þekktumst. Guðmundur var gaman- samur ef því var að skipta, oft var glatt á hjalla þegar fjölskyldur okk- ar hittust, hvort heldur var norðan heiða eða sunnan fjalla. Guðmundur kunni að meta góðan kveðskap og kunni ótal vísur og kvæði, sem í góðra vina hópi veittu öllum ómælda skemmtun sem á hlýddu, enda oftar en ekki í léttum dúr. Þá hafði Guð- mundur einnig gott tóneyra og átti gott safn af margs konar tónlist, en djassinn var í miklu uppáhaldi, enda var hann mjög liðtækur á trompet og gítar, og oft var hlustað á eitthvað ljúft, sem hann valdi á fóninn. Oft voru líka málin rædd, reynt var að ráða í lífsgátuna og farið út í heim- spekilegar vangaveltur um ný og gömul málefni, sem eins og gengur fengu mismunandi lausnir. Samgangur fjölskyldna okkar var alltaf góður, þó svo að verið hafi vík á milli vina, meðan hann var í sér- námi í Svíþjóð. En við hjónin höfðum þó tök á að heimsækja fjölskylduna til Svíþjóðar sumarið 1977 og nutum gestrisni þeirra hjóna, sem báru okkur á höndum sér, lánuðu okkur meðal annars fjölskyldubílinn óspart. Seint gleymist ferð, sem við fórum með þeim frá Svíþjóð, í ferju til Þýskalands, og var Guðmundur fararstjóri, enda mjög vel þýsku- mælandi og lék á als oddi. Já, það var gaman í þeirri ferð. Ekki var lífið þó alltaf einn leikur hjá fjölskyldunni og ský dró fyrir sólu fyrir þrem árum, þegar þau hjón misstu son sinn Sigurð Hrafn, af slysförum, ungan mann í blóma lífsins. Það var sár sem gat ekki gró- ið. Guðmundi þakka ég samfylgdina og allan þann stuðning og aðstoð sem hann veitti mér í veikindum mínum, bæði sem læknir og vinur. Góður drengur er genginn á braut. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Jósa, Helga Salbjörg, Siggi Torfi og börn. Ég og fjölskylda mín óskum ykkur Guðs blessunar. Megi styrkur hans fylgja ykkur. Anna Karlsdóttir. Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Íslendinga sögum. (Þorsteinn Erl.) Ófáir eru þeir landar vorir sem fallið hafa fyrir aldur fram að því að virðist fyrir galdur rammra örlaga. Ýmsir bestu menn þjóðarinnar fylla þann flokk. Guðmundur Bergsteinn, svili minn, var óvenju vel gerður maður til sálar og líkama. Hann var náms- maður ágætur, lauk læknis- og sér- fræðinámi að því er virtist án erf- iðismuna og var umhyggjusamur og ástsæll læknir meðan hann naut fullrar starfsorku. Gáfur hans voru óvenju víðfeðm- ar. Hann var vel lesinn bókmennta- maður og kunni góð skil á sagnfræði. Hann hafði glöggt auga fyrir mynd- list og handverki. Og hann var með afbrigðum tónvís og hneigður til tón- listar. Það var notalegt að vera sam- vistum við hann, launkíminn og skemmtilegan. Ég minnist sérstaklega sumar- daga á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. Guðmundur vann á sjúkra- húsinu á Akranesi og Jósefína dvald- ist löngum hjá okkur. Yfir þeim dög- um hvílir björt heiðríkja. Við gleymum aldrei þeirri hlýju og von- gleði sem þau fluttu með sér inn á heimili okkar. Lífið brosti við læknanemanum unga. Hann hafði eignast konu sem honum var fyllilega samboðin, gáfuð, falleg og dugmikil. Börn þeirra urðu tvö og reyndust vel gefið hæfileika- fólk. Í raun og veru var allt eins og best gerist í góðum sögum. En sitt hvort er gæfa eða gjörvileikur. Áföll dundu yfir. Þungbærast var þegar sonur þeirra, Sigurður Hrafn, fjölgreindur ágætisdrengur, lést voveiflega. Og nú hefur Guðmundur sjálfur kvatt fyrir aldur fram. Enn hefur orðið sá endir á sögu mikil- hæfs Íslendings að „meinleg örlög“ hafa rænt hann dögum. Vinir hans höfðu vonað að hann ætti mörg ár eftir meðal okkar. En enginn má sköpum renna. Við Björg þökkum honum hlýjuna og vinsemdina, handtakið trausta og horfnar stundir og biðjum Guð að blessa honum brautina fram undan og ástvinum minninguna um góðan dreng. Ólafur Haukur Árnason. Mótun og þroski einstaklings eru ofin mörgum þáttum. Stærsta hlut- verkið leikur umhverfið, fjölskylda, nánir vinir og aðrir sem maður kynnist á lífsleiðinni. Margir koma við sögu. Einn þeirra sem höfðu án efa mikil áhrif á mótun mína var Mundi. Hann og Jósý voru nánir vin- ir foreldra minna frá gamalli tíð og GUÐMUNDUR BERGSTEINN JÓHANNSSON Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú. Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig. Þekking þín er undursamlegri en svo, að ég HAFSTEINN ÖRN HAFSTEINSSON ✝ Hafsteinn ÖrnHafsteinsson fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 30. maí 2005. Hann andaðist á vökudeild barnadeildar Land- spítalans 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Fanny Kristín Tryggva- dóttir, f. 28. nóvem- ber 1967, og Hans Hafsteinn Þorvalds- son, f. 25. ágúst 1959. Systkini Haf- steins Arnar eru Sól- veig Dóra, f. 30. október 1994, og Þorvaldur, f. 15. desember 2002, og hálfbræður hans samfeðra Theodór Árni, f. 15. janúar 1982 og Áki Jarl, f. 25. nóvember 1985. Hafsteinn Örn var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í gær, 8. júní. fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn. Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undir- heima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: ,,Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt,“ þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér. Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursam- lega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. En hversu torskildar eru mér hugsanir þín- ar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér. (Sálmur 139:1–18.) Takk fyrir stundirnar með þér, elsku litli Hafsteinn Örn, mamma og pabbi. Lífið á sér margar heillandi myndir og við stöndum gagntekin andspænis fullkomnun þess, hvort heldur er flug fuglsins, gróður jarðar eða fæðing barns. Þetta eru kraftaverk en höf- undur þeirra er hljóður og við orðlaus andspænis honum og verkum hans. Dóttursonur okkar, Hafsteinn Örn, sonur Fannyjar Kristínar og Hans Hafsteins Þorvaldssonar, leit dagsins ljós 30. maí 2005. Hann var eitt af kraftaverkum lífsins, þótt honum væri ekki langra lífdaga auðið, því að hann andaðist á þriðja degi lífs síns. En hann fékk að lifa, og því eigum við um hann minningu, kæra minn- ingu. Friður litla drengsins, sem gat ekki lifað, býr með okkur sem lifum, og dauði hans vakti okkur til umhugs- unar um gátur lífsins, gátur sem við fáum aldrei skilið. En skammvinnt líf hans veitir okkur gleði í sorginni. Aðstandendur biðja þá sem vilja minnast Hafsteins Arnar að láta Tón- listarsjóð Fíladelfíu njóta þess. Starfsfólki vökudeildar barnadeild- ar Landspítalans færum við þakkir fyrir hlýhug og einstaka umönnun Hafsteins Arnar Hafsteinssonar. Blessuð sé minning hans. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.