Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 47
Myndir úr Njálu í Sögusetri á Hvolsvelli Ein af tréskurðarmyndunum á sýningunni: Gunnar á Hlíðarenda ríður til þings og á orðaskipti við Hallgerði. Í SÖGUSETRINU á Hvolsvelli hefur nú verið opnuð sýning Gísla Sigurðssonar, myndlist- armanns og rithöfundar, á tré- skurðarmyndum úr Njálu. Tilurð þeirra hófst með því að Gísli vann eina slíka í bók sína Seiður lands og sagna, þar sem lýst er eftirmálum Njálsbrennu og för brennumanna á Þríhyrningshálsa. Í framhaldi af því vann Gísli 13 aðrar, þar sem myndlýst er at- burðum og persónum úr Njálu; Gunnari og Hallgerði, Bergþóru á Bergþórshvoli, Skarphéðni syni hennar, Kára Sölmundarsyni og fleirum. Jafnframt er skrifaður á myndirnar, með fornri leturgerð, texti úr Njálu sem lýsir viðkom- andi atburði eða persónum. Þetta er 14. einkasýning Gísla, en stendur aðeins í þrjár vikur, eða til 1. júlí. Hann kveðst allt frá barnsaldri hafa verið mikill Njáluunnandi og vera einn þeirra sem les einhvern hluta af bókinni á hverju ári. Um Njáluslóðir fjallaði Gísli oft meðan hann var umsjónarmaður Lesbókar Morg- unblaðsins og einnig í áður- nefndri ritröð um sögustaði á Suðurlandi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 14 handavinnan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–14.45 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í Ásgarði kl. 13. Enn nokkur sæti laus í Vestfjarðaferð 1.–6. júlí, skráning á skrifstofu félags- ins í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá 12.30 til 16.30. Handavinnuhorn, rabb og kaffi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund í samstarfi við safn- aðarstarf Fella- og Hólakirkju. Frá há- degi spilasalur opinn og vinnustofur án leiðsagnar. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 opin vinnu- stofa, kl. 10 pútt og boccia, kl. 12 há- degismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30. Pútt á Vallarvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11. Hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16.30. Félagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hárgreiðsla 517 3005. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Frjáls handa- vinna og glerlist. Skráning í hópa og námskeið fyrir næsta haust stendur yfir. Aðstoð við böðun kl. 9–16. Há- degisverður og síðdegiskaffi. Göngu- hópur Sniglarnir 10. Sönghópurinn Dísirnar 13.30. Dagblöðin liggja frammi. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, opin vinnustofa, kl. 10 verður Margrét Svavarsdóttir, djákni Ás- kirkju, með bænarstund í matsal. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia (júní). Kl. 10.15–11.45 spænska (júní). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 13–14 leikfimi (júní– júlí). Kl. 13–16 glerbræðsla (júní). Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt almenn kl. 9.30, frjáls spilamennska kl. 13.00. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Áskirkja | Opið hús milli 14 og 16 í dag, samsöngur undir stjórn org- anista, kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10.30. ( sjá nánar www.digra- neskirkja.is). Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boð- ið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hraungerðiskirkja í Flóa | Aðalsafn- aðarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 16. júní kl. 21.00 í Hraungerð- iskirkju. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Laugarneskirkja | Kl. 12.00 Kyrrð- arstund í hádegi. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Umsjón hef- ur Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Gunnarsson leikur á orgel. ÞRIÐJA árið í röð hefur SPRON tekið þátt í samstarfi við Borgar- leikhúsið (Leikfélag Reykjavíkur og Íslenska dansflokkinn) um dans- leikhússamkeppni. Keppnin hefur skipað sér sess meðal eftirsóttustu viðburða í Borgarleikhúsinu um þær mundir sem leikárinu er að ljúka, að sögn Sigrúnar Valbergs- dóttur kynningarstjóra. „Vel er vandað til undirbúnings sem hefst strax upp úr áramótum með aug- lýsingu og vali á hugmyndum í keppnina. Á fimmtudagskvöldið (í kvöld) stíga síðan þátttakendur í 9 útvöldum verkum á svið. Þrenn verðlaun eru veitt af dómnefnd, en áhorfendur í salnum velja síðan eitt verk. Að keppni lokinni stíga áhorfendur og þátttakendur saman dans í forsal leikhússins,“ segi Sig- rún. Jóhannes Helgason sparisjóðs- stjóri, Katrín Hall, listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins og Guðjón Pedersen leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu undirrituðu sam- starfssamninginn í gær. SPRON styrkir dansleikhús Morgunblaðið/Sverrir MANNESKJAN hefur lengi verið haldin þeirri áráttu að skrá um- hverfi sitt í eftirmyndir. Algeng- astar eru fjölskyldumyndir þar sem einhver fjölskyldumeðlimur skrá- setur augnablik sem hann/hún vill geyma. Augnablikið er þó aldrei skrásett í raunverunni. Aðeins minningin sem kann að kvikna í bjagaðri mynd á allt öðru augna- bliki þegar tíminn hefur spilað sína rullu og hann/hún sér myndina löngu síðar. Hjá mörgum eru fyr- irmyndir í raun mótíf til að skrá- setja tíma í svokölluðum „time- lapse“-ljósmyndum. Slíkt er al- gengt í samtímalistum. En það eru ekki einungis atvinnumenn í mynd- list sem tileinka sér þess háttar skrásetningar. Það er magnað atriði í kvikmynd- inni Smoke (Reykur) sem Wayne Wang gerði árið 1995, þegar tób- akssalinn Auggie (Harvey Keitel) afþakkar boð vinar síns Pauls Benjamins (William Hurt) um að fara með honum í ferðalag á þeim forsendum að hann hafi tekið ljós- myndir á sama stað fyrir utan búð sína á hverjum degi á sama tíma dags frá sama sjónarhorni í 11 ár. Áráttan er þá þvílík að hann getur ekki sleppt úr degi því þá er öll skrásetningin ónýt. Auggie getur ekki skýrt út hvers vegna hann tek- ur myndirnar. Hann bara gerir það. Þau eru mörg dæmin um fólk sem hefur tileinkað sér álíka skap- andi ritúal og Auggie í Smoke. Í turni Hallgrímskirkju stendur nú yfir sýning á ljósmyndum sem hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson hafa tekið af Hallgrímskirkju frá sama sjón- arhorni út um eldhúsgluggann sinn í 15 ár. Líkt og Auggie að þá eru hjónin ekki atvinnumenn í grein- inni, hann er fiskifræðingur og hún textílhönnuður. En það gefur gjörningnum þó ekkert minna vægi. Hugmynd hefur kviknað og henni haldið til streitu vegna sköp- unarþarfar og tilvistarlegra og fag- urfræðilegra spurninga. Útkoman er „time-lapse“-ljósmyndir með Hallgrímskirkju í forgrunni. Ólíkt Auggie þá mynda hjónin ekki mótífið eftir ákveðinni tíma- setningu heldur þegar breytingar á umhverfi vekja áhuga þeirra. Þessi mismunur á nálgun byggist á fag- urfræðilegri afstöðu. Ákvörðun Auggies að láta tilviljunina ráða og miða myndatökur við tímasetningu við götuhorn gefur til kynna vissa fagurfræðilega sýn á hversdags- leikann á meðan Hrönn og Þórólfur heillast af mikilfengleika í nátt- úrunni og velja oft á tíðum há- dramatísk augnablik til að festa á mynd; blóðrautt sólarlag, glæsilega flugelda, þétta þoku o.s.frv. þar sem kirkjan stendur svo stöðug sem viðmiðun. Í Smoke hafði Auggie tekið yfir 4000 myndir á 11 árum og geymt í tímaröð í myndaalbúmum. Ekki veit ég hversu margar myndir Hrönn og Þórólfur hafa tekið af kirkjunni en á sýningunni eru þær 86 þótt nóg pláss sé í turninum fyr- ir annað eins. Kannski eru þetta allar myndirnar sem þau eiga. En þó þykir mér líklegt að þau hafi tekið fleiri myndir á 15 ára tímabili og valið úr þeim fyrir sýninguna. Ólíkt Auggie að þá skiptir valið Hrönn og Þórólf miklu máli. Sumar myndirnar eru stærri en aðrar, fá þannig meira vægi á sýningunni og sýningargestir eru beðnir um að velja sína uppáhaldsmynd og rita númer hennar um leið og þeir rita nafn sitt í gestabók, eins og í skoð- anakönnun. Virðast Hrönn og Þór- ólfur þá leita að einhverri full- komnun í skrásetningunni, einu augnabliki sem er fallegra eða mik- ilfenglegra en annað augnablik. Þau eru vissulega mörg falleg augnablikin sem hjónin hafa fest á mynd út um eldhúsgluggann sinn, en það er þó heildin sem skiptir meginmáli. Mynd 1-86. Skrásetningaráráttan MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin er aðgengileg á opnunartíma kirkjunnar. Sýningu lýkur 15. ágúst. Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Eyþór Myndir á sýningu Hrannar Vilhelmsdóttur og Þórólfs Antonssonar. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.—16. júní Kl. 14—17 Opið hús í Hraunseli, Flatahrauni 3. Skemmtidagskrá eldri borgara. Kl. 19.30 Funkkvöld í Gamla bókasafninu við Mjósund. Sammi úr Jagúar flytur fyrirlestur um funktónlist þar sem blandað er inn lif- andi tónlist. Spilabandið Runólfur flytur funk. Aðgangur ókeypis. Kl. 20.00 Ljóðakvöld í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins, Strand- götu 50. Ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp ljóð sín. Aðgangur ókeypis. Bjartir dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.