Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 47

Morgunblaðið - 09.06.2005, Page 47
Myndir úr Njálu í Sögusetri á Hvolsvelli Ein af tréskurðarmyndunum á sýningunni: Gunnar á Hlíðarenda ríður til þings og á orðaskipti við Hallgerði. Í SÖGUSETRINU á Hvolsvelli hefur nú verið opnuð sýning Gísla Sigurðssonar, myndlist- armanns og rithöfundar, á tré- skurðarmyndum úr Njálu. Tilurð þeirra hófst með því að Gísli vann eina slíka í bók sína Seiður lands og sagna, þar sem lýst er eftirmálum Njálsbrennu og för brennumanna á Þríhyrningshálsa. Í framhaldi af því vann Gísli 13 aðrar, þar sem myndlýst er at- burðum og persónum úr Njálu; Gunnari og Hallgerði, Bergþóru á Bergþórshvoli, Skarphéðni syni hennar, Kára Sölmundarsyni og fleirum. Jafnframt er skrifaður á myndirnar, með fornri leturgerð, texti úr Njálu sem lýsir viðkom- andi atburði eða persónum. Þetta er 14. einkasýning Gísla, en stendur aðeins í þrjár vikur, eða til 1. júlí. Hann kveðst allt frá barnsaldri hafa verið mikill Njáluunnandi og vera einn þeirra sem les einhvern hluta af bókinni á hverju ári. Um Njáluslóðir fjallaði Gísli oft meðan hann var umsjónarmaður Lesbókar Morg- unblaðsins og einnig í áður- nefndri ritröð um sögustaði á Suðurlandi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 14 handavinnan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–14.45 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í Ásgarði kl. 13. Enn nokkur sæti laus í Vestfjarðaferð 1.–6. júlí, skráning á skrifstofu félags- ins í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá 12.30 til 16.30. Handavinnuhorn, rabb og kaffi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund í samstarfi við safn- aðarstarf Fella- og Hólakirkju. Frá há- degi spilasalur opinn og vinnustofur án leiðsagnar. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 opin vinnu- stofa, kl. 10 pútt og boccia, kl. 12 há- degismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30. Pútt á Vallarvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11. Hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16.30. Félagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hárgreiðsla 517 3005. Allir velkomnir. Hæðargarður 31 | Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Frjáls handa- vinna og glerlist. Skráning í hópa og námskeið fyrir næsta haust stendur yfir. Aðstoð við böðun kl. 9–16. Há- degisverður og síðdegiskaffi. Göngu- hópur Sniglarnir 10. Sönghópurinn Dísirnar 13.30. Dagblöðin liggja frammi. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, opin vinnustofa, kl. 10 verður Margrét Svavarsdóttir, djákni Ás- kirkju, með bænarstund í matsal. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia (júní). Kl. 10.15–11.45 spænska (júní). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 13–14 leikfimi (júní– júlí). Kl. 13–16 glerbræðsla (júní). Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt almenn kl. 9.30, frjáls spilamennska kl. 13.00. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Áskirkja | Opið hús milli 14 og 16 í dag, samsöngur undir stjórn org- anista, kaffi og meðlæti. Allir vel- komnir. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10.30. ( sjá nánar www.digra- neskirkja.is). Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boð- ið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hraungerðiskirkja í Flóa | Aðalsafn- aðarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 16. júní kl. 21.00 í Hraungerð- iskirkju. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Laugarneskirkja | Kl. 12.00 Kyrrð- arstund í hádegi. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Umsjón hef- ur Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar Gunnarsson leikur á orgel. ÞRIÐJA árið í röð hefur SPRON tekið þátt í samstarfi við Borgar- leikhúsið (Leikfélag Reykjavíkur og Íslenska dansflokkinn) um dans- leikhússamkeppni. Keppnin hefur skipað sér sess meðal eftirsóttustu viðburða í Borgarleikhúsinu um þær mundir sem leikárinu er að ljúka, að sögn Sigrúnar Valbergs- dóttur kynningarstjóra. „Vel er vandað til undirbúnings sem hefst strax upp úr áramótum með aug- lýsingu og vali á hugmyndum í keppnina. Á fimmtudagskvöldið (í kvöld) stíga síðan þátttakendur í 9 útvöldum verkum á svið. Þrenn verðlaun eru veitt af dómnefnd, en áhorfendur í salnum velja síðan eitt verk. Að keppni lokinni stíga áhorfendur og þátttakendur saman dans í forsal leikhússins,“ segi Sig- rún. Jóhannes Helgason sparisjóðs- stjóri, Katrín Hall, listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins og Guðjón Pedersen leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu undirrituðu sam- starfssamninginn í gær. SPRON styrkir dansleikhús Morgunblaðið/Sverrir MANNESKJAN hefur lengi verið haldin þeirri áráttu að skrá um- hverfi sitt í eftirmyndir. Algeng- astar eru fjölskyldumyndir þar sem einhver fjölskyldumeðlimur skrá- setur augnablik sem hann/hún vill geyma. Augnablikið er þó aldrei skrásett í raunverunni. Aðeins minningin sem kann að kvikna í bjagaðri mynd á allt öðru augna- bliki þegar tíminn hefur spilað sína rullu og hann/hún sér myndina löngu síðar. Hjá mörgum eru fyr- irmyndir í raun mótíf til að skrá- setja tíma í svokölluðum „time- lapse“-ljósmyndum. Slíkt er al- gengt í samtímalistum. En það eru ekki einungis atvinnumenn í mynd- list sem tileinka sér þess háttar skrásetningar. Það er magnað atriði í kvikmynd- inni Smoke (Reykur) sem Wayne Wang gerði árið 1995, þegar tób- akssalinn Auggie (Harvey Keitel) afþakkar boð vinar síns Pauls Benjamins (William Hurt) um að fara með honum í ferðalag á þeim forsendum að hann hafi tekið ljós- myndir á sama stað fyrir utan búð sína á hverjum degi á sama tíma dags frá sama sjónarhorni í 11 ár. Áráttan er þá þvílík að hann getur ekki sleppt úr degi því þá er öll skrásetningin ónýt. Auggie getur ekki skýrt út hvers vegna hann tek- ur myndirnar. Hann bara gerir það. Þau eru mörg dæmin um fólk sem hefur tileinkað sér álíka skap- andi ritúal og Auggie í Smoke. Í turni Hallgrímskirkju stendur nú yfir sýning á ljósmyndum sem hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson hafa tekið af Hallgrímskirkju frá sama sjón- arhorni út um eldhúsgluggann sinn í 15 ár. Líkt og Auggie að þá eru hjónin ekki atvinnumenn í grein- inni, hann er fiskifræðingur og hún textílhönnuður. En það gefur gjörningnum þó ekkert minna vægi. Hugmynd hefur kviknað og henni haldið til streitu vegna sköp- unarþarfar og tilvistarlegra og fag- urfræðilegra spurninga. Útkoman er „time-lapse“-ljósmyndir með Hallgrímskirkju í forgrunni. Ólíkt Auggie þá mynda hjónin ekki mótífið eftir ákveðinni tíma- setningu heldur þegar breytingar á umhverfi vekja áhuga þeirra. Þessi mismunur á nálgun byggist á fag- urfræðilegri afstöðu. Ákvörðun Auggies að láta tilviljunina ráða og miða myndatökur við tímasetningu við götuhorn gefur til kynna vissa fagurfræðilega sýn á hversdags- leikann á meðan Hrönn og Þórólfur heillast af mikilfengleika í nátt- úrunni og velja oft á tíðum há- dramatísk augnablik til að festa á mynd; blóðrautt sólarlag, glæsilega flugelda, þétta þoku o.s.frv. þar sem kirkjan stendur svo stöðug sem viðmiðun. Í Smoke hafði Auggie tekið yfir 4000 myndir á 11 árum og geymt í tímaröð í myndaalbúmum. Ekki veit ég hversu margar myndir Hrönn og Þórólfur hafa tekið af kirkjunni en á sýningunni eru þær 86 þótt nóg pláss sé í turninum fyr- ir annað eins. Kannski eru þetta allar myndirnar sem þau eiga. En þó þykir mér líklegt að þau hafi tekið fleiri myndir á 15 ára tímabili og valið úr þeim fyrir sýninguna. Ólíkt Auggie að þá skiptir valið Hrönn og Þórólf miklu máli. Sumar myndirnar eru stærri en aðrar, fá þannig meira vægi á sýningunni og sýningargestir eru beðnir um að velja sína uppáhaldsmynd og rita númer hennar um leið og þeir rita nafn sitt í gestabók, eins og í skoð- anakönnun. Virðast Hrönn og Þór- ólfur þá leita að einhverri full- komnun í skrásetningunni, einu augnabliki sem er fallegra eða mik- ilfenglegra en annað augnablik. Þau eru vissulega mörg falleg augnablikin sem hjónin hafa fest á mynd út um eldhúsgluggann sinn, en það er þó heildin sem skiptir meginmáli. Mynd 1-86. Skrásetningaráráttan MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin er aðgengileg á opnunartíma kirkjunnar. Sýningu lýkur 15. ágúst. Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/Eyþór Myndir á sýningu Hrannar Vilhelmsdóttur og Þórólfs Antonssonar. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.—16. júní Kl. 14—17 Opið hús í Hraunseli, Flatahrauni 3. Skemmtidagskrá eldri borgara. Kl. 19.30 Funkkvöld í Gamla bókasafninu við Mjósund. Sammi úr Jagúar flytur fyrirlestur um funktónlist þar sem blandað er inn lif- andi tónlist. Spilabandið Runólfur flytur funk. Aðgangur ókeypis. Kl. 20.00 Ljóðakvöld í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins, Strand- götu 50. Ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp ljóð sín. Aðgangur ókeypis. Bjartir dagar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.