Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 20
SKÓGRÆKTARFÉLAG Kópavogs efnir til göngu um Stóraskógarhvamm í kvöld kl. 20 og hvetur „Krýsuvíkurstrákana“, sem svo nefndust fyrir 46 árum, til að koma og skoða afrakstur erfiðis síns. Gengið verður um skóginn undir leiðsögn Hauks Helga- sonar fyrrverandi skólastjóra. Hafist var handa við að gróðursetja innan Stóraskóg- arhvammsgirðingar í Undirhlíðum árið 1959, skömmu eftir að girðingavinnu lauk. Gróðursetninguna önnuðust drengir úr vinnuskóla Hafnarfjarðarbæjar í Krýsuvík en yfirumsjón með því verki hafði Haukur Helgason. Lagt verður af stað frá námunni í Vatnsskarði. Til að komast þangað er Krýsuvíkurvegur ekinn og síðan beygt til vinstri inn að gömlu námunni áður en kom- ið er að Vatnsskarðinu sjálfu. Slóði er síðan inn með hlíðinni sem er sæmilega ökufær. Eins og áður segir eru „Krýsuvíkur- strákarnir“ sérstaklega hvattir til að koma og skoða svæðið. Ganga um Stóra- skógarhvamm 20 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Suður-Þingeyjarsýsla | Ekki er vafi á að kvenfélögin verða áfram til. Upphaflegu markmiðin eru enn í fullu gildi og nýjar þarfir hafa bæst við. Þetta sagði Sara Hólm, fyrrver- andi formaður Kvenfélaga- sambands Suður-Þingeyinga, í kaffisamsæti sem efnt var til í fé- lagsheimilinu Ýdölum í tilefni af aldarafmæli sambandsins. Hún bætti því við að vissulega hafi mikl- ar breytingar orðið en þörfin fyrir fórnfúsar hendur sem vilji vinna að bættu samfélagi sé enn fyrir hendi. Aldarafmælis þessa fyrsta kven- félagasambands landsins var minnst við hátíðarmessu í Þorgeirs- kirkju við Ljósavatn og síðar kaffi- samsæti í Ýdölum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var heið- ursgestur en margt annarra gesta tók þátt í messunni og kaffisamsæt- inu. Sr. Jón Aðalsteinn vígslubiskup ávarpaði konur í kvenfélögunum sérstaklega í ræðu sinni og sagði að þjóðin og kirkjan hefðu átt hauk í horni, sem kvenfélögin væru, fyrir gjafir, góðan hug og mörg verk. Hann þakkaði konum fyrir hönd þjóðkirkjunnar og sagði að kven- félagsandinn hefði prýtt landið og bar fram þá von að hugsjónanna glóð myndi áfram lifa. Hann sagði að konur hefðu líknað, glatt og stutt og bað fyrir starfi kvenfélag- anna. Kvenfélögin munu lifa Sara Hólm sagði frá stofnun Kvenfélags Suður-Þingeyinga, eins og sambandið hét fyrst, í ræðu í Ýdölum. Forsagan er sú að vet- urinn 1904 til 1905 fór fram áður óþekkt farandkennsla í sýslunni. Það var þegar Jóninna Sigurð- ardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal, sem hafði gengið í mat- reiðsluskóla erlendis, fór að ferðast um sýsluna, dvelja um tíma á bæj- unum, kenna konum matreiðslu og halda fyrirlestra. Þetta varð til þess að vekja hjá konunum löngun til samvinnu og félagsskapar sem köll- uðu til lífsins margar gagnlegar hugsjónir eins og segir í formála að fundargerð stofnfundarins. Þá seg- ir að Jóninna hafi hvatt konur mjög til þess að stofna með sér fé- lagsskap í þeim tilgangi að efla allt það sem miðað gæti kvenfólkinu til menningar og framfara. Þetta leiddi svo til þess að konur í nokkr- um hreppum sýslunnar kusu full- trúa til að mæta á fundi sem bárð- dælskar konur boðuðu til. Var þessi fundur haldinn að Ljósavatni 7. júní 1905 og mættu þar margar konur, bæði giftar og ógiftar, eins og tekið var fram, auk hinna kjörnu full- trúa. Sara rakti söguna áfram og bar þar margt á góma, svo sem stofnun Húsmæðraskólans á Laugum sem hóf starfsemi sína 1929. Líknarmál hafa einnig verið sambandinu hug- leikin og kom hún inn á það mikla starf sem konur í héraðinu hafa unnið á þeim vettvangi. Að hennar sögn hefur ekki verið rannsakað hvaða áhrif störf kvenfélaganna hafa haft á íslenskt samfélag en það sé verðugt verkefni því flestir þætt- ir samfélagsþjónustunnar hafi not- ið góðs af. Hún segist ekki í vafa um að kvenfélögin verði áfram til, eins og áður er getið, og trúa því og vona að þau eflist og dafni. Aldarafmælis Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga minnst í Þorgeirskirkju Enn þörf fyrir fórnfúsar hendur Morgunblaðið/Atli Vigfússon Aldarafmæli Fjöldi var í messu í Þorgeirskirkju. Meðal þeirra var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Guð- rún Fjóla Helgadóttir, formaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga, og maður hennar, Sveinberg Laxdal. Eftir Atla Vigfússon HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Suðurnes | Vinna við merkingar gönguleiða á Reykjanesskaganum stendur yfir á vegum Ferðamála- samtaka Suðurnesja og sveitarfé- laga. Búist er við að fyrsta skiltið verði sett upp í þessum mánuði. Það verður við Höskuldarvelli og er stækkuð mynd úr gönguleiðakorti samtakanna sem sýnir Keili og Höskuldarvelli og landið suður að Grænavatni. Sambærileg skilti verða sett upp víðar. Kom þetta fram á aðalfundi Ferðamálasamtakanna sem haldinn var í Fræðasetrinu í Sandgerði á dögunum. Ýmis fleiri verkefni eru á dagskrá samtakanna á nýbyrjuðu starfsári. Samvinna verður um kynningu ferðaþjónustunnar á Suð- urnesjum á kaupstefnu Vestnorden í Kaupmannahöfn í september, kirkjudagurinn verður á sínum stað í október og ferðamálaráðstefna í febrúar 2006. Áhugi á umhverfisvottun Mikil umræða varð á aðalfundin- um um hvernig vinna ætti að bættri ímynd svæðisins, að því er fram kemur hjá Kristjáni Pálssyni, for- manni samtakanna. Fram kom það álit að gott væri ef öll sveitarfélögin á Suðurnesjum fengju umhverfis- vottun Green Globe á alþjóðavísu. Grindavíkurbær er að kanna þetta mál fyrir sitt leyti. Kristján Pálsson var endurkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Suður- nesja og með honum í stjórn eru Reynir Sveinsson varaformaður, Helga Ingimundardóttir, Einar Steinþórsson, Anna Sverrisdóttir, Björn Haraldsson og Ásgeir Hjálm- arsson. Unnið að merkingum gönguleiða Reykjavík | Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað fyrir skömmu að lækka verð á heitu vatni til notenda á höfuðborgarsvæðinu um 1,5% og kom sú ákvörðun til framkvæmda í gær. Í tilkynningu frá OR segir, að vísitala neysluverðs hafi undanfarna mánuði hækk- að um 3,5%, en vegna aukinnar sölu á heitu vatni undanfarna mánuði hafi verið ákveðið að taka þá hækkun ekki með í reikninginn. Heildarlækkun á heitu vatni til notenda nemi því 5%. Verð á heitu vatni lækkar um 1,5% FORELDRAFÉLAG Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi stendur á hverju vori fyrir sérstakri vorhátíð þar sem skólalokum og vorkomunni er fagnað. Í ár var vorhátíðin með veglegra móti þar sem við sama tæki- færi var einnig fagnað 130 ára afmæli Mýrarhúsaskóla, en skólinn er einn af elstu skólum landsins. Að sögn Sjafnar Þórðardóttur, for- manns Foreldrafélags Mýrarhúsa- skóla, hófst hátíðin eldsnemma í gær- morgun með ávarpi Sigfúsar Grétarssonar skólastjóra. „Síðan færðum við í foreldrafélaginu skól- anum veglegt píanó að gjöf og verður þetta fyrsta píanóið sem prýðir sam- komusal skólans,“ segir Sjöfn og tek- ur fram að hljóðfærið hafi verið vígt af nemendum Mýrarhúsakóla við há- tíðlega athöfn. Í framhaldinu var boðið upp á bæði danssýningu og íþróttasýningu nem- enda. Gestum vorhátíðar gafst að því loknu tækifæri til að sjá sýningu á handavinnu og myndlist nemenda ásamt gömlum og nýjum ljósmyndum og kvikmyndum úr skólastarfinu, en að sögn Sjafnar verður ljósmyndasýn- ingin opin til föstudagskvölds, en þann dag hefst sérstök menning- arhátíð Seltjarnarnesbæjar. Aðspurð segir Sjöfn stemninguna á vorhátíðinni hafa verið afar góða, en allir nemendur skólans voru mættir í fylgd með foreldrum sínum, auk þess sem fulltrúar bæjarins, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, voru mætt til að sam- fagna nemendum og starfsfólki skól- ans. Sjöfn segir leiktækin og hoppukast- alann, sem komið var fyrir á skólalóð- inni, hafa mælst einstaklega vel fyrir hjá krökkunum sem skemmtu sér hið besta. Eftir hoppið gafst þeim síðan kostur á að gæða sér ýmist á nýgrill- uðum pylsum eða sérstakri afmælis- köku í tilefni dagsins. NEMENDUR Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi kunnu vel að meta leiktækin sem stillt var upp á lóð skólans í gær, en þá fagnaði skólinn 130 ára starfsafmæli. Hefð er fyrir því að foreldra- félag skólans blási til sérstakrar vorhátíðar á þessum tíma árs til að fagna skólalokum og vorkomunni. Þar sem afmæli skólans bar upp á sama tíma voru hátíðahöldin mun umfangs- meiri en vanalega. Gestum gafst kostur á að skoða ljósmyndasýningu með myndum úr skólastarfinu auk þess sem öllum var boðið upp á nýgrillaðar pylsur og veglega afmælis- köku í tilefni dagsins. Mikið fjör var í hoppukastalanum. Afmælishátíð Mýrarhúsaskóla Fögnuðu 130 ára afmælinu Morgunblaðið/Ómar Eva Björk Davíðsdóttir vígði píanóið sem foreldra- félag Mýrarhúsaskóla gaf skólanum. Eva er ellefu ára og hefur lært á píanó sl. tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.