Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.06.2005, Blaðsíða 51
Nýr og betriMiðasala opnar kl. 17.00 KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 8 og 10.45 B.I 16 ÁRA Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.20   Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch r fr l i t t - BARA LÚXUS 553 2075☎ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í Sýnd kl. 6, 8 og 10 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRASýnd kl. 6 og 9 B.I 10 ÁRA   HEIMSFRUMSÝNING HEIMSFRUMSÝNING „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Sýnd kl. kl. 6, 8.30 og 11 B.i 14 ára Sýnd kl. 6 og 9 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára EMPIRE EMPIRE EMPIRE EMPIRE Frá leikstjóra Bourne IdentityFrá leikstjóra Bourne IdentityBourne Identity Bourne Identity Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINSAÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS    SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm   SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2005 51 TUTTUGU og fimm ár eru langur tími, ekki síst ef talið í starfsárum tónlistarmanns. Fæstum dægurtónlistar- mönnum er það gefið að geta sinnt tónlistinni sem höfuð- iðju svo lengi og ennþá færri hafa afrekað það að ná að halda sér linnulaust á toppn- um í svo langan tíma. En það hefur Bubba tekist. Hann hefur verið jafnvinsælasti og um leið dáðasti rokk- og dægurlagasöngvari þjóð- arinnar í aldarfjórðung og á svo sannarlega skildar ham- ingjuóskir fyrir afrekið – áfangann. En sjálfur virðist hann síst gefinn fyrir slíkt klapp á bakið, orðuveitingar eða viðlíka skjall. Hans leið hefur ætíð verið sú að gefa fremur en að þiggja; þannig að á meðan margir hefðu fagnað svo stórum áfanga í lífi sínu með því að skella sér í sólina til Kanarí þá hefur Bubbi annan mann að geyma. Alveg einstaklega samkvæmur sjálfum sér tek- ur þessi gjafmildi vinnu- þjarkur af skarið og færir okkur að gjöf tvær sérlega sterkar plötur með 22 nýjum lögum og heldur í ofanálag ferna viðhafnartónleika í Þjóðleikhúsinu á tveimur dögum. Tónleikarnir voru allir að mestu byggðir upp með svip- uðu sniði. Bubbi gerði þar upp tónlistarferil sinn, lék að mestu eldri lög í bland við nokkur af nýju plötunum, en um leið – vegna þess hversu mjög hann berar tilfinningar sínar í tónlistinni – virtist mann sem hann væri sum- partinn að gera upp margt annað í sínu persónulega lífi, þ.m.t. stormasöm samskiptin við hitt kynið. Hann byrjaði fyrst einn með gítarinn; rétt eins og hann byrjaði ferilinn. Tók þar nokkur af sínum hugljúf- ustu en um leið tilfinn- ingaþrungnustu lögum. Þar meðtalin nýju lögin sem fengu að fljóta með, en eng- um blöðum eru um að fletta að lög á borð við „Svartur hundur“, hið Nick Drake- lega „Ástin verður aldrei gömul frétt“ og Cohen-lega titillag annarrar nýju platn- anna … í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís eru meðal allra bestu laga sem Bubbi hefur samið; ægifögur, tregafull og næsta óþægilega persónuleg lög; sálarjátningar manns í dýpstu sorginni af þeim öll- um – ástarsorg. Bubbi sagði ekki mikið á milli laga – aldrei þessu vant. Væntanlega kom tvennt til; þurfti að koma mörgum lög- um að, áður en seinni tón- leikar hæfust, auk þess sem hann hefur síðustu mánuði kosið að tjá sig og tilfinn- ingar sínar í gegnum tónlist- ina, láta textana tala sínu máli – sem og þeir sann- arlega gera. Bubbi hefur ætíð haft á því einkar gott lag að velja sér rétta samstarfsfólkið; sem sýndi sig e.t.v. skýrar en nokkru sinni áður er honum datt það snjallræði í hug að fá Barða Jóhannsson til að vinna með sér nýju plöt- urnar. Hljómsveitir Bubba hafa af sama skapi verið skipaðar einvalaliði hljóð- færaleikara; fagmönnum fram í fingurgóma, því Bubbi kann greinlega að meta fag- mennskuna. Á tónleikunum fernum í Þjóðleikhúsinu voru honum til halds og trausts samstarfsfélagar hans til fjölda ára og leystu hlutverk sitt með sóma, þótt reyndar hafi mér fundist eldri rokk- uðu lögin – „Hrognin eru að koma“, „Blindsker“, „Fjöllin hafa vakað“ og „Ísbjarn- arblús“ m.a. – fullslétt og felld. Vantaði í þau slor- bragðið; groddaskapinn sem Bubbi sjálfur hefur reyndar ekki gleymt og mun vænt- anlega aldrei gera svo lengi sem hann stígur á svið. Bet- ur tókst sveitinni til í fágaðri lögunum; eins og Kúbu- laginu „Kossar án vara“ – þar sem ásláttarparið fékk sín vel notið og Ellen átti góða innkomu – og ferskri og fróðlegri útgáfu á „Talað við gluggann“ af Konu. Með sveitinni tókst Bubba líka að blása lífið í eldri lög sem ég hafði í raun aldrei gefið sér- stakan gaum, fyrr en nú, að ég hef nú þegar grafið upp og er farinn að hlusta á aftur á plötu, en það eru m.a. lögin „Hann elskar mig ekki“ af Allar áttir og „Syndir feðr- anna“ og „Trúir þú á engla?“ af plötu samnefndri síðara laginu, sem var flutt á einkar kröftugan og vel heppnaðan máta. Einmitt það gerir yf- irlitstónleika eins og þessa svo kærkomna; þegar tekst að endurglæða áhugann, dusta rykið af gömlum og sumpart horfnum perlum. Þá þótti mér einkar ánægjulegt að heyra sveitina taka eitthvert besta lag Bubba í lengri tíma „Fal- legur dagur“ sem er að finna á nýju plötunni Ást – en þar fer perla sem seint mun safna ryki. Rétt eins og eitt af lokalögum tónleikanna, „Svartur Afgan“, sem Bubbi söng fyrst inn á plötu fyrir 25 árum og er ennþá jafn skínandi skær. Að lokum þakkaði Bubbi enn og aftur fyrir, þakkaði okkur auðmjúklega fyrir að velja sig framyfir annað sem í boði væri (Iron Maiden? Brúðkaupsþátturinn Já?). Ekkert að þakka, Bubbi. Þakka þér, miklu frekar. Fyrir allt. Sælla er að gefa TÓNLEIKAR Þjóðleikhúsið Tónleikar sem haldnir voru 7. júní kl. 19 og voru hinir þriðju af fern- um sem Bubbi Morthens hélt í til- efni af því að 25 ár eru liðin frá því því opinber tónlistarferill hans hófst. Með honum komu fram Ey- þór Gunnarsson, Guðmundur Pét- ursson, Jakob Smári Magnússon, Gunnlaugur Briem, Ásgeir Ósk- arsson, Ellen Kristjánsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Bubbi Morthens  Morgunblaðið/Árni Torfason Bubbi lék samfleytt í tvo tíma brot af sínum bestu lögum, auk þess sem nokkur af nýju plötunum fengu að fljóta með. Skarphéðinn Guðmundsson LAGKAKAN er að mörgu leyti vel gerð mynd, en það verður seint sagt að hún sé sérlega frumleg eða eftir- minnileg. Leikstjóri hennar, Matthew Vaughn, er fram- leiðandi kvikmynda Guy Ritchie sem og átti að leik- stýra þessari. Þegar hann gat það ekki tók framleið- andinn leikstjórnina í sínar hendur. Og vissulega minnir myndin um margt á Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. Sögumaðurinn er jafn- framt söguhetjan. Hann er ungur og klár viðskiptamað- ur, ákveðinn í að hagnast fljótt og vel á eiturlyfjum og láta sig síðan hverfa. Þegar eiturlyfjabarón einn biður hann um smá greiða flækjast málin og vinur okkar skilur að eiturlyfjaheimurinn er flóknari og þyngri í vöfum en hann óraði nokkurn tím- ann fyrir. Verst við þessa mynd er að maður hefur á tilfinning- unni að hafa séð þetta allt áður. Það þýðir samt ekki að manni þurfi að leiðast, en það er lítið sem situr eftir. Kvikmyndin er skemmti- lega tekin, bæði á töffaðan og oft húmorískan hátt, og ofbeldið oftast „smart“. Sögufléttan virðist æða úr einu í annað og vera full- flókin á stundum, en í lokin reynist hún sannkölluð „lag- kaka“, þar sem eitt bætist ofan á annað, og kannski í samræmi við upplifun að- alsöguhetjunnar á örlögum sínum. Hnyttin og írónísk tilsvör eru áberandi svo og heill hellingur furðulegra persóna. Aðalpersónan er því miður frekar óskýr. Daniel Craig er flinkur leikari, en ein- hvern veginn finnst mér þetta hlutverk ekki fara hon- um neitt sérstaklega vel. Alla vega tekst honum ekki að gera mikið úr því. Að- alsöguhetjan er flöt og næst- um leiðilega fjarræn og lok- uð. Myndina prýða fínustu leikarar, en mér finnst Jamie Foreman og Sally Hawkins einna skemmtileg- ust í sínum hlutverkum sem Duke og Slasher, hálf- heimskulegir og „vúlgar“ glæpamenn, kannski af því að persónur þeirra voru einna frumlegastar. Ben Whishaw var líka eft- irtektarverður í litlu hlut- verki sem Sidney, og ég hlakka til að sjá meira af honum. KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: Matthew Vaughn. Handrit: J.J. Connolly. Kvik- myndataka: Ben Davis. Aðlhlutverk: Daniel Craig, Jamie Foreman, Sally Hawkins, George Harris, Colm Meaney, Kenneth Cranham, Sienna Miller, Dragan Micanovic og Michael Gambon. 105 mín. Bretland 2004. Lagkakan (Layer Cake)  Hildur Loftsdóttir Daniel Craig fer með aðal- hlutverkið í Layer Cake. Vel gerð en ófrumleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.