Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 11
Grænlendingar tefldu við Íslendinga á Grænlandsmótinu 2005, börn við fullorðna, konur við karla. – „Ja, há. En af hverju ertu alltaf fullur?“ – „Af því að það er svo fínt. Ég kann bara al- veg ósköp vel við það,“ segir hann, verður meyr eitt andartak og fær sér síðan gúlsopa. Maðurinn er ekki sá eini hér um slóðir sem drekkur ótæpilega. Áfengisneysla er vandamál á Grænlandi, sérstaklega á Austur-Grænlandi. Margir hafa bent á að hér sé lítið við að vera. Unglingar byrja snemma að drekka og tíðni sjálfsvíga meðal þeirra er skelfilega há. Á þriggja mánaða tímabili í fyrra sviptu 9 ung- menni sig lífi og það í 1.800 manna bæjarfélagi. Hvað skal aðhafst? Liðsmönnum Hróksins finnst að minnsta kosti kjörið að breiða skák- listina út hjá Austur-Grænlendingum og vilja leggja sérstaka áherslu á barnastarf. Þeir vilja fá börnum og unglingum eitthvað að gera og kynna þau fyrir heilbrigðu áhugamáli. Með í för er Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, sem er á staðnum til að athuga möguleika á samstarfi Hróksins og Barnaheilla. Ekkert mjálm! Heimamönnum gengur mun betur með bolt- ann en íslenska liðinu. Í hálfleik er staðan 3-0 fyrir hina. Hvað gera Danir þá? Íslendingar? „Bara hlaupa þá niður, alveg hiklaust,“ segir lafmóður liðsmaður og byrjar að flissa. Eitt ís- lensku barnanna suðar í Hrafni liðsstjóra en hann svarar hörkulegur: „Uss – ekkert mjálm!“ Sleðahundar, sem liggja tjóðraðir með keðju við húsin í kring, bera tennurnar. Þetta eru engir sætir Snatar eða vinalegar Týrur, heldur grimmar skepnur sem eru fóðraðar á nokkurra daga fresti. Liðsstjórinn bætir með festu við og glottir: „Já, ekkert mjálm. Það er ekki gott að vera köttur í Tasiilaq...“ Sá ungi steinhættir að suða. Maðurinn á klettinum bendir mér hróðugur á að Íslendingar séu undir. Ég segist hafa gert mér grein fyrir því og bið hann náðarsamlegast um að núa mér því ekki um nasir. Síðan hlæjum við bæði. „Er ekki spurning um að taka bara sniðglímu á þetta?“ heyrist af hliðarlínunni. „Hva, er þetta ekki fótbolti?“ spyr annar. „Ja, það er um að gera að taka bara sniðglímu á þetta ef ekkert betra fæst,“ segir sá fyrri og skellihlær. Á ná- lægum róluvelli leika sér smábörn. Krakkahóp- ur sem fylgist spenntur með leiknum sparkar til mín velktum bolta. „Hvað segirðu, ertu búin að ákveða úrslitin?“ spyrja Íslendingarnir sposkir. Ég bendi á að fulltrúar fjölmiðla á staðnum hafi löngu áður en leikurinn hófst ákveðið opinberar tölur hans. Við hæfi hafi þótt að hann færi 14-2 fyrir Ísland og það sé sú tala sem fari á prent... Stærsta listasafn í heimi Gól í sleðahundum glymur í fjöllum og ísjökum á sunnudagsmorgni. Ég flæki mig í lakinu og hálfdett fram úr rúminu. Hvaða heilvita hundi dettur í hug að keppa um það hver er háværastur og flottastur svona snemma morguns? Hefði ég minnstan áhuga á að enda lífdaga mína sem hundamatur hlypi ég út og tuskaði stóðið til. Smám saman þagnar gólið og værð færist yfir staðinn á nýjan leik. Fáir eru á ferli. Í kirkjunni eru þrjú börn færð til skírnar en utan þess mók- ir bærinn og þokan gerir allt syfjulegt. Íslensk hjón sem ég mæti lýsa með glampa í auga sigl- ingu sem þau fóru í fyrr í vikunni. „Ísjakarnir eru eins og skúlptúrar. Þetta er fallegasta listasafn sem við höfum farið í,“ segja þau og brosa breitt. „Já, örugglega stærsta listasafn í heimi!“ heyri ég um leið og ég geng niður brekkuna. Hulda Hákon í höllinni Klukkan eitt færist loks líf í tuskurnar. Önnur umferð Grænlandsmótsins 2005 hefst í skák- höllinni. Þar er listasýning, líkt og á hafi úti. Listakonan Hulda Hákon sýnir verk sín á veggj- um skákhallarinnar. Á bekk við vegginn situr 21 árs gömul stúlka sem segist vinna á sjúkrahúsinu í bænum. „Það er gaman að fá íslenska hópinn hingað og hafa eitthvað svona um að vera,“ segir hún á dönsku og kallar eitthvað til lítils drengs. Hann reynist sonur hennar. Stúlkan á tvö börn og átti það eldra 15 ára gömul. Einn af skákmönnunum er Arnar Valgeirsson leiðbeinandi í Vin, athvarfi fyrir geðfatlaða sem rekið er af Rauða krossi Íslands. Arnar segir Hróksliða koma reglulega í Vin og að skákin hafi gert mikið fyrir skjólstæðingana. Hana sé snið- ugt að færa einnig til Grænlands. „Skák er góð gjöf“ Í lokahófi á sunnudagskvöldinu er líf og fjör. Börn og unglingar hlaupa um íþróttahúsið eftir matinn, hlæja og fíflast. Verðlaunahafar eru kallaðir upp á svið og brosa út að eyrum. Kannski brosa þó breiðast grænlensku krakk- arnir í salnum sem fylgjast stolt með vinum sín- um koma sér fyrir uppi á sviði. Kristján Stef- ánsson heldur ræðu og segir skák óskaplega góða gjöf. „Þess vegna finnst mér það vera grundvall- aratriði að fá að búa til fleiri skákmenn,“ segir hann og ánafnar verðlaunafé sínu til barnastarfs Hróksins. Hann lenti í 2–3. sæti á mótinu. Þetta gerir líka Guðmundur G. Þórarinsson, sem einn- ig var í verðlaunasæti. Kristján, Guðmundur og skákkempurnar Páll G. Jónsson, Guðfinnur Kjartansson og Einar S. Einarsson gefa síðan 100.000 krónur aukalega til málefnisins. Eins og úr öðrum heimi Kannski jafnast fátt við þá sýn sem blasir við þegar skýjahulan hefur loks lyft sér upp af fjöll- unum í kringum Tasiilaq. Sá sem skjögrar svefndrukkinn út snemma morguns með sólina í augun, getur ekki annað en tekið andköf. Hand- an fjarðar eru stórskorin fjöll og það stirnir á hvíta ísjaka í höfninni og út með firði. Litrík tré- hús kúra á berangurslegum klöppum og verða eins og úr öðrum heimi. Fyrstu Hróksliðar halda heim í dag. Aðrir fara hlaðnir gjöfum á barnaheimilið í bænum sem heitir eftir Margréti prinsessu. Það var stofnað áður en Margrét varð drottning í Dan- mörku og nafninu var aldrei breytt. Sjálf fæ ég að fljóta með bát sem er á leið til Kúlúsúkk. Ég verð að koma á stærsta listasafn í heimi. Við siglum út fjörðinn og ég sest upp á stýrishús og virði fyrir mér listasýninguna. Aðr- ir á bátnum eru með riffla á lofti og leita víga- legir að sel. Ég hvessi augun á rifflana og sé fyr- ir mér hvernig einhver muni skjóta gat á bátinn eða sjálfa mig í fótinn. – „Er ég að tefla mér í tvísýnu hér?“ muldra ég en fer síðan að hlæja. – „Tefla mér í tvísýnu... nei, örugglega ekki. Þú ættir hins vegar kannski að læra almenni- lega að tefla, stúlka. Og hana nú.“ Litrík hús í Kúlusúkk. Hundasleðinn og ísjakarnir eru á sínum stað og á snúrum blaktir þvottur. Áhugasöm grænlensk börn æfa sig í skák og kenna hvert öðru á milli umferða. ’Hvaða heilvita hundidettur í hug að keppa um það hver er háværastur og flottastur svona snemma morguns? Hefði ég minnstan áhuga á að enda lífdaga mína sem hundamatur hlypi ég út og tuskaði stóðið til.‘ sigridurv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 A 11 ’Það hefur verið þriggja ára píning aðeiga þetta yfir höfði sér. Það er því ágætt að þetta skuli vera komið fram og að við vitum hvað þetta er í dag. Þetta tekur væntanlega fimm ár úr ævi okkar, en ókei, það er allt í lagi að lifa með því. Við erum sannfærð um sakleysi okkar og lif- um samkvæmt því. Þetta heldur ekki vöku fyrir okkur.‘Jóhannes Jónsson við þingfestingu í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. ’Ég hitti bensínstöðvareiganda á Hawaiisem spurði mig hvað ég væri að gera þar. Ég sagðist vera að skoða svartar sand- fjörur og þá svaraði hann: „Já, eins og á Íslandi“.‘Kokayi Ampah um þá ákvörðun að taka mynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, upp hér á landi. ’Það er ljóst að tuttugu prósent af dval-arheimilum fyrir aldraða eru með slæmar eða óviðunandi brunavarnir og það er ekki ásættanlegt.‘Björn Karlsson brunamálastjóri segir að þótt bruna- varnir á dvalarheimilum og leikskólum hafi batnað hafi menn vissar áhyggjur enda um viðkvæma starf- semi að ræða. ’Þessum kafla er einfaldlega lokið oghann var ágætur. Nú tekur við nýr.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, um endalok R-listans. ’Megi líf Túrkmena vera jafn fagurt ogmelónurnar okkar.‘Túrkmenbasi, eða faðir allra Túrkmena, óskar þjóð sinni til hamingju með Mel- ónudaginn, sem hann gerði að opinberum hátíðisdegi í þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi, til heiðurs öllum melónunum sem ræktaðar eru þar í alls fimm hundruð afbrigðum. ’Það má heldur ekki framhjá okkur faraað fjöldinn allur af orðatiltækjum er að glatast úr hugum fólks, orðatiltæki sem eru svo undurfalleg og lýsandi fyrir ís- lenska tungu.‘Vigdís Finnbogadóttir í ræðu á Hólahátíð þar sem hún vakti máls á stöðu íslenskunnar. ’Ákæran er algjörlega röng og ég er sak-laus.‘Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs við dómara héraðsdóms um ákæru ríkislögreglustjóra fyrir margháttuð efnahagsbrot. ’ [Bush] sagði að við yrðum að heiðra þáfórn sem föllnu hermennirnir hafa fært með því að ljúka ætlunarverkinu. Ég vil ekki að hann noti nafn sonar míns til að halda mannskæðum bardögum áfram. Það er nógu slæmt að sonur minn skuli vera dáinn.‘Cindy Sheehan , sem staðið hefur fyrir mótmælum gegn Íraksstríðinu fyrir utan búgarð George W. Bush, Bandaríkjaforseta, í Crawford í Texas. ’ Vaggan er bara hluti af ferlinu en aðmínu mati ákaflega mikilvæg. Eitt hljóð- færi leysir ekki öll vandamál en getur stuðlað að því að önnur vandamál verða auðleystari.‘Eyjólfur Melsteð , sem starfar að tónhæfingu fjölfatl- aðra, um ómvöggu sem Sunnusjóður gaf Safamýr- arskóla í vikunni. ’Það hefur einhvern tímann verið sagt aðglöggt væri gests augað. Reyndar á ég nú ekki við um mig heldur þá sem á fund- inum talaði. Sú mynd sem hún dregur upp af sumum atvikum málsins er önnur en sú nálgun sem við höfum haft.‘Gestur Jónsson hrl. um kynningu breska lögmannsins Deidre Lo á skýrslu Capone Argen Ltd. lögfræðifyr- irtækisins um Baugsmálið. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Árni Torfason Baugsmálið var þingfest í héraðsdómi á mið- vikudag við mikla athygli fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.