Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 24

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 24
24 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Um þetta leyti eru 700 ár,frá því að William Wal-lace var tekinn af lífimeð grimmilegumhætti í Lundúnum, vegna þeirrar staðföstu baráttu sem hann háði fyrir frelsi og sjálf- stæði Skotlands. Játvarður I. Englandskonungur, einn af öflugustu konungum sinnar þjóðar, hafði ákveðið að leggja undir sig Skotland, eins og Wales áður. Slysadauði Alexanders III Skotakonungs, 19. mars 1286, hef- ur sennilega komið Játvarði til að líta svo á að einstakt tækifæri væri fengið til frekari sigurvinninga. Og pólitísk stefna Játvarðar næstu ár- in undirstrikar klókindi hans í því verki að gera skoska aðalinn sér háðan og undirgefinn. Allt fór þar að mestu eftir áætlun hjá enska kónginum og stefna hans var á fullri sigurleið, þegar William Wallace kom skyndilega fram á sjónarsviðið og truflaði þær áætl- anir heldur betur. Af lágum stigum Wallace spratt upp úr skosku mannfélagsheildinni sem skilgetinn sonur þjóðarinnar og sýndi brátt að hann var ótrúlegur kjarnakvist- ur. Hann virðist beinlínis hafa ver- ið sendur af forsjóninni til að taka að sér það hlutverk að leiða frelsis- og sjálfstæðisbaráttu Skota gegn yfirgangi og kúgun Englendinga. Saga Wallace er á margan hátt sérstök, en því miður skortir öruggar heimildir um feril hans frá einum tíma til annars. Virðist sem ýmsum hafi þótt fara best á því að nafn hans gleymdist sem fyrst. Geta ýmsar ástæður legið að baki slíkri afstöðu. Fæstir af samtíð- armönnum hans, meðal skoskra fyrirmanna, stóðu á þeim tíma und- ir frelsismerki Skota af fullum heil- indum. Hinir svonefndu aðalsmenn tóku þá sem endranær fyrst og fremst mið af sínum einkahagsmunum og létu sér oftast fátt um finnast þó framgangur ættar þeirra yrði á kostnað þjóðarinnar. Wallace var því að miklu leyti höfuðverkur og vandamál í augum þeirra flestra. Og þar sem hann var af lágum stigum samkvæmt þeirra skilningi, voru þeir ekki fúsir að veita honum brautargengi. Foringi sem fólkið treysti En Wallace kallaði engan til per- sónulegs stuðnings við sig, heldur reyndi hvað hann gat að sameina Skota til baráttu í nafni þjóðarinn- ar. Ýmsum af skoska aðlinum kann að hafa þótt sem hann væri fyrst og fremst þjóðveldismaður og sem slíkur jafnvel hættulegri stéttar- hagsmunum þeirra en Englending- ar sjálfir. En Wallace fór sínu fram hvað sem hver sagði. Hann barðist af fullum krafti gegn Englending- um til endadægurs. Forustuhæfi- leikar hans, baráttukjarkur og órjúfanleg tryggð við þjóðlegan málstað Skota, gerðu hann furðu fljótt að þeirri stærð að valdi og áhrifum, sem sjaldgæft er að finna í sögu þjóðar frá þeim tímum sem svokallaðir aðalsmenn réðu yfirleitt öllu. Landsfólkið fann að í Wallace átti það foringja sem það gat treyst og sem í orðum og verkum var sjálfum sér samkvæmur. Að- alsmennirnir urðu að beygja sig um tíma fyrir þeirri þjóðar- og frelsisvakningu sem hann vakti í brjósti landsmanna sinna, sem yfir höfuð þráðu það eitt að geta lifað sem frjálsir menn. Sigur Wallace á Englendingum við Stirling Bridge 1297 vakti geysilega sterkan móð í Skotum og allt virtist ganga honum í vil, en næsta ár kom svo ósigurinn við Falkirk. Enginn veit lengur hvers- vegna Wallace lagði svo mikið und- ir í einni orustu á opnum velli, í stað þess að viðhalda skæruhern- aðinum, sem gefið hafði mun betri raun. Sir John Comyn sem stjórn- aði riddaraliði Skota flýði að vísu með allt sitt lið þegar í upphafi or- ustunnar, en þau svik eru þó ekki einhlít skýring á hrakförum Skota þennan dag. Ýmislegt fleira kann að hafa farið þar úrskeiðis, miðað við áætlanir Wallace, enda erfitt á suma að treysta sem fyrr segir. Sumir telja að Róbert Bruce hafa verið í andskotaflokki Wallace við Falkirk, en það er að öllum lík- indum rangt. Sennilega hefur hann þó ekki veitt Wallace stuðning, heldur beðið færis fyrir sig og sína ætt. Fé lagt til höfuðs Wallace Eftir orustuna við Falkirk er margt óljóst um feril Wallace, en ljóst er að hann hélt baráttunni áfram með sínum tryggustu mönn- um, svo sem Kerly, Stephen frá Ír- landi og fleirum. Játvarður I gerði sér grein fyrir því að hann yrði að ná Wallace og gera út af við hann, ef sigur ætti að vinnast á Skotum. Honum var ljóst, að Wallace varð ekki keyptur með neinum hætti. Lítill vafi er á því að enska her- kónginum stóð stuggur af þessum manni sem barðist af svo mikilli ástríðu fyrir þjóð sína, án þess að vera með nokkrar hagsmunakröfur fyrir sig. Slíkan mann varð að taka úr umferð og það sem fyrst. Eng- lendingar komu því á framfæri við skoska aðalinn eftir ýmsum leiðum, að meðan William Wallace léki lausum hala, yrði ekki hægt að koma neinu á fastan grunn varð- andi framtíðarstöðu Skotlands. Ýmsir skoskir aðalsmenn fengu að vita það að ef þeir veittu ekki hjálp við að handtaka Wallace, myndu þeir vera í ónáð til frambúðar. Mikið fé var lagt til höfuðs Wall- ace og kostað kapps á allan hátt að fanga hann. Og því miður voru þeir margir innan skoska aðalsins sem treystu sér ekki til að ganga í berhögg við hin ensku fyrirmæli. Málinu var stillt upp þannig, að Wallace væri þröskuldur í vegi allra endanlegra samninga. Og þar sem aðalsmenn- irnir töldu sig ekki síst vera að- alsmenn vegna hæfni sinnar til málamiðlana, voru örlög Wallace ráðin. Það var Sir John de Menteith sem tók að sér aðal Júdasarhlut- verkið gagnvart Wallace. Svikinn í hendur óvinanna Sagan segir að Wallace hafi síð- an verið svikinn í grennd við Ro- broyston, þar sem hann átti von á fundi með Bruce. En Bruce var ekki á staðnum heldur Menteith með sextíu manna úrvalslið. Wall- ace var handtekinn og Kerly, sem þar var með honum, hefur senni- lega þá þegar verið tekinn af lífi. Eftir handtökuna var Wallace fluttur á laun í miklum flýti suður yfir landamærin og afhentur Eng- lendingum. Með þessum hætti sviku skoskir aðalsmenn mestu frelsishetju Skot- lands í hendur óvinanna. Englend- ingar hrósuðu happi og einbeittu sér snarlega að því að koma ein- hverjum lagalegum blæ á fyrirfram ákveðna aftöku Wallace. En rétt- arhöldin yfir Wallace í Lundúnum voru auðvitað skrípaleikur og gátu aldrei orðið neitt annað. Dómarar vildu meina að hann hefði svikið konung sinn, en Wallace benti á að hann hefði aldrei svarið Játvarði I nokkurn trúnaðareið og þar af leið- andi aldrei svikið neitt í því sam- bandi. En það var ekki hlustað á hann. Fyrirskipanir konungs hljóð- uðu upp á eitt og aðeins eitt – skil- yrðislausan dauðadóm. Höfuðið fest upp á Lundúnabrú Wallace var pyntaður og tekinn af lífi. Höfuð hans var fest upp á Lundúnabrú og líkami hans höggv- inn í fjóra hluta, sem fluttir voru til Skotlands og hafðir þar til sýnis, á tilteknum stöðum, öðrum til viðvör- unar. Helst er talið að staðirnir hafi verið Newcastle-upon-Tyne, Berwick, Stirling og St. Johnston. Wallace hafði innsiglað trú sína á réttmætt frelsi þjóðar sinnar með blóði sínu. Það vökvaði jarðveginn fyrir komandi uppgjör ásamt blóði annarra félaga hans í frelsisbarátt- unni. Enginn vafi er á því að andi Wallace sveif yfir orustuvellinum við Bannockburn 1314, þegar Skot- ar undir forustu Roberts Bruce unnu afgerandi sigur á enskum innrásarher. Ef til vill hefur þó frelsi Skota á komandi áratugum verið með nokkuð öðrum hætti en þeim sem hugsjónir Wallace stóðu fyrir. Aðallinn hélt sínum völdum og oft voru skosku barónarnir engu skárri en stéttarbræður þeirra sunnan landamæranna. Robert Bruce getur því aldrei orðið þjóð- hetja með sama hætti og Wallace – Wallace er sérstakur því hann sannaði með lífi sínu og dauða, að þrá mannsins til frelsis er í sann- leika sterkari en nokkurt kúgunar- vald. Hann hefur með verðskuld- uðum hætti öðlast þann sess í hjarta Skota sem hann hefur og þar mun hann lifa áfram meðan skoskan anda er að finna á þessari jörð. Frelsishetja Skotlands Stytta af William Wallace í Bemersyde House í Skotlandi. Þjóðarminnismerkið um Willam Wall- ace í nágrenni Stirling-kastala. Sir William Wallace 23. ágúst 1305– 23. ágúst 2005 Sir William Wallace hefur öðlast verðskuldaðan sess í sögunni sem ein helsta þjóðhetja Skota. Rúnar Kristjánsson stiklar hér á stóru varðandi baráttu þessa ofurhuga fyrir frelsi og sjálfstæði Skotlands. Wallace var að lokum svikinn í hendur óvina sinna, pyntaður og tekinn af lífi fyrir tæpum 700 árum, 23. ágúst 1305. Í tilefni þeirra tímamóta er grein þessi samin og jafnframt fylgir með frumortur bragur, sem Rúnar orti í virðingarskyni við William Wallace og baráttu hans fyrir skosku þjóðfrelsi. „Scots,wha hae wi’ Wallace bled, Scots, wham Bruce has aften led, Welcome to your gory bed – Or to Victorie!“ Robert Burns Hér skal William Wallace hylla, valinn brag að sögu stilla. Ekki þarf þann garp að gylla, gullið er hans sigurmál. Nafn hans æ mun fjöri fylla frjálsa, skoska þjóðarsál! Upp hann reis gegn ógnarvaldi, einn í fyrstu vaskur stóð. Vini og frændur kúgun kvaldi, komst hann þá í hetjumóð. Og með hörðu hefndargjaldi hóf að taka enskum blóð! Sverð hans hófst á loft sem leiftur, laust með þunga fjandaher. Hann var sem úr stáli steyptur, stór í öllu og fylginn sér. Síst af neinum kóngi keyptur, kappi sannur var og er ! Um hann flykktist fjöldi manna, foringi þar traustur sást. Einn sem kynnti andann sanna og sem hvergi í stríði brást. Móti kúgun boða og banna barðist hann af frelsisást! Aðallinn í öllu sveik ’ann, ekki var að honum lið. Sumir vildu sjá hann bleikan, svikabrögðin fastir við. Fékk hann þaðan framgang veikan fyrir þjóðleg stefnumið! Samt í engu undan lét ’ann, oft þó drypi blóð í svörð. Fast á sína frækinn hét ’ann, fremstur braust í élin hörð. Sannir Skotar munu met ’ann meðan líf er til á jörð! Þrátt hann stefndi að sigri sönnum, sýndi tryggð við feðraláð. Fullhugi í frelsisönnum, fjarri trú á enska náð. Hann var öllum aðalsmönnum æðri fyrir kjark og dáð! Hans í brjósti hetjusálin hófst til varnar skoskum lýð. Lengi í gegnum styrjarstálin, stóð hann af sér hverja hríð. Þar til svika mögnuð málin merktu honum forlög stríð! Svikin þau er sárt að nefna, sekur margur reyndist þar. Frelsismálsins stóra stefna stöðvuð þá um tíma var. Aðalsklíkan undirgefna ábyrgð fulla á glæpnum bar! Eftir dauðann hófst ’ann hærra, hetja Skota í lífi og deyð. Enskir viðmót fundu færra flestum hjá á sinni leið. Nafn hans gerðist stöðugt stærra, stefnan eftir sigri beið! Þjóðin erfði allan móð hans, í þeim krafti best sig fann. Fylgja kaus hún fast í slóð hans, fullan sigur brátt því vann. Inn í skoskar æðar blóð hans eins og frelsislogi rann! Valinn brag ég vildi stilla, vitja um forna sagnaslóð. Sannar myndir sinnið fylla, saman fer og hitar blóð, – að þeir sem William Wallace hylla virða og heiðra skoska þjóð! Rúnar Kristjánsson - fecit - Frumortur bragur um William Wallace – frelsishetju Skota

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.