Morgunblaðið - 21.08.2005, Side 29

Morgunblaðið - 21.08.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 29 verða heimreiðina. Hún varð eftir. Þegar ég var kominn heim og hafði farið í sturtu og var sestur í sólkrókinn heima til að njóta lífsins var hringt af næsta bæ og mér sögð þau sorgartíðindi að ekið hefði verið á hund niðri á Dalvíkurvegi. Ökumaður hafði ekki gefið sig fram eða ekki tekið eftir slysinu. Táta var ekki illa farin en hafði látist samstundis og var jörðuð samdæg- urs, en heimilið hefur ekki verið samt síðan. Mörg tár féllu það kvöld í einrúmi og kona mín var rauðeygð nokkra næstu daga, en ég karl- maðurinn lét á engu bera fyrr en núna að ég minnist þessarar vinkonu minnar hennar Tátu. Þá komst ég að því að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Slátrið fór í hundana Auðvitað hafði ég áður átt hund að vini, Spora, þegar ég var sendur í sveit vestur í Dali. Þegar ég kynntist Spora fyrst var ég borgar- barnið hálfsmeykt og reyndi að bægja honum frá með priki, en hann bara espaðist og snerist urrandi í kringum mig og gerði mig enn hrædd- ari. Þetta lagaðist og urðum við perluvinir. Mó- rauði íslenski hundurinn er fallegur, en mér hef- ur aldrei líkað við gjammið í honum. Hann er dæmigerður varðhundur sem má ekkert kvikt sjá án þess að gelta og hann er afar gjarn á að elta bíla, sem er í mínum augum afar mikill galli. Hundar eiga helst heima í frelsinu úti í sveit. Þeir eru ágætis félagar og skil ég vel að mörgum einmana bæjarbúanum þyki góður félagsskapur að hundum. Hundahald gefur líka ágætis tilefni til hreyfingar þegar menn þurfa að viðra hund- inn. Svo hafa hundar verið tamdir til ákveðinna nauðsynjaverkefna svo sem að smala sauðfé, leiðsegja blindum, leita í snjóflóðum og leita eit- urefna. Þar vinna þeir gott starf. Hundar nýta ágætlega ýmsan heimilisúrgang, og kjötbeinin eru þeim kærkomin. Í flestum tilvikum nægir heimilisúrgangurinn þeim ekki og menn útbúa annaðhvort hundamat eða kaupa hann í búðum. Hundar geta orðið aðgangsharðir, til dæmis er ekki langt síðan nágrannahundur komst í slát- urtunnuna okkar, sem hafði verið sett í kælingu út fyrir dyr. Má segja að þá hafi slátrið okkar farið í hundana í orðsins fyllstu merkingu. Það var áberandi að Táta þekkti dýralæknana og umhverfðist um leið og hún sá þá þegar þeir komu með hundahreinsunarlyfið eða getnaðar- varnarsprautuna. Þá guggnaði ég, hugleysing- inn, á að taka hana, en Pálína kona mín gekk ákveðið til verks og tók hana föstum tökum. – Þá dáðist ég að frú Pálínu (og ekki í fyrsta sinn). Einhverju sinni að vetri gerðist það að ná- grannahundur, sem líklega hafði heimsótt Tátu, ætlaði að stökkva yfir gaddavírsgirðingu sem var hálfpartinn á kafi í snjó. Hann dreif ekki yfir, en hékk ýlfrandi á kviðnum þvert yfir efsta strenginn. Ég ætlaði að bjarga greyinu, en í hvert sinn sem ég nálgaðist sýndi hann mér tennurnar og urraði, þannig að ég lagði ekki í björgunaraðgerðina. Þórður nágranni minn kom þarna að, gekk ákveðnum skrefum að hundinum, óhræddur við tennur og urr, tók í hnakkadrambið á honum og svipti honum af girðingunni. – Þá dáðist ég, hugleysinginn, að Þórði (og ekki í síðasta sinn). Þá greip frú Pálína gamalt kústskaft Eðli Tátu sagði til sín með jöfnu millibili; hún varð lóða. Og þá brást það ekki að hóp hunda af næstu bæjum dreif að; þeir voru á lóðaríi. Ég veit enn ekki hvernig þeir gátu vitað að nú var Táta í þessu ástandi. Skilaboðin hlutu annað- hvort að berast með lykt í loftinu eða að einn hundur segði öðrum frá, sem mér þykir reyndar fremur ótrúlegt því yfirleitt vilja karldýr sitja ein að kvendýrinu. Ein mynd er í huga mér frá lóðatíma Tátu. Hún var lokuð inni í þvottahúsi, en utandyra voru margir hundar að snuðra. Mér er enn í minni að frú Pálína greip þá gamalt kústskaft og elti hundana á harðahlaupum langt niður eftir túni og rak þá þannig heim. Þá varð mér að orði að væntanlegir tengdasynir okkar ættu ekki von á góðum móttökum þegar dætur okkar þrjár yrðu gjafvaxta. Úr dýraríkinu eftir Bjarna E. Guðleifsson náttúrufræð- ing er 126 bls. Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina, sem er sú fyrsta af fjórum í bókaflokknum Náttúruskoðar- inn, en þeim er ætlað á aðgengilegan og skemmtilegan hátt að fræða almenning um sitt nánasta umhverfi. STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna fagnar því að borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins leggist geng tillögum Stefáns Jóns Hafstein um hækkun á leik- skólagjöldum hjá þeim fjölskyldum þar sem annað foreldrið er í námi. „Tillaga Stefáns Jóns gengur í berhögg við stigbundna niður- fellingu leikskólagjalda sem þegar er hafin. Gjaldfrjáls leikskóli er stefnumál sem Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sett á oddinn og er óþolandi til þess að vita að Samfylkingin, með Stefán Jón í broddi fylkingar, hafi ætlað að eigna sér niðurfellingu leik- skólagjalda en setja svo þessa mót- sagnakenndu hækkun fram. Það er ekki síst borgarfulltrúum Fram- sóknarflokksins að þakka að þessi óhæfa verður ekki að veruleika.“ Ekki rétt að hækka gjöldin SAMBAND ungra framsókn- armanna (SUF) fagnar heilshugar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar undir forystu Halldórs Ásgríms- sonar að tryggja samkynhneigðum jafnan rétt á við aðra þegna þessa lands. „Hér er um löngu tímabæra leið- réttingu að ræða þar sem öll mis- munun er bönnuð í (65. gr.) stjórn- arskrár lýðveldisins. Því er það mikið fagnaðarefni að forystumenn Framsóknarflokks taki þetta frum- kvæði enda hafa mannréttindi og velferðarmál alltaf verið ofarlega á baugi hjá flokknum.“ Tímabær breyt- ing að mati SUF STJÓRN Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna skorar á borgaryf- irvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun sína um gjaldskrárbreyt- ingu leikskóla borgarinnar. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. „Það er með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundar nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri út- gjaldaaukningu en sú aukning nem- ur allt að 81.180 krónum á árs- grundvelli. Með þessu er verið að ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu borgaryfirvalda um að gera Reykjavíkurborg að fjölskyldu- vænu samfélagi. Það má teljast í hæsta máta óeðlilegt að Reykjavík- urlistinn, sem kennir sig við fé- lagshyggju, standi á þennan hátt að málum. Það er til skammar fyrir borg- aryfirvöld ef þessi áform ná fram að ganga. Stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík mótmælir slík- um vinnubrögðum harðlega og hvetur borgaryfirvöld til að endur- skoða tafarlaust þessar breyt- ingar.“ Á móti hækkun leikskólagjalda Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 16. ágúst var spilað á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úr- slit í N/S: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 248 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 242 Ágeir Sölvason - Guðni Ólafsson 232 A/V Guðm. Árnason - Maddý Guðmundsd 256 Kristrún Stefánsd. - Sverrir Gunnarss. 238 Jón Gunnarss. - Sigurður Jóhannsson 235 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.