Morgunblaðið - 21.08.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.08.2005, Qupperneq 39
✝ Jóhanna OddnýGuðmundsdóttir Waage, eða Hanna eins og hún var alltaf nefnd, fædd- ist á Lónseyri við Arnarfjörð 31. des- ember 1918. Hún lést á Heilsugæslu Suðurnesja laugar- daginn 6. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Magn- ússon Waage sjó- maður, f. á Skógum í Arnarfirði 30. desember 1894, d. 12. júlí 1977, og Sigurlaug Jónína Jóhannesdóttir, f. á Hjaltabakka í Torfulækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu 17. júní 1894, d. 1. maí 1967. Guðmundur var sonur Magnúsar Guðmundssonar Waage og Himinbjargar Jóns- dóttur. Sigurlaug var dóttir Jó- hannesar Oddssonar og Þórunn- ar Halldórsdóttur, en alin upp af Jó- hannesi og konu hans Oddnýju Sig- ríði Bjarnadóttur. Alls voru börn þeirra átta. Látin eru, auk Jóhönnu, Himinbjörg, Magn- ús, Guðbjörg Krist- jana, Jónína Sigríð- ur, Jóna, Jensína og systir samfeðra Guðríður Jóna. Á lífi er Kjartan. Sambýlismaður Hönnu er Þorgils Stefánsson ætt- aður frá Kalastöðum í Hvalfirði. Börn Hönnu eru Lilja, gift Mika- el Jónssyni, Birgir, maki Anna Dóra Combs, Sigríður og Guðný, gift Einari Guðbergi Gunnars- syni. Útför Jóhönnu fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 16. ágúst, í kyrrþey að hennar ósk. Hanna var ósérhlífin og gjöful kona, tók öllum fagnandi og hafði góð orð um alla sem hún umgekkst. Árið 1956 kynntist hún eftirlifandi sambýlismanni sínum, Þorgils Stef- ánssyni, sem ættaður er frá Kala- stöðum í Hvalfirði. Gilli, eins og hann er kallaður, reyndist henni góður og traustur lífsförunautur. Ári eftir að þau kynntust lendir hún í rútuslysi á leið til vinnu á Keflavíkurflugvelli og breytti það lífi hennar og var henni oft fjötur um fót. Kvalir í baki voru hennar píslarganga til æviloka, kvalafullur svipur hennar var okkur svo eðli- legur, en þegar yfir lauk birtist okkur afslöppuð blíð ásjóna henn- ar. Hanna var ekki mikið á ferðinni vegna lasleika síns en hún lét til leiðast þegar við hjónin buðumst til að fara með henni, Gilla og Gunnari (pabbi og tengdapabbi) til Kanar- íeyja og halda upp á áttræðisaf- mæli hennar þar. Þessi ferð er okk- ur öllum eftirminnileg og eru það sannarlega forréttindi að hafa fengið að upplifa þessa ferð með þeim. Góði Jesús, læknir lýða, líkna mér, sem flý til þín, þjáning ber ég þunga og stríða, þreytt er líf og sálin mín. Sjá, mitt tekur þol að þverra, þú mér hjálpa, góði Herra, mín svo dvíni meinin vönd, milda þína rétt mér hönd. Sjá, hve langvinn þraut mig þjakar þyrnavegi bröttum á, heyr, mín örmædd öndin kvakar upp til þín, sér hjálp að fá. Syndabönd af sekum leystu, sjúkan lækna, fallinn reistu, leið mig heilan lífs á stig, ljúfi Jesús, bænheyr mig. En ef það er ei þinn vilji aftur heilsu að gefa mér, veit mér þá ég viti og skilji, vizka þín að eilíf sér minni sál það bezt til bóta, betra lífs svo fái njóta hún í fögrum himnasal, hafin yfir táradal. Sendu mínu særðu hjarta sannan frið í lífi og deyð, lát þitt náðarljósið bjarta lýsa mér á hættri leið. Lát þitt ok mér indælt vera, auk mér krafta það að bera, unz ég fæ þitt auglit sjá og þér sjálfum vera hjá. (Brandur Ögmundsson.) Elsku Gilli, Guð veri þér náðugur á þessari sorgarstundu. Elsku mamma og tengdamamma Guð veri með þér. Einar og Guðný. Elsku amma mín, nú ertu komin á fallegan og góðan stað. Undanfar- in ár hafa verið þér erfið og veit ég að nú er sársaukinn farinn og sjón- in komin aftur svo þú getur fylgst með okkur. Mér varð hugsað til þess tíma þegar þú varst frísk og hélst jóladagsboðin; ummm, það var góður tími. Þegar ég loka aug- unum þá sé ég kræsingarnar á borðinu, er ekki frá því að stundum finni ég lyktina og bragðið af hangi- ketinu. Sé fyrir mér stóra jólatréð og vitandi að það var eitthvert gott- erí í pokunum sem héngu á trénu. Þú labbandi reglulega um allt og athugandi hvort nóg væri til af öllu og að allir væri saddir og sáttir. Við krakkarnir að trufla eldri krakkana sem voru að spila eða sátum inni í hvíldarherberginu og spjölluðum. Þetta var góður tími og mun ég varðveita hann vel. Síðast þegar við hittumst þá töluðum við um hvað þú mundir afmælisdaga ótrúlega vel og varst dugleg að fylgjast með hvað var að gerast hjá okkur barnabörnunum og barnabarna- börnunum. Ef einhver var veikur hjá okkur þá hringdir þú alltaf og athugaðir um líðanina, það var svo gott að heyra þá í þér og vita það að þú hugsaðir til okkar. Elsku amma, þú varst ávallt sterk og fylgdi þér mikill kraftur. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt, því halla’ að brjósti mér“. Ég kom til Jesú sár af synd, af sorg, af þreytu’ og kvöl, og nú er þreytta hjartað hvílt og horfið allt mitt böl. Ég heyrði Jesú ástarorð: „Kom, eg mun gefa þér að drekka þyrstum lífs af lind, þitt líf í veði er“. Ég kom til Jesú. Örþyrst önd þar alla svölun fann, hjá honum drakk ég lífs af lind. Mitt líf er sjálfur hann. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Sjá, heimsins ljós ég er. Lít þú til mín, og dimman dvín og dagur ljómar þér“. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stefán Thorarensen.) Amma, ég elska þig, þín Elín Ása og fjölskylda. Elsku amma. Þú ert farin frá okkur. Mér er brugðið að þú skyld- ir fara svo skyndilega á meðan ég var erlendis. Ég hefði viljað kveðja þig, en ég hringdi í þig frá Þýska- landi nokkrum dögum áður en þú lést, rétt til að heyra í þér og segja þér fréttir af okkur. Þú varst mjög hress í símanum þó að þú værir bú- in að vera veik. Þú ert besta amma í heimi. Það var alltaf svo gott að heimsækja þig og afa. Þú varst allt- af svo hress og jákvæð. Þegar ég var lítil fékk ég oft að gista hjá ykk- ur og þá var glatt á hjalla. Ég fékk að skoða skartið þitt, bækurnar þínar, spila við þig, búa til spila- borgir í ganginum á Borgarvegin- um, hlusta á sögur hjá þér ásamt því að fá eitthvað gott í gogginn, en það var alltaf eitthvað gott og spennandi í boði hjá ömmu. Ég hef hvergi fengið eins góðar fiskibollur og hjá þér og mér fannst æðislegt og kunni vel að meta það þegar þú bauðst mér í mat sem oftar en ekki voru fiskibollur. Þú leystir mig yf- irleitt út með poka fullum af boll- um. Ég bað þig um að kenna mér að búa til þessar „ömmubollur“ sem þú gerðir af þinni alkunnu snilld en ég hef aldrei náð að gera þær eins góðar og þær voru hjá þér. Þitt helsta tómstundagaman var eins lengi og ég man eftir mér að lesa bækur. Það reyndist þér erfitt að geta ekki lesið lengur þegar sjónin fór að daprast. Ég kom með hljóðbækur til þín fyrir nokkrum árum svo þú gætir prufað að hlusta á bækur í staðinn fyrir að lesa þær sjálf. Þér líkaði vel við þetta og það var mér sönn ánægja að fara reglu- lega í bókasafnið og ná í hljóðbæk- urnar fyrir þig, elsku amma. Ég á eftir að sakna notalegu stundanna okkar sem við áttum svo oft saman heima í stofunni hjá þér. Mér fannst rosalega gaman að koma með Finn Guðberg í heimsókn til þín. Hann skreið um á gólfinu og skoðaði sig um, leitaði til þín, fikt- aði í inniskónum þínum, brosti og babblaði. Ég er þakklát fyrir að hann náði einu ári með þér. Á þess- um erfiðu stundum hugga ég mig við það að nú líður þér betur. Þú ert búin að vera þjáð í skrokknum þín- um svo lengi en nú ertu laus úr viðj- um verkjanna og komin á betri stað. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Anna Birgitta. JÓHANNA ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR WAAGE MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 39 MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ GuðmundurPálsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1957. Hann lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 11. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Páll Vilhjálmsson, f. 25.8. 1939 og Lilja Halldórsdótt- ir, f. 11.11. 1939. Bræður Guðmund- ar eru Halldór Pét- ur, f. 28.6. 1958, Vilhjálmur, f. 14.12. 1959 og Þórsteinn, f. 12.12. 1968. Guðmundur kvæntist 8.10. 1977 Eybjörgu Sólrúnu Guð- mundsdóttur, f. 12.10. 1957. Börn þeirra eru Erna María, f. 13.1. 1980. Anna Katrín, f. 22.6. 1983, Stella Rún, f. 9.5. 1988, og Pétur Gunnar, f. 6.4. 1990. Guðmundur og Eybjörg slitu samvistum árið 2001. Sambýliskona Guðmundar er Anna Sidorchuk, búsett í Svíþjóð. Guðmundur lærði húsasmíðar og fékk meistara- réttindi í þeirri grein 1983 og vann við það alla starfsævina. Hann flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni 1989. Útför Guðmundar var gerð í kyrrþey. Sautjándi júní stóð fyrir dyrum. Sjálfboðaliðar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi skiptu með sér verk- um. Presturinn í Gautaborg ætlaði að koma upp til útkjálkans og messa. Íslenskur stúlknakór vænt- anlegur og Svavar sendiherra bú- inn að lofa ræðustúf. Öll leyfi og stimplar í lagi. Bára leikkona kom- in með skautbúning sendiherrafrú- arinnar og farin að æfa fjallkon- ustellingar. Gamli fáninn kominn í leitirnar og búið að snúa upp á hendurnar á sjálfboðaliða til að bera fánann í broddi fylkingar hinnar sjálfsögðu skrúðgöngu. Stjórnin á sínum árlega 17. júní- neyðarfundi. Stemningin er samt dempuð. Guðmundur formaður er deyjandi. Hann greindist fyrir nokkru með lungnakrabba. Hann hafði lengi glímt við tóbaksdjöf- ulinn og oft reynt að hætta. Sígar- ettan hafði betur. Hann vissi vel að hann var deyjandi. Enginn bjóst við að hann myndi koma á fundinn. Fundurinn var varla byrj- aður þegar bjöllunni var hringt og inn staulast Guðmundur á hækj- um. Hann ætlaði ekki að missa af þessum fundi. Ég spurði hann í sumar hvað hann vildi að ég skrifaði um hann í minningargrein. Skrifaðu bara, sagði Guðmundur, að reykingar eru það heimskulegasta sem fyr- irfinnst. Guðmundur var um árabil virk- ur í samstarfi Íslendingafélaga á Norðurlöndum. Hann gekk til liðs við Íslendingafélagið í Stokkhólmi þegar allir aðrir voru að yfirgefa félagið. Það lýsir manngerðinni vel. Hann bauðst til að vera kall- inn í brúnni þegar mýsnar yfirgáfu skipið. Að taka að sér formennsku í deyjandi félagi krefst hugsjóna- mennsku og áræðis. Þá eiginleika hafði Guðmundur. Í hans for- mennskutíð rétti félagið úr kútn- um, þandi út seglin og komst aftur á skrið. Þegar Guðmundur skilur við er Íslendingafélagið í Stokk- hólmi félag í sókn með háleit markmið. Guðmundur Pálsson spurði aldr- ei: hvað hefur Ísland gert fyrir mig? Hans spurði alltaf: hvað get ég gert fyrir Ísland? Stjórn Ís- lendingafélagsins í Stokkhólmi sendir innilegustu samúðarkveðjur til barna Guðmundar og fjöl- skyldu. Ásgeir R. Helgason. Það er einkennilegt til þess að hugsa að vinur minn Guðmundur Pálsson sé látinn. Í næstum 30 ár hafa leiðir okkar legið saman. Stundum með hléum en aldrei hef- ur þráðurinn slitnað. Ég kynntist nafna þegar við sem ungir menn vorum að stíga okkar fyrstu stóru skref á eigin vegum. Ásamt fleir- um keyptum við okkar fyrstu íbúð hjá Byggingafélaginu Byggung í Kópavogi. Félitlir, eins og við vor- um þá, drýgðum við tekjurnar á kvöldin og um helgar með því að vinna upp í byggingarkostnaðinn hjá Byggung. Sveittir og þreyttir áttum við þar margar góðar stund- ir, sem lögðu grunn að þeirri vin- áttu sem entist æ síðan. Vinátta sem hefur skipt mig miklu máli og veitt mér stuðning og styrk oft á tíðum. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman og þá í Svíþjóð. Báðir höfðum við ákveðið á svip- uðum tíma að flytjast utan ásamt fjölskyldum okkar. Án þess að vita af því völdum við búsetu hvor ná- lægt öðrum. Hann í Vimmerby, ég í Jönköping. Nú hófst tímabil mik- illa drauma og væntinga sem sum- ir urðu að veruleika en aðrir eins og gengur og gerist verða einungis draumar áfram. Guðmundur var atorkusamur og kraftmikill maður, einstaklega bóngóður og traustur félagi. Þau voru ekki mörg vandamálin sem nafni var ekki tilbúinn að takast á við, í rauninni fannst honum ekk- ert vandamál vera vandamál. Auk þess að reka eigið bygging- arfyrirtæki, starfaði nafni ötullega að málefnum Íslendinga í Svíþjóð. Þar liggur eftir hann mikið og fórnfúst starf. Hann var mikill Ís- lendingur og hugsaði stöðugt til heimaslóðanna. Á síðasta ári veikist nafni alvar- lega af þeim sjúkdómi, sem að lok- um sigraði. Eins og ætíð fyrr tókst nafni á við þessa raun án þess að hika eða taka í mál að gefast upp. Hann ætlaði að sigra. Mér er minnisstætt fyrir nokkrum dögum þegar ég heimsótti hann á Land- spítalann, en þar hafði hann verið lagður inn, þegar veikindin ágerð- ust í ferð til Íslands sem átti ein- ungis að vera stutt heimsókn, en varð hans hinsta ferð. Í þessari heimsókn minni spurði ég nafna hvernig útlitið væri. Hann svaraði: „Annaðhvort gefst ég upp og þá er allt búið, eða ég berst áfram og sigra,“ eftir litla þögn bætti hann við: „En þú veist að ég gefst aldrei upp.“ Með þeim orðum langar mig að votta aðstandendum hans mína innilegustu samúð, sérstakleg börnunum fjórum, þeim Ernu, Önnu Katrínu, Stellu og Pétri ásamt sambýliskonu hans, Önnu. Elskurnar mínar. Missir ykkar er mikill. Takið Guðmund til fyr- irmyndar og gefist aldrei upp. Hann mun fylgjast stoltur með. Guð blessi ykkur. Guðmundur Hafsteinsson. Besti vinur, okkur langar til að kveðja þig með orðum Steins Steinars: Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, Og seinast stendurðu einn við luktar dyr. Ljótur og Þórunn. GUÐMUNDUR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.