Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 276. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Pífur og prjál í París Hundrað sýningar fóru fram á tískuvikunni í París Menning Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Rækjuvinnslum fækkar  Bylting í rúss- neskum sjávarútvegi Íþróttir | Búa sig undir átök í Stokk- hólmi  Njarðvík spáð meistaratitli  Unnu Svía 4-1 3 Það dregur til tíðinda! dagar til Dags byggingariðnaðarins í Hafnarfirði laugardaginn 15. október Muzaffarabad. AP, AFP. | Fyrstu bíl- arnir með matvæli komu í gær til borgarinnar Muzaffarabad í Pakist- an en hún jafnaðist að mestu við jörðu í skjálftanum mikla síðastlið- inn laugardag. Var matarsendingin þó ekki nema sem dropi í hafið og kom til nokkurra ryskinga er hungr- að fólkið barðist um bitann. Til margra svæða hefur engin aðstoð borist og mikil úrkoma tafði fyrir þyrluflutningum í gær. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær, að hætta væri á alls kon- ar sjúkdómum meðal þeirra milljóna manna, sem hefðust nú við undir beru lofti á jarðskjálftasvæðunum. Er einkum átt við mislinga, kóleru og niðurgangspestir og ýtir það und- ir óttann, að fólk hefur ekki lengur aðgang að hreinu vatni. Þúsundir flýja Muzaffarabad Í Muzaffarabad bjuggu 125.000 manns og 70% húsa í borginni eru bara grjóthrúga. Hin 30% eru flest hálfhrunin og ónýt. Í gær lögðu þús- undir manna af stað gangandi frá borginni í von um að komast þangað sem einhverja aðstoð væri að fá. Tal- ið er, að ástandið í mörgum af- skekktum bæjum og þorpum sé ekki betra en í Muzaffarabad og því óttast sumir, að tölur um manntjónið, sem nú eru opinberlega 35.000, kunni að verða miklu hærri. NATO samþykkti í gær að skipu- leggja flutninga á vistum og lyfjum til hamfarasvæðanna í Pakistan og verða notaðar við þá stórar flugvélar frá öllum aðildarríkjunum 26. Óttast sjúkdómsfaraldur AP Þúsundir manna eru á flótta frá héraðshöfuðborginni Muzaffarabad í pak- istönskum hluta Kasmír en hún jafnaðist að mestu við jörðu í jarðskjálft- anum. Þar er rafmagns- og vatnslaust og vetur að ganga í garð.  Hundruðum | 18 INNAN fimm ára verða um 50 milljónir manna komnar á vergang og á flótta frá heimkynn- um sínum vegna umhverf- iseyðileggingar, uppblásturs, flóða, þurrka og fólksfjölgun- ar. Þessi dapurlega spá kemur frá sérfræðingum við háskóla Sameinuðu þjóðanna en þeir segja, að eyðilegging umhverf- isins hreki nú fleira fólk burtu en styrjaldir og önnur slík óár- an. „Hnignun gróðurfars, sem oft stafar af rányrkju, lofts- lagsbreytingar og hömlulaus fólksfjölgun eru meginástæða þess, að fólk er að flosna upp,“ sagði Janos Bogardi, yfirmað- ur umhverfis- og öryggisstofn- unar háskólans í Bonn, í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Bogardi sagði, að þrautpínd- ur jarðvegur, þurrkar, flóð og skógareyðing hefðu komið losi á 25 milljónir manna á síðasta ári. Mest af fólkinu settist síð- an að í hreysahverfum borga þar sem innviðirnir væru veik- ir fyrir og við það að bresta. Bogardi sagði, að nú væri sá talinn flóttamaður, sem færi úr einu landi í annað, en nú þyrfti að bæta við skilgrein- ingunni „umhverfisflóttamað- ur“. Milljónir flýja ónýtt umhverfi Stokkhólmi. AP. | Nóbelsverðlaunin í bókmenntum verða tilkynnt á morg- un en í gær braust út deila innan nefndarinnar, sem verðlaunin veitir. Knut Ahnlund, sem hefur verið ævifélagi í sænsku vísindaakademí- unni, segir í grein, sem birtist í Svenska Dagbladet í gær, að útdeil- ing verðlaunanna í fyrra til aust- urríska femínistans og skáldkon- unnar Elfriede Jelinek hafi valdið þeim „óbætanlegum skaða“. „Það, sem einkennir Jelinek, er miklar umbúðir, sem eru í skelfilegri mótsögn við innihaldsleysið,“ segir Ahnlund, sem sagði sig úr akademí- unni í gær. Í rökstuðningnum í fyrra var talað um „ljóðrænt flæði radda og gagn- radda“ í verkum Jelinek en hún er kunn fyrir að ganga fram af les- endum með berorðum kynferðislýs- ingum. Ritari akademíunnar gerði lítið úr gagnrýni Ahnlunds í gær. Deilur í Nóbelsnefnd ÁKVEÐIÐ var í gær að ríkissaksóknari tæki við meðferð þeirra 32 ákæruliða sem Hæstiréttur vís- aði frá dómi og færi með ákæruvald í þeim hluta málsins. „… við ákváðum að axla okkar ábyrgð á þessari niðurstöðu með því að óska eftir fundi með rík- issaksóknara í [gær]morgun,“ sagði Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri í gær. „Ég og Jón H. Snorrason fórum á fundinn og lýstum því við- horfi okkar að þessi niðurstaða Hæstaréttar væri þannig að við teldum eðlilegt að ríkissaksóknari færi með málið og ríkislögreglustjóraembættið segði sig frá þessum 32 ákæruliðum sem var vísað frá. Og það var niðurstaða okkar fundar.“ Í tilkynningu frá ríkissaksóknara og ríkislög- reglustjóra segir að þeir hafi ásamt saksóknara ríkislögreglustjóra átt fund um Baugsmálið í til- efni af niðurstöðu Hæstaréttar. „Ríkissaksóknari mun nú leita til Héraðsdóms Reykjavíkur, óska eftir gögnum sem liggja til grundvallar þeim 32 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá héraðs- dómi, fara yfir þau og taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir í tilkynningunni. Gott að ríkissaksóknari hafi tekið málið Að sögn Jóns H. Snorrasonar, saksóknara hjá ríkislögreglustjóra, er í dómi Hæstaréttar kveðið á um mun ítarlegri lýsingu atvika en áður hefði verið talið að dómstólar hér á landi krefðust al- mennt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt í gær fund með blaðamönnum, en hann hyggst halda slíka fundi mánaðarlega á meðan þing stendur í vetur. „Hins vegar finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi ákveðið að taka málið til sín, og ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ sagði forsætisráðherra. „Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel, því þetta mál er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma.“ Aðspurður hvort hann hygðist beita sér fyrir því að opinber rannsókn yrði gerð á upphafi Baugsmálsins sagði Halldór að málið væri til með- ferðar með margvíslegum hætti. „Ég held að við ættum að bíða úrslita í þeim málum öllum. Þetta er til rannsóknar, eða til meðhöndlunar dómstóla, nánast öll þau atriði sem hafa komið fram í þessu máli, og nú síðast þjófnaður á tilteknum tölvu- pósti.“ Ríkislögreglustjóri taldi eðlilegt að segja sig frá ákæruliðum sem var vísað frá Ríkissaksóknari tekur við hluta Baugsmálsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði spurningum fjölmiðlamanna í gær, en hann hyggst halda reglulega fundi með fjölmiðlamönnum á meðan þing stendur í vetur.  Baugsmálið | 12 og miðopna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.