Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
H
úsavíkurbær, Að-
aldælahreppur og
Þingeyjarsveit vinna
nú í sameiningu að
uppbyggingu svokall-
aðs rafræns samfélags til að stuðla
að eflingu þekkingar og menntunar
íbúanna sem lið í atvinnuþróun og
bættum lífsgæðum í byggðarlaginu
til framtíðar. Forsenda fyrir því að
þetta samfélagslega verkefni nái
markmiðum sínum er að íbúarnir á
svæðinu, sem samtals telja um
3.500, taki því opnum örmum og
nýti sér ný vinnubrögð með hjálp
tölvutækninnar.
Til þess að auðvelda fólki fyrstu
skrefin, stendur Fræþing, Fræðslu-
miðstöð Þingeyinga, fyrir fjölmörg-
um fræðslunámskeiðum, ýmist í
grunnskólum á svæðinu eða í fjar-
námi, sem henta eiga þeim, sem
hafa fyrir litla eða enga tölvukunn-
áttu. Gefin hefur verið út vegleg
níutíu síðna tölvukennslubók, sem
dreift hefur verið inn á öll heimili
auk þess sem grunnskólanemendur
hafa leiðbeint eldri kynslóðum að
tileinka sér tölvukunnáttu og færni
á Netinu.
Samfélagslegt verkefni
Að sögn Susan Martin verk-
efnastjóra, er hér á ferðinni mjög
merkilegt og metnaðarfullt sam-
félagslegt verkefni, sem er hugsað
sem fyrirmynd fyrir önnur byggð-
arlög í landinu.
Verkefnið, sem er tilraun til
þriggja ára, hlaut sextíu milljóna
króna styrk frá Byggðastofnun í
fyrra og leggja tilraunasveitar-
félögin þrjú fram þrjátíu milljónir
og aðrar þrjátíu milljónir eru lagðar
til í beinum og óbeinum framlögum
frá samstarfsaðilum verkefnisins,
sem auk sveitarfélaganna þriggja
eru Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
Sparisjóður Suður-Þingeyjarsýslu,
Auðkenni og ANZA hf., sem sér um
tæknilegu hliðar verkefnisins.
Markmið verkefnisins er annars
vegar að bjóða íbúum upp á fjöl-
breytta fræðslu og þjálfun í notkun
á tölvum og hinsvegar að færa
þjónustu sveitarfélaga í rafrænt
form og opna þjónustutorg á vefsíð-
unni www.skjalfandi.is.
Í byrjun var leitað til breiðs hóps
heimamanna til að sitja í vinnuhóp-
um verkefnisins til að tryggja að
mismunandi sjónarmið og þarfir
kæmu fram. Yfir sextíu manns
störfuðu í hópunum, sem skiluðu
niðurstöðum til að nota við upp-
byggingu á þjónustu veftorgana.
„Rafrænu samfélagi er ætlað að
efla þekkingu og menntun, spara
tíma, auka lífsgæði til framtíðar,
styðja við atvinnuþróun, vinna gegn
einangrun og síðast en ekki síst að
jafna aðgang landsmanna að upp-
lýsingahraðbrautinni.“
Hagur íbúa af rafrænu samfélagi
er mörgum kostum búinn. Fyrir-
komulaginu er ekki síst ætlað að
auka þægindi íbúanna og stytta
þann tíma, sem annars fer í að
sækja þjónustu og sinna erindum.
Áþreifanlegur árangur
Nú er verkefnið komið á þann
rekspöl að það hillir undir opnun
upplýsinga- og þjónustuveitna í
formi svokallaðra veftorga sem
markar upphafið að áþreifanlegum
árangri verkefnisins, að sögn Sus-
an. Til að byrja með verða fimm
veftorg opnuð sem gerir íbúum þá
loks kleift að eiga til dæmis bein
samskipti við stofnanir, fyrirtæki,
lækna og kennara á Netinu.
Veftorg þessi birtast öll undir
vefslóðinni www.skjalfandi.is og
verður þeim fjölgað eftir því sem
fram líða stundir. Fyrst í stað verða
opnuð skjálfandatorg, íbúatorg,
fræðslutorg, heilsutorg og sparitorg
og gera má ráð fyrir að svo fylgi í
kjölfarið rafrænt markaðstorg og
byggingar- og skipulagstorg.
Íbúatorg er sameiginlegur vett-
vangur sveitarfélagana, ríkisins,
þjónustustofnana og fyrirtækja sem
veita íbúum aðgang að stjórnsýslu-
sviðum, upplýsingum og gagnvirkri
þjónustu með einföldum hætti.
Íbúatorgið er einnig vettvangur
fyrir lýðræðislega umræðu, svo sem
með opnu samskiptatorgi og við-
horfskönnunum um ýmis málefni,
sem snerta byggðarlagið. Meðal
þess sem boðið verður upp á er raf-
ræn meðferð stjórnsýsluerinda,
sem gerir íbúum kleift að sinna
málum sínum á þeim tíma, sem
hentar þeim.
Fræðslutorg er sameiginlegur
vettvangur fræðslu í byggðarlaginu
með áherslu á samvinnu, aðgengi
og jafnræði. Fræðslutorgið sam-
einar allar fræðslustofnanir í
byggðarlaginu fyrir samstarf, ný-
sköpun, hugmyndavinnu og þróun-
arstarf á sviði rafrænna mennta-
kerfa, fjarmenntunar og tækni-
lausna.
Heilsutorgi í umsjá Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga er ætlað að
vera lykill að betri heilbrigðisþjón-
ustu, þar sem nýjungar í rafrænum
samskiptaleiðum, sem stofnunin
hefur þróað, verða nýttar í þágu
íbúa svæðisins.
Í upphafi verður lögð áhersla á
reykingaforvarnir og síðar verður
lögð áhersla á aðra þætti svo sem
offitu, sykursýki, áfengisneyslu og
fleira. Heilsutorgið getur þannig
haft áhrif á alla íbúa svæðisins með
því að stuðla að bættri þjónustu, að-
gengi og fræðslu um heilbrigt líf-
erni.
Sparitorgi er ætlað að efla íbúa í
byggðarlaginu til góðrar fjármála-
stjórnunar á heimilis- og fyrir-
tækjabókhaldinu. Hér fara saman
þarfir fyrirtækja og heimila því
traustur fjárhagur er grundvöllur
öflugs samfélags á framfarabraut.
Sparitorginu er ætlað að útvíkka þá
þjónustu, sem íbúum stendur til
boða í heimabönkum ásamt því að
leggja áherslu á fræðslu og ýmis
verkfæri sem auðvelda fólki að
skipuleggja útgjöld sín og sparnað,
að sögn Susan.
Vonir bundnar við tæknilausnir
Þrátt fyrir að verkefninu sé ætl-
að að tryggja öllum íbúum aðgengi
að rafrænni þjónustu, óháð búsetu,
menntun, aldri og efnahag, hafa þó
nokkur ljón orðið á veginum sem
helst má rekja til tæknilausna í
dreifðari byggðum Suður-Þing-
eyjarsýslu, segir Susan, en megin
forsenda fyrir því að hægt sé að
byggja upp rafrænt samfélag er að
allir íbúar hafi aðgang að öflugum
nettengingum. „Nýlega gerðum við
samstarfssamning við Símann um
að tilraunaprófa dreifingu á þráð-
lausu netsambandi með nýrri
tækni, sem kallast WiMax. Miklar
vonir eru bundnar við að þessi
tækni geti leyst úr bráðri þörf fyrir
öflugar nettengingar fyrir dreifðar
byggðir, sem búa við erfið veður-
og landfræðileg skilyrði, svo sem
þrönga dali og vetrarhörkur. Þrátt
fyrir að vera enn á tilraunastigi er
um það rætt að WiMax kunni að
vera væntanlegur arftaki WiFi-
tækninnar, sem er útbreidd en tak-
mörkuð lausn. WiMax hefur meiri
drægni og meiri bandbreidd og get-
ur þannig þjónað fleiri notendum
samtímis án þess að það höggvi
nærri gagnaflutningsgetu kerfisins.
Síðast en ekki síst býður WiMax
upp á þann möguleika í framtíðinni
að senda út með svokallaðri „triple
play“-tækni, þar sem Netið, síminn
og sjónvarpið geta notað sama
þráðlausa netið,“ segir Susan. Hún
bætir að lokum við að þó verkefn-
inu sé ekki ætlað að fara út í beina
samkeppni um þjónustulausnir á
fjarskiptamarkaði hafi verkefnis-
stjórninni verið gert að þrýsta á um
lausn mála fyrir íbúa með lélegar
nettengingar. „Þar sem WiMax-
tæknin er á tilraunastigi hérlendis,
var haft samband við Símann og
hann hvattur til að gera tilraunir
sínar fyrir norðan. Samstarfið hefur
nú þróast þannig að ákveðið hefur
verið að bjóða fleiri aðilum að sam-
starfinu í þeim tilgangi að móta
sameiginlegar tillögur að heildar-
lausn fyrir grunngerð fjarskipta á
verkefnasvæði „Virkjum alla“, sem
miklar vonir eru bundnar við að
geti flýtt því að íbúar Suður-Þing-
eyjarsýslu geti allir notið öflugra
nettenginga í starfi, námi og af-
þreyingu.“
UPPLÝSINGATÆKNI | Þrjú norðlensk sveitarfélög virkja íbúana í átt að auknum lífsgæðum
Nútíminn
kallar á raf-
ræn samfélög
Tilraunaverkefninu „Virkjum alla“ er m.a. ætlað að
gera rafræna þjónustu í byggðum landsins jafn
sjálfsagða og vatnsveitu. Verkefnastjórinn Susan
Martin sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að for-
sendan væri að fá sem flesta íbúa til að taka þátt
svo unnt væri að einfalda dagleg störf.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Rafrænt samfélag á að efla þekkingu og spara tíma, segir Susan Martin.
join@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.skjalfandi.is