Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýr- ingum á Alþingi í gær á ummælum Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra á heimasíðu sinni um niður- stöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu. Lúðvík kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar og spurði m.a. hvort ráð- herra væri með ummælum sínum að gefa ákæruvaldinu fyrirmæli um að áfram skuli haldið með málið. Fram kom í umræðunum að Björn Bjarna- son væri með fjarvistarleyfi vegna skyldustarfa erlendis. Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði hins vegar að ráðherra væri með ummælum sínum ekki að senda nein skilaboð eða fyrirmæli. Þeir sem héldu því fram væru með út- úrsnúning. Umrædd ummæli Björns Bjarna- sonar frá 10. október sl. eru eftirfar- andi: „Stórfrétt dagsins er að sjálf- sögðu niðurstaða hæstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Réttar- kerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frek- ari ákvarðanir um framhald málsins.“ Lúðvík sagði m.a. að sjálfstætt og óháð ákæruvald væri forsenda þess að ríkið gæti talist til réttarríkis. Um- ræðan um Baugsmálið hefði hins veg- ar frá upphafi einkennst af ásökunum sakborninga um að upphaf málsins mætti rekja til pólitískra afskipta trúnaðarmanna og forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Ummæli dóms- málaráðherra yrði að skoða m.a. í því ljósi. Lúðvík spurði síðar hvað um- mæli ráðherra þýddu. „Er dóms- málaráðherra að gefa ákæruvaldinu fyrirmæli um að áfram skuli haldið með málið? Er það skilningur ráð- herrans að dómstólar hafi það hlut- verk að gæta leiðbeiningarskyldu gagnvart ákæruvaldinu? Má túlka þetta sem hótun um að réttarkerfið komist að réttri niðurstöðu eða er ráðherra að segja að afskiptum sjálf- stæðismanna af málinu sé ekki lok- ið?“ Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að sér fyndist þessi umræða vera dálítið sorgleg og einkennileg. Hann sagði að allir vissu að dómur hefði fallið um frávísun þrjátíu og tveggja ákæruliða í Baugsmálinu og að málið myndi halda áfram. Réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Það hefði komið fram í dómi Hæstaréttar og dómsmálaráðherra hefði verið að vísa til þess. „Svo koma hér háttvirtir þingmenn og tala fjálglega um að í þessu felist einhver pólitísk afskipti. Ætla háttvirtir þingmenn eins og Kristinn H. Gunnarsson ekki að halda því fram að Hæstiréttur Ís- lands sé að beina einhverjum skip- unum til ákæruvaldsins? Auðvitað er þetta ekki svo. Við höfum bara réttar- farsreglur í landinu. Eftir þeim er farið og þessi ummæli hæstvirts dómsmálaráðherra sanna ekkert eða sýna ekkert fram á það að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi eitthvað með þetta mál að gera.“ Beri pólitíska ábyrgð Fleiri þingmenn tóku til máls í um- ræðunum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að dóms- málaráðherra þyrfti að bera ábyrgð á afglöpum undirmanna sinna. Hann sagði að áfellisdómur Hæstaréttar yf- ir lögreglu og ákæruvaldinu væri um leið áfellisdómur yfir dómsmálaráð- herra, sem bæri pólitíska ábyrgð á málaflokknum. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði m.a. að meginatriðið væri að halda ró sinni og gefa fulltrúum ákæruvalds- ins það svigrúm sem nauðsynlegt væri. „En auðvitað hljótum við að velta meðferð málsins fyrir okkur, með hvaða hætti það megi gerast að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur skuli vísa málinu frá og telja það van- reifað þannig að ekki sé hægt að taka efnislega afstöðu til þess. Hvernig má slíkt gerast? Auðvitað hlýtur það að þurfa skoðunar við.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að staðreyndir málsins blöstu við. Rit- stjóri Morgunblaðsins og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hefðu hleypt Baugsmálinu af stað. Síðan mætti greina rödd sársvekkts manns á heimasíðu dómsmálaráð- herra; ráðherra væri svekktur yfir dómi Hæstaréttar. Sigurjón skoraði á ráðherra að biðjast afsökunar á um- mælum sínum og draga þau til baka. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að það þyrfti engan snilling til að sjá hvað fælist í umræddum orðum dómsmála- ráðherra. Verið væri að koma mjög skýrum skilaboðum til ákæruvaldsins um að því bæri að halda málinu áfram. Alvarlegar ásakanir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í upphafi máls síns að hann teldi afar óheppi- legt að umræðan færi fram í fjarvist dómsmálaráðherra. Síðar sagði Bjarni: „Í sjálfu sér er næsta lítið annað að segja um það sem hér er verið að ræða en að þetta er auðvitað ekkert annað en útúrsnúningur af hálfu þeirra sem vilja lesa í orð dóms- málaráðherra. Hann er ekki að senda nein skilaboð, hann er ekki að senda nein fyrirmæli og það gengur ekki að menn taki hér út úr texta hans og skilji eftir það sem mestu máli skiptir sem er nefnilega það að hann vekur athygli á því í þessu samhengi að það standa lögheimildir til þess fyrir ákæruvaldið að taka mið af því sem Hæstiréttur hefur þegar sagt. Ekk- ert annað skiptir máli af því sem fram kemur á heimasíðu hæstvirts dóms- málaráðherra. Hér koma menn upp og telja mik- ilvægt að hér starfi sjálfstætt og óháð ákæruvald. Hvað er það sem gefur mönnum tilefni til að ætla að svo sé ekki í þessu máli eða öðrum málum? Mér finnst þetta vera mjög alvarleg- ar ásakanir sem menn verða þá að geta staðið við. Það er ekkert sem fram hefur komið hér um að ráð- herrar eða aðrir sem að þessu máli koma séu með óeðlileg afskipti. Þetta mál er í einu og öllu í lögmætum far- vegi og ég sé ekki betur en þeir sem eiga upphaf þessarar umræðu séu að reyna að koma því í einhvern annan farveg en því ber lögum samkvæmt.“ Lúðvík Bergvinsson þingmaður kallar eftir skýringum á ummælum dómsmálaráðherra Segja ráðherra ekki hafa verið að senda nein fyrirmæli Morgunblaðið/Kristinn Ummæli sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifaði á heimasíðu sína um dóm hæstaréttar urðu deiluefni á þingi og margir tóku til máls. BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra segist aldrei hafa fjallað um efnisatriði Baugsmálsins, enda sé hann ekki til þess bær. Á heimasíðu sinni þar sem hann fjalli um málið með þeim orðum m.a. að rétt- arkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu, segist hann aðeins vísa til augljósra atriða málsins, sem einnig koma fram í dómi Hæsta- réttar sjálfs. Í lok dómsins segir: „Með þeirri niðurstöðu, sem að framan er getið, standa eftir í máli þessu til efnisúrlausnar ákærulið- ir, sem einn eða fleiri varða alla varnaraðila. Lýkur því málinu ekki með dómi þessum gagnvart neinum þeirra.“ „Hæstiréttur segir þarna skýr- um stöfum að málið sé enn til með- ferðar í dómskerfinu. Það var ekki annað sem ég sagði um þetta mál,“ segir Björn. Hann vekur athygli á því að hann hafi aðeins sagt al- mælt tíðindi í málinu og vilji menn gera sig að óhelgum sendiboða, ráði hann ekki við það en ítrekar að hann hafi aldrei fjallað um efnisatriði þess. „Ég hef aðeins rætt um um- gjörðina og hver staða málsins er. Ég hef alltaf haldið því fram að þetta mál væri til meðferðar hjá dómstólum og þar ætti að leiða það til lykta. Ég hef aldrei fjallað um efnisatriði málsins enda er ég ekki bær til þess. Þá er ein- kennilegt að halda, að ég myndi nota dagbók vefsíðu minnar til að gefa einhver fyrirmæli í þessu efni eða öðrum. Það er hæpið, svo að ekki sé meira sagt, að taka þá menn alvarlega í umræðum um þetta alvörumál, sem telja, að svo sé.“ „Fjallaði aldrei um efnisatriði málsins“ Björn Bjarnason LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að rík- isstjórnin skipi nefnd er hafi m.a. það hlutverk að kanna stöðu hjóna og sambúðarfólks með tilliti til skatta, almannatrygginga og fé- lagslegrar aðstoðar og bera hana saman við stöðu einstæðra foreldra. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að hjúskapur eða sambúð feli í sér fjárhagslegt hagræði, ekki síst fyrir barnafólk. Um það sé ekki deilt. Í greinargerðinni segir enn- fremur að almenn samstaða sé um það að styrkja beri einstæða for- eldra sem ekki njóti þess hagræðis. Bæði ríkisvaldið og sveitarfélög hafi gripið til ýmissa ráðstafana í því skyni. Til að mynda með hærri barnabótum, uppbótum á meðlags- greiðslum, hærri húsaleigubótum og svo framvegis. Í greinargerðinni er bent á að 1.472 pör hafi gengið í hjónaband á síðasta ári, en að lögskilnaðir það ár hafi verið 552. „Því hefur verið haldið fram að fólk skilji eða slíti sambúð til málamynda beinlínis með það að markmiði að fá þær bætur og njóta þess hagræðis sem einstæðir foreldrar hafa notið,“ seg- ir í greinargerðinni. Þar segir enn- fremur að þjónandi prestar á höf- uðborgarsvæðinu hafi sagt að þeir viti um nokkur dæmi um hjóna- skilnaði af slíkum ástæðum. „Tilgangur þessarar þingsálykt- unartillögu er því fyrst og fremst að kanna mismunandi stöðu fólks í hjú- skap eða sambúð og bera hana sam- an við stöðu einstæðra foreldra og [kanna] hversu algengt það sé að fólk skilji eða slíti sambúð vegna þess lagalega umhverfis sem hér hefur verið rakið. Í kjölfar þessa er síðan lagt til að nefndin kanni hvernig unnt sé að styrkja stöðu hjónabandsins og stöðu sambúð- arfólks. Rétt er að taka fram að þær aðgerðir sem kann að verða gripið til mega ekki á neinn hátt rýra núverandi kjör einstæðra for- eldra.“ Lagt er til að Alþingi verði skilað skýrslu um málið fyrir 1. des- ember árið 2006. Skilur fólk til að fá hærri bætur? Morgunblaðið/Ómar Í FRUMVARPI sem dómsmálaráð- herra, Björn Bjarnason, hefur lagt fram á Alþingi eru lagðar til nokkrar breytingar á gildandi lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi. Meðal annars er lagt til að skrá megi fleiri atriði í upplýsingakerfið, s.s. fleiri tegundir skjala eins og ferða- skilríki, dvalarleyfi, hlutabréf og skuldabréf. Þá er m.a. lagt til að fleir- um verði bætt í hóp þeirra sem hafa beinlínuaðgang að kerfinu. Til að mynda dómsmálayfirvöldum í aðild- arríkjum og ríkissaksóknara. Schengen-upplýsingakerfið er hluti af Schengen-samningnum. Upplýs- ingakerfið greinist annars vegar í staðbundinn hluta kerfisins sem starfræktur er í hverju þátttökuríkj- anna og hins vegar miðlægan hluta þess sem er í Strassborg í Frakk- landi. Í greinargerð frumvarpsins segir að vegna stækkunar Evrópu- sambandsins standi nú fyrir dyrum að stækka Schengen-upplýsingakerf- ið. Fyrirhugað sé að þær breytingar taki gildi á árinu 2007. Frumvarpið er liður í þeim breytingum. Schengen-upplýsinga- kerfið verði opnað fleirum ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Á dagskrá eru eft- irfarandi fyrirspurnir til ráð- herra. 1. Starfsumhverfi dagmæðra. 2. Húsnæðismál geðfatlaðra. 3. Gegnumlýsingartæki fyrir toll- gæsluna. 4. Einkareknir grunnskólar. 5. Námsefni framleitt af aðilum utan skólakerfisins. 6. Kjarnorkuvinnslustöðin í Sella- field. 7. Viðbúnaðaráætlun vegna fugla- flensu. Síðar um daginn, eða kl. 15.30, verður utandagskrárumræða um stöðu loðnustofnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.