Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 47 MENNING Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Björn Þór Jónsson, dósent í tölvunarfræði, 38 „Ég var strax svolítill spekingur sem krakki heima á Kópaskeri, þekktur fyrir að vera utan við mig og sökkva mér í áhugamálin. Sextán ára gamall keypti ég mína fyrstu tölvu og þá var línan lögð,“ segir Björn Þór Jónsson. Hann lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1991 og varði doktorsritgerð við University of Maryland í Bandaríkjunum árið 1999. Frá árinu 2000 hefur hann stundað rannsóknir og kennslu við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir Björns Þórs felast einkum í að þróa hraðvirkar leitaraðferðir fyrir myndleitarkerfi. „Við erum í samstarfi við stóra franska rannsóknastofu, IRISA-CNRS, og verkið vinnst mjög vel. Það er í raun enginn í heiminum kominn jafnlangt og við á okkar sérsviði – svo þetta er mjög spennandi.“ Björn Þór segir að vinnan fylgi honum eiginlega hvar sem hann er. „Sem betur fer er hún mjög skemmtileg... en fjölskyldan sér til þess að ég kúpla líka hraustlega frá. Svo hef ég það markmið að fara í golfið fimmtugur og byrja frímerkjasöfnun sextugur!“ Sjá nánar um rannsóknir Björns Þórs á vefnum www.visindi2005.is [myndaleit og heimurinn] Vísindi – minn vettvangur P R [ p je e rr ] Ástæðan fyrir því að Kiarost-ami tekur myndir er að hannvill deila dýpstu stundum hjarta síns með öðrum,“ segir Elisa Resegotti, sýningarstjóri tveggja ljósmyndasýninga sem nú gefur að líta í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Um er að ræða yfir 60 svarthvítar ljósmyndir og eitt mynd- bandsverk, sem íranski kvikmynda- leikstjórinn Abbas Kiarostami hefur unnið á ólíkum tímabilum. Sýningarnar tvær eru aðskildar; önnur ber heitið Án titils og inni- heldur stórar grafískar myndir af landslagi, trjám og dýrum í nýfölln- um snjó, hin ber heitið Vegir og sýn- ir veghluta á smærri myndum í römmum. Vegirnir byrja utan ljós- myndarinnar og enda líka utan hennar, og er ástand þeirra ólíkt – stundum eru þær auðar og greiðar, stundum brattar, stundum yfirfennt- ar og stundum leynast þar mann- eskjur á ferð. „Kiarostami skrifar aldrei neitt um ljósmyndir sínar, hvar þær eru teknar eða hvenær. Enda sér hann þær, sérstaklega vega-myndir sínar, sem annað og meira. Vegurinn er eitthvað sem allir þurfa að kljást við, sem maður veit ekki hvar byrjar og hvar endar, og maður ætti heldur ekki að segja hvert hann leiðir. Það er áhorfandans að túlka myndirnar. Og ef maður lætur hrífast af mynd- um hans, myndi ég segja að það væri mjög auðvelt að lesa svo ótalmargt út úr þeim,“ segir Resegotti.    Kiarostami er talinn einn áhrifa-mesti kvikmyndagerðarmaður samtíðarinnar. Þó að ljósmyndun og jafnvel listmálun hafi fylgt honum um árabil, er hann þekktastur fyrir kvikmyndir sínar. Þrátt fyrir þetta segist Resegotti ekki hugsa um hann á þann hátt þegar hún stýrir sýningu á ljósmyndum hans. „Auðvitað er allt tengt, en hann segist sjálfur líta svo á að ljósmyndir hans séu annað en kvikmyndir hans – með þeim þurfi hann ekki að útskýra neitt. Hann vill bara ná einhverju augna- bliki, og láta áhorfandann um hitt,“ segir hún.    Sýningarnar tvær hafa verið áferð um heiminn allt frá því að þær voru sýndar á stórri yfirlitssýn- ingu um Kiarostami á vegum kvik- myndasafnsins í Torino á Ítalíu, í nú- tímalistasafninu þar í borg. Síðan þá hafa þær ferðast um allan heim; til Lissabon, Sao Paulo, Belgrad, Bol- ogna og Seúl svo dæmi séu tekin og framundan eru margar stórar borg- ir á ferðalagi þeirra. Resegotti segir sýninguna hafa verið mjög ólíka á öllum þeim stöð- um sem hún hefur haft viðkomu á, og alls staðar tekist að laga sig að aðstæðum – hvort sem sýnt var á kafi í snjó í Belgrad og nánast úti í sjó á Napólí. „Það sem er mjög slá- andi hér á Íslandi er að það er greinilega eitthvað sem minnir á myndir hans, þó ég vilji helst ekki tala um líkindi náttúru frá einu landi til annars. Náttúra getur verið lík eða ólík, það fer eftir samhenginu sem hún er sett í,“ segir hún. „En þó gat ég ekki að því gert að hugsa þeg- ar ég keyrði frá Keflavík, ja hérna, þetta er alveg eins og ljósmynd eftir Kiarostami! Og það er vissulega þannig í sumum löndum að maður þarf að leita að ósnertu landslagi. Hér virðist það hins vegar vera alls staðar. Þannig að það er óhætt að segja að íslenskt landslag sé mjög líkt þeirri tilfinningu sem finna má í ljósmyndum Kiarostamis – þó þær séu teknar í mjög fjarlægu landi.“ Sem kunnugt er heimsótti Kiar- ostami landið í tengslum við Al- þjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík þar sem dagskrá var helguð honum, en það var einmitt í tengslum við hana sem ljós- myndasýningarnar komu til. Var greint frá því að forseti Íslands hefði veitt honum viðurkenningu á meðan á dvöl hans hér stóð, en hún var þó ekki það eina sem Kiarostami hafði í farteskinu þegar hann fór af landi brott; hér náði hann líka að safna þó nokkrum ljósmyndum í ferðum sín- um um landið að sögn Resegotti. „Við vorum alltaf að stoppa og taka myndir. Þingvellir þóttu hon- um sérstaklega áhrifamiklir, og einnig Gullfoss. Það er satt sem sagt er; náttúran er ekki hluti af Íslandi, hún er Ísland.“ Resegotti segist ólm vilja koma aftur til Íslands, og þá komast í sam- band við íslenskan myndlistarmann sem sýndi skúlptúr í norræna skál- anum á Feneyjatvíæringnum um miðjan 8. áratuginn. „Það hefur allt- af setið í mér þetta verk, en því mið- ur er ég búin að gleyma nafni lista- mannsins. Þið virðist eiga marga færa myndlistarmenn.“ ’Kiarostami skrifaraldrei neitt um ljós- myndir sínar, hvar þær eru teknar eða hvenær. Enda sér hann þær sem annað og meira. ‘ AF LISTUM Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur Ljósmynd/Abbas Kiarostami „Ja hérna, þetta er alveg eins og ljósmynd eftir Kiarostami!“ segist Rese- gotti hafa hugsað og segir íslenskt landslag að mörgu leyti svipa til tilfinn- ingar í myndum Kiarostamis. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Elisa Resegotti er sýningarstjóri ljósmyndasýninga Abbas Kiar- ostami í húsi Orkuveitunnar. Á slóðum Kiarostamis Hjá Máli og menn- ingu er komin út bókin Steintré eft- ir Gyrði Elíasson. Steintré er safn nýrra sagna eftir Gyrði sem er í hópi þekktustu rithöf- unda þjóðarinnar. Hann hefur áður sent frá sér fjölda verka af ýmsu tagi; ljóðabækur, skáldsögur og sagnasöfn og er jafnframt ötull þýð- andi. Gyrðir hefur meðal annars þýtt þrjár af skáldsögum bandaríska rit- höfundarins Richards Brautigan. Einnig þýddi hann hinar vinsælu bæk- ur Uppvöxtur Litla-trés eftir Forrest Carter og Drengurinn í Mánaturni eftir Anwar Accawi. Gyrðir hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir ritstörf sín, m.a. Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar, Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2000 og Menningarverðlaun DV fyrir bók- menntir. Þá hefur Gyrðir í tvígang verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin er 130 bls. Verð: 3.990 kr. Smásögur 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. b3 Bb4 6. Bd2 O-O 7. Rf3 De7 8. Bd3 Rbd7 9. O-O He8 10. He1 dxc4 11. Bxc4 e5 12. e4 b5 13. Bd3 Rg4 14. Re2 exd4 15. Bxb4 Dxb4 16. Rexd4 Bb7 17. Dc2 Rge5 18. a3 Dd6 19. Bf1 Rxf3+ 20. Rxf3 a6 21. Hed1 Dc7 22. a4 Hac8 23. Hac1 c5 24. axb5 Bxe4 25. Dc3 axb5 26. Bxb5 Hed8 27. Rg5 Bc6 28. Bc4 Hf8 29. Dd3 Rf6 30. Dd6 Dxd6 31. Hxd6 Bb7 32. Hcd1 Hce8 33. f3 Bc8 34. Ha1 He7 35. Ha8 Bd7 36. Ha7 Hfe8 Staðan kom upp í A-flokki minning- armóts Tigran Petrosjans sem lauk í gær og var haldið í Nagorno Karabakh í Armeníu. Kínverski stórmeistarinn Bu Xiangzhi (2637) hafði hvítt gegn Alexey Dreev (2694). 37. Rxf7! Kf8 37... Hxf7 hefði verið svarað með 38. Hdxd7 og hvítur vinnur. 38. Rg5 Bf5 39. Hxe7 Kxe7 40. Ha6 Hd8 41. g4 Bc8 42. Hc6 h6 43. Rf7 Hd1+ 44. Kf2 Bd7 45. Hxc5 Be6 46. He5 Rd5 47. Rd8 Kxd8 48. Hxe6 Rf4 49. Ha6 Rh3+ 50. Kg3 Rg5 51. h4 Hg1+ 52. Kf4 Rh3+ 53. Ke4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.