Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erlendur Lárus-son fæddist í
Reykjavík 1. júlí
1934. Hann lést 3.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Lárus Pálmi Lárus-
son verslunarmað-
ur, f. 15. maí 1896, d.
22. júní 1954 og
Guðrún Elín Er-
lendsdóttir hús-
freyja, f. 27. septem-
ber 1897, d. 24.
september 1994.
Foreldrar Lárusar
voru Lárus Mikael Pálmi Finnsson
bóndi í Álftagróf í Mýrdal, f. 24.
júlí 1856, d. 3. janúar 1939 og Arn-
laug Einarsdóttir húsfreyja, f. 18.
apríl 1867, d. 6. mars 1940. For-
eldrar Guðrúnar voru Erlendur
Jónsson bóndi á Mógilsá á Kjalar-
nesi, f. 11. maí 1864, d. 5. október
1942 og Guðfinna Finnsdóttir hús-
freyja, f. 13. júní 1867, d. 7. júní
1953. Bróðir Erlendar er Pálmi
byggingaverkfræðingur, f. 27.
febrúar 1937, kvæntur Elsu G. Vil-
mundardóttur jarðfræðingi, f. 27.
nóvember 1932. Hálfsystur Er-
lendar eru Guðfinna Lárusdóttir,
f. 24. október 1920, gift Gunnari
Gunnarssyni, f. 22. september
1908, d. 3. júlí 1996, Unnur Er-
lendsdóttir, f. 28. nóvember 1922,
gift Magnúsi Kristni Finnboga-
syni, f. 29. júlí 1925 og Helga Andr-
ea Lárusdóttir, f. 29. október 1925,
gift Sigurjóni Kristbjörnssyni, f.
28. febrúar 1921, d. 17. október
2003.
Erlendur var þríkvæntur. Hinn
30. ágúst 1958 kvæntist Erlendur
Svövu Stefánsdóttur fv. yfirfélags-
ráðgjafa á kvennadeild Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss, f. í Búð-
ardal 16. ágúst 1935. Þau skildu.
Foreldrar Svövu voru Stefán
Guðnason tryggingayfirlæknir, f.
22. ágúst 1904, d. 22. febrúar 1998
og Elsa Kristjánsdóttir hjúkrunar-
kona, f. 26. júlí 1898, d. 28. mars
1992. Börn Erlendar og Svövu eru:
1) Lárus kerfisfræðingur hjá Ax,
hugbúnaðarhúsi, f. 11. apríl 1962,
kvæntur Sýtu Rúnu Haraldsdóttur
félagsliða, f. 11. nóvember 1963.
Börn þeirra eru: a) Alda Björg, f. 1.
nóvember 1980, gift Unnari Er-
lingssyni hönnuði og eiga þau einn
son, Davíð, f. 7. október 2003, b)
sænsku Þjóðhagsstofnunina 1960, í
rannsóknar- og ráðgjafarstöðu við
stærðfræði- og tölfræðiskor
Stokkhólmsháskóla 1961–1965 og
1967–1968. Þá var hann trygg-
ingafræðilegur framkvæmdastjóri
Hagtryggingar hf. 1966, trygg-
ingafræðingur hjá Íslenskri endur-
tryggingu 1969–1973, og trygg-
ingafræðingur lífdeildar
Almennra trygginga hf. 1970–
1973. Erlendur var forstöðumaður
Tryggingaeftirlits ríkisins, síðar
Vátryggingaeftirlitsins, frá stofn-
un þess 1. janúar 1974 til 1. janúar
1999 þegar Fjármálaeftirlitið var
stofnað með sameiningu Vátrygg-
ingaeftirlitsins og bankaeftirlits
Seðlabanka Íslands og stundaði
hann ýmis ráðgjafarstörf fyrir
Fjármálaeftirlitið 1999–2003. Auk
þess gegndi Erlendur ýmsum
kennslu- og prófdómarastörfum
við Háskóla Íslands, Trygginga-
skóla Sambands íslenskra trygg-
ingafélaga o.fl. skóla auk dóm-
nefndarstarfa fyrir Háskóla
Íslands. Erlendur átti sæti í ýmsum
nefndum á vegum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytis og við-
skiptaráðuneytis um trygginga-
mál, var m.a. fulltrúi Íslands í
fastanefnd um félagslegt öryggi
hjá Evrópuráðinu í Strassborg, í
trygginganefnd OECD í París, í
nefnd til að semja frumvarp til
laga um Tryggingadóm, formaður
í nefnd til undirbúnings fram-
kvæmdar laga um vátrygginga-
starfsemi 1973 og formaður í
nefnd til endurskoðunar sömu laga
1989 og fulltrúi Íslands í sérfræð-
inganefnd utanríkisráðuneytis
vegna undirbúnings og fram-
kvæmdar samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið á fjármála-
sviði og í samráðsnefnd
EFTA-ríkja og Evrópusambands-
ins um löggjöf á vátryggingasviði
og framkvæmd hennar gagnvart
EES-samningnum. Þá átti Erlend-
ur sæti í nefnd á vegum viðskipta-
ráðuneytis vegna undirbúnings
sameiningar Vátryggingaeftirlits
og bankaeftirlits Seðlabanka Ís-
lands við stofnun Fjármálaeftir-
litsins. Erlendur gaf út kennslu-
bækur og ritaði greinar um
tryggingamál í innlend og erlend
blöð og tímarit. Erlendur var for-
maður í Félagi íslenskra trygg-
ingastærðfræðinga 1981–1983 og
1996–1998 og var í stjórn Íslands-
deildar Amnesty International
2001–2003.
Útför Erlendar fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Elín Svava nemi , f.
23. desember 1985, c)
Elsa Dögg, f. 4. ágúst
1992, 2) Stefán for-
stöðumaður laga-
sviðs Vegagerðar
ríkisins, f. 29. júlí
1965, kvæntur Vil-
borgu Helgadóttur
hjúkrunarfræðingi, f.
14. janúar 1973. Börn
þeirra eru: a) Helgi
Róbert, f. 26. apríl
1993, b) Erlendur
Atli, f. 14. apríl 1995,
c) Arnaldur Ingi, f. 4.
mars 2001, 3) Pálmi, jarðfræðing-
ur og rannsóknarmaður á jarðeðl-
isfræðideild háskólans í Uppsölum
í Svíþjóð, f. 17. maí 1967, kvæntur
Kristínu Jónsdóttur jarðeðlisfræð-
ingi í doktorsnámi við háskólann í
Uppsölum í Svíþjóð, f. 10. nóvem-
ber 1973. Börn þeirra eru: a) Jón
Logi, f. 14. nóvember 2000, b)
Baldur Máni, f. 27. september
2004. Dóttir Pálma og Hugrúnar
Hólmgeirsdóttur málfræðings, f.
29. júní 1970 er Álfrún, f. 29. ágúst
1992.
Hinn 2. júní 1983 kvæntist Er-
lendur Áslaugu Káradóttur full-
trúa, f. 22. mars 1941, d. 17. febr-
úar 1998. Foreldrar hennar eru
Margrét Björnsdóttir húsfreyja, f.
14. janúar 1907 og Kári Tryggva-
son rithöfundur, f. 23. júlí 1905, d.
16. janúar 1999. Dóttir Áslaugar er
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta-
fræðingur, f. 3. september 1968.
Hinn 7. ágúst 2001 kvæntist Er-
lendur Önnu Sigurðardóttur full-
trúa hjá Landbúnaðarháskóla Ís-
lands, f. 11. ágúst 1949. Foreldrar
hennar voru Sigurður Runólfsson
fulltrúi, f. 3. september 1911, d. 18.
október 1995 og Laufey Guðjóns-
dóttir húsfreyja, f. 11. september
1915, d. 3. apríl 1998. Synir Önnu
eru Ellert Birgir Ellertsson nemi,
f. 18. desember 1978 og Hákon
Varmar Önnuson, f. 1. febrúar
1986.
Erlendur ólst upp í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1954 og lauk
fil.cand.-prófi frá Háskólanum í
Stokkhólmi 1959, embættisprófi í
tryggingastærðfræði frá sama
skóla 1962 og fil. licentiat-prófi
1968 einnig frá sama skóla. Er-
lendur starfaði sem fulltrúi við
Kynni okkar Erlendar spanna
næstum hálfa öld. Við hittumst í
Stokkhólmi haustið 1958 þegar ég fór
þangað til náms, en Erlendur hafði þá
dvalið þar nokkur ár. Þegar við Pálmi
bróðir hans felldum hugi saman tóku
hann og Svava mér opnum örmum
sem nýjum fjölskyldumeðlim. Er-
lendur varð ekki aðeins mágur minn,
heldur einnig bróðir og besti vinur.
Fráfall hans skilur eftir tómarúm,
sem seint mun fyllast. Ég sakna
hlýrrar nærveru hans og nær dag-
legra símtala.
Að lokinni náms- og starfsdvöl í
Svíþjóð flutti fjölskylda hans til Ís-
lands og við tóku störf í þágu trygg-
ingamála. Hann átti stóran þátt í
stofnun Tryggingaeftirlits ríkisins ár-
ið 1974 og var forstöðumaður þess og
síðar Vátryggingaeftirlitsins til ársins
1999, þegar Fjármálaeftirlitið hóf
starfsemi sína. Þá fór hann á eftir-
laun.
Árið 1998 lést önnur eiginkona
hans, Áslaug, eftir langvinn og erfið
veikindi og má segja að síðustu ár ald-
arinnar hafi verið honum erfið. En
Erlendur gafst ekki upp þótt á móti
blési og flest í umhverfi hans tæki
stakkaskiptum á skömmum tíma,
bæði í einkalífi og atvinnu.
Erlendur var alla tíð mikill tónlist-
arunnandi. Á barns- og unglingsárun-
um stundaði hann nám í píanóleik hjá
Katrínu Viðar og hélt hann þeirri
kunnáttu við og þroskaði hæfileika
sína og skilning. Þegar hann var kom-
inn á eftirlaun varði hann meiri tíma
til tónlistariðkunar og hlustunar.
Meistarinn J. S. Bach átti mest ítök í
huga hans og hjarta og þekkti Er-
lendur verk hans í þaula. Örugglega
hefði hann tekið flygilinn og Bach-
nótur með sér á eyðieyjuna frægu
ásamt hljómdiskum sama höfundar.
Hann settist oft við hljóðfærið og
lék fimum fingrum verk meistaranna
fyrir vini sína og ræddi um verkin og
innihald þeirra.
Á þessum árum fór Erlendur einn-
ig að sinna líknarmálum í ríkari mæli
og gekk til liðs við Amnesty Interna-
tional og auk þess sem hann sat í
stjórn félagsins vann hann mikið og
gott starf við þýðingar á kennslu- og
fræðsluefni.
Um það leyti sem Erlendur var bú-
inn að ná áttum eftir umskiptin
kynntist hann Önnu og áttu þau sam-
an fimm góð ár. Þau bjuggu sér heim-
ili í Grafarvoginum í fögru umhverfi
og væntu þess að mega njóta lengri
samvista, en þá skipuðust veður
skyndilega í lofti og óvæginn og óvel-
kominn gestur kom inn í líf þeirra.
Erlendur greindist með illvígt
krabbamein snemma árs og við tók
erfitt sjúkdómsferli. Erlendur talaði
tæpitungulaust um sjúkdóminn og
þau örlög sem biðu hans á næsta leiti.
Hann notaði tímann meðan orkan
leyfði til að ganga frá sínum málum
og kvaddi í sátt við guð og menn.
Hann átti þá ósk heitasta að fá að
deyja á heimili sínu í návist sinna nán-
ustu og fékk þá ósk uppfyllta.
Við Pálmi vottum Önnu og fjöl-
skyldu hennar, sonum Erlendar,
tengdadætrum og niðjum hans
dýpstu samúð okkar.
Erlendi þakka ég samfylgdina og
innilega vináttu.
Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir.
Í dag kveðjum við góðan sam-
starfsfélaga og vin, Erlend Lárusson
fyrrverandi forstjóra Vátrygginga-
eftirlitsins. Erlendur lést 3. október
sl. eftir erfið veikindi.
Ég varð svo lánsamur 1986 að ger-
ast samstarfsmaður Erlendar. Við
unnum náið saman frá 1986 til 1999,
er hann fór á eftirlaun. Við höfðum
samband áfram sem rekja má m.a. til
áhuga hans á vátryggingum. Ég naut
og þeirrar ánægju að kynnast fjöl-
skyldu hans.
Erlendur naut virðingar sam-
starfsmanna hér á landi sem erlendis.
Það er með söknuði sem við kveðjum
góðan félaga. Erlendur var ákaflega
vandvirkur, hann leitaðist við að taka
ákvarðanir að athuguðu máli. Hann
var vinnusamur með afbrigðum. Hon-
um var og umhugað um persónulega
hagi samstarfsmanna. Hann var jafn-
an áhugasamur um starf sitt allt frá
stofnun vátryggingaeftirlits 1973 til
sameiningar vátryggingaeftirlits og
bankaeftirlits 1999.
Erlendur vann við undirbúning
fyrstu heildstæðrar löggjafar um vá-
tryggingastarfsemi hér á landi 1973
og endurskoðun hennar 1978 og 1994.
Vegna starfsreynslu sinnar tilheyrði
hann hópi manna sem hafði yfirgrips-
mikla þekkingu á þróun vátrygginga-
starfseminnar hér á landi. Erlendi
var jafnan umhugað um að framfylgja
einu af meginhlutverkum eftirlitsins
þ.e. að gæta þess að félögin gætu
staðið við fjárhagslegar skuldbind-
ingar sínar. Hann var mjög áhuga-
samur um fag sitt sem trygginga-
stærðfræðingur og naut sín sem
slíkur við yfirlegu útreikninga og at-
hugana á stöðu félaganna. Erlendur
upplifði mikið breytingaskeið í vá-
tryggingastarfsemi hér á landi sem
að miklu leyti má rekja til reglna sem
gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.
Hér var um umbreytingu að ræða frá
fyrirfram kerfisbundnu eftirliti til
aukins frelsis í vátryggingum og vá-
tryggingastarfsemi og aukinnar neyt-
endaverndar. Erlendur hafði jafnan
að leiðarljósi að laga sig að aðstæðum
og taka breytingum með opnum
huga. Ég minnist þess vart að Er-
lendi hafi mislíkað þótt við værum
ekki alltaf sammála. Hann hafði þá
dómgreind að geta tekið gagnrýni og
efasemdum annarra en jafnan var
fundin lausn á viðfangsefninu sem
síðan var staðið við. Þetta verklag vil
ég þakka. Hann var ekki mikið fyrir
það að vekja athygli á margvíslegum
breytingum sem eftirlitið, undir hans
stjórn, kom í verk. Eftirlitið kom jafn-
an athugasemdum sínum á framfæri
beint við félögin en ekki t.d. í gegnum
fjölmiðla. Vegna þessa má e.t.v. halda
því fram að almenningur, fjölmiðlar
og stjórnmálamenn viti lítið um hve
mikilvægu hlutverki eftirlitið hefur
gegnt.
Það er minnisstætt hve Erlendur
lagði mikið á sig við endurskoðun laga
um vátryggingastarfsemi 1994 í
tengslum við Evrópska efnahags-
svæðið, þ.e. við mótun réttarreglna og
framkvæmd eftirlits, á stundum við
takmarkaðan skilning annarra. Er-
lendur var tryggingastærðfræðingur
að mennt en sem forstjóri tók hann á
margvíslegum verkefnum á sviði
tryggingastærðfræði, viðskiptafræði
og lögfræði. Hann átti stóran þátt í
því hve vel tókst til með undirbúning
laga um vátryggingastarfsemi 1994.
Þau lög mörkuðu þáttaskil í starfsemi
vátryggingafélaga og vátrygginga-
miðlara hér á landi. Erlendi var jafn-
an umhugað um hagsmuni neytenda,
hann leit á löggjöf um vátryggingar
og vátryggingastarfsemi sem neyt-
endalöggjöf og gerði þá kröfu til
starfsfólks síns að þess yrði gætt að
vátryggingafélög myndu geta staðið
við skuldbindingar sínar og að reynt
yrði eftir því sem kostur væri að gæta
hagsmuna neytenda. Hann lagði
áherslu á mikilvægi þess að neytend-
ur gætu leitað til opinbers aðila ef á
þyrfti að halda vegna samskipta sinna
við vátryggingafélög. Að athuguðu
máli sýndi Erlendur talsverða fram-
sýni í þessu efni. Hin síðari ár hefur
aukin áhersla verið lögð á aukna neyt-
endavernd í löggjöf. Þetta er þróun
sem fullyrða má að hafi verið Erlendi
að skapi. Erlendur var áhugasamur
um tónlist og margvíslega listsköpun.
Hann naut þess að fara á tónleika og
var sjálfur lipur við píanóleik. Hann
tók virkan þátt í félagsstarfi hjá Fé-
lagi íslenskra tryggingastærðfræð-
inga og hjá Amnesty International
hin síðari ár.
Það er miður að Erlendur skuli
ekki hafa fengið að njóta lífsins leng-
ur í faðmi eiginkonu sinnar, fjölskyldu
og vina. Þegar fréttir bárust af alvar-
legum veikindum Erlendar í sumar
fór ég ásamt samstarfsfélaga í heim-
sókn til Erlendar og eiginkonu hans.
Þrátt fyrir andstreymið og erfiðleika
var bjart yfir þeim hjónum og mikill
kærleikur. Áberandi var hve Erlend-
ur naut vinskapar við heimilishundinn
og vafalítið vissi hundurinn um veik-
indi húsbónda síns og félaga. Við nut-
um þessarar stundar þar sem farið
var yfir farinn veg og glaðst yfir góðu
verki og ánægjulegum stundum. At-
hyglivert var hve Erlendi var umhug-
að um að fá fréttir af samstarfsfélög-
um og persónulegum högum og
velferð þeirra.
Á þessari stundu er erfitt um vik að
festa á blað umfjöllun sem þessa um
góðan félaga. Ég vil fyrir hönd okkar
fyrrum samstarfsmanna þakka Er-
lendi fyrir þau ár sem við áttum sam-
an og góða viðkynningu. Við færum
eiginkonu hans og fjölskyldu allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk til
að takast á við þá sorg sem fylgir and-
láti Erlendar Lárussonar.
Rúnar Guðmundsson.
Skip sem mætast á nóttu og á leið sinni yrða
á hvort annað,
merki er gefið, í myrkrinu fjarlæg rödd
talar;
svo mætumst vér einnig á mannlífsins
veglausa hafi,
eitt tillit, eitt orð, svo er órofin þögnin sem
áður.
(Longfellow – þýð. Snæbjörn Jónsson.)
Þar sem ég sit hér á kveðjustund
og hugleiði kynni okkar Erlendar og
vináttu, koma þessar ljóðlínur ósjálf-
rátt fram í huga. Í ljóðinu líkir skáldið
kynnum og samskiptum manna á lífs-
leiðinni við skip sem mætast að nóttu
á hafi úti, skiptast á kveðjum og halda
síðan hvort sína leið.
Kynni okkar Erlendar báru nokk-
urn keim af ljóðinu. Við hittumst fyrst
um 10 ára aldur, þegar Erlendur
fluttist í Austurbæjarbarnaskólann,
og urðum bekkjarbræður. Við áttum
síðar samleið um skólakerfið allt til
stúdentsprófs. Öll menntaskólaárin
vorum við sessunautar, fylgdumst
þannig að í námi og gengum saman
heim að loknum skóladegi í MR enda
báðir búsettir í austurbænum. Eftir
stúdentspróf skildu leiðir. Báðir vor-
um við um árabil búsettir erlendis við
nám og störf. Eftir heimkomu okkar
beggja voru samskipti stopul og var
það helst á samkomum stúdentahóps-
ins frá MR ’54 að leiðir lágu saman.
Erlendur var í senn hæglátur og
dagfarsprúður maður. Hann var af-
burðanámsmaður og jafnvígur á allar
námsgreinar. Aldrei sá ég Erlend
missa stjórn á skapi sínu og aldrei
varð okkur sundur orða þau ár sem
við umgengumst daglega. Hann var
þó alls ekki skaplaus, hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum og
stóð fast á sínu. Hann hafði þó tamið
sér þá sjálfsstjórn að geta látið álit
sitt í ljós af yfirvegun og án æsinga.
Síðustu mánuði háði Erlendur erf-
iða baráttu við illkynja sjúkdóm. Bar-
áttu þessari er nú lokið með þeirri
hvíld sem bíður okkar allra. Önnu
Sigurðardóttur, eiginkonu Erlendar,
börnum, tengdabörnum og öðrum
ættingjum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Höskuldur Baldursson.
ERLENDUR
LÁRUSSON
Það er stofnað til vináttu í árdaga.
Raunveruleg samskipti eiga sér
stað í fáein ár. Síðan getur liðið heil
ævi og samt varir vináttan.
(Ók. höf.)
Kæri Erlendur. Ég þakka
þér liðna samfylgd og allt hið
góða sem þú gafst.
Svava Stefánsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is