Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 49 Sími 591 5250 info@basecamp.is BaseCamp, auglýsir fyrir hönd Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, eftir lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer á Grikklandi í maí 2006. Lagið má ekki hafa verið flutt opinberlega og hámarkslengd þess skal vera 3 mínútur. Texti lagsins skal vera á íslensku vegna flutnings hér heima. Höfundar skili lögum til BaseCamp, Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík eigi síðar en 18. nóvember, merktum Söngvakeppnin 2006. Lögin skulu merkt dulnefni höfunda en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi. Frekari upplýsingar eru veittar hjá BaseCamp í síma 591 5250 eða í vefpósti info@basecamp.is. 2 0 0 6NAFN Rúnu Stefánsdóttur kemurlíkast til sjaldan upp í umræðum um íslenskar dægurlagasöngkonur þótt hún eigi nú að baki rúmlega tíu ára söngferil. Ástæðan er einföld, Rúna hefur að mestu starfað í hópum, þá við hinar ýmsu söngsýningar eða þá ljáð öðrum bakraddir. Þannig hefur hún verið nokkuð viðloðandi Broad- way undanfarin ár, t.a.m. í Abbasýn- ingunni, Laugardagskvöldi á Gili og hefur starfað með söngtríóinu Prímadonnum. Hún söng bakraddir þegar Evróvisjónsigrinum var stolið af Selmu í Ísrael og hefur jafnframt tekið þátt í forkeppninni hér heima, söng lagið „Í villtan dans“ árið 2001 og er það að finna hér ásamt ellefu öðrum frumsömdum lögum. Það er sannarlega hetjulegt af Rúnu að stíga svona fram fyrir skjöldu og láta drauminn rætast, þó vissulega megi deila um niðurstöð- una. Innihald plötunnar er bæði taktdrifið danspopp/evrópopp og svo ballöður. Margt hér ætti vel heima í Evróvisjónkeppni og þegar best tekst til í dansvænni lögunum er komin ágætasta uppskrift að dynj- andi diskópoppi, ekki ósvipuðu því sem samkynhneigðir taka gjarnan upp á arma sína. Þessi lög, eins og t.a.m. upphafslagið „Þín ást“, „Vertu nú“ og „Í villtan dans“ eru drifin áfram af blöðrulegum tölvutakti sem var einkennandi í þessum fræðum fyrir fimmtán árum eða svo. Hið besta mál, þegar vel tekst til það er að segja, en þegar því er ekki að heilsa, sem er of oft hér, standa eftir nakin hallærisheit. Undirspilið á það til að vera fullveikt og sjoppulegt og oft fer rödd Rúnu – sem er hin prýði- legasta sem slík – illa við lagasmíð- arnar sem eru margar hverjar helst til þunnar og óeftirminnilegar. Það er frekar í ballöðunum sem hlutirnir ganga upp, eins og í „Ást- arljós“ og í hinu ágæta lokalagi, „Frægðarsól“. Þá eiga Rúna og Ell- ert Heiðar ágætan dúett í laginu „Engu nær“. Platan batnar til muna eftir því sem á dregur þar sem dans- poppið er látið víkja fyrir rólegri lög- um og henta þau söngrödd Rúnu mun betur verður að segjast sem er í grunninn falleg og nokk viðkvæmn- isleg. Platan er því tvíklofin og þó að stöku sprettir láti á sér kræla í blá- endann dugir það ekki til. Þrátt fyrir þetta er þó ekki hægt að bera brigð- ur á söngkonuna Rúnu, sem kann þá list vel, þó platan sjálf haldi ekki sjó. Fislétt danspopp TÓNLIST Íslenskar plötur Rúna er fyrsta sólóplata söngkonunnar Rúnu Stefánsdóttur. Einar Oddsson á lög og texta, utan að Magnús Einarsson á nokkra texta einnig. Um hljóðfæraleik sjá Einar Oddsson, Pétur Hjaltested, Vignir Snær Vigfússon, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Guðni Finnsson, Roland Hartwell og Hafþór Guðmundsson. Söngvarar eru Rúna, Margrét Eir Hjart- ardóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Ell- ert Heiðar Jóhannsson. Einar Oddsson, Pétur Hjaltested og Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson útsettu og tveir þeir síðast- nefndu tóku upp og hljóðunnu. Útgefandi er EOD. Rúna – Rúna  Arnar Eggert Thoroddsen FREMUR væskilslegur unglingur tekur nokkra hermenn í nefið í íþróttakeppni í ungversku þorpi, en uppsker vélbyssuskothríð brjál- aðs liðsforingja, sem þolir ekki niðurlæginguna. Unglingurinn er þó ekki eins dauður og maður skyldi ætla, en hvaða öfl standa að upprisu hans er ekki á hreinu. Sagan um unglinginn upprisna er ein af þremur sögum í kvikmynd- inni Postulínsdúkkan, en hún er gerð eftir smásagnasafninu Stjörnubýlið eftir Ervin Lazar. Sögurnar eiga það sameiginlegt að hið yfirnáttúrulega spilar stórt hlutverk í þeim og eru þær krydd- aðar með skemmtilegum húmor sem jaðrar við að vera kvikind- islegur. Þrátt fyrir að sögurnar séu þjóðsagnakenndar eru þær á viss- an hátt táknrænar fyrir róstusama sögu Ungverjalands. Þjóðsögur og goðsagnir eru ekki bara ein- hverjar fantasíur eins og ein- hverjir kynnu að ætla; oftar en ekki eiga þær sér rætur í raun- verulegum atburðum. Skáldið og fræðmaðurinn Robert Graves, sem er kunnastur fyrir bók sína Ég Kládíus og Guðinn Kládíus, hefur einmitt sýnt fram á þetta í annarri bók, The Greek Myths, en þar eru grísku goðsagnirnar settar í sögu- legt samhengi. Hann hafnar alger- lega túlkun sálfræðingsins Carls Jung, sem greindi goðsagnir út frá sálarlífi mannsins. Ég held samt að Jung hafi haft rétt fyrir sér að því leyti að í goðsögnum er oft tímalaus sannleikur sem má heimafæra á hversdagslega at- burði í lífi manns. Allar sögurnar í Postulínsdúkk- unni fjalla um dauða og endurfæð- ingu eða upprisu og hana upplifir maður í ótal myndum. Er maður ekki alltaf að endurnýja sig? Gömlu hjónin er hverfa í akrinum og endurfæðast sem plöntur um leið og spilaður er kafli úr Árstíð- um Vivaldis ásamt hendingu úr Vorblóti Stravinskys má skilja út frá eilífri hringrás náttúrunnar, eða út frá því að sagan hafi til- hneigingu til að endurtaka sig aft- ur og aftur. Kannski er það bara á valdi hvers og eins hvernig ber að skilja þetta. Sögurnar gerast allar í fallegu sveitalandslagi og það að flestir leikararnir eru ófaglærðir eykur sjarma þeirra. Án efa var þetta með aðgengilegri myndum kvik- myndahátíðarinnar og hiklaust hægt að mæla með henni. Hið yfirnáttúrulega KVIKMYNDIR Regnboginn: AKR 2005 Leikstjórn: Peter Gardos. 119 mín. Ung- verjaland. 2005. Postulínsdúkkan (A Porcelánbaba)  „Sögurnar gerast allar í fallegu sveitalandslagi og það að flestir leikararnir eru ófaglærðir eykur sjarma þeirra,“ segir m.a. í dómi.Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.