Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 27
FJÖLMENNI var á tónleikum Karólínu Eiríksdóttur í Listasafni Íslands á laugardagskvöld. Að- sóknin var því eftirtektarverðari í ljósi þess að Karólína hefur æv- inlega haldið tryggð við sína per- sónulegu stefnu. Ólíkt þó nokkrum starfssystkinum meðal nútíma- tónskálda hefur hún nefnilega aldrei hvikað frá settu framsæknu marki með meiriháttar „eklekt- ískum“ og vinsældavænum út- úrdúrum. Í því sambandi ku t.d. ágerast meðal yngstu fagurtón- skálda í seinni tíð að leita fanga til auðteknari rithátta heimstónlistar í hvers konar blöndu af þjóðlögum, djassi og rokki. Í staðinn hefur Karólína haldið sínu kyrrláta striki, skerpt og meitlað það sem er hennar eigið, og látið flestar lýðhollar pælingar lönd og leið. Fyrir vikið eru tónverk hennar ekki allra, og er ég varla einn um að finnast að þau geta verið býsna seintekin, þó að mörg vinni á hægt og bítandi. Skýrasta dæmið var fyrsta verk kvöldsins, Renku (8’; 1992) fyrir klarínett, fiðlu, selló og píanó, sem mig rámar í að hafa fyrst heyrt af hljómdiski, síðan á tónleikum og nú loks í þriðja sinn. Og alltaf „batnaði“ það (hafi ekki frekar verið um innri móttökuskil- yrði hlustandans að ræða), þannig að nú fannst mér stykkið nánast háklassískt, sérkennilega þokka- fullt og fágað fram í fingurgóma. Þá er bara eftir sá fyrirvari að verkið hafi verið óvenjuvel flutt að þessu sinni – nema það hafi verið endurskoðað rækilega í millitíðinni. Ég kýs að trúa að eyrun hafi ein- faldlega verið þetta sein að opnast. Na Carenza (7’) fyrir mezzosópr- an, óbó og víólu var samið 1993 fyrir tilstilli austurrískrar tón- fræðikonu er fékk kventónskáld víða um heim til að semja verk við kvæði kventrúbadúra frá miðöld- um. Árangurinn var frumfluttur á alþjóðlegri tónlistarhátíð kvenna í Vín 1995, en framlag Karólínu á Íslandi í Skálholti 2001. Þrátt fyrir ofurfemíníska umgjörð í núverandi ónæmisvaldandi ofræðu bar Na Carenza af sér góðan þokka í bráðfallegum flutningi Ásgerðar Júníusdóttur. Seiðandi mun- úðarsöngurinn gat stundum minnt á spænsku fornmúsíksöngkonuna Montserrat Figueroas, og líkt og með íslenzku handritslögin þrjú í tónleikalok var eins og maður end- urupplifði ævaforna tónheima í hnífjöfnu samvægi við nútíma áferð. Capriccio (7’; 1999) fyrir klarín- ett og píanó sagði mér minna, burtséð frá því að ágengt vellandi stuttar hrinurnar gátu minnt á skemmtilega hispurslaus tjáskipti yngri borgara. Hins vegar leiddi það (og raunar fleiri verk) mann á sporið með tilgátu um að þó að stefræn úrvinnsla í hefðbundnum skilningi væri fátíð í verkum Kar- ólínu, kæmu áferðarandstæður (hvasst/blítt, staccato/legato o.s.frv.) að einhverju leyti í staðinn við formmyndun. Slíkar formein- ingar tolla hins vegar, eftir þúsund ára háþróun stefrænnar úrvinnslu, enn ekki eins vel í innrættum hlustum flestra og hitt – hvað svo sem verða kann í kjölfar nýrri og opnari hlustunar. Una Sveinbjarnardóttir lék með miklum bravúr Hugleiðingu fyrir fiðlu [10’; 1996], er kallaði með of- urlitlum tilvísunum sínum í miðils- væna rithætti barokksins á svipaða tvílifun forns og nýs og Na Car- enza. Studdi stykkið – og umsögn höfundar, „e.k. tilbrigði án stefs“ – jafnframt fyrrtéða formtilgátu, er festist frekar en hitt í tveim öðrum verkum Karólínu næsta kvöld á eftir í Hafnarborg (Íslenzk nútíð í klassískum ramma). Miniatures fyrir klarínett, fiðlu, selló og píanó [10’; 1996] komu þarnæst, og mynduðu fjórir stuttir kaflar þess að sögn jafnmargar svipmyndir, hverja með sinn karakter, enda liðu þessi háafströktu „snappsjott“ í tónum hjá fyrr en varði í vel samspiluðum leik fjórmenning- anna. Síðan frumfluttu Guðrún Hrund Harðardóttir og Tinna Þorsteins- dóttir Strenglag fyrir víólu og pí- anó frá 2002. Var það næstlengsta verk kvöldsins [11’], þríþætt með meginhlutann umgirtan stuttum for- og eftirspilum. Meðal eft- irminnilegri hlustflata voru syfju- leg niðurgliss víólunnar í prelúdí- unni, óvænt púlshrynskeið vinstri píanóhandar við heitar samræður hljóðfæranna í miðju og tilrauna- stofukennd senna þeirra í lokin þar sem píanistinn kroppaði lítinn þann innan hljómstokks í anda Cages á móti ýmist staccato eða col legno hnútuköstum víólunnar. Glimrandi vel leikið, enda var mik- ið klappað. Síðasta og viðamesta atriði dag- skrár var hið þrískipta Að iðka gott til æru fyrir mezzosópran, óbó, víólu, selló, sembal og kór er efstnefndir frumfluttu í Skálholti 2001. Textar voru eftir barokk- sálmaskáldin Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson. Verkið byggðist á þrem lögum úr mörgum sem fundust fyrir nokkrum árum í íslenzkum handritum, og færði tónskáldið ýmist nýjar og fornar úrvinnsluaðferðir sér í nyt. Af því elzta mátti þannig greina ósvikna hlutfallakeðju (próporsjónkanon) í síðasta kafla er bar heildartitil verksins enda tilkomumestur og glæsilega sunginn af Kammerkór Suðurlands. Næstur að áhrifa- mætti var nr. 2, Hætta er stór í heimi, með sorglega viðeigandi til- vísun í nútíma hryðjuverkaógn og að sama skapi magnaður fyrir sína nærri lamandi dómsdagstign. Af- bragðstúlkun kórs, einsöngvara og spilenda stóðu fyllilega undir fun- heitum viðtökum áheyrenda. Það var sannarlega komið víða við á þessum portretttónleikum, og sannaðist hér sem oftar að lengi getur Karólína Eiríksdóttir lumað á óvæntum sjarma – þótt seintek- inn sé. Seintekinn sjarmi Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Listasafn Íslands Karólína Eiríksdóttir: Kammer- og ein- leiksverk frá 1992–2002 (Renku, Na Carenza, Capriccio, Hugleiðing, iniatures, Strenglag (frumfl.)) og Að iðka gott til æru. Ásgerður Júníus- dóttir mezzosópran, Matthías Birgir Nardeau óbó, Ingólfur Vilhjálmsson klarinett, Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla, Hrafnkell Orri Egilsson selló, Tinna Þorsteinsdóttir píanó og Guðrún Ósk- arsdóttir semball ásamt Kammerkór Suðurlands. Kórstjóri: Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 8. október kl. 17.30. Kammertónleikar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 27 MENNING Háskólabíói sunnudaginn 16. október Hljómleikar hefjast kl. 20.00 Miðaverð kr. 6.900 - 5.900 - 4.900 Ath. Aðeins selt í sæti (númerað) Miðasala á Esso: Ártúnshöfða og Geirsgötu www.midi.is Einnig: anderson@visindi.is & kynnir Söngvara YES 2005 ÍS LA N D S P R E N T Þetta var kvöld hinna hreinu tóna og tónlistar sem er auðveld í hlustun. Stórkostleg rödd, stórkostleg sýning, guðdómlegur Jon, guðdómleg kvöldstund. Takk, Jon. Cengiz Varlik, Istanbul, Tyrklandi, 2. september. Þessi sýning afhjúpar afraksturinn af andlegri þróun Jons. Einfaldleiki, hreinn mannkærleikur, leit, tilfinning, draumar og loks skilningur og kennsla, byggð á kærleika. Þeir sem áttu von á háværri skrautsýningu hafa vafalaust orðið fyrir vonbrigðum. Auk hinna stóru og eftirminn- ilegu hápunkta á ferli Jons, svo sem „State Of Indepen- dence“, „Change We Must“ or „The Revealing Science Of God”, „And You And I“, „Yours Is No Disgrace“, hafði ég sérstaka ánægju hinum svonefnda Búddasöng “This Is“. Haltu áfram að láta þig dreyma, Jon. Við fylgjum þér. Komdu sem fyrst aftur og segðu okkur og syngdu fyrir okkur allar þessar dásamlegu sögur. Peter, Búdapest, Ungverjalandi, 7. september Hátt hlutfall Yes-söngvanna kom mér ánægjulega á óvart. Jon er uppáhalds Yes-söngvarinn minn og ég geri ráð fyrir að hann geri sér grein fyrir því að áhorfendur hafi meiri áhuga á þeim hluta af söngvasafni hans. Hann flutti minnisverðar útgáfur af „Your’s is no disgrace“, „Wonderous Stories“, „And You and I“, „Soon“, „Your Move“ og einnig „Owner of Lonely Heart“. Simon Crown, Tel Aviv, Ísrael, 1. september. 4 dagar í tónleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.