Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack  A.G. Blaðið ROGER EBERT Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10.10 Kórinn - ísl. heimildarmynd kl. 6 - 8 Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 - 10 Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” ROGER EBERT Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þekkja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves brestur á í næstu viku og að ýmsu að huga fyrir aðstand- endur hátíðarinnar. Sveinbjörn Pálsson, hönn- unarstjóri Iceland Airwaves, hefur undanfarin þrjú ár haft yfirum- sjón með auglýsingum hátíð- arinnar. Í ár var ákveðið að brydda upp á þeirri nýbreytni að fá níu upprennandi listamenn til að hanna listaverk sem sýna jafn marga tónlistarmenn og hljóm- sveitir sem fram koma á hátíðinni. Afraksturinn verður svo sýndur á veggspjöldum sem birtast víðs- vegar um borgina og í dag- skrárriti Iceland Airwaves 2005 sem kemur út í lok vikunnar. Verkin verða jafnframt til sýnis á nokkrum af tónleikastöðum hátíð- arinnar. „Þar sem hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum langaði okkur að gera eitthvað meira varðandi auglýsingarnar,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Morgunblaðið. „Tónlistarmennirnir voru valdir í samráði við listamennina sem höfðu algerlega frjálsar hendur með sköpun sína. Valið á tónlist- armönnunum á að gefa góðan þverskurð af því sem í boði er á hátíðinni.“ Listamennirnir níu, þau Ómar Sigurvinsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Þorsteinn Davíðsson, Þorgeir Frímann Óðinsson, Ólafur Orri Guðmundsson, Kristján Zagl- insky, Björn Þorbjörnsson, Siggi Eggertsson og Tómas Þorbjörn, notuðu mis- munandi tækni, efni og verkfæri til verksins og má þar nefna teikniforrit, tréliti, glærur, skæri, búðargínu, klósettskál, blýanta, kjöthakk og fiskikróka. Þeir tónlistarmenn og hljóm- sveitir sem fyrir valinu urðu voru Apparat Organ Quartet, Jozé Gonzales, Hjálmar, Juliette & The Licks, Junior Senior, Rass, The Zutons, Zoot Woman og Annie. Myndskreytt Airwaves José Gonzales, teikning eftir Berglindi Jónu Hlynsdóttur. Annie, teikning eftir Tómas Þorbjörnsson. TENGLAR .............................................. www.icelandairwaves.com HINN FERTUGI Andy getur glaðst yfir því að hafa heillað ís- lenska bíógesti upp úr skónum með skoplegum tilraunum sínum til að losna við sveindóminn kom- inn á fimmtugsaldurinn í gam- anmyndinni 40 Year Old Virgin. Myndin var sú aðsóknarmesta hér á landi síðustu vikuna og er þetta þriðja vikan sem hún vermir toppsætið. Alls hafa rúmlega 15 þúsund manns séð myndina hér á landi undanfarnar vikurnar. Ný mynd situr í öðru sæti listans, The Descent. Hún segir frá afdrifaríku ferðalagi sex vin- kvenna um fallega en jafnframt hættulega hella. Þær komast í hann krappann þegar þær lokast inni í einum hellanna og komast fljótlega að því að þær eru ekki einar á staðnum … Þriðja aðsóknarmesta kvik- myndin á Íslandi í síðustu viku var svo háspennumyndin Stealth sem segir frá hópi flugmanna sem tekur að sér áhættusöm verkefni. Með aðalhlutverk fara Josh Lucas, Jessica Biel, Jamie Foxx, Sam Shephard og Richard Roxburgh. Nýjasta mynd Russel Crowe og René Zellweger, Cinderella Man fór svo í áttunda sæti aðsókn- arlistans sína fyrstu viku í sýn- ingu. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar í íslenskum bíóhúsum Hreini sveinninn heldur toppnum                                   !"#" $% &% '% (% )% *% +% ,% $  ., 4. $$ $$ > /   ) ? !  /;$%G              Hinn fertugi Andy virðist vera vinsælli hjá íslenskum kvikmynda- húsagestum en hjá bandarísku kvenþjóðinni. TÓNLISTARTÍMARITIÐ Q veitti sín árlegu tónlistarverðlaun á mánu- daginn en á næsta ári eru tuttugu ár liðin síðan tímaritið veitti þau í fyrsta skipti. Það var svo sem fyr- irséð hverjir yrðu sigursælir í ár en að mati lesenda blaðsins var það hljómsveitin Oasis sem þótti skara fram úr á árinu en hún fékk einnig verðlaun fyrir bestu plötuna. Þykir það nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þess að í ár hlaut Damon Albarn einnig verðlaun fyrir besta mynd- bandið og bestu upptökustjórn á plötunni Demon Days með Gorillaz en í ár eru einmitt tíu ár síðan að Oasis og Blur háðu hávært fjölmiðla- stríð í breskum blöðum, og þar á meðal í Q. Aðrir verðlaunahafar voru James Blunt sem fékk nafnbótina „Nýliði ársins“. Nick Cave fékk verðlaun fyrir sígildar tónsmíðar, U2 sigraði í flokknum „Besta tónleikasveitin“, Bee Gees fékk verðlaun fyrir ævi- framlag til tónlistar og Björk Guð- mundsdóttir fékk verðlaun í flokki sem kallaðist „Innblástur“. Það var hins vegar hljómsveitin Coldplay sem fór heim með stærstu verðlaun kvöldsins, sem besta hljómsveit veraldar þessa árs. Björk bætti enn einum verðlaunagripnum í safnið á mánudaginn. Tónlist | Björk hlýtur tónlistarverðlaun Q Gallagher og Al- barn berjast enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.