Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF RARIK 1.000.000.000 kr. 1. flokkur 2005 Heildarnafnverð flokksins er 1.000.000.000 kr. Skuldabréf 1. flokks 2005 eru gefin út til 5 ára og greiðist höfuðstóll með einni afborgun þann 1. september 2010. Vextir greiðast einu sinni á ári, þann 1. sept- ember ár hvert, fyrst 1. september 2006. Útgáfudagur bréfsins er 1. september 2005. Skuldabréfið ber 3,90% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður RARI 05 1. Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 19. október 2005. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Skráning- arlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. NAFNVERÐ ÚTGÁFU: SKILMÁLAR SKULDABRÉFA: SKRÁNINGARDAGUR: Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 410 4000 | www.landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 98 11 10 /2 00 5 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 98 11 10 /2 00 5 MIKIL söluaukning einkenndi starfsemi dótturfélaga SÍF á ný- liðnu rekstrarári, þrátt fyrir að af- koma væri undir væntingum. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var á mánudag. Rekstrarári SÍF lauk hinn 30. júní sl. og var aðeins 6 mánuðir vegna breytinga á reikningsári fé- lagsins sem gerðar voru í mars sl. Afkoma félagsins á nýliðnu rekstr- arári var undir væntingum en hagn- aður á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,8 milljónum evra. Ástæður þess eru verðhækkanir á hráefni á síðari fjórðungi fjárhagsársins vegna refsitolla sem Evrópusam- bandið setti á innfluttan lax frá Noregi. Ólafur Ólafsson, stjórnar- formaður SÍF, sagði á aðalfundin- um að hinsvegar hafi markmiðum sem sett voru um reksturinn verið náð söluaukning hafi einkennt rekstur dótturfélaga SÍF á liðnu fjárhags- ári. Hjá breyttu félagi nam aukning tekna 12% á 2. ársfjórðungi og 9,4% á 1. ársfjórðungi. Vöxtur Farne í Skotlandi reyndist 38% og hjá Lyons Seafoods í Englandi jókst salan um 20% sem er langt umfram markaðsvöxt. Blini í Frakklandi státaði af 10% söluaukningu í smur- vörum og Vensy á Spáni aukningu upp á 12% í reyktum laxi. Samlegðaráhrif að koma í ljós Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði tímabundinn mótvind vegna hás hráefnisverðs gæta á fyrsta árs- fjórðungi nýs fjárhagsárs þrátt fyr- ir að Evrópusambandið hefði af- numið refsitolla á innfluttan lax. Hann sagði hráefnisverð hins vegar nálgast það að verða eðlilegt og ástæða væri til bjartsýni fyrir ann- an ársfjórðung þar sem búist væri við góðri sölu, samhæfingaraðgerðir í rekstri og vöruþróun væru að hafa tilætluð áhrif. Hann lagði áherslu á að sölustarfsemi félagsins til langs tíma væri öflug, dótturfélögin hefðu sterka stöðu á sínum mörkuðum, fjárhagsstaða félagsins væri góð og samlegðaráhrif væru að koma í ljós. Allir stjórnarmenn SÍF gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en ekki bárust fleiri framboð til stjórnar og varastjórnar SÍF hf. Stjórn SÍF skipa því Aðalsteinn Ingólfsson, Guðmundur Hjaltason, Hartmut M. Krämer, Nadine Des- wasiere og Ólafur Ólafsson. Vara- maður er Guðmundur Ásgeirsson. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að Ólafur Ólafsson er for- maður og Aðalsteinn Ingólfsson varaformaður. Mikil söluaukning hjá dótturfélögum SÍF                          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! 2    89  $ 8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $        !  - % =;22)  "$% >/ & $%  . 1? ! .) $%  :@ @  "# $% 4A=B .>)   ) -)      0         0 0      0  0 0 0 0 0 -; $! 1 ;  ) -) 0 0  0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 C DE C DE C 0DE C 0DE C DE C DE C  DE C DE 0 C 0 DE C 0DE 0 C  DE C DE C  DE 0 0 C DE 0 0 C 0 DE 0 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .           0          0 0     0 0 0  0 0 0                                                      < )   > +G   :# H !$  2 %  )       0     0 0     0  0 0 0 0 0 :#0 <-!$ ;  ')  HÓPUR breskra fjárfesta, þeirra á meðal Apax fyrirtækið og stóreigna- maðurinn Robert Tchenguiz, lýsti því yfir í gær að enn væri unnið að tilboði í Somerfield verslanakeðjuna, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Vegna vangaveltna í fjölmiðlum áréttar hópurinn að enn sé unnið að tilboði í Somerfield,“ sagði í frétta- tilkynningu. „Hins vegar er ekki hægt að lofa því að tilboð verði lagt fram, eða upplýsa um hugsanlega skilmála.“ Hópurinn er sagður hafa gefið út yfirlýsinguna að undirlagi yfirtökunefndar breska ríkisins, sem í síðasta mánuði gaf aðilum frest til 14. október til að skila inn tilboði í fyrirtækið, en viðræðuferlið hefur staðið mánuðum saman. Liggja yfir bókunum Slagurinn um Somerfield hófst í febrúar á þessu ári þegar Baugur Group nálgaðist keðjuna, en íslenska fyrirtækið dró sig í hlé í kjölfar þess að ákæra var gefin út á hendur helstu stjórnenda þess hér á Íslandi. Yfirtakan hefur tekið eins langan tíma og raun ber vitni vegna þess að væntanlegir tilboðsgjafar hafa legið yfir bókum og gögnum Somerfield svo mánuðum skiptir. Enn unnið að til- boði í Somerfield Óskað var eftir tilboði í rekstur ferju milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar og var útboðið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Eim- skip var með hagstæðasta tilboðið og uppfyllti allar kröfur Vegagerðar- innar. Samningurinn er til fimm ára en með möguleika á að framlengja til tveggja ára. Að sögn Baldurs Guðna- sonar, forstjóra Eimskips, er hér um að ræða jákvæða viðbót við flutn- ingakerfi Eimskips. ,,Samningurinn styrkir okkur í því að byggja upp öfl- ugt dreifingakerfi fyrir innanlands- flutninga,“ segir Baldur. EIMSKIP og Vegagerðin undirrit- uðu í gær samkomulag um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu fimm árin. Eimskip mun taka yfir rekstur Herjólfs um næstu ára- mót og er fyrsta ferðin áætluð 2. jan- úar 2006. Heildarflutningamagn með Herj- ólfi til og frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn hefur verið um 80.000– 120.000 farþegar á ári. Til viðbótar flytur ferjan 20.000–32.000 fólksbif- reiðir á ári og 2.700–3.000 flutninga- bíla. Áætlunarferðir verða 13 til 14 í viku. Eimskip tekur yfir rekstur Herjólfs Undirritun Stefán Erlendsson og Kristín H. Sigurbjörnsdóttir frá Vega- gerðinni og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Haukur Már Stef- ánsson frá Eimskip. HIÐ UNGVERSKA dótturfélag Ac- tavis Group, Kéri Pharma Generics, sem Actavis keypti 30. september síðastliðinn, hefur sett hjartalyfið Ramipril á markað í Ungverjalandi. Varan er sú fyrsta sem Actavis fram- leiðir fyrir ungverska markaðinn en í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið reikni með að setja aðra vöru fram- leidda af Actavis á markað síðar á þessu ári. Ramipril, sem er fyrst og fremst notað við háþrýstingi, var upphaf- lega sett á markað af Actavis í jan- úar árið 2004 í þremur löndum og markaði þá víðtækustu markaðs- setningu fyrirtækisins frá upphafi. Dreifingin til Ungverjalands fer í gegnum Medis, dótturfélag Actavis, sem sér um sölu til þriðja aðila. Að sögn Sigurðar Óla Ólafssonar, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs fyrir eigin vörumerki hjá Actavis, er það ætlun félagsins að skrá vörur á ungverska markaðnum undir eigin vörumerkjum. Actavis hefur nú þegar 12 markaðsleyfi fyrir lyf í Ungverjalandi. Fyrsta lyf Actavis í Ungverjalandi LANDFLUTNINGAR – Samskip á Selfossi og Vöndull ehf. á Flúðum hafa gengið til samstarfs um vöru- flutninga fyrir uppsveitir Árnes- sýslu. Jafnframt tekur Vöndull að sér vöruafgreiðslu fyrir Landflutn- inga – Samskip á Flúðum. Vöndull er fyrirtæki heimamanna á Flúðum sem hafa stundað flutn- inga um nokkurt skeið og búa að reynslu og þekkingu í faginu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Með samstarfi félaganna á þjónusta við íbúa og fyrirtæki á svæðinu að verða bæði skilvirkari og áreiðan- legri. Er það von beggja aðila að heimamenn kunni þessari nýbreytni vel. Þrjár áætlunarferðir eru alla virka daga milli Reykjavíkur og Sel- foss og daglegar ferðir eru frá Sel- fossi um uppsveitir Árnessýslu. Í samstarf við Vöndul GREINING Íslandsbanka spáir því að gengisvísitala krónunnar fari undir 100 stig á næstu vikum. Jafn- framt telur deildin ekki ólíklegt að Seðlabankinn muni hækka stýri- vexti sína aftur fyrir hinn 2. desem- ber en þá kemur ársfjórðungsrit bankans, Peningamála næst út. Þannig er það spá deildarinnar að stýrivextir fari upp í 11% fyrir ára- mót og hæst í 12% á næsta ári. „Verðbólgan mun sennilega hjaðna nokkuð á allra næstu mánuðum, en hún hefur einkum verið drifin áfram af verðhækkun íbúða og eldsneytis. Fátt bendir til þess að íbúðaverð verði áfram mikill verð- bólguvaldur á næstunni og elds- neytisverð lækkar sem stendur. Verðbólgan mun því minnka og nálgast verðbólgumarkmið Seðla- bankans að nýju. Trúverðugleiki er bankanum ofarlega í huga sem stendur og til að viðhalda honum þarf hann að hækka stýrivexti sína frekar á næstunni,“ segir deildin. Gengisvísitalan undir 100? 5 %I .J8     D D :.= K L      D D A A  7,L    D D *L 5 -    D D 4A=L KM ($-    D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.