Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG 12. október kl. 17:00–21:00 stendur skólanefnd Seltjarnarness fyrir Skólaþingi sem haldið verður í húsa- kynnum Valhúsaskóla. Með Skólaþinginu gefst íbúum Seltjarn- arness tækifæri til að koma hugmyndum sín- um og sjónarmiðum í skólamálum á fram- færi. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi góðs og öflugs skóla- starfs fyrir börnin okk- ar. Þess vegna er mik- ilvægt fyrir foreldra og aðra forráðamenn að mörkuð sé framsækin og hvetjandi skólastefna sem tryggir velferð barna, vellíðan og árangurs- ríkt starf í skólanum. Sýnt hefur verið fram á, að þátt- taka foreldra í skólastarfi eykur vel- líðan barna og bætir námsárangur þeirra. Slík þátttaka byggist m.a. á að við foreldrar tölum saman og að við séum í góðum samskiptum við starfsfólk skólanna. Skólaþingið er frábær vettvangur fyr- ir slík samskipti þar sem foreldrum gefst tækifæri til að segja skoðanir sínar, hlusta á skoðanir annarra og leggja þannig í samein- ingu grunn að öflugu skólastarfi sem við get- um verið ánægð með. Dagurinn í dag er til- einkaður borgaravit- und og lýðræði. Íbúa- samráð af þessum toga gefur íbúum tækifæri til að vera virkir þátt- takendur í að móta fram- tíðarsýn fyrir starfið í skólum bæj- arins. Ánægjulegt er frá því að segja, að nemendur í félagsmála- fræði við Valhúsaskóla koma með virkum hætti að undirbúningi og skipulagi skólaþingsins og er það lið- ur í verkefni, sem þeir vinna í þess- ari námsgrein. Að Skólaþingi loknu er ráðgert að stofnaður verði vinnuhópur sem vinni að gerð heildstæðrar skóla- stefnu fyrir skólana á Seltjarn- arnesi, er nái til allra skólastiga, þ.e. grunnskóla, leikskóla og tónlistar- skóla. Fyrir hönd Foreldraráðs Grunn- skóla Seltjarnarness hvet ég alla foreldra og forráðamenn barna í leikskólum, grunnskóla og tónlistar- skóla á Nesinu að láta þetta tæki- færi ekki framhjá sér fara til að taka þátt í að móta skólastefnu bæj- arfélagsins á komandi árum. Tækifæri til að marka framsækna og hvetjandi skólastefnu Erlendur Gíslason minnir á skólaþing á Seltjarnarnesi í dag ’… hvet ég alla foreldraog forráðamenn barna í leikskólum, grunnskóla og tónlistarskóla á Nes- inu að láta þetta tæki- færi ekki framhjá sér fara …‘ Höfundur er formaður foreldraráðs við Grunnskóla Seltjarnarness. Erlendur Gíslason INGI Rúnar Eðvarðsson skrifar grein í Morgunblaðið 22. september þar sem hann bendir á mikilvægi þess að koma á fót miðstöð atvinnu- lífsrannsókna hér á landi. Hann bendir réttilega á að vinnuálag, skipulag vinnu, ábyrgð í starfi og vinnuaðbúnaður geti haft mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks. Hér á landi sé vinnu- dagur langur, atvinnu- þátttaka með hæsta móti og vinnan því mjög mikilvæg í lífi fólks. Ingi Rúnar bendir á að í ljósi þessa sé mikilvægt að koma á fót miðstöð at- vinnulífsrannsókna að erlendri fyrirmynd. Einmitt með þetta í huga gerðu Vinnueft- irlitið og Háskóli Ís- lands með sér sam- starfssamning á síðasta ári um þver- faglega rann- sóknastofu á sviði vinnuumhverfis- og vinnumarkaðsmála, Rannsóknastofu í vinnuvernd. Markmið Rannsóknastofunnar er að eiga frumkvæði að og sinna rann- sóknum og fræðslu á líðan og heilsu fólks í vinnu og á þróun vinnumarkaðar. Rannsóknir og fræðsla í vinnuvernd er fjárfesting til fram- tíðar, bæði þegar litið er til einstaklingsins, fyrirtækja og þjóðfélagsins alls. Vinnutengd heilsa er stór hluti lýð- heilsu og skiptir sköpum fyrir heil- brigði þjóðarinnar.Niðurstöðum rannsókna á þessu sviði er ætlað að leiða til aðgerða sem bæta líðan vinnandi fólks, draga úr atvinnu- tengdum sjúkdómum, slysum og vanlíðan starfsfólks, auk þess að draga úr veikindafjarvistum, ör- orku og framleiðslutapi fyrirtækja og þjóðar. Ísland er kjörinn rann- sóknavettvangur á þessu sviði. Á sama tíma og vinnumarkaðurinn er mjög áþekkur því sem gerist ann- ars staðar á Vesturlöndum, er auð- veldara að nálgast ýmsa starfshópa hér á landi en annars staðar, eink- um vegna smæðar þjóðfélagsins. Leitað samstarfs Erlendis eru systurstofnanir Rannsóknastofu í vinnuvernd fjár- magnaðar bæði af op- inberu fé, af fyr- irtækjum, verkalýðshreyfingunni og með verk- efnastyrkjum. Stjórn Rannsóknastofunnar hefur m.a. fundað með fulltrúum vinnumark- aðarins og með op- inberum aðilum, sem taka undir brýna þörf á að efla rannsóknir á þessu sviði hér á landi. Stjórn Rannsóknastof- unnar vinnur að því um þessar mundir að leita að samstarfs- aðilum til að taka þátt í uppbyggingu Rann- sóknastofu í vinnu- vernd. Þeir munu þannig leggja sitt af mörkum við að auka rannsóknir á sviði vinnuverndar- og vinnumarkaðsmála hér á landi og styðja þann- ig það frumkvöðlastarf sem Rannsóknastofa í vinnuvernd getur beitt sér fyrir. Ég hvet áhugasama til að fara inná heima- síðu Rannsóknastofu í vinnu- verndhttp://www.ver.is/riv/ og kynna sér markmið og starfsemi Rannsóknastofunnar. Auk þess tek ég glöð á móti ábendingum um gagnlegt samstarf. Rannsóknastofa í vinnuvernd – miðstöð atvinnu- lífsrannsókna Guðbjörg Linda Rafnsdóttir skrifar um rannsóknir og fræðslu í vinnuvernd Guðbjörg Linda Rafnsdóttir ’Rannsóknir ogfræðsla í vinnu- vernd er fjár- festing til fram- tíðar, bæði þegar litið er til einstaklingsins, fyrirtækja og þjóðfélagsins alls. ‘ Höfundur er stjórnarformaður Rannsóknastofu í vinnuvernd. KOSNING um sameiningu nokkurra sveitarfélaga fór fram laugardaginn 8. október sl. Með austfirskri undantekningu má segja að sameiningu hafi verið hafnað af flestum minni sveit- arfélögum. Viðbrögð hafa verið nokkuð misjöfn við þessum úrslitum en hafa ber hugfast að um var að ræða lýðræðislega ákvörðun og málið einfaldlega lagt í dóm íbúanna sjálfra. Rétt er að fara yfir tilurð þessara kosninga. Frumkvæði Sam- bands íslenskra sveitarfélaga Upphaf þessa átaks má rekja til þess að Samband sveitarfélaga á Íslandi leitaði til félagsmálaráð- herra um átak til að sameina sveitarfélög. Vilji þeirra lá til þess að fækka sveitarfélögum, stækka þau og efla. Í framhaldi af beiðni sambandsins lagði félagsmálaráð- herra fram frumvarp sem síðar var samþykkt á Alþingi samhljóða (ekkert mótatkvæði). Þar er gert ráð fyrir því að sameining- artillögur verði lagðar til kosn- inga. Í Danmörku og Svíþjóð er farin sú leið að ákveða stærð sveitarfélaga einhliða með ákvörð- un þjóðþinganna. Við erum með öðrum orðum lýðræðislegri en grannþjóðir okkar. En hvað skyldi reka Samband sveitarfélaga til sameiningarátaks? Miðstýrðari en aðrar þjóðir Opinber stjórnsýsla á Íslandi hvílir 70% í höndum ríkisins en einungis 30% eru í höndum sveit- arfélaganna. Í nágrannalöndum okkar er þetta hlutfall öfugt. Það þýðir einfaldlega að ákvörðun um ýmsa þætti í opinberri stjórnsýslu, er snerta daglegt líf fólks hvílir í höndum embættismanna fjarri heimahögum. Má með sanni segja að þar sé lýðræðishalli mikill. Hvers vegna ætli við séum mið- stýrðari en aðrar þjóðir? Ástæðan ligg- ur einfaldlega í þeirri staðreynd að sveit- arfélög hér eru svo smá mörg hver að þau geta með engu móti tekið við auknum verkefnum. Þá telja sveitarstjórnarmenn margir að óbreytt fyr- irkomulag í rekstri sveitarfélaga gangi erfiðlega enda kröfur þegnanna stöðugt að aukast hvað varðar fjölbreytni og hækkað þjón- ustustig. Samband sveitarfélaga vill ná verkefnum frá ríkinu færa þau til heimahaganna og flytja þannig störf, peninga og ákvarðanatöku heim í hérað. Með því móti styrk- ist sveitarstjórnarstigið, einstakar byggðir styrkjast og umfram allt fer fjölbreytileiki í einstökum sveitarfélögum vaxandi. Þá hafa margir bent á að við sameiningu margra sveitarfélaga á liðnum ár- um hafi losnað mikill óbeislaður kraftur sem hafi fært sveitarfélög- unum kraft til mikilla framfara. Grunnhugsunin á bak við sam- einingarátak Sambands sveitarfé- laga og félagsmálaráðuneytisins snerist um þessi atriði. Þróunin heldur áfram Ljóst er að almennur vilji var ekki til frekari sameiningar að þessu sinni. Það er beinlínis rangt sem Magnús Þór Hafsteinsson hefur haldið fram að um sé að ræða gjörning fámenns hóps. Full- trúaráð Sambands sveitarfélaga hefur ályktað um málið og Alþingi hefur samþykkt mótatkvæðalaust að láta hina lýðræðislegu kosningu fara fram. Þó Magnús Þór Haf- steinsson hafi verið fjarverandi við atkvæðagreiðsluna getur hann ekki ráðist þannig á bæði Alþingi og Samband sveitarfélaga sem hann hefur gert og orðið sjálfum sér til minnkunar með framferði sínu. Þegar lagt er upp með það leið- arljós að fólkið í landinu skuli ráða skipan mála hljóta allir að una úr- slitum. Þannig er lýðræðið. Efnt er til kosninga til þess að fá skýr- an vilja íbúanna fram. Þegar hann liggur fyrir má segja að „rétt nið- urstaða“ sé fengin. Það er trú mín að á næstu misserum muni þreif- ingar einstaka sveitarfélaga halda áfram, líkt og gerðist í kjölfar síð- asta sameiningarátaks. Þar mun frumkvæðið koma frá einstökum sveitarfélögum. Óhjákvæmilegt er að stjórnsýslueiningar á Íslandi muni stækka og trúi ég að flestir séu sammála um að æskilegt sé að sveitarstjórnarstigið fái aukið vægi með fjölbreyttari verkefnum en verið hafa, auknum störfum og fjármunum til þess að reka mynd- arlega þá stjórnsýslueiningu sem næst stendur fólkinu. Öflugt sveit- arstjórnarstig er grundvöllur heil- brigðs samfélags á Íslandi. Ég vil þakka öllum þeim hundr- uðum sem lögðu á sig mikla vinnu við að undirbúa hina lýðræðislegu kosningu er fram fór 8. október sl. Að loknum sam- einingarkosningum Hjálmar Árnason fjallar um úr- slit sameiningarkosninganna ’Ljóst er að almennurvilji var ekki til frekari sameiningar að þessu sinni.‘ Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins. NÚ ER ég svo aldeilis yfir- máta hlessa. Hvað í ósköpunum rekur fjölmiðla þessa lands til að trúa því að endalaus umfjöllun, vangaveltur og rugl, um Baugs- málið eigi erindi við okkur, til þess að gera saklausa borgara? Sífellt er klifað á því að málið sé dómsmál eða a.m.k. eigi að vera það. Þess vegna eigi það að rek- ast fyrir dómstólum. Gott og vel, látum það rekast fyrir dómstól- um og höldum fellibyljum hverju nafni sem þeir nefnast fyrir utan dagblöð, útvarp og sjónvarp. Hverjum er ekki nokkurn veg- inn sama um Sullenberger og allt það? Að vísu leiðinlegt að hann skuli vera blankur en lítið sem við gerum í því. Kannski ætti að leysa fátækt mannsins á fjárlög- um, við værum þá a.m.k. laus við daglegar fréttir af þrengingum hans. Að sama skapi er öngþveiti Jónínu sárt en ég skil ekki upp- lýsingaskyldu blaðamanna gagn- vart mér og mínum vegna þess arna. Mig varðar ekkert um ból- farir annarra, mér er líka sama um ruglpóst sem ekki er sendur mér. Ég vil fá að vera í friði fyrir vondum leiksýningum sem kost- aðar eru af ríkinu hvort heldur eru í Þjóðleikshúsinu eða á Skúlagötunni. Það verður t.d. ekki séð að gróf misnotkun geti falist í því að verja sig ef maður er borinn alvarlegum sökum, það gera allir hvort heldur þeir heita Styrmir eða Jóhannes. Hvers vegna okkur var hins vegar blandað í málið í upphafi er lítt skiljanlegt. Einhver kallaði þetta farsa, það er rangt, þetta er ekki farsi. Þetta er bara leiðinlegt og vitlaust og á ekkert erindi til okkar sem bærilega edrú erum að reyna að tóra á þessu annars huggulega útskeri. Ríkissjón- varpið hefur alla tíð haft umtals- verða burði til að vera óskemmti- legt, nýtt kastljós staðfestir þessa kenningu. Í guðanna bæn- um hættið þessu og látið okkur í friði. Kristófer Már Kristinsson Þyrmið okkur Höfundur er við nám í Háskóla Íslands. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.