Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 13 FRÉTTIR Draktir 10.900 kr. MAPP Peysur 2 fyrir 1 Á 3.900 kr. Leðurjakkar með stroffi 10.900 kr. tískuvöruverslun, Laugavegi 82 25% afláttur af annari vöru. HAUSTSPRENGJA ALÞJÓÐLEG neyðarhjálp kirkna ACT hefur þegar hafið hjálparstarf á jarðskjálftasvæðum í Pakistan. Hjálparstarf kirkjunnar mun leggja sitt af mörkum og hefur þeg- ar opnað söfnunarsíma sinn 907 2002. Ef hringt er í númerið drag- ast 1.000 kr. af símareikningnum. Einnig er hægt að fara inn á heima- síðu Hjálparstarfsins og leggja söfnuninni lið, en þá skuldfærist framlagið á greiðslukort viðkom- andi, eða leggja inn á reikning 1150-26-21000 í SPRON. Hjálparstarf kirkjunnar í Pakistan UM 1.500 manns hafa brugðist við neyðarkalli vegna jarðskjálftanna í Pakistan og lagt fram 1.000 krónur hver til hjálparstarfsins með því að hringja í söfnunarsíma Rauða kross Íslands, 907 2020. Þannig hefur þegar safnast um ein og hálf milljón króna á þeim sólarhring sem er liðinn síðan söfnunin hófst, segir í frétt frá Rauða krossinum. Alþjóða Rauði krossinn ætlar að aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, á næstu fjór- um mánuðum. Mikil neyð ríkir á hamfarasvæðinu í fjallahéruðum Pakistans og gífurleg þörf er fyrir matvæli, teppi og skjólefni af ýmsu tagi. Talsverðar birgðir eru á staðnum en það sem ekki er til í vöruhúsum Rauða krossins verð- ur keypt í Pakistan. Hjálparstarfið fer fram við afar erfiðar aðstæður. Skriður hafa víða eyðilagt vegi og hættan á frekari skriðum skapar hættu við vegaviðgerðir. Á tímabili komust þyrlur ekki með hjálpargögn. Víða á skjálftasvæðunum er mikill skortur á lyfjum og margs konar hjúkrunargögnum. Hjálp- arstarfið hefur enn ekki náð til margra afskekktra þorpa, segir í tilkynningunni. Góð viðbrögð við söfnun ÍBÚAR Kópavogs með áskrift að sjónvarpsþjónustu Símans í gegn- um ADSL-kerfið verða fyrstir landsmanna til að fá aðgang að gagnvirku sjónvarpi og geta til að mynda leigt kvikmyndir í gegnum sjónvarpið sér að endurgjaldslausu meðan á tæknilegum prófunum stendur, segir í fréttatilkynningu frá Símanum. Er það tilkomið vegna samnings sem Kópavogsbær og Síminn undrirrituðu fyrir helgi. Þegar prófunum lýkur mun Íslenska sjónvarpsfélagið rukka fyrir leigu á sjónvarpsefni um gagnvirku þjónustuna samkvæmt gjaldskrá. Síminn stendur nú að uppfærslum á símstöðum víða um höfuðborg- arsvæðið og ættu aðrir áskrif- endur Símans, með sjónvarp í gen- um ADSL, að geta nýtt sér þjónustuna upp úr miðjum mán- uðinum. Kvikmyndir leigðar í gegnum sjónvarpið ALÞJÓÐASAMTÖK Barnaheilla – Save the Children – hafa hafið söfn- un vegna hamfaranna í Suður-Asíu og Mið-Ameríku. Þeir sem vilja styrkja neyð- araðstoð Barnaheilla – Save the Children á hamfarasvæðunum geta lagt inn á bankareikning samtak- anna, 1158-26-58, kennitala 521089- 1059, eða hringt í söfnunarnúmerið 907 1900 og þá gjaldfærast 1.900 kr. á símareikning viðkomandi. Safna fyrir börn á hamfara- svæðum ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um uppgreiðslu- gjald af neytendalánum. Neyt- endasamtökin og ASÍ kvörtuðu til Samkeppnisstofnunar haustið 2004 og töldu að gjald sem lán- veitendur innheimta af neyt- endum þegar þeir greiða upp lán væri ekki í samræmi við ákvæði laga um neytendalán. Niðurstaða samkeppnisráðs var að ekkert í lögum um neytendalán banni innheimtu uppgreiðslu- gjalds. Samkeppnisráð tók jafn- framt fram að það verði að koma skýrt fram í upphaflegum láns- samningi aðila að uppgreiðslu- gjald sé innheimt greiði neytandi upp lán fyrir gjalddaga. Jafn- framt verði lánveitendur að kynna neytanda alla skilmála lána með fullnægjandi hætti. Áfrýjunarnefnd telur að í ljósi meginreglu um samningsfrelsi og ákvæðis í lögum um neytendalán verði ekki talið að í því felist bann við uppgreiðslugjaldi. Því beri að staðfesta hina kærðu ákvörðun. Áfrýjunarnefnd tekur heldur ekki til greina varakröfu Neytenda- samtakanna og ASÍ, um að Neyt- endastofu verði gert að taka mál- ið upp að nýju til frekari skoðunar. Ákvörðun stað- fest um upp- greiðslugjald Heimasí›a Hægt er a› fylgjast me› landsfundinum á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins www.xd.is. 36. landsfundar Sjálfstæ›isflokksins Laugardalshöll 13. – 16. október 2005Dagskrá Kl. 14.00 – 17.00 Opi› hús í Laugardalshöll. Afhending fundargagna. Kl. 16.30 Lú›rasveit Reykjavíkur leikur létt lög. Kl. 17.30 Setning fundarins. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. Kl. 19.00 Kvöldver›ur fyrir konur á landsfundi á vegum Landssambands sjálfstæ›iskvenna í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Fimmtudagur 13. október Föstudagur 14. október Kl. 10.00 Framsaga um stjórnmálaályktun. Almennar umræður. Kjör stjórnmálanefndar. Kl. 11.00 Starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Gunnarssonar, um flokksstarfið. Umræður. Viðtalstími samræmingarnefndar er kl. 9.30 – 12.00 í anddyri Laugardalshallar. Þar er tekið við breytingartillögum við fyrirliggjandi drög að ályktunum. Kl. 12.00 – 14.00 Sameiginlegir hádegisverðarfundir landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis á Hótel Sögu. Kl. 14.15 Fyrirspurnatími ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra og Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra. Kl. 18.00 Fundir starfshópa. (Sjá yfirlit um fundarstaði á www.xd.is) Kl. 20.00 – 21.00 Fundur Sambands ungra sjálfstæðismanna með ungu fólki á landsfundi í Kiwanis-salnum, Engjateigi 11. Kl. 21.00 – 1.00 Opið hús fyrir landsfundarfulltrúa í Kiwanis-salnum, Engjateigi 11. Laugardagur 15. október Kl. 9.30 – 12.00 Fundir starfshópa. Kl. 13.00 Skilafrestur frambo›a til mi›stjórnar rennur út. (A›setur kjörstjórnar er í anddyri Laugardalshallar.) Kl. 13.00 Afgrei›sla ályktana. Umræ›ur. Kl. 19.30 Landsfundarhóf. Kvöldverður og dans á Broadway, Ármúla 9. (Miðasala í anddyri Laugardalshallar.) Sunnudagur 16. október Kl. 10.00 – 15.00 Afgrei›sla ályktana. Umræ›ur. Kosning mi›stjórnar. (Kosningu l‡kur kl. 12.00.) Afgrei›sla stjórnmálaályktunar. Kl. 15.00 Kosning formanns. Kosning varaformanns. Kl. 16.00 Fundarslit. Ræ›a formanns Sjálfstæ›isflokksins. 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins Laugardalshöll 13. – 16. október 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.