Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S umir dagar eru einfald- lega verri en aðrir dagar. Nýlega átti ég einmitt þannig dag. Ég vaknaði snemma eftir alltof lítinn svefn til að ná að vinna aðeins áður en ég færi í skólann. Í stað þess að byrja dag- inn með því að hugleiða eða eitt- hvað álíka sniðugt fór ég að hugsa um allt sem ég átti eftir að gera. Í hjartanu hreiðraði um sig sam- viskubit yfir gærkvöldinu sem hefði svo gjarnan mátt fara í eitt- hvað gáfulegra en það einmitt gerði. Þegar ég kom niður í hjóla- geymslu var lint í afturdekkinu og ég nagaði mig í handarbökin yfir að hafa ekki farið fyrir löngu að kaupa nýja slöngu enda lekur allt- af úr þessari. Ég nennti auðvitað ekki aftur upp stigann til að sækja hjólapumpuna svo ég ákvað að koma frekar við á bens- ínstöðinni og pumpa í dekkið. Niðri við sjó virtist norðanáttin engan veginn geta ákveðið í hvaða átt hún ætlaði að blása. Það var sama hvort ég fór í austur, vestur, suður eða norður; alltaf var ég með vindinn í fangið. Mér tókst að pumpa í dekkið og eftir það var öllu auðveldara að hjóla. Ég byrjaði þó á að hjóla of- an í glerbrotahrúgu og bölvaði öll- um glerbrotunum á götum Reykjavíkur. Sem betur fór sprakk samt ekki en í staðinn fyr- ir að gleðjast yfir því pirraði ég mig á öllum hinum skiptunum sem ég hef þurft að bæta slöng- una. Í vinnunni virkaði prentarinn ekki og tölvan var óvanalega hæg- virk. Ég komst ekki inn á tölvu- póstinn minn og það var kjöt í matinn í mötuneytinu en það vill svo til að ég borða ekki kjöt. Að hjóla af Morgunblaðinu í Kringlunni og upp í Háskóla Ís- lands getur farið illa með sál- artetrið. Þrátt fyrir að þetta sé bein leið er hún langt frá því að vera greiðfær. Meðfram nýju Hringbrautinni er auðvitað eng- inn hjólreiðastígur og við gatna- mót Snorrabrautar og Hring- brautar eru vegaframkvæmdir sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Ég þurfti því að beygja Rauð- arárstíginn og endaði hjólandi á grasi við Landspítalann til að reyna að komast út á gömlu Hringbrautina. Þegar ég svo nálgaðist Háskólann þurfti ég að taka á mig krók í gegnum Hljóm- skálagarðinn, með tilheyrandi beygjum, enda framkvæmdir þar eins og annars staðar. Stutt viðkoma á Þjóðarbókhlöð- unni gerði mig ennþá klikkaðri. Á kaffistofunni var ég rukkuð um fimmtíu krónur fyrir glas af heitu vatni og í lesrýminu voru tómir fávitar með eyrnatappa sem töl- uðu stöðugt saman og svöruðu í símann ef því var að skipta. Ekki bætti úr skák að það rifjaðist upp fyrir mér að sálfræðikennarinn minn í menntaskóla sagði ein- hvern tíma við okkur að sjálfs- virðinguna væri hægt að mæla í fávitum. Því fleiri fávitar sem væru í kringum mann því lakari væri sjálfsvirðingin. Í skólanum hafði ég auðvitað allt á hornum mér en sat sem bet- ur fór ein svo ég lét alveg ógert að röfla í fólki. Dreif mig bara út eft- ir tímann og ákvað að fara heim og leggja mig í von um að sofa úr mér ólundina. Auðvitað var farið að rigna og jakkinn sem ég var í engan veg- inn gerður til að hrinda frá sér vatni. Ég þurfti að koma við í Bónus svo ég hjólaði Laugaveg- inn heim. Það gerði mig auðvitað enn skapverri því á Laugaveg- inum er hvorki hægt að hjóla á götunni né á gangstéttinni. Ekki hætti ég mér Hverfisgötuna enda hafði ég næstum því orðið fyrir strætisvagni þar daginn áður og allt of margir háir kantar gera hana illfæra hjólreiðafólki. Í hljóði blótaði ég öllum fávitunum á Laugaveginum sem höfðu ekki einu sinni fyrir því að færa sig þótt ég væri þarna að reyna að komast áfram í rigningunni. Veðrið hélt sér í takti við tilfinn- ingar mínar, alveg eins og í bíó- myndunum. Í Bónus var auðvitað alltaf sama örtröðin og ekkert til af því sem ég ætlaði að kaupa. Ég kom mér út eftir misheppnaða versl- unarferð og var varla sest á hjólið aftur þegar það kom brjál- æðislegt haglél. Á þeirri stundu langaði mig mest til að fara að grenja. Höglin voru risastór og náðu að berja sig inn á milli tref- ilsins og jakkans svo mér varð ís- kalt á örskotsstundu. Gatan varð sleipari og ég þurfti að fara var- lega á hjólinu enda ekki á sérlega grófum dekkjum. Þegar ég nálgaðist vinnusvæðið rétt áður en komið er að Snorra- braut þurfti ég að hægja vel á mér til að hjóla ekki á vinnupalla sem voru á gangstéttinni. Þá gerðist það. Á móti mér kom glaðlegur maður með hatt. Ég sá fram á að hjóla hann niður en hann valhopp- aði létt til hliðar og brosti sínu blí- ðasta. Haglélið pirraði hann ekki vitund heldur þvert á móti hló hann að því og sagði kátur þegar ég hjólaði framhjá: „Haglél!“ Þá rann upp fyrir mér ljós. Allt í einu skildi ég að haglél er auðvit- að ekkert nema stórskemmtilegt fyrirbæri. Ég hægði á mér, hjól- aði rólega heim og brosti til allra sem ég mætti. Við vorum banda- menn í baráttunni við haglélið. Ef einhver var fyrir mér gerði ég kurteislega vart við mig til að komast fram úr. Mitt hlutverk var að senda áfram gleðina sem mað- urinn á Laugaveginum gaf mér. Allt í einu voru flóknar leiðir vegna vegaframkvæmda ekki pirrandi heldur einmitt skemmti- legt verkefni sem mér var ætlað að leysa á sem skjótastan hátt. Næsta morgun fékk ég mér te, las blöðin og hugsaði um að þetta gæti orðið besti dagur lífs míns. Ég hló að norðanáttinni fyrir að vita ekkert hvert hún var að fara. Ég vissi alla vega hvert ég var að fara. Norðanátt og haglél Ekki bætti úr skák að það rifjaðist upp fyrir mér að sálfræðikennarinn minn í menntaskóla sagði einhvern tíma við okkur að sjálfsvirðinguna væri hægt að mæla í fávitum. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ eru gömul sannindi og ný að skilaboð uppalenda til drengja og stúlkna hafa verið mismunandi í gegnum tíðina. Þegar ég var að slíta unglingsskónum á áttunda áratugn- um fékk ég skýr skila- boð um það til hvers var ætlast af mér sem kvenveru. Mun skýrari skilaboð en til hvers var ætlast af mér sem manneskju. Kynbundin skilaboð Eru ennþá gefin kynbundin skilaboð? Fá drengir þau skila- boð að þeir skuli verða fyrirvinnur heimilisins og laun séu það sem máli skiptir í lífinu? Fá stúlkur þau skilaboð að það sé mikilvægt að mennta sig en þær geti samt ekki ætlast til þess að fá sömu laun og karlar? Staðreyndin er sú að stúlkur skila sér betur í há- skólanám en drengir en sæmandi laun að loknu námi virðast skila sér seint og illa. Ennþá virðist sem him- inn og haf skilji á milli mann- og „kvensæmandi“ launa fyrir sam- bærileg störf. Það kom fram á ráðstefnu sem haldin var um drengjamenningu í skólum fyrr á árinu, að rannsóknir sýna að stúlkum er frekar hjálpað með heimanám en drengjum. Þær standa sig yfirleitt betur í skóla, eru samviskusamar og ábyrgðarfullar. Drengir ganga meira sjálfala en stúlkur og háar einkunnir skipta þá ekki eins miklu mál. Sjálfsmynd þeirra virðist ekki vera háð ytri umbun. Þeim finnst þeir vera ágætir eins og þeir eru, mátulega kæru- lausir og áræðnir. Getur verið að það hamli stúlkum þegar þær kom- ast á fullorðinsaldur hversu ýtt er undir samviskusemi, góða hegðun og varkárni eins og gert er samkvæmt rannsóknum? Getur verið að þær eigi erf- iðara með að stökkva til þegar ábyrgð- arstaða býðst vegna þessara eiginleika sem þær hafa öðlast í gegn- um uppeldið? Það kom fram á hádegisverð- arfundi Kvenréttinda- félags Íslands 29. sept- ember síðastliðinn (Skeggrætt um jafn- rétti) að konur lesa at- vinnuauglýsingar öðru- vísi en karlmenn. Ef konur telja sig ekki geta uppfyllt öll þau skilyrði sem krafist er af umsækjanda í aug- lýsingunni ýta þær henni frá sér og ákveða að það þýði ekki fyrir þær að sækja um. Karlmenn hugsa hins vegar með sér að þeir geti lært það sem upp á færnina vantar þegar þeir hefja störf. Hvað er það í upp- eldi stúlkna sem gerir þetta að verk- um? Ábyrgð heimilisins Getur verið að ábyrgð á heim- ilishaldinu hvíli að mestu á herðum kvenna og þær treysti sér ekki til að stjórna öðru fyrirtæki en heimilinu? Breytingar eru vonandi í augsýn með nýrri kynslóð karlmanna sem farnir eru að sitja heima hjá veikum börnum, taka sér fæðingarorlof og kynnast af eigin raun því vandasama og fjölþætta verkefni að stjórna fyr- irtækinu „Heimili hf“. Auðvitað búa ekki allir svo vel að hafa samstarfs- manneskju sér við hlið við rekstur heimilisins. Í þeim tilfellum getur ábyrgðin ekki annað en lent ann- aðhvort hjá móður eða föður. Hvernig getum við uppalendur stuðlað að breyttum viðhorfum stúlknanna okkar og drengja til sameiginlegrar ábyrgðar á börnum og búi? Hvernig getum við tekið fyr- irvinnubyrðina af drengjum og lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms, vinnu og launa, barnauppeldis og heimilisreksturs? Ef okkur, uppal- endum 21. aldarinnar, tekst að breyta hlutunum og viðhorfunum inni á heimilinu mun þess ekki langt að bíða að sú kynslóð sem við ölum upp breyti viðhorfinu á vinnustöðum og í samfélaginu almennt til jafn- réttis í framtíðinni. Eða er þetta allt meðfætt? Uppeldi til framtíðar – lyk- illinn að jafnrétti kynjanna Eftir Sólborgu Öldu Pétursdóttur ’ Hvernig getum viðuppalendur stuðlað að breyttum viðhorfum stúlknanna okkar og drengja til sameig- inlegrar ábyrgðar á börnum og búi? ‘ Sólborg Alda Pétursdóttir Höfundur situr í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Kvennafrídagurinn Í DAG er efnt til skólaþings á Seltjarnarnesi. Dagskrá þess gef- ur fyrirheit um að framundan séu spennandi tímar í skólastarfi í bæjarfélaginu en með því hefst vinna við nýja heildstæða skóla- stefnu sem unnin verður í nánu sam- starfi bæjaryfirvalda, foreldra og starfs- fólks skólanna. Breytingar á sviði menntamála gera ætíð kröfur til þess að við höldum vöku okkar og reynum að gera betur. Metnaður hefur löngum ein- kennt skólastarf á Seltjarnarnesi og er þá sama hvort litið er til leikskóla, tónlistar- skóla eða grunnskóla. Það er keppikefli okkar Seltirn- inga að skólar framtíðarinnar geti brugðist við kröfum íbúa um fyrsta flokks menntun. Vel heppn- uð nýbreytni í stjórn Grunnskóla Seltjarnarness, efling Tónlistar- skólans, framúrskarandi starf í leikskólunum og ákvörðun um að efna til sérstaks skólaþings bera glöggt vitni um áhuga og viðleitni til að efla skólastarfið í þágu allra þeirra er nýta sér þjónustu skól- anna okkar. Seltirningar hafa um langt skeið lagt sig fram um að vera í forystu á sviði skólamála og oftar en ekki uppskorið ávinning þess sem fyrstur leggur til atlögu við nýjar áskoranir. Það er ósk- andi að sú verði raunin áfram. Fjárfest í framtíð nemenda Í síbreytilegum heimi er það grundvallaratriði að þjónusta skól- anna við nemendur og foreldra sé á við það besta sem gerist, ekki aðeins innanlands heldur einnig í alþjóðlegu tilliti. Öflugt skólastarf er jafnframt einn af lykilþáttum þess að Seltjarnarnes verði áfram eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldufólk kýs að búa. Slíkt byggir upp sjálfstæða og hæfa einstaklinga og leggur þannig grunn- inn að framtíðarhags- æld þjóðarinnar. Nú, þegar sýnt er að nám í framhaldsskóla er að taka umtalsverðum breytingum og há- skólar skilgreina inn- tökuskilyrði eða halda samkeppnispróf á meðal nýnema er ljóst að vægi grunnskólans vex til muna. Framlag skattgreiðenda á Sel- tjarnarnesi til leik- og grunnskólamenntunar hvers einstaklings getur numið nærri 20 milljónum króna á skóla- göngunni. Fjárfesting okkar í menntun barna og ungmenna er því í senn umtalsverð og mik- ilvægt veganesti nemenda á lífs- brautinni. Því er brýnt að þau 14 ár sem hvert barn nýtur þjónustu í skólakerfi bæjarins nýtist á skil- virkan og árangursríkan hátt. Skólaþing, sem leggja mun lýð- ræðislegan grunn að mótun heild- stæðrar skólastefnu á Seltjarn- arnesi, er kjörið tækifæri fyrir alla sem að skólastarfi koma til að hafa jákvæð og mótandi áhrif á framtíð skólanna og þar með æsku Seltjarnarness. Stöndum saman að öflugu skólastarfi Skólaþingi á Seltjarnarnesi er ætlað að renna styrkum stoðum undir heildstæða skólastefnu sem tekur til allra skólastiga. Metn- aðarfull skólastefna stuðlar að markvissri uppbyggingu náms sem miðast við þarfir einstaklings- ins, samfellu á milli skólastiga og aukins valfrelsis og ábyrgðar nem- enda. Ég vonast til að ný skóla- stefna muni veita börnum og ung- mennum á Seltjarnarnesi forskot með tilliti til náms og kennslu og stuðli að bættum starfsskilyrðum skólafólks. Hlutverk sveitarstjórna er að skapa aðstæður fyrir fyrsta flokks skólastarf en jafnframt að sýna festu og samstarfsvilja til að ná settum markmiðum. Margt er vel gert en viðleitni til að efla skólastarf og koma til móts við þarfir nemenda lýkur hins vegar aldrei. Í dag, á evrópskum degi borg- arvitundar og lýðræðis í skóla- starfi, gefst bæjarbúum kostur á að taka þátt í að móta skóla fram- tíðarinnar. Ég vonast til að sem flestir Seltirningar sjái sér fært að leggja sitt af mörkum og að skóla- þing ryðji brautina til enn betra skólastarfs á Seltjarnarnesi. Grípum tækifærið – gerum góða skóla betri! Jónmundur Guðmarsson fjallar um skólaþing á Seltjarnarnesi ’Skólaþing leggur lýðræðislegan grunn að mótun heildstæðrar skólastefnu á Seltjarnarnesi.‘ Jónmundur Guðmarsson Höfundur er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.