Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atvinnuástandið aðundanförnu hefureinkennst af nægu framboði atvinnu og litlu atvinnuleysi, svipar það því að miklu leyti til þess ástands sem ríkti á árun- um 1999–2000. Því hefur fólk almennt getað valið um hvar það vill starfa enda eftirspurn eftir starfsfólki umfram fram- boð. Miklar hræringar verða gjarnan í lok sumars og í haustbyrjun þegar skólarnir hefjast og ungt fólk, sem starfað hefur við sumarafleysingar, hverf- ur inn í skólana. Viðmælendur Morgunblaðsins eru almennt sam- mála um að erfiðara hefur verið að manna m.a. slíkar stöður í haust en undanfarin ár sökum ástandsins á vinnumarkaði. Því hafa sum fyrir- tæki gripið til ýmissa ráða til þess að fá fólk inn til þess að manna lausar stöður. Fá gefins iPod Hjá 10–11 verslununum var iPod tónhlaða notuð sem hvati til þess að laða að starfsmenn, en þeir sem réðu sig til starfa fá slíkan grip ef þeir starfa áfram næstu fjóra mánuði. Þeir starfsmenn 10–11 sem höfðu unnið í 6 mánuði eða lengur fengu einnig gefins iPod ef þeir gátu bent á einhverja sem urðu svo ráðnir. Átakið stóð frá miðjum ágúst og út september og að sögn Magnúsar Árnasonar, starfsmannastjóra 10–11, má rekja um 40 ráðningar beint til átaksins. Hann bendir á að september sé al- mennt slæmur mánuður þegar það kemur að ráðningum en ástandið hafi þó verið með strembnara móti í ár. Hann segist finna fyrir því að fólk horfi mjög á krónutöluna og hverfi jafnvel fljótt af vettvangi ef það viti til þess að það geti unnið sér inn 5.000 kr. meira annars stað- ar. Aðspurður segir hann eðlilegt að eldri starfsmenn verði sárir yfir því að þeir fái ekkert fyrir sinn snúð, nema þeir geti fengið nýtt fólk inn í fyrirtækið eins og áður sagði. Hann segir ástandið hafa verið með þeim hætti í ágúst/september að það hafi þurft að bregða á það ráð að hafa einhvern hvata til þess að manna lausar stöður hjá versl- ununum. Það hafi tekist ágætlega til og ástandið hafi lagast núna. Erlent vinnuafl á McDonalds Björn Ingimarsson, starfs- mannastjóri McDonalds, tekur í sama streng og Magnús varðandi erfitt ástand í ágúst og september. Hann segir ástandið reyndar enn vera mjög erfitt og því hafi hann neyðst til að ráða hingað erlent vinnuafl til að vinna á stöðunum. Hann segist sérstaklega vera að leita eftir fólki í fullt starf og að- spurður segir hann erlendu starfs- mennina ekki vinna við afgreiðslu því nauðsynlegt sé að starfsmenn- irnir tali íslensku. Um er að ræða fjóra Pólverja og fjóra Portúgala en fyrirtækið sér um að útvega þeim íslenskukennslu. Hann segir oft hart barist um starfsfólk og segist vita til þess að ýmsir at- vinnurekendur séu að bjóða krökk- um ýmis kaup og kjör sem stand- ast svo ekki. „Við höfum verið að fá krakka í hlutastörf sem hreinlega hafa verið sviknir,“ segir Björn. Hann segir að hjá McDonalds sé greiddur 20% dagvinnubónus til viðbótar dagvinnunni. Auk þess sé greiddur sérstakur mætingarbón- us til þess að umbuna fólki sem mætir vel. „Við erum búnir að vera með þetta í nokkurn tíma. Það hef- ur virkað hjá okkur og fólk metur þetta,“ segir Björn. Hann segir fyrirtækið vera með hvatakerfi þar sem starfsmenn fái greiddar 25 þúsund kr. ef þeir geta fengið ein- stakling í fullt starf sem síðan verði í starfinu næstu sex mánuðina. Óvenju mikið auglýst Hjá Pizza Hut hefur verið óvenju mikið auglýst eftir starfs- fólki að undanförnu en þar á bæ er sérstaklega óskað eftir fólki í fullt starf. Að auki skal fólkið vera eldra en 20 ára. Að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, framkvæmda- stjóra Pizza Hut, hafa ráðningar gengið ágætlega miðað við ástand- ið á vinnumarkaðnum. „Það er varla hægt að líkja þessu við ástandið í fyrra. Það er miklu erf- iðara að ná í fólk í dag,“ segir Þór- dís. Hún telur að það gangi betur að manna stöður hjá veitingahús- um líkt og Pizza Hut heldur en hjá skyndibitastöðum eða verslunum. „En haustið var þungt. Það verður ekkert af því skafið,“ segir Þórdís. Hún segir lítið mál að fá starfsfólk í hlutastörf en erfiðara að fá fólk í fullt starf. Ólafur Árnason, starfsmanna- stjóri Kaupáss sem er m.a. með 11–11 verslanirnar, Krónuna og Nóatún, segir ástandið hafa batnað mikið á undanförnum vikum. Skólakrakkarnir hafi áttað sig á því að þeir geti unnið nokkrar aukastundir á dag með skólanum. Aðspurður segir hann ljóst að ástandið sé með öðrum hætti mið- að við í fyrra en í ár hafi t.a.m. mun færri starfsumsóknir borist fyrir- tækinu. Því hafi verið meira aug- lýst og meira reynt að koma til móts við starfsfólk, t.d. hvað vinnu- tíma varðar o.fl. Fréttaskýring | Nægt atvinnuframboð erfitt atvinnurekendum „Erfiðara að ná í fólk í dag“ Fyrirtæki hafa brugðið á ýmis ráð í haust til þess að laða til sín starfsfólk iPod leiddi til 40 ráðninga í verslunum 10–11. Bjóða í eigin starfsmenn til þess að halda þeim  Að sögn Maríu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Ráðning- arþjónustunnar, hefur verið tölu- verður skortur á fólki í versl- unarstörf og í lægra launuð störf. Í flestum tilvikum fáist þó fólk til að manna flest störfin. Hún segir mikla hreyfingu vera á vinnumarkaðinum og dæmi séu um að fyrirtæki hafi boðið í starfsmenn ef þeir hafi hugsað sér til hreyfings og/eða fengið betra tilboð hjá öðru fyrirtæki. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í Laugardalshöllinni í Reykjavík kl. 17.00 á morgun, fimmtudaginn 13. október. Á setningarfundinum leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurts Kopeckys og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið og hvatt til að mæta við fundarsetninguna. Sjálfstæðisflokkurinn. 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins Laugardalshöll 13. – 16. október 2005 STÚLKNAFLOKKURINN Nylon afhenti í gærmorgun Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tæplega hálfa milljón króna sem safnast hefur með sölu vinabanda sem flokkurinn lét framleiða í byrjun sumars í sam- starfi við Fanta og Select. Stúlkurnar tóku lagið víðs- vegar um landið í sumar til að kynna þetta framtak og að sögn Ölmu Guðmundsdóttur úr Nylon hafa viðtökur farið fram úr björtustu vonum því alls hafa selst tæp- lega 900 bönd til dagsins í dag. „Við erum í skýjunum með þetta og yfir að geta af- hent svona stóra upphæð til þessa framtaks. Við erum mjög stoltar af þessu,“ sagði Alma. Hún bætti við að vegna þess hve vel hefur gengið hefur verið ákveðið að framlengja sölutíma bandanna um hálfan mánuð svo þeir sem ekki hafi náð sér í vinaband hafi enn tækifæri til þess. Morgunblaðið/Ásdís Alma Guðmundsdóttir, Klara Ósk Elíasdóttir, Steinunn Þóra C. Sigurðardóttir og Emilía Björg Óskarsdóttir úr Nylon afhenda Rósu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, ávísunina. Nylon afhendir ágóða af sölu vinabanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.