Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hans bróðir minn
Blomsterberg er lát-
inn eftir stutta og erf-
iða legu. Hann veikt-
ist skyndilega og var fluttur á
Landspítalann og svo síðar inn á
líknardeild LSH í Kópavogi. Þar
lést hann 8. september sl. Þar fékk
hann frábæra umönnun, og það vil
ég þakka því fólki sem að því stóð
að hjúkra honum.
Það er erfitt að skrifa eftirmæli
bróður síns, sem maður hefur verið
með alla sína ævi, bæði í sorg og í
gleði. Það er margt sem sækir á
hugann, allt frá barnæsku til full-
orðinsára. T.d. þegar við vorum litl-
ir strákar, fórum við niður á
bryggju til að veiða kola, sem okk-
ur fannst mjög spennandi, og var
aðalsport drengja í þá daga.
Hann var mikill morgunhani og
byrjaði að bera út Morgunblaðið
ungur að árum.
Síðar varð hann sendisveinn hjá
hinni frægu kjötbúð Tómasar Jóns-
sonar, og var þar í nokkur sumur.
Hansi bróðir minn fór sem ungling-
ur að iðka fimleika hjá Vigni Andr-
éssyni, og var talinn ansi góður í
þeirri íþrótt.
Svo liðu árin og farið var að huga
að lífsstarfi. Faðir okkar, Hans
Blomsterberg kjötkaupmaður,
nefndi það við okkur bræður að
prófa að vinna i kjötiðnaði, sem við
og gerðum. Hansi fann sig ekki í
því fagi. Hann gerðist nemi í múr-
araiðn hjá Páli Melsted Ólafssyni
HANS
BLOMSTERBERG
✝ Hans Blomster-berg fæddist í
Reykjavík 9. ágúst
1928. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. september síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Foss-
vogskirkju 19.
september.
og útskrifaðist hann
árið 1951 með sveins-
próf, og sem múrara-
meistari 1955. Hann
starfaði sem slíkur
meðan heilsan leyfði.
Hann var mjög
vandvirkur, útsjónar-
samur, nýtinn og
duglegur fagmaður.
Ég vil nefna flísa-
lagnir hans, sem var
listileg nákvæmnis-
vinna og vakti víða at-
hygli.
Eitt sinn vantaði
hann aðstoð í handlangi og bað mig
og húseiganda að handlanga eina
helgi. Það lá á að klára verkið.
Sýndi hann okkur hvað gera skyldi,
hvernig við ættum að hræra steyp-
una og bera upp á 3. hæð. Við hand-
langarar fórum að hræra steypuna
með skóflum í kjallara hússins og
var það mjög erfitt. Þaðan roguð-
umst við með föturnar upp á 3.
hæð, en engar voru tröppurnar
heldur aðeins mót fyrir þær. Ég
ætla ekki að lýsa hversu erfitt
þetta var, en lappirnar voru alger-
lega búnar á eftir. Húseigandinn
fór þrjár ferðir, lagðist síðan í
sandinn, dæsti, stóð upp og sagði:
Ég er farinn heim! Ég sjálfur hef
sjaldan lent í annarri eins erfiðis-
vinnu. Ég minntist á þessa upplifun
við Hansa nokkrum árum seinna og
sagði að í hvert sinn er ég hugsaði
um þessa reynslu mína, yrði ég
þreyttur.
Hans gekk að eiga Ástu Sigrúnu
Oddsdóttur 25. nóvember 1949 og
lifir hún mann sinn. Þau eignuðust
fimm börn, sem öll eru fjölskyldu-
fólk og gáfu honum marga litla
gleðigjafa. Hann var sérlega natinn
við barnabörn sín og hændust þau
mjög að afa sínum.
Eftir að Hansi hætti að vinna,
sneri hann sér að frímerkjasöfnun
sinni og var það hans aðaláhugamál
og stytti honum stundirnar. Einnig
fóru þau nokkrum sinnum til Sví-
þjóðar til að heimsækja dóttur sína
sem er búsett þar. Fjölskylda hans
var honum mjög kær, hún var hon-
um allt.
Ég vil að lokum þakka Hansa
fyrir allt sem hann hefur gert fyrir
mig og mína fjölskyldu, af ómældri
vinsemd og bróðurþeli. Með Hans
Blomsterberg er genginn góður
drengur.
Takk fyrir að hafa verið til og
hafa átt þig að bróður, Hansi minn.
Samúðarkveðjur sendum við allri
fjölskyldunni.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við hittumst síðar, bróðir kær.
Guð geymi þig.
Maríus Blomsterberg
og fjölskylda.
Hærra, minn Guð, til
þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Þýð. M. Joch.)
Mig langar að minnast Jóhönnu
frænku minnar með nokkrum fá-
tæklegum kveðjuorðum. Við Jó-
hanna vorum systkinabörn, móðir
mín, Olga, og Axel, faðir Jóhönnu,
voru systkin. Hún var fjórum árum
eldri en ég, en það kom ekki að
sök, er við hittumst úti á torginu á
Gjögri. Ég átti heima á Litlanesi,
en þaðan var um stundarfjórðungs
gangur út á Gjögur. Þá voru engir
vegir komnir, en farið var á hest-
um, stundum á skíðum á veturna.
Ekki aftraði það mér að heim-
sækja frændsystkinin, sem voru
JÓHANNA SIGRÚN
THORARENSEN
✝ Jóhanna SigrúnThorarensen
fæddist á Gjögri í
Árneshreppi á
Ströndum 6. októ-
ber 1932. Hún lést á
líknardeild Landa-
kots miðvikudaginn
24. ágúst síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Há-
teigskirkju 2. sept-
ember.
mörg, á hverjum degi
þegar tími vannst til,
til leikja þegar við
vorum yngri og til að
spila þegar við elt-
umst. Við spiluðum
alltaf vist, og var þá
oft glatt á hjalla og
gaman að spila við
Jóhönnu, hún var svo
minnug og fylgdist
svo vel með.
Jóhanna var sér-
staklega duglegur
unglingur, og hún var
ekki gömul þegar
hún fór að róa með föður sínum.
Axel Thorarensen kom stórum
barnahópi til manns með dugnaði
sínum, og hann vildi ekki segja
skilið við byssuna eða færið og þá
ekki árina. Hann vildi ekki skipta á
því og fara í verksmiðjuna í Djúpu-
vík, hann vildi vera frjáls maður.
Þá má ekki gleyma móður hennar,
Agnesi Gísladóttur, þeirri góðu
konu, sem var bráðmyndarleg og
dugleg. Alltaf var hvítur þvottur-
inn hjá henni, þótt mikið væri að
gera eins og nærri má geta. Það er
ekki rétt, að Kaupfélagið hafi verið
eina verslunin í Árneshreppi, því
að Jón Sveinsson setti upp verslun
á Gjögri og verslaði þar frá 1920–
1958. Hann var með allt, sem nöfn-
um tjáir að nefna, og var mikið
verslað við hann. Hann tók á móti
fiski og var líka með fjárbúskap,
200 fjár þegar mest var. Axel lagði
mestan sinn fisk inn hjá honum,
því að hann borgaði meira en
Kaupfélagið. Axel tók því vörur út
á fiskinn, en mikið var skrifað á
haustin og veturna, þegar ekki gaf
á sjó, og svo borgað næsta vor.
Karl Jensen hafði verslun á Kúvík-
um, og þetta voru mennirnir sem
hlupu undir bagga þegar Kaup-
félagið lokaði á viðskiptavini sína.
Svo var verslun á Djúpuvík og
bakarí, og var svo öll sumur á með-
an verksmiðjan var starfrækt, en
eftir 1958 er Kaupfélagið orðið
eina verslunin í hreppnum.
Það var gaman á Ströndum í
góðu veðri, fjallahringurinn er einn
sá fegursti á landinu, og síldin óð
gjarnan úti í firðinum í blankandi
logni og kyrrðin svo mikil, að þeg-
ar hún stakk sér heyrðist dynkur
inn á Kjörvogshlíð. Ég minntist á
það, að Jóhanna hefði farið að róa
með föður sínum. Það urðu mikil
viðbrigði frá árinni, þegar Axel
fékk sína fyrstu trillu. Hann keypti
hana með vél, þannig að Bátalóns-
báturinn var ekki fyrsta trillan
hans, og vélin úr gömlu trillunni
var sett í þá nýju.
Á okkar yngri árum vorum við
Jóhanna miklir vinir. Þegar við
fluttumst suður skildi leiðir, ég fór
á sjóinn og átti heima í Vest-
mannaeyjum í tólf ár, en Jóhanna
bjó í Reykjavík og Mosfellsbæ.
Það var á seinni árum, að við hitt-
umst á Árneshreppsmótum. Þær
vildu meina það systurnar, Stein-
unn og Jóhanna, að þær hefðu allt-
af litið á mig sem bróður sinn.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Jóhönnu alla vináttu og frænd-
semi, ekki síst þegar þau hjónin
heimsóttu mig á sextugsafmæli
mínu.
Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengdir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á,
heyrirðu storminn, kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina
sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er.
(Valdimar H. Hallstað.)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Bents og fjölskyldu
hans.
Auðunn Hafnfjörð Jónsson.
Við þökkum af alhug ykkur, sem hafið í orði og
verki, með fyrirbæn og aðhjúkrun, stutt
séra ÁRNA BERG SIGURBJÖRNSSON
í sjúkdómsraun hans, vottað honum liðnum
virðingu og þakkir og okkur dýrmæta samúð.
Sá Guð, sem var styrkur hans, blessi ykkur öll.
Lilja Garðarsdóttir,
Harpa Árnadóttir, Björn Zoëga,
Magnea Árnadóttir, Hákon Guðbjartsson,
Garðar Árnason, Heiða Katrín Arnbjörnsdóttir
Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson
og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður okkar og afa,
KRISTJÁNS HELGASONAR
fyrrv. umdæmisstjóra
hjá Pósti og síma,
Birkimel 8,
Reykjavík.
Kristín Ólafsdóttir,
Kristín Björg Kristjánsdóttir,
Helga Sigrún Kristjánsdóttir,
Ásta Sigríður Kristjánsdóttir,
Hörður Helgi Tryggvason,
Kristján Tryggvason,
Ásthildur Kristín Tryggvadóttir.
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ESTER JÓSAVINSDÓTTIR
fyrrum bóndi og húsfreyja á
Másstöðum í Skíðadal,
Ægisgötu 25,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn
14. október kl. 13:30.
Jarðsett verður að Völlum.
Zophonías Jósepsson,
Rósa Helgadóttir, Kristján Stefánsson,
Jósavin Helgason, Guðbjörg Róbertsdóttir,
Eiríkur Helgason, Guðrún Lárusdóttir,
Steinunn Helgadóttir, Magnús Einarsson,
Ingibjörg Helgadóttir, Jósavin Gunnarsson
og ömmubörnin.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og hlýju vegna fráfalls elskulegs föður okkar,
tengdaföður og afa,
KRISTINS SIGURJÓNSSONAR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild
11E á Landspítalanum við Hringbraut og heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Sigurjón B. Kristinsson, Olga Ásrún Stefánsdóttir,
Kristján V. Kristinsson, Ingibjörg Elín Ingimundardóttir,
Guðrún Rósh. Kristinsdóttir, Páll Þórir Viktorsson,
Ásdís Björg Kristinsdóttir, Hálfdán Gunnarsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ást-
kæru eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur,
ÖNNU EINARSDÓTTUR,
Ársölum 3,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
deildar B2 á Landspítalanum Fossvogi.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnar Jón Jónsson,
Ragnar Helgi Ragnarsson, Maren Kjartansdóttir,
Heiðrún Ragnarsdóttir, Ragnar F. Magnússon,
Ragnheiður Anna Ragnarsdóttir
og aðrir aðstandendur.