Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 19
ERLENT
Karlar, konur og ofbeldi
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Málþing í tilefni af norrænu rannsóknaverkefni
á Grand Hótel Hvammi fimmtudaginn 13. október.
Dagskrá
Kl. 8:45-9:00 Morgunverður
Kl. 9:00-9:15 Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri Jafnréttisstofu:
Norræna rannsóknaverkefnið Kyn og ofbeldi.
Kl. 9:15-10:15 Peter Edward Gill, prófessor við Háskólann
í Gävle í Svíþjóð:
„Gender Experiences and the Scripting of
Androgynous Violence.“
Kl. 10:15-10:30 Kaffihlé.
Kl. 10:30-11:00 Jónína Einarsdóttir, lektor í mannfræði við
Háskóla Íslands:
„Það mælti mín móðir ...“ Ofbeldi gegn börnum á
Íslandi í ljósi sögunnar.
Kl. 11:00-11:30 Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lektor
í félagsráððgjöf við Háskóla Íslands:
Börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi milli foreldra:
Niðurstöður íslenskrar rannsóknar.
Kl. 11:30-12:00 Guðrún Agnarsdóttir, læknir:
Kynferðisofbeldi - meinvættur ungra kvenna?
Fundarstjóri er Hans Kristján Guðmundsson,
forstöðumaður Rannís.
NÍTJÁN manns voru handteknir
eftir áhlaup lögreglu í London og
Lincolnshire á Englandi í gærmorg-
un. Hér var um að ræða lið í herferð
til að stemma stigu við meintu
smygli á tyrkneskum Kúrdum til
Bretlands. Þetta er ein viðamesta
lögregluaðgerð af þessu tagi í Bret-
landi í langan tíma, að því er fram
kemur á fréttavef breska ríkisút-
varpsins, BBC.
Talið er að um 200 þúsund ólögleg-
ir innflytjendur hafi komist inn í
Bretland á undanförnum misserum
með aðstoð smyglhrings, sem lög-
reglan gerir sér nú vonir um að hafa
upprætt. Átta af þeim sem hand-
teknir voru eru taldir hafa átt aðild
að því að aðstoða fólkið við að komast
með ólöglegum hætti inn í landið.
Arðbær starfsemi
Með þessum aðgerðum telur lög-
reglan sig hafa náð að rjúfa skarð í
smyglhringinn, sem sagður er teygja
anga sína víða um Evrópu. Auk
bresku lögreglunnar tóku lögreglu-
menn frá fimm Evrópulöndum: Ítal-
íu, Hollandi, Frakklandi, Belgíu og
Danmörku, þátt í aðgerðinni. Smygl-
hringurinn er talinn hafa flutt fólk til
Bretlands í mörgum hópum, um það
bil 20 manns í hverjum hópi.
Smygl á fólki frá þróunarlöndum,
Austur-Evrópu og arabaríkjum til
landa í Vestur-Evrópu, einkum til
Bretlands, færist stöðugt í vöxt enda
um arðbæra starfsemi að ræða, sem
jafnvel er talin gefa meira af sér en
eiturlyfjasmygl. Ólöglegir innflytj-
endur frá hinum kúrdíska hluta
Tyrklands greiða til dæmis milli
3.000 og 5.000 sterlingspund, (um
320 þúsund til 540 þúsund krónur)
fyrir ferðalagið, sem oft tekur marga
mánuði, að sögn lögreglu.
Eftir komuna til Bretlands safnast
þetta fólk yfirleitt saman í tyrkneska
samfélaginu í Norður-London, vinn-
ur láglaunavinnu eða stundar svarta-
markaðsbrask og lendir oft í útistöð-
um við yfirvöld vegna glæpsamlegs
athæfis. Þeir sem stjórna aðgerðum
eru hins vegar taldir græða á tá og
fingri. Er jafnvel talað um milljónir
sterlingspunda í því sambandi, en
gróðann hafa þeir meðal annars not-
að til að fjárfesta í ýmsum löglegum
viðskiptum, svo sem rekstri veitinga-
húsa og keilusala, svo eitthvað sé
nefnt.
Nítján handteknir í
áhlaupi lögreglu
Reuters
Lögreglumenn í London handtaka einn af nítján mönnum sem handsam-
aðir voru í aðgerðum gegn smygli á tyrkneskum Kúrdum til Bretlands.
Hertar aðgerðir
gegn smygli á
fólki til Bretlands
Peking. AP, AFP. | Kínverjar hugðust
skjóta mönnuðu geimfari á loft í nótt
og er gert ráð fyrir því að það verði á
braut um jörðu í fimm daga.
Þetta er í annað sinn sem Kínverj-
ar senda menn í geiminn. Kína varð
þriðja landið á eftir Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum til að senda mann
í geiminn fyrir tveimur árum. Sú
ferð stóð aðeins í tæpar 22 klukku-
stundir.
Geimferðin sem átti að hefjast í
nótt er metnaðarfyllri. Hún átti að
hefjast frá geimskotamiðstöð á
Góbí-eyðimörkinni í norðvesturhluta
Kína. Kínverska ríkissjónvarpið til-
kynnti að það hygðist sýna geim-
skotið í beinni útsendingu og bendir
það til þess að kínversk yfirvöld telji
víst að ekkert fari úrskeiðis.
Kínverska fréttastofan Xinhua
sagði að erlendum fjölmiðlum yrði
gert kleift að fylgjast með allri ferð-
inni í beinni útsendingu. Geimferð-
inni fyrir tveimur árum var ekki
sjónvarpað beint.
Tveir menn verða í geimfarinu og
fregnir herma að þeir eigi að fara úr
geimbúningunum, sem vega tíu kíló,
og vera í tveimur hlutum geimfars-
ins, heimfararhylki og brautarhylki
sem verður eftir á braut um jörðu
þegar geimfararnir snúa aftur til
jarðar.
/
(85
,75 P"&
:&<545K"5K
OQ.."5K
7,
! /
! "
!
#
$
%%
&"!'""
"(
6B 0
- / 0
/ ) )
3 C
#- D$% #- =, #- #-; 'G$)
@ N )
! $$ @
.1 $
-/ $6
2)
3
,,
0 C
, $ # % $%
, $
- ,
E $ F
,F ,
"> !- / $
.-$R < -/
; >$-
!- /$$ 1 ' /
2) ; - / 1/
$ ?)
Kínverjar senda
menn í geiminn