Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 20
Í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Mikið endurnýjað og afar sjarmerandi járnklætt einbýlihús á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris, alls um 106 fm. Húsið skiptist í aðalhæð og ris, ásamt auka- íbúð í kjallara með sérinngangi. Á aðalhæð er sofa og borðstofa, ásamt eldhúsi og lítið herbergi. Í risi er tv-hol, baðherbergi með baðkari ásamt svefnherbergi. Ris mikið undir súð. Sólpallur með skjólveggjum og heitum potti. Rafmagn og skolplagnir yfirfarnar. Húsið er vel staðsett innst í götu. Sérlega góðir möguleik- ar á stækkun hússins. Teikningar til af stækkun hússins. Verð 29,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 17.00-18.00. Hákon sölumaður verður á staðnum báða dagana frá kl. 17.00-18.00. OPIÐ HÚS Í DAG OG Á MORGUN NÝLENDUGATA 5 - EINBÝLISHÚS - LAUST FLJÓTLEGA www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Stefán Jónsson, félagi í Kiw-ansklúbbnum Kaldbaki áAkureyri og fyrrverandi formaður klúbbsins, var á lands- þingi Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi nýlega sæmdur æðsta heiðursmerki Kiwanishreyfing- arinnar – Hixson-orðunni – fyrir frumkvöðlastarf sitt í hjólreiðahjálmaverkefni kiw- anismanna, sem felst í því að þeir færa öllum sjö ára börnum í landinu hjólreiðahjálm að gjöf. Stefán er frumkvöðull í þessu hjálmaverkefni Kiwanishreyf- ingarinnar á Íslandi. Í formanns- tíð Stefáns árið 1990 hóf Kiw- anisklúbburinn Kaldbakur fyrstur kiwanisklúbba á Íslandi að færa sjö ára börnum á Ak- ureyri að gjöf hjólreiðahjálma og það hefur klúbburinn síðan gert óslitið í sextán ár. Verkefnið vakti verðskuldaða athygli og úr varð að Kiwanishreyfingin á Ís- landi fór út í það árið 2004 að gefa öllum sjö ára börnum á landinu hjólreiðahjálma – um 4.500 talsins. Aftur var það gert sl. vor og þegar hefur verið gerð- ur styrktarsamningur við Eim- skip um að félagið styrki Kiw- anishreyfinguna næsta vor til að gefa börnunum hjólreiðahjálma. Sem fyrr segir er Hixson- orðan æðsta viðurkenning Kiw- anishreyfingarinnar í heiminum og til þessa hafa aðeins örfáir hlotið hana hér á landi. Stefán Jónsson og kona hans, Kristín Gunnbjörnsdóttir. Æðsta heiðursmerki Kiwanis Frumkvöðull Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Smalahundar | Árleg Landskeppni Smala- hundafélags Íslands verður haldin á Eyr- arlandi í Fljótsdal í lok mánaðarins, dagana 29. og 30. október. Austurlandsdeild Smala- hundafélagsins hefur umsjón með keppn- ishaldi. Dómari í keppninni kemur að þessu sinni frá Wales. Hann heitir Colin Gordon og er sauðfjárbóndi en vel þekktur af störfum sínum sem dómari í fjárhundakeppnum og einnig fyrir ræktun fjárhunda. Fyrirhugað er að hann útskýri dómana jafnóðum á töflu til þess að keppendum og áhorfendum gefist kostur á að fá meiri innsýn í dómarastarfið. Á vef bændasamtaka Íslands segir að þátttakendum í fjárhundakeppnum hér á landi hafi fjölgað verulega síðustu árin og sé það fagnaðarefni. „Markmiðið með tamn- ingu hunds er að sjálfsögðu að þjálfa upp góðan fjárhund og því betur sem hundurinn er taminn því betri fjárhundur. Fjár- hundakeppni er besta mælistikan á hversu vel hundurinn er taminn en er jafnframt skemmtileg afþreying fyrir smalaleiða bændur að hausti.“ Til Grímseyjar á nýjugóðu flugbrautinakom Fokkerinn ekki einu sinni heldur tvisvar nánast á sama klukkutímanum. Allt í allt um 100 ferðamenn sem áttu sér þá ósk heitasta að stíga yfir heimskautsbaug- inn og skála í kampavíni! Þetta voru sölumenn BF Goodrich-dekkja hjá ýms- um fyrirtækjum, stórum og smáum, vítt og breitt. Mik- ið útivistarfólk, í 27 jeppa ferð um landið. Þetta var nokkurs konar verðlaunaferð. Það var Kvenfélagið Baugur sem hafði vel og vanda af móttöku hópsins. Kon- urnar buðu upp á hlaðborð með úrvals fiskréttum, lambi og öllu góðu. Milli- göngumaður hópsins, Katrín Ólöf hjá Ævintýrasmiðju Eskimós, sagði að það myndi ekki spilla fyrir gleði ferðalang- anna þó að veður væri vont. Það yrði bara eins og aukakrydd í ferðinni. En Grímsey skartaði sínu fegursta þennan morgun, þegar sölumennirnir heimsóttu útvörðinn í norðri. Svo fallegur var dagurinn að heimafólk talaði um besta dag haustsins. Þannig að BF Goodrich-hópurinn fékk allar sínar óskir uppfylltar hér – nema vonda veðrið. Morgunblaðið/Helga Mattína 100 dekkjasölumenn Davíð Hjálmar Har-aldsson á Akureyri yrkir af þekktu tilefni: Óréttlætið einatt sýnist vaxa – eða mun það geta tíðkast víða að mega ekki á máli Engilsaxa mannorðið af landa sínum níða? Og bætir við: Sækir að mér sorg og vafi, sök má kenna nýrri lensku. Ætli Styrmir hjálpað hafi Hannesi með þessa ensku? Einar Kolbeinsson hvetur til varfærni: Hávær óma hefndar köll, hér á þessum dögum. Síðan lifum saman öll, samkvæmt breskum lögum. En hann sér samt nýja möguleika: Ef ég gruna um misgjörð mann, sá mun á hálu svelli, því Kínastjórn til hefndar hann, hengja læt í hvelli. Og Einar veltir upp þeirri spurningu hvar við stöndum: Augljóst teljast mun að mjög, mörgu þarf að huga, ef að gömul íslensk lög, engan veginn duga. Af réttarfari pebl@mbl.is Vatnsdalur | Haförn sást við bæinn Haukagil í Vatnsdal seinni partinn í dag. Örninn virðist vera mánuði fyrr á ferðinni í Vatnsdalnum á þessu hausti því í byrjun nóvember í fyrra hélt haförn sig við sama bæ í þó nokkurn tíma. Afar óvenjulegt er að haförn sjáist í byggð í Austur-Húnavatnssýslu en er nú að verða árlegur gestur en það kemur fyrir að bændur verði varir við þennan fugl á heiðum uppi. Haukagilsörninn nærðist á hræi af kind í fyrra sem hann fann skammt fyrir sunnan bæinn en núna er ekki slíku til að dreifa. Egill bóndi Herbertsson á Haukagili sá örninn núna aðeins sunnar á landareign- inni en í fyrra. Húsráðendur eru ánægðir yfir endurkomu arnarins en ekki liggur fyrir skoðun hrafnanna á máli þessu en ef miðað er við fyrri reynslu þá er líklegt að hrifningin sé lítil. Haförn sést aftur í Vatnsdal Tröllaskagi | Vegagerðin hefur auglýst forval vegna svokallaðra Héðinsfjarðar- ganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um er að ræða tvenn jarðgöng, 3,7 km löng göng milli Siglufjarðar og Héðins- fjarðar og 6,9 km löng göng milli Héðins- fjarðar og Ólafsfjarðar ásamt byggingu um 430 metra langra steinsteyptra vegskála og gerð um 3,3 km langra vega. Samkvæmt auglýsingunni skal skila for- valsgögnum til Vegagerðarinnar fyrir 13. desember. Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Forval vegna Héðinsfjarð- arganga ♦♦♦ Rjúpnaveiðitími | Nú er rjúpnaveiði- tímabilið að hefjast, en heimilt er að hefja veiðar laugardaginn 15. október eftir tveggja ára bann við rjúpnaveiðum. Talsvert hefur sést af rjúpu á Norðurlandi í sumar og haust og eru menn almennt sammála um að nú sé mun meira af rjúpu hér en áður en veiðar voru bannaðar fyrir tveimur árum segir í frétt á vefnum dagur.net. Talið er að stærð rjúpnastofnsins hafi rúmlega þrefaldast á þessum tíma og veiðiþol hans því aukist verulega. Ný reglugerð umhverfisráðherra um fyrirkomulag rjúpnaveiða felur meðal annars í sér sölubann á rjúpu og verulega styttingu veiðitímabilsins. Það verður nú frá 15. október til 30. nóvember, en áður voru veiðar leyfðar til 22. desember. Stefnt er að því að rjúpnaveiði á landinu í haust verði ekki meiri en um 70.000 fuglar sem er í sam- ræmi við ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Ís- lands á veiðiþoli stofnsins. Til stuðnings þessum aðgerðum verður ráðist í sérstakt hvatningarátak til veiðimanna um hóflegar veiðar og menn veiði ekki meira af rjúpu en þeir þurfa fyrir sig og sína. Einnig er ítrekað bann við notkun vélsleða, fjórhjóla og ann- arra torfærutækja við rjúpnaveiðar.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Morgunblaðið/Sverrir Akureyri | Fyrsta sérhæfða fyrirtækja- miðlunin utan höfuðborgarsvæðisins hef- ur tekið til starfa á Akureyri, Factum, en að henni standa Anna Guðný Júl- íusdóttir héraðsdómslögmaður og lög- giltur fasteigna- og fyrirtækjasali og Halldór Ragnar Gíslason sjávarútvegs- fræðingur. Heimamarkaðurinn er allt Norðurland en allt landið er vitanlega undir enda flytjast fyrirtæki á milli landshluta og landa sem aldrei fyrr. Factum mun veita fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum þjónustu við kaup og sölu fyrirtækja. Fyrirtækja- miðlun ♦♦♦ Innih ldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.