Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
James Dean og spænskar pífur
Tíska | Tískuvika í París: Vor/sumar 2006
Y
V
E
S
S
A
IN
T
L
A
U
R
E
N
T
ALLS fóru um hundrað sýningar fram á tískuvikunni í París sem lauk á mánudaginn.
Þeirra á meðal voru sýningar Stefanos Pilati hjá Yves Saint Laurent og Karls Lag-
erfeld hjá Chanel. Sú síðarnefnda þótti mjög vel heppnuð og er það hrós á tískuviku
sem þykir einhver sú best heppnaða í París í áratugi, að mati Didiers Grumbach, for-
manns Samtaka fatahönnuða í Frakklandi.
Sýning Chanel fór fram í nýopnaðri Grand Palais og þótti nýta rýmið vel. Þemað
var samruni Coco Chanel og James Dean og í þeim anda mátti sjá unglegar útgáfur af
sígildum fatnaði Chanel. Til dæmis sáust tvíddragtirnar hefðbundnu í nokkrum litum
við stuttar buxur. Lagerfeld hefur hannað fyrir Chanel í meira en tuttugu ár og ætti
að vita hvað Chanel-konan vill. Þeirra á meðal eru föt í svörtu og hvítu, perlur, blóm
og keðjubelti.
Sumarlína Yves Saint Laurent var einnig sýnd í Grand Palais og var spænskt þema
ráðandi. Mikil ánægja hefur verið með störf Pilati hjá tískuhúsinu og biðu því margir
spenntir eftir nýju línunni. Hún sveik ekki en Pilati leitaði til fortíðar og fékk inn-
blástur hjá meistaranum sjálfum, þeim sem tískuhúsið heitir eftir. Einkennandi fyrir
sýninguna voru einlitir efnismiklir kjólar, belti í mittið, rykkingar og pífur.
Aðdáendur tískuhússins úr hinum ýmsu áttum voru á staðnum, m.a. leikkonurnar
Catherine Deneuve og Kristin Scott-Thomas og sjokkrokkarinn Marilyn Manson.
Reuters AP
C
H
A
N
E
L