Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 21
MINNSTAÐUR
Mörgu að sinna | María Stein-
grímsdóttir, lektor við kennaradeild
Háskólans á Akureyri, flytur erindi
sem hún kallar: Margt er að læra og
mörgu að sinna, á fræðslufundi
skólaþróunarsviðs kennaradeildar í
dag, miðvikudag. Hún gerir grein
fyrir rannsókn sinni á upplifun ný-
brautskráðra grunnskólakennara á
fyrsta starfsári á starfi sínu og að-
stæðum. Fundurinn verður í stofu 14
í húsnæði kennaradeildar, Þingvall-
astræti 23, og hefst kl. 17.
Geðheilbrigði | Sigursteinn Más-
son flytur erindi í dag um skóla-
stefnu í geðheilbrigðismálum kl.
16.30 í dag á Sólborg.
Í erindi sínu ræðir hann um for-
varnir og viðbrögð við veikindum
nemenda og kennara í menntastofn-
unum. Einnig fjallar hann um áfeng-
isveitingar tengdar félagslífi skóla-
fólks.
UM 45 starfsmenn Slippsins Ak-
ureyri ehf. mættu til starfa í gær-
morgun og þar með hófst starfsemi
að nýju á athafnasvæði Slippstöðv-
arinnar, sem lýst var gjaldþrota í
síðustu viku. Þetta er tæplega
helmingur þeirra starfsmanna sem
misstu vinnuna í byrjun síðustu
viku. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu gær, hefur Slippurinn
Akureyri ehf. gert samning við
skiptastjóra þrotabús Slippstöðvar-
innar um leigu á húsnæði, vélum og
tækjum og jafnframt yfirtekið
leigusamning á upptökumannvirkj-
um á svæðinu, sem eru í eigu
Hafnasamlags Norðurlands.
Þeir starfsmenn, sem rætt var
við í gær, voru að vonum ánægðir
með að starfsemi væri hafin í
slippnum á ný og þeir eru bjartsýn-
ir fyrir hönd nýrra rekstraraðila.
Björn Júlíusson stálsmiður var að
vinna í ryðfríudeild fyrirtækisins í
gær en hann starfaði sem flokks-
stjóri fyrir gjaldþrot Slippstöðvar-
innar. Hann sagði það vissulega
slæmt að einhverjir starfsmenn,
sem misstu vinnuna við gjaldþrot
Slippstöðvarinnar, hefðu róið á önn-
ur mið. Því væri mikilvægt að
missa ekki fleiri í burtu. Sjálfur
sagðist Björn hafa fengið fjögur at-
vinnutilboð fyrsta daginn sem hann
var atvinnulaus, bæði frá aðilum á
Akureyri og annars staðar á land-
inu. „Það er mikil vinna í boði fyrir
járniðnaðarmenn en það þarf ekki
endilega að þýða að menn hafi það
eitthvað betra en hér,“ sagði Björn.
Hann sagði það vissulega jákvætt
að reksturinn í slippnum væri kom-
inn í hendur heimamanna en að
ýmislegt væri þó óljóst ennþá. „Ég
er bjartsýnn á framhaldið og maður
verður að trúa því að þetta eigi eft-
ir að ganga vel.“
Starfsmenn Slippsins mættu til starfa í gærmorgun
Ánægðir með að vera
komnir til vinnu á ný
Morgunblaðið/Kristján
Viðgerðir Eggert Benjamínsson og Tómas Þorgrímsson voru að undirbúa vinnu við viðgerðarverkefni í Þorsteini.
Morgunblaðið/Kristján
Vinna hafin Björn Júlíusson við vinnu sína í ryðfríu deildinni í Slippnum.
SKÓLANEFND Akureyrarbæjar hefur samþykkt, með
þremur atkvæðum gegn tveimur, að taka tilboði Hjalla-
stefnunnar ehf. í rekstur leikskólans Hólmasólar sem
verið er að byggja við Helgamagrastræti.
Hermann Tómasson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og
Tryggvi Gunnarsson, fulltrúi L-listans í skólanefnd,
sendu frá sér sameiginlega bókun þar sem segir að þegar
tilboð í reksturinn séu skoðuð og bornar saman tölur um
rekstrarkostnað sambærilegra leikskóla bæjarins „virð-
ist ljóst að það felur í sér verulegan kostnað fyrir bæj-
arsjóð umfram það sem yrði ef reksturinn væri á hendi
bæjarins“. Með tilboðinu sýni tilboðsgjafinn í raun fram á
að leikskólar bæjarins eru vel reknir. „Tilboðið felur
þannig í sér sterk fjárhagsleg rök fyrir því að leikskólinn
Hólmasól verði rekinn af Akureyrarbæ,“ segir í bókun
Hermanns og Tryggva. „Ákvörðun meirihluta skóla-
nefndar um að taka þessu tilboði hlýtur að þýða að meiri-
hlutinn ætli að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir komandi
ár og hækka framlög til leikskóla Akureyrarbæjar til
samræmis við þær greiðslur sem hér er samþykkt að
greiða fyrir rekstur leikskólans Hólmasólar. Að öðrum
kosti er sveitarfélagið að mismuna íbúum sínum.“
Skólanefnd um rekstur Hólmasólar
Tilboði Hjallastefnunnar tekið
Sýning| Stefán Boulter opnaði sýn-
ingu á verkum sínum í Jónas Viðar
Gallery í Listagilinu á Akureyri á
laugardag. Á sýningunni verða nýleg
olíumálverk. Sýningin er opin um
helgar og stendur til 22. október.
Hræringar á íslenskum
vinnumarkaði
Mikið hefur gengið á í íslensku efnahagslífi
á tiltölulega skömmum tíma. Hefur ekki
farið framhjá neinum þær miklu sviptingar
sem átt hafa sér stað og þá sérstaklega á
vinnumarkaðnum. Skortur virðist nú vera
á vinnuafli sem áður var umframframboð
af.
Fyrirlesarar:
Svali Björgvinsson,
starfsmannastjóri KB-banka.
Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Gunnar Haugen,
forstöðumaður ráðningastofa IMG.
Fundarstjóri:
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Umræður að loknum erindum.
Sv
al
i
H
.
Bj
ör
gv
in
ss
on
A
ri
Ed
w
al
d
G
un
na
r
H
au
ge
n
G
un
na
r
Pá
ll
Hádegisverðarfundur - FVH
miðvikudaginn 12. október
kl. 12.00–13.30 á Grand Hótel
Fundurinn er öllum opinn!
Verð með hádegisverði er 3.000 kr.
fyrir félagsmenn og 4.800 fyrir aðra.
Skráning á www.fvh.is, í síma 551 1317
eða á fvh@fvh.is