Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 29 ÞEGAR viðskipti og stjórnmál koma saman má segja að fjand- inn sé laus,“ sagði í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins sunnu- daginn 1. október sl. Þetta er rétt og það hefur sannast með eftirminnilegum hætti und- anfarnar vikur hvað þetta er eitruð blanda. Þessi görótti drykkur hefur verið bruggaður af kappi hér á landi og leitt til mikilla átaka í íslensku viðskiptalífi síðustu sjö ár, eða allan þann tíma sem einkavæðing ríkisstjórnarinnar hefur staðið yfir. Baráttan um völdin Ekki svo að skilja að það hafi ekki verið átök fyrir þann tíma en það hefur bara verið eftir meiru að slægjast þessi síðustu ár en oft áður. Einstaklingar, fyrirtæki og viðskiptablokkir hafa barist hatrammri baráttu um yfirráðin yfir bönkum, fyr- irtækjum og fjárfestingarsjóðum til að tryggja sér aðgang að fjár- magni, áhrifum og völdum. Bar- áttan um eignarhaldið hefur að mestu farið fram fyrir luktum dyrum og þá sjaldan fréttir af henni rata í fjölmiðla eru fæstir nokkru nær. Almenningur er löngu hættur að skilja hver á hvað enda eru ný fyrirtæki í fjöl- breyttu og flóknu eignarhaldi nefnd til sögunnar í hverri frétt og virðast spretta eins og gor- kúlur á haug. Baráttan um yfirráðin hefur ekki einvörðungu verið háð á viðskiptalegum forsendum held- ur hefur hún sterka pólitíska undirtóna og einstaklingar og fyrirtæki hafa verið metin eftir því hvort þau eru stjórnvöldum að skapi eða valdamiklum stjórn- málamönnum þóknanleg. Um allt þetta má lesa í góðum grein- arflokki sem birtist í Morg- unblaðinu í janúar 2003 eftir Agnesi Bragadóttur blaðamann. Nöfnin sem koma við sögu eru kunnugleg og oftar en ekki eru höfuðpaurarnir í viðskiptastríð- inu ,,innvígðir og innmúraðir“ sjálfstæðismenn. Þeir hittast á leynifundum, leggja á ráðin um hver megi kaupa hvað, hvernig tryggja eigi að hlutafé í fyr- irtækjum lendi í réttum höndum og þurrka svo fingraför sín af glösunum að fundi loknum. Hinir óæskilegu Meðan Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru enn í rík- iseigu voru þeir notaðir sem vopn í þessari baráttu og m.a. sagði Agnes frá því þegar Kjart- an Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Landsbank- anum, sá til þess að bankinn legði þeim lið sem vildu koma hlutabréfum Straums í Trygg- ingamiðstöðinni í ,,réttar“ hendur. Merkilegt hvað Kjartan Gunn- arsson, sá mikli fjáraflamaður kem- ur víða við sögu. Ekki síður merki- legt hvað trún- aðarmönnum flokks- ins er mikið í mun af afmá fingraför sín af þeim málum sem mestum átökum hafa valdið í viðskiptalíf- inu. Í fyrrnefndum greinarflokk segir Agnes að hinir ,,óæskilegu menn eða hópar að mati ráðandi afla í stjórnmálum og við- skiptum“ hafi dregið þann lær- dóm af viðskiptastríði undanfar- inna ára að þegar þeir ,,ætli sér stóra hluti í íslensku viðskiptalífi helgi tilgangurinn meðalið í þeirri viðleitni að stöðva þá. Þá þurfi orð ekki að standa eða samningar að halda. Allt sé leyfi- legt til þess að stöðva suma, sem sé harðbannað, ósiðlegt og jafn- vel ólöglegt gagnvart öðrum.“ Til að öllu sé til haga haldið er rétt að taka það fram að nokkrir einstaklingar sem tengjast Framsóknarflokknum hafa reynt að setja fótinn milli stafs og hurðar og troða sér inn um þær glufur sem þannig hafa myndast – sjálfstæðismönnunum til mik- illar skapraunar. Helm- ingaskiptin við söluna á Lands- bankanum og Búnaðarbankanum eru þó til marks um að það lifir enn í gömlum glæðum Sam- bandsveldisins. Hlutur ritstjóra Morgunblaðsins Í áratugi hafa efnahagsleg og pólitísk völd í þessu landi verið samofin í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað öllum helstu fyrirtækjum og við- skiptablokkum landsins. Á skrif- stofum ráðamanna flokksins hef- ur verið vélað um örlög þeirra sem ætla sér einhvern hlut í ís- lensku viðskiptalífi. Og þar hefur fjandinn verið laus. Þegar þetta er haft í huga er með öllu óskiljanlegt hvernig rit- stjóri Morgunblaðsins getur leyft sér að skrifa með þeim hætti sem hann hefur gert í leið- urum og Reykjavíkurbréfum að undanförnu. Í rit- stjórnargrein 3. október sl. hélt hann því m.a. fram að Samfylkingin væri helsti Þrándur í Götu þess að við- skiptalífinu í landinu væru settar starfs- reglur og hún vildi ekki setja þeim að- ilum, sem starfa á vettvangi viðskipta, nein takmörk. Klykkti svo út með því að formaður Samfylkingarinnar væri ,,að verða einn helzti mál- svari stóru fyrirtækjasamsteypn- anna á Íslandi.“ Mér er ekki grunlaust um að dómgreind ritstjóra Morg- unblaðsins hafi eitthvað truflast í allri uppákomunni í kringum hin sk. Baugsmál. Það er erfitt að taka svona skrif alvarlega en þó verður að gera þá kröfu til Morgunblaðsins að það tapi ekki alveg áttum þó að Styrmir Gunn- arsson ritstjóri hafi gerst póli- tískur leikstjórnandi í aðdrag- anda málaferlanna gegn stjórnendum Baugs. Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sagði í Kastljósi nú nýverið að henni fyndist margt sérkennilegt hafa komið í ljós í hinu sk. Baugsmáli sem hefði skýrt ýmislegt fyrir henni sem hún ekki vissi áður. Ég held ég verði að taka undir með ráð- herranum. Þannig sé ég rit- stjórnargreinar Morgunblaðsins um ræðuna sem ég flutti í Borg- arnesi 9. feb. 2003 í alveg nýju ljósi. Ræðan kom greinilega við kaunin á Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, sem ákvað að bregðast hart við, grípa til forvarnaraðgerða, eins og for- sætisráðherrann þáverandi í sk. bolludagsviðtali. Og ég sem vissi ekki frekar en aðrir á þeim tíma að honum væri málið skylt! Leikreglur lýðræðisins Í Borgarnesræðunni stillti ég því sem ég kallaði frjálslynt lýð- ræði andspænis því andrúmsloft tortryggni og óvildar sem mér fannst, og finnst enn, hafa fengið að þrífast í samfélaginu í stjórn- artíð Sjálfstæðisflokksins. Ég gagnrýndi m.a. þá liðsskipan sem viðgengst í viðskiptalífinu og lagði áherslu á að hlutverk stjórnmálamanna væri að setja því reglur. Og einmitt vegna þess að Samfylkingin tengdist engum viðskiptablokkum, ætti engra hagsmuna að gæta þá hefði hún þarna sérstöku hlut- verki að gegna. Ég sagði m.a.: ,,Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að mál- um. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. … Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferð- arreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórn- málamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að af- skiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein að- almeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs.“ Um þetta hafði ég fleiri orð en Styrmir Gunnarsson hafði engan áhuga á þessum hluta ræðunnar en lagði allt kapp á að snúa út úr orðum mínum – reyna að gera mig ótrúverðuga. Skipa mér í lið með hinum ,,óæskilegu“. Eftir á að hyggja átti hann mikinn þátt í þeirri sérkennilegu umræðu sem varð í kjölfar ræðunnar. Og enn klappar hann sama steininn. En mér má á sama standa. Þá höfðu orð hans vigt, en ekki lengur. Svo er honum sjálfum fyrir að þakka eða um að kenna. Svona getur hin eitraða blanda við- skipta og stjórnmála farið með mætustu menn. Hin eitraða blanda Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Mér er ekki grunlaustum að dómgreind rit- stjóra Morgunblaðsins hafi eitthvað truflast í allri uppákomunni í kringum hin sk. Baugsmál.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Menntamálaráðuneytið tekur þátt í verkefni Evrópuráðsins Evr- ópuár um borgaravitund og lýðræði í skólastarfi 2005. Yfirskrift verk- efnisins er Að lifa og læra í lýðræði. Mark- mið verkefnisins er að auka færni ungs fólks til að vera virkir þátt- takendur í lýðræð- islegu samfélagi í samræmi við réttindi sín, skyldur og ábyrgð. Í verkefninu eru skólinn og ung- menna- og æskulýðs- félög í brennidepli en hlutverk skóla er sam- kvæmt lögum m.a. að búa nemendur undir líf og starf í lýðræð- isþjóðfélagi í samvinnu við heimilin og stuðla að alhliða þroska nemenda svo þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í samfélaginu. Í tilefni af Evrópuárinu hefur menntamálaráðuneytið beint þeim tilmælum til leik-, grunn og fram- haldsskóla að 12. október 2005 verði helgaður borgaravitund og lýðræði í skólastarfi með því að brydda upp á verkefnum sem tengjast því að vera virkur borgari í lýðræðissamfélagi. Hefur Námsgagnastofnun unnið námsefni á vef sem ber heitið Borgaravit- und og lýðræði, kenn- urum á fyrrgreindum skólastigum til stuðn- ings. Fyrr á þessu ári efndi ráðuneytið til málþings unga fólks- ins um borgaravitund og lýðræði í tilefni af Evrópuárinu. Mál- þingið var haldið í Menntaskólanum við Hamrahlíð mánudag- inn 30. maí sl. Mál- þingið var eingöngu ætlað nemendum í efstu bekkjum grunnskóla, í framhaldsskóla og frá æskulýðs- og ungmennasamtökum. Á málþinginu ræddi unga fólkið um hugtakið borgaravitund og lýðræði og leiðir til að efla gagnrýna hugs- un, þátttöku, gagnkvæma virðingu, samkennd og jafnrétti og hvernig auka megi áhuga ungs fólks á stjórnmálum. Um 40 ungmenni víðsvegar að af landinu sóttu mál- þingið. Þar kom m.a. fram að ým- islegt bendi til minnkandi áhuga ungs fólks á kosningaþátttöku. Undirstrikað var mikilvægi þess að ungt fólk sé meðvitað um hvað er að gerast í samfélaginu og ófeimið við að koma skoðunum sínum á fram- færi. Rætt var um hvernig skólinn geti stuðlað að aukinni lýðræð- islegri færni nemenda strax í grunnskóla með lýðræðislegum vinnubrögðum og skólabrag. Menntamálaráðherra stefnir að því á þessu ári að leggja fram breytingartillögu á 17. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 um að við hvern grunnskóla skuli starfa nem- endaráð í stað heimildarákvæðis í núgildandi lögum. Markmið með þessum tillögum er að styrkja enn frekar lýðræðisleg vinnubrögð í grunnskólum og virka þátttöku nemenda. Nú stendur yfir endur- skoðun á aðalnámskrám í grunn- og framhaldsskóla vegna breyttrar námskipunar til stúdentsprófs. Í námskrá í lífsleikni liggja fyrir til- lögur um að styrkja markmið sem fallið geta undir kennslu í borg- aravitund og lýðræði. Það er von mín að Evrópuárið 2005 og 12. október veki fólk til um- hugsunar um mikilvægi borg- aravitundar og lýðræðis í skóla- starfi og lýðræðislegs skólabrags í framtíðinni. Dagur borgaravitundar og lýðræðis í skólastarfi Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ’Það er von mín aðEvrópuárið 2005 og 12. október veki fólk til umhugsunar um mik- ilvægi borgaravitundar og lýðræðis í skóla- starfi og lýðræðislegs skólabrags í framtíð- inni. ‘ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra. rætt við ænt- á starfi r sem mstaða. ég held gna, til betur eitthvað laðinu eftir að setja miðla, ölmiðlar ynd“. að hægt yggi slíkt ga trú á að það æði getur ræða, og ar á því. það sé tryggi drei upp hægt sé ð aldrei á Al- fi einfald- mi í þessu vera þeirra að sú sé sem hjálpað a til r að afi verið rkunum á fjölmiðla- sé mik- dreifðri ekki tarfi um sín- meinuð a kilvægt g styrkja ati Hall- að þau er ekki tilbúinn að taka þátt í því á næst- unni að menn fari að setja ein- hverja löggjöf sem þvingi sveit- arfélögin.“ Hann sagði að nú væri rætt um að auka lýðræði og jafn- vel nýta meira þjóðaratkvæða- greiðslur, og lítið lýðræði í því að skylda sveitarfélög til sameiningar þegar íbúar hafi þegar hafnað því. „Ég vil hvetja áfram til samein- ingar sveitarfélaga, en þá verður […] fólkið að ákveða það sjálft. Ég minni á að í kjölfar sameining- arkosninga 1993 var fjöldinn allur af sveitarfélögum sameinaður í framhaldinu með frjálsum og eðli- legum hætti. Ég held að það sé langbest að þetta gangi þannig áfram, engar þvinganir.“ Fundur með ASÍ í næstu viku Halldór sagði að hann hafi und- anfarið átt óformleg samtöl við að- ila vinnumarkaðarins, sem þurfi á næstunni að taka ákvarðanir um kjarasamninga. „Alþýðusamband Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkisstjórninni ásamt for- mönnum allra landssamtaka, og sá fundur hefur verið boðaður næst- komandi þriðjudag. Þá munum við fara yfir þessa stöðu og ræða við þessa aðila um þau mál.“ Ekki er ástæða fyrir ríkisstjórn- ina að grípa til aðgerða vegna erf- iðleika útflutningsgreina og sterks gengis krónunnar, að mati Hall- dórs. „Við erum að ganga í gegn- um efnahagssveiflu sem við viss- um að myndi koma, og það gengur mjög vel í íslensku efnahagslífi.“ Halldór sagðist gera sér grein fyrir því að útflutningsatvinnuveg- irnir eigi við vanda að stríða. „En allar spár benda til þess að upp- gangurinn, eða hagvöxturinn á næstu árum verði borinn uppi af útflutningstekjunum, því sem við erum að byggja upp í dag. Það má segja að hagvöxturinn sé að nokkru leyti borinn uppi núna af innflutningi, en þetta mun snúast við, og til þess að það snúist við þurfa menn að byggja upp nýjar atvinnugreinar.“ í gær að dómur Hæsta- yfir ákæruvaldinu rningar dómsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti ga meðan á þingi stendur í vetur með fjölmiðla- nni hverju sinni. brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.