Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 25
DAGLEGT LÍF
Einbýlishús við Ægisíðu - einstakt tækifæri
Draumahús ehf.
Hjalti Pálmason hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar.
Til sölu er glæsilegt 248 fermetra einbýlishús við Ægisíðu í Reykjavík.
Aðalhæð skiptist í stofu og borðstofu með frábæru sjávarútsýni, bókastofu með arni, hol, rúmgott eldhús og
snyrtingu við anddyri. Á efri hæð eru hjónaherbergi með stórum svölum, fjögur barnaherbergi og baðherbergi. Í
kjallara er aukaíbúð með sérinngangi. Í húsinu eru alls 11 herbergi. Úr borðstofu er gengið út á svalir og
sólpall. Fallegur garður.
Tilboð óskast fyrir 18. október næstkomandi.
Sá nánar http://aegisida.godur.is og www.draumahus.is.
Upplýsingar veitir fasteignasalan Draumahús í síma 530 1800.
NORSKA símafyrirtækið Telenor
stefnir á að verða stærsta símafyr-
irtæki á Norðurlöndunum og stund-
ar í því skyni miklar markaðs-
rannsóknir. Í
Svenska Dag-
bladet kemur
fram að stelpur
hafi mun meiri
orðaforða þegar
kemur að sms
sendingum en
strákar og
símafyrirtækin
eigi að einbeita
sér að stelpunum sem viðskiptavin-
um þar sem þær séu sérfræðingar í
samskiptum. Þetta er álit Kristin
Braa, yfirmanns vöruþróunar- og
markaðsrannsókna hjá Telenor.
Samkvæmt könnun fyrirtækisins
sem gerð var í Noregi meðal þúsund
manns á aldrinum 16–19 ára nota
73% af stelpunum sms á hverjum
degi en 54% tala í símann á hverjum
degi. Stelpur skrifa lengri og flókn-
ari sms og 40% af þeim skrifa um
fleira en eitt efni í skilaboðunum en
fjórðungur strákanna gerir það.
Í þessari deild hjá Telenor vinna
hönnuðir, félagsfræðingar, fjöl-
miðlafræðingar, hagfræðingar,
mannfræðingar og sálfræðingar og
gera rannsóknir á samskiptum af
öllu tagi. T.d. á því hvernig innflytj-
endur hafa samskipti við ættingja í
heimalandinu.
Það kemur á óvart að munurinn á
farsímanotkun í Svíþjóð og Noregi
er talsverður. Norskir krakkar byrj-
uðu fyrr að nota sms og Norðmenn
senda mun fleiri sms þótt þeir séu
helmingi færri en Svíar. Innihald
skeytanna er líka rannsakað og
reyndist aðallega tvenns konar, þ.e.
annars vegar að athuga hvar „við-
mælandinn“ var staddur og hins
vegar einhvers konar kveðja eða
hvatning.
Stelpur
skrifa flókn-
ari sms
FARSÍMAR
Blómaskreytinum UffeBalslev er margt tillista lagt þegar hannfær blóm í hönd. Nú
síðla ágústmánaðar var haldin
blómasýning í Óðinsvéum í Dan-
mörku og vann Uffe þar til fyrstu
verðlauna í blómaskreytinga-
keppni. Sýningin í Óðinsvéum var
haldin í sjöunda skipti í ár og er
alltaf nýtt þema á henni. Nú var
þemað H.C. Andersen og var það
í tilefni af 200 ára afmæli hans.
„Sýningin var um allt Óðinsvé
og bærinn var skreyttur með
200.000 pottablómum. Þetta var
mjög skemmtilegt og lífgaði upp
á mannlífið,“ segir Uffe sem bjó í
yfir þrjá áratugi á Íslandi.
Hann var að taka í fyrsta skipti
þátt í keppni á þessari sýningu
þrátt fyrir að vera kunnur
keppnismaður. Uffe var ekki einn
um að vinna verðlaunin, því að
þetta var hópakeppni og ásamt
honum í liðinu var dóttir hans,
Berglind Uffadóttir, sem er í
blómaskreytinganámi í Kaup-
mannahöfn, og Dorthe Vembye,
blómaskreytir í Óðinsvéum.
Lifandi blómaverk
Blómaskreytingin í keppninni
átti að vísa í líf H.C. Andersens
eða í eitthvað af ævintýrum hans.
„Sem þemað í skreytingunni okk-
ar þá völdum við ævintýri eftir
H.C. Andersen sem heitir Amma.
Þetta er ekki þekkt ævintýri og
fáir sem höfðu heyrt um það, við
rákumst á það af tilviljun og okk-
ur þótti það mjög fallegt. Amman
deyr í lok ævintýrisins og það er
plantað rósum á gröfina hennar.
Við bjuggum til kistu úr greinum,
skreyttum hana að innan með
blómum, sem táknuðu lík ömm-
unnar, og létum stóra rós úr
greinum vaxa upp úr kistunni.
Við notuðum margar tegundir af
blómum í skreytinguna en þau
urðu að passa saman í litum.
Þetta var allt mjög fallegt.“ Uffe
og liðsmenn voru mjög ánægðir
með að hreppa fyrsta sætið. Uffe
segir verkið hjá þeim hafa verið
mjög lifandi. „Í bakgrunn spil-
uðum við ævintýrið sjálft af
geisladisk og höfðum það svo út-
prentað á bók við kistuna. Það
var fullt af fólki sem kom að tala
við okkur út af þessari blóma-
skreytingu, hún vakti athygli.“
Kennir í Óðinsvéum
Uffe finnst gaman að keppa,
hann tók líka þátt í blóma-
skreytingakeppni á Ítalíu síðasta
vor og gekk mjög vel þar þrátt
fyrir að lenda ekki á verðlauna-
palli. „Maður hittir mikið af fólki
í keppnum og lærir mikið af því.
Þær virkja líka hugmyndaflugið
því hönnunin skiptir miklu máli.“
Uffe er núna fluttur til Dan-
merkur. „Ég fór út í sumar í
brúðkaup dóttur minnar og til að
keppa en svo fékk ég tilboð um
að kenna í blómaskreytingaskóla
í Óðinsvéum og ég gat ekki hafn-
að því. Ég byrjaði að kenna í
september og finnst það mjög
gaman.“
Aðspurður hvort hann ætli að
taka þátt aftur á næsta ári þá
segist hann ekki vita hvort hann
geti það því hann sé byrjaður að
vinna hjá skól-
anum sem skipu-
leggur sýninguna
og keppnina. „Mig
langar til þess að
keppa aftur, sér-
staklega þar sem
þema næsta árs á
að vera norrænu
guðirnir,“ segir
Uffe að lokum.
BLÓM |Uffe Balslev sigraði í blómaskreytingakeppni í Óðinsvéum í Danmörku
„Við bjuggum til kistu úr greinum, skreyttum hana að innan með blómum,
sem táknuðu lík ömmunar, og létum stóra rós úr greinum vaxa upp úr kist-
unni,“ segir Uffe Balslev um blómaskreytinguna.
Uffe stendur hér
við sigurskreyt-
inguna sem vísar í
Ævintýrið um
ömmu eftir
H.C Andersen.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Innblástur úr Ævintýrinu um ömmu
Norðurlandabúum finnst þeir
yfirleitt öruggir í myrkri, en
Tékkar, Eistar og Bretar eru
myrkfælnastir samkvæmt nið-
urstöðum nýrrar evrópskrar
könnunar sem tók til 40 þúsund
manns í tuttugu löndum. Á
vefnum forskning.no er greint
frá niðurstöðum könnunar-
innar en þar voru þátttakendur
spurðir um fjölmiðlanotkun,
stjórnmálaskoðanir, lífsgæði,
trú, heilsufar, fjölskyldu og at-
vinnu svo eitthvað sé nefnt og á
norska vefnum eru nú reglu-
lega birtar niðurstöður úr mis-
munandi málaflokkum.
Hvað varðar myrkfælnina er
ljóst að fjórir af hverjum tíu
Eistum eru myrkfælnir en að-
eins einn af hverjum tíu Finn-
um. Þ.e.a.s. 40% Eista finnst
þeir óöruggir eða mjög óörugg-
ir þegar þeir ganga einir úti í
myrkri en 89,2% Finna finnst
þeir öruggir eða mjög öruggir
úti í myrkrinu. Sama hlutfall
fyrir hin Norðurlöndin sem
tóku þátt í könnuninni eru
88,8% Norðmanna, 86,7% Dana
og 80,9% Svía. Ísland tók ekki
þátt í könnuninni. Slóvenum
fannst þeir allra öruggastir en
þar var sama hlutfall, 90,3%.
Norður-
landabúar
ekki myrk-
fælnir
KÖNNUN
Innihaldið skiptir máli