Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 39 MINNINGAR Íslandsmót í einmenningi 2005 Íslandsmótið í einmenningi fer fram dagana 14.–15. október í hús- næði Bridssambands Íslands að Síðumúla 37, 3. hæð. Spilaðar eru 3 lotur, allir spila sömu spil á sama tíma. Raðað er í fyrstu lotuna eftir stigum + 5 ára stig. Slönguraðað í 2. lotu og svo er raðað eftir árangri í hvern riðil. Spil- að er um gullstig í hverri lotu auk þess sem veitt eru uppbótarstig fyrir efstu menn. Keppnisgjald er 3.500 kr., það sama og í fyrra. Ástæða er til að geta þess að smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á kerfiskortum í þessari skemmtilegu keppni og mun keppnisstjóri, Björgvin Már Krist- insson, útlista breytingarnar nánar fyrir upphaf mótsins. Mótið hefst kl. 19 á föstudeginum og kl. 11 á laugardeginum, áætluð mótslok eru um kl. 20. Skráningar- frestur í mótið er til klukkan 17, fimmtudaginn 13. október. Að lokn- um þeim tíma verður aðeins tekið við skráningum til að fylla upp í riðlana. Væntanlegir keppendur eru því hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma, til að vera öruggir um að fá að taka þátt í mótinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tuttugu pör í tvímenningi hjá BR Ágætisþátttaka var í föstudags- brids Bridsfélags Reykjavíkur 7. október síðastliðinn. Alls mættu 20 pör og spiluðu Monrad-barómeter. Félagarnir Guðmundur Baldursson og Steinberg Ríkarðsson vermdu efstu sætið lungann af tímanum og voru með 38 stiga forystu á annað parið þegar upp var staðið. Eftirtalin pör náðu besta skorinu: Guðm. Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. 72 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 34 Björgvin M. Kristinss. – Sverrir Kristinss.32 Guðm. Þórðarson – Vilhjálmur Einarss.n 23 Jón Halldór Guðmss. – Unnar A. Guðmss. 21 Ekki verður spilaður föstudags- brids 14. október vegna Íslands- mótsins í einmenningi sem fram fer 14.–15. október að Síðumúla 37. Sú keppni hefur alltaf notið vinsælda og vonandi verður þátttakan góð í ár. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 10.10. Spilað var á 9 borðum og með- alskorin var 216 stig. Árangur N-S Jón Hallgrímsson - Bragi Björnsson 257 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 232 Vilhjálmur Sigurðs. - Magnús Halldórs. 232 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 225 Árangur A-V Soffía Theodórsd. - Bragi Bjarnason 261 Magnús Þorsteinss. - Guðm. Vestmann 240 Björn Pétursson - Magnús Oddsson 237 Gunnar Péturss. - Hilmar Valdimarss. 237 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudaginn 10. október. Miðlungur 264. Efst í NS: Þorsteinn Laufdal - Tómas Sigurðsson 330 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 304 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 287 AV Heiðar Þórðarson - Sigríður Gunnarsd. 335 Guðjón Ottósson - Páll Ólason 320 Sigurjón H. Sigurjónss - Stefán Ólason 315 Bridsfélag Suðurnesja og Muninn Sandgerði Þá er lokið fyrstu umferð af þrem- ur í haustmóti bridsfélaganna suður með sjó þ.e. Bridsfélagsins Munins og Bridsfélags Suðurnesja. Spilað er á miðvikudögum kl.19.30 í félagsheimilinu að Mánagrund. Tvö kvöld af þremur gilda til verð- launa en staða eftir fyrsta kvöld er þessi: Kristján Kristjánss. og Valur Símonars. 124 Lilja Guðjónsd. og Þórir Hrafnkelsson 120 Randver Ragnarss. og Garðar Garðarss. 115 Spilað er á miðvikudögum kl.19.30 í félagsheimilinu Mánagrund. Spilað er næst miðvikudaginn 12. okt. og er enn hægt að vera með í þessu móti. Okkur fjölskylduna langar til að minnast hans Alla okkar í fáeinum orðum. Það er svo ótrúlegt að hann sé far- inn frá okkur, því að hann var svo stór hluti af lífi okkar. Við kynnt- umst þeim hjónum Báru og Alla og dætrum þeirra er við bjuggum í Stigahlíðinni og voru þau ávallt eins og hluti af fjölskyldu okkar. Villa heitin og Gunna voru dugleg- ar að passa okkur systkinin og var það mikil hjálp, enda við mörg. Bára og Alli komu okkur systk- inum líka í ömmu og afa stað, þar sem við áttum hvorki ömmur né afa, og er það ómetanlegt að hafa fengið þá ömmu og afa ástúð og væntumþykju frá þeim sem við hefðum annars ekki fengið notið. Við verðum þér, afi, ævinlega þakklát fyrir umburðarlyndið og þolinmæðina sem þú sýndir okkur í gegnum árin. Það eru ófáar gleði- AÐALSTEINN VALDIMAR JÓNSSON ✝ AðalsteinnValdimar Jóns- son fæddist á Breið- holtsbýlinu í Reykjavík 1. júlí ár- ið 1927. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut hinn 16. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Graf- arvogskirkju 29. september. stundirnar sem við höfum átt saman og voruð þið Bára ómiss- andi í öllum okkar fjölskylduboðum. Þið fjölskyldan voruð og munuð alltaf vera okkar bestu vinir og því er sárt að sjá á eftir honum elsku Alla okkar, svona stuttu á eftir henni elsku Villu. En við eigum margar góðar og ljúfar minningar og munu þær ávallt lifa í hjörtum okkar. Við fjölskyldan biðjum Guð um að gefa ykkur, elsku Bára, Gunna og fjölskyldur, styrk á þessum erfiðu tímum. Megi minning hans lifa í hjörtum okkar allra. Fjölskyldan í Hléskógum, áður Stigahlíð 10. Elsku hjartans amma og fjöl- skylda. Með nokkrum orðum lang- ar mig að votta þér og fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð. Það er svo skrýtið að koma til þín núna og enginn afi situr í stólnum á móti okkur. Við höfum átt svo yndisleg- ar stundir saman og það hefur allt- af verið svo gott að koma til ykkar í Stigahlíðina. Margar minningar koma upp í huga minn núna þegar ég hugsa um allar þær stundir sem Guð hefur gefið okkur og þakka ég ykkur fyrir að hafa tekið okkur systkinunum ávallt sem barna- börnum ykkar. Báðar ömmur mín- ar og afar voru látin þegar ég fæddist en mér fannst ég aldrei sakna þess því að ég hef alltaf haft ykkur. Það er svo mikilvægt fyrir lítil börn að eiga ömmu og afa til að heimsækja og ég man að þegar ég var lítil þá gisti ég oft hjá ykkur. Jólatíminn situr sérstaklega sterkt í minningunni enda er það tími fjöl- skyldunnar. Við eigum eftir að sakna hans mikið enda var afi ynd- islegur maður. Það er erfitt að missa hann og mikið tóm sem myndast í hjarta okkar allra og mikill söknuður. Ég bið þess að Guð gefi þér, amma, og fjölskyldu þinni styrk á komandi tímum. Megi minning hans ávallt hlýja hjörtu ykkar þegar söknuðinn og sorgina ber að. Ykkar, Helga Bára. Það er stutt stórra högga á milli í þessari yndislegu fjölskyldu sem kom næst minni eigin. Fyrst hún Villa mín fyrir fjórum árum og svo nú hann Alli minn, sem við systk- inin kölluðum alltaf afa okkar, en við áttum hvorki ömmur né afa á okkar uppvaxtarárum og því erum við svo innilega þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Báru og að hafa þekkt hann Alla, sem komu í þeirra stað. Yndislegri fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér og á ég margar góðar minningar um árin þegar við bjuggum í Stigahlíðinni. Ofarlega í huga mér er þegar við Ollý systir fengum að gista hjá þeim hjónum oftar en einu sinni, eftir að Villa og Gunna voru fluttar að heiman, en þá fengum við alltaf að vera í skó- síðum náttkjólum af þeim systrum og hollenskum tréklossum sem þær áttu og voru hálfgerðir dýrgripir. Við skotturnar fengum nú samt að plampa um á þeim og fannst mér ég þá vera eins og prinsessa, sem var mikil upplifun fyrir litla stelpu. Einnig sóttum við systkinin mikið í að fá að heimsækja ömmu og afa, því að þá fengum við alltaf Cocoa puffs, sem í þá daga var sjaldgæft á heimilum en var með því besta sem við fengum. Já, þær eru margar ljúfu minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu um yndislegu feðginin Alla afa og Villu og finnst mér svo sárt að hafa þurft að sjá á eftir þeim. En minningin um þau lifir ávallt í hjarta mínu. Mig langar svo að kveðja þig hinstu kveðju, elsku Alli afi minn, með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Bára mín, Gunna mín og fjölskyldur; missir ykkar er mikill en minningin um einstaklega ljúfan og traustan mann mun lifa í hjört- um okkar. Megi guð styrkja ykkur og varðveita. Hulda Hrönn Jónsdóttir. Elsku afi minn. Ég sit hér og hugsa til þín með söknuð og sorg í hjarta mínu eftir að þú yf- irgafst þennan heim. En þó er gott að þjáningum þínum sé lokið. Ég á bara góðar og fallegar minningar um þig og á ég aldrei eftir að gleyma þeim. Þú varst skemmtilegur, lífsglaður og góð- hjartaður, afi minn og listamaður mikill. Þú kenndir mér og öðrum að maður á að njóta lífsins og hafa gaman af því og meta þá sem eru góðir við mann. Alltaf þegar ég kom í heimsókn tókstu vel á móti mér og ég fór þaðan með bros á vor. Þú gast alltaf brosað, sama hvað gekk á og lifðir lífinu vel fram á seinasta dag. Afi minn, ég trúi því að nú sért þú kominn á fallegan og friðsaman stað þar sem elsku amma hefur tekið á móti þér með fögnuði og er ég ánægð að þið hafið sameinast á ný. Fallegu minningarnar um þig, afi minn, munu ávallt sitja í hjarta mínu. Þín vinkona og barnabarn, Bergdís Brá. Elsku afi. Nú er komið að kveðjustundinni. Þú, vinur minn og afi, ert farinn í langt ferðalag. En ég veit að ég mun hitta þig aft- ur. Síðustu tvö ár hefur þú háð erfiða baráttu vegna veikinda þinna, alveg síðan Erla amma dó hinn 4. október 2003. Eins og þér var líkt þá stóðstu þig eins og hetja og aldrei heyrði ég þig KRISTJÁN FJELDSTED ✝ Kristján St.Fjeldsted fædd- ist í Reykjavík 4. febrúar 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti föstudag- inn 16. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 23. september. kvarta, heldur sagðir þú mér að hætta þessu væli, svona væri bara lífsins gangur. Afi minn. Þegar ég hugsa um hvaða mann þú hafðir að geyma þá kemur upp í huga minn maður sem naut þess að vera til, fróður, lista- maður af guðs náð og fordómalaus í garð annarra. Þú fræddir mig með þinni reynslu og ekki má gleyma hversu stríðinn þú varst og þá sérstaklega í garð ömmu. Mér verður hugsað til heimsóknanna þegar við sátum yfir kaffibolla á Skúlagötunni og spjölluðum um lífið og tilveruna og við veltum mikið fyrir okkur hvað tæki við eftir þetta líf. Elsku afi, minningarnar um þig og Erlu ömmu í Torfufelli og á Skúlagötunni lifa að eilífu í hjarta mínu. Mér þótti svo vænt um það þegar þú sagðir við mig um dag- inn, að ég ætti að lofa því að gleyma aldrei góðu stundunum sem við hefðum átt í gegnum árin. Mér fannst líka yndislegt að fá að eyða síðustu stundunum með þér og halda í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim. Afi minn. Nú ertu kominn á góð- an stað, í faðm ömmu á ný, þar sem allt það góða umlykur ykkur. Ég veit að þið passið hvort annað þarna hinum megin alveg eins og þið gerðuð hérna megin. Takk fyr- ir allt. Hönd í hönd hina síðustu nótt. Ég og þú, þú og ég, allt svo hljótt. Og þinn andi er horfinn á braut. Eins og vinur til ókunnra heima. Ég mun aldregi, aldrei þér gleyma. (Sigríður Friðný Halldórsdóttir.) Ástarkveðja. Erla Kristín. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Þegar ég hugsa um Inga frænda minn kemur alltaf upp í huga mér ljósmynd sem tekin er af honum í stofusófa foreldra minna. Til sitt hvorrar handar hefur hann mig og Heiðrúnu systur mína, u.þ.b. fimm til sex ára gamlar. Hann er að kitla okkur báðar og við erum öll skellihlæjandi. Fyrir lítið stelpuskott úr borginni var þessi rauðbirkni, útitekni frændi alveg stórmerkilegur. Hann var bóndi í Rauðanesi á Mýrum og þang- að voru farnar miklar ævintýraferð- ir. Þar var svo fínt hús, verkstæði af því að hann var líka bifvélavirki og gat lagað allt, fjós með fullt af belj- um, gæsir í girðingu, hundurinn Trilla, traktor og kerra og fleira og fleira merkilegt. Já, mér fannst sko hann Ingi frændi ríkur maður! Eftir að ég eltist og þroskaðist ör- lítið gerði ég mér þó grein fyrir því að hans raunverulegi fjársjóður og ríkidæmi lá í hans elskulegu Sigur- björgu, börnunum þeirra þremur sem hann var svo óendanlega stoltur INGIBERGUR BJARNASON ✝ IngibergurBjarnason fædd- ist á Kletti í Kálfs- hamarsvík í Austur- Húnavatnssýslu 13. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju 1. október. af, tengdabörnum og barnabörnunum sem honum þótti svo vænt um. Enda var hann einstaklega barngóð- ur. Það var sama hve- nær litlir fætur áttu leið hjá, það var alltaf tími til að fara með þau út í fjós að sjá kálfana og lofa þeim að setjast upp í traktor- inn. Fyrir um fimm ár- um þegar ég vann um tíma á Akranesi var Ingi lagður inn á sjúkrahúsið þar vegna dularfulls sjúkdóms sem gekk erfiðlega að greina. Hluti af einkenn- unum voru mikill bjúgur, hár blóð- þrýstingur og prótein í þvagi. Þrátt fyrir að vera svo alvarlega veikur hélt hann alltaf í húmorinn og hló mikið að sjúkdómsgreiningu minni. Hann væri augljóslega með með- göngueitrun – hvort hann væri viss um að vera ekki óléttur? Þegar við hittumst síðast í 70 ára afmæli mömmu í ágúst lék hann á als oddi, hló mikið, sagði sögur og gaf pabba góð ráð varðandi bílamál. Hann kvaddi svo jafn innilega og alltaf og ég sagði honum eins og stundum áður að hann væri uppá- halds föðurbróðir minn. Í síðasta sinn. Elsku Sigurbjörg, Bjarni, Inga Dísa, Magga og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar missir er mikill. Kristín Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.