Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 5
Rjúpnaveiðar hefjast að nýju þann 15. október n.k eftir tveggja ára veiðibann.
Sem kunnugt er var Skotveiðifélag Íslands andsnúið algjöru veiðibanni á rjúpu.
Barðist félagið ötullega fyrir því að rjúpnaveiðibanninu yrði aflétt. Benti félagið
á að nær væri að grípa til marktækrar veiðistjórnunar til lengri tíma fremur en
algjörs rjúpnaveiðibanns. Færði SKOTVÍS margháttuð rök máli sínu til stuðnings.
Óhætt er að fullyrða að alþingismenn og umhverfisráðherra hafi tekið mark á
markvissum rökum SKOTVÍS, þar sem rjúpnaveiðar hefjast nú að nýju, þrátt fyrir
að gert hafi verið ráð fyrir að veiðarnar hæfust ekki aftur fyrr en haustið 2006.
Íslenskir skotveiðimenn geta því, að verulegu leyti, þakkað það baráttu SKOTVÍS
að rjúpnaveiðar hefjast nú, laugardaginn 15. október.
SKOTVÍS hafnar því ekki að brýnt hafi verið að grípa til einhverra
verndaraðgerða þar sem íslenski rjúpnastofninn hefur minnkað
talsvert undanfarin ár, eða u.þ.b. um 4% á ári. Ekki liggja
fyrir neinar einhlítar skýringar á þessum samdrætti í
rjúpnastofninum. Ýmsar ástæður geta þó verið fyrir
því, eins og breytingar á veðurfari og gróðri og
einhverjar óþekktar ástæður í stofninum
sjálfum. Vissulega geta veiðar haft
einhver áhrif á þessa minnkun í
rjúpnastofninum, en SKOTVÍS telur
að veiðarnar séu ekki afgerandi
þáttur fækkunarinnar. Þess má geta að
sænski fuglafræðingurinn Tomas Willebrand er sammála skoðunum SKOTVÍS
í þessum efnum. Dr. Willebrand er einnig sammála SKOTVÍS um að ekki hafi
verið nauðsynlegt að grípa til algjörs rjúpnaveiðibanns. SKOTVÍS telur þó að rétt
sé að grípa til aðgerða til að draga úr veiðum á rjúpu á meðan verið er að byggja
stofninn upp.
SKOTVÍS er sammála umhverfisráðherra um þær aðferðir sem nú verður gripið
til þ.e.a.s. að bannað verði að selja rjúpur á almennum markaði, í verslunum og á
veitingahúsum. Rjúpnaveiðitíminn verður styttur um 3 vikur.
Bannað verður að ferðast með skotvopn á vélsleðum, fjórhjólum
og sexhjólum. Þessar aðgerðir munu án efa draga talsvert úr
veiðum á rjúpu. Þessar aðgerðir miða fyrst og fremst að því að
draga úr magnveiðum á rjúpu, eða svokölluðum græðgisveiðum.
Mestu máli skiptir þó að rjúpnaveiðimenn gæti hófs við
veiðarnar og veiði aðeins fyrir sig og fjölskyldu
sína. SKOTVÍS telur ekki raunhæft að
nefna neinar tölur í því sambandi. Í
siðareglum SKOTVÍS segir
m.a: Veiðimaður telur fjölda
dýra ekki mælikvarða á góðan
veiðimann eða vel heppnaðan
veiðidag.
Rjúpnaveiðimenn, til hamingju!
15. október 2005
Eftirtalin fyrirtæki heita á íslenska rjúpnaveiðimenn að gæta hófs við veiðarnar, ganga vel um íslenska náttúru, aka ekki utan vega og hirða notuð skothylki sín og annarra.
Veiðimenn eru minntir á að gæta fyllstu varúðar við veiðarnar, hafa með sér öryggistæki eins og áttavita og / eða GPS tæki og láta vita um ferðir sínar.
Landsamtök um skynsamlega skotveiði
www.skotvis.is – Sími 893 4574
Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu,
vakandi náttúruskyni og sært dýr liggi ekki eftir að kveldi.
Góður veiðimaður stærir sig ekki af feng sínum og keppir ekki við aðra um fjölda veiddra dýra.
Skotveiðifélag Íslands skorar á alla íslenska veiðimenn að gæta hófs við veiðarnar nú í haust.
Skotveiðifélag Íslands vill þakka öllum þeim sem félagið hefur átt samskipti við
undanfarin tvö ár á meðan á veiðibanninu hefur staðið. Félagið vill nota tækifærið
og nefna nokkra aðila í þessu sambandi og þá fyrst og fremst umhverfisráðherra,
Sigríði Önnu Þórðardóttur, þingmennina Gunnar Birgisson, Mörð Árnason og
Birki J. Jónsson. Þá viljum við einnig þakka Áka Ármanni Jónssyni og starfsfólki
hans hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar, fuglafræðingunum dr. Ólafi
K. Nielsen og Kristni Hauki Skarphéðinssyni hjá Náttúrufræðistofnun. Einnig
viljum við þakka starfsfólki Umhverfisráðuneytisins, Ingimari Sigurðssyni
skrifstofustjóra. Þá viljum við færa Umhverfisnefnd Alþingis þakkir fyrir
farsællega afgreiðslu þessa máls; sérstaklega formanni nefndarinnar Guðlaugi
Þór Þórðarsyni, alþingismanni. Við viljum nota tækifærið og þakka dýrmætan
stuðning OLÍS, Helgu Friðriksdóttur framkvæmdastjóra.
Við viljum hvetja íslenska skotveiðimenn til að ganga í Skotveiðifélag Íslands, sem
eru einu landssamtök skotveiðimanna. SKOTVÍS berst fyrir hagsmunum íslenskra
skotveiðimanna og innir af hendi öflugt fræðslustarf. Eins og reynsla okkar undanfarin
tvö ár sýnir, þá hefur aldrei verið brýnna að til séu öflug samtök skotveiðimanna. Besta
tryggingin fyrir því að við getum stundað skotveiðar í íslenskri náttúru um ókomin ár
er því að efla Skotveiðifélag Íslands með því að skotveiðimenn gangi í félagið, t.d. á
vefsíðu okkar, www.skotvis.is eða í síma 893 4574.
w
w
w
.d
es
ig
n
.is
©
20
05