Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Benedikt ElíasSæmundsson fæddist á Stokks- eyri í Árnessýslu 7. október 1907. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sæmundur Bene- diktsson, sjómaður og verkamaður í Baldurshaga á Stokkseyri og síðar í Vestmannaeyjum, f. í Vestra-Íragerði í Stokkseyr- arhreppi, 6.12. 1879, d. 5. 9. 1955, og Ástríður Helgadóttir húsmóð- ir, f. á Tóftum í Stokkseyrar- hreppi 28. 8. 1883 , d. 30.11. 1970. Systkini sem náðu fullorðinsaldri eru: Guðrún, f. 19.2. 1909, d. 24.4. 1993; Anna, f. 21.2. 1909, d. 26.3. 1998; Ástmundur, f. 23.10. 1910, d. 28.7. 1985; Þorvaldur, f. 20.9. 1918; Helgi, f. 17.7. 1920, d. 18.2. 2004; Ástbjartur f. 7.2. 1926. Tvö systkini, Ágúst og Þorgerður, dóu í frumbernsku. Benedikt Elías kvæntist 2. nóv. 1946 Rebekku Jónsdóttur, f. á Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 30. mars 1914, d. 14. apr- íl 2005. Foreldrar hennar voru Jón Samsonarson, bóndi og síðar húsasmíðameistari á Akureyri, f. á Hvanneyri í Siglufirði 4. okt. 1870, d. 27. feb. 1962, og k. h. Val- gerður Sigurðardóttir, f. á Sáms- stöðum í Öngulsstaðahreppi 27. sept. 1883, d. 8. júlí. 1932. Dóttir þeirra er Valgerður, bankamaður á Akureyri og Reykjavík, f. í Vest- mannaeyjum 26. 5. 1947, maður hennar var Þor- steinn Friðriksson, f. 9.9. 1945, d. 18.1. 1997. Börn þeirra eru Arnar, f. 10.10. 1967, í sambúð með Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur, f. 31.1. 1960; og Guð- rún Björk, f. 17.8. 1972, maki hennar Hlynur Þór Svein- björnsson, f. 12. 2. 1973, synir þeirra Baldvin Snær, f. 15.12. 1997 og Sindri Benedikt, f. 21.7. 2003. Benedikt Elías lauk Barnaskóla Stokkseyrar 1921, minna mótor- vélstjóraprófi á Stokkseyri 1929, meiraprófinu í Reykjavík 1940 og vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1949. Hann var vél- stjóri á mörgum fiskibátum fyrir stríð (seinna) og sigldi til Eng- lands öll stríðsárin og var 16 sum- ur á síldveiðum við Norðurland; var 1. vélstjóri á Minnie EA 523 hjá Ingvari Guðjónssyni 1934-40, Gunnvöru SÍ 81 hjá sömu útgerð 1940-43, Fagrakletti GK 260 hjá Jóni Gíslasyni 1944–49, 3./2. vél- stjóri á bv. Svalbaki EA 2 hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa 1949– 52 og 1. vélstjóri á póstbátnum Drangi hjá Steindóri Jónssyni á Akureyri 1952–58. Hann vann síð- an í hraðfrystihúsi ÚA á Akureyri til 1992 þegar hann hætti störfum. Hann hlaut heiðursmerki Sjó- mannadagsráðs 1989. Útför Benedikts Elíasar verður gerð frá Höfðakapellu á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Benedikt Elías var fæddur í byrj- un seinustu aldar á Stokkseyri. For- eldrar hans voru dæmigert alþýðu- fólk þess tíma. Lífsbaráttan var hörð og allir urðu að leggja sig fram af fremsta megni til að fjölskyldan bjargaðist af eigin rammleik. Eng- inn með sjálfsvirðingu ætlaði sér annað. Þannig hafði lífið verið flest- um íbúum landsins allt frá fyrstu tíð. Benedikt Elías varð strax að taka þátt í þessari baráttu og ekki hvað síst þar sem hann var elstur í stórum systkinahópi. Á æskuheimili hans byggðist afkoman fyrst og fremst á sjósókn föðurins sem reri fyrstu árin á árabátum frá hafn- lausri strönd heimabyggðarinnar, eins og verið hafði frá því menn sett- ust að í upphafi byggðar þar. Einnig var faðir hans um árabil á skútum og síðar vélbátum. Því fylgdu miklar fjarvistir hans frá heimilinu og varð húsmóðirin að sjá um það með að- stoð barnanna strax og þau höfðu nokkurn þroska til. Þá var verið með lítilsháttar búskap fyrir heimilið og allt reynt til að hafa vinnu annars staðar, sem frekast var unnt, til að sjá fjölskyldunni farborða. Strax í barnæsku kynntist Bene- dikt Elías sveitastörfum barna og unglinga, sem voru þrotlaus vinna, en aðbúnaður og viðurgerningur misjafn allt eftir heimilum. Lífið í sveitinni var að eltast við skepnur um mýrar og móa og síðan þetta mikla heyskaparstríð sem stóð allt sumarið í sveitunum sunnanlands. Stöðugt voru yfirvofandi óþurrkar og því ótryggt með heyöflunina sem ekki mátti misfarast. Þetta var á tímum gamla íslenska bændasam- félagsins, sem var algerlega án nokkurs tækjakosts, en þess í stað kom vinnuharkan. Benedikt Elías var í vist víða á Suðurlandi og kynntist þá starfi og striti en slapp frá því óskemmdur en reynslunni ríkari. Á unglingsárunum reri hann á vorvertíð á árabátum sem forfeður hans kynslóð fram af kynslóð, en tími þessa útvegs landsmanna var reyndar senn á enda runninn. Þann- ig kynntist hann lífsbaráttu þjóðar- innar, eins og hún hafði verið fyrri kynslóðum. Síðar, eftir að hann full- orðnaðist, var hann sem kaupamað- ur en þá var tilveran orðin viðráð- anlegri og sveitastörfin gátu líka verið skemmtileg þegar vel áraði. Einnig stundaði Benedikt Elías, sem ungur maður, hin margvísleg- ustu störf og má þar nefna byggingu Flóaáveitunnar. Það var mikið mannvirki og unnið að miklu leyti með frumstæðum handverkfærum. Þar reyndist þurfa miklar spreng- ingar fyrir skurðum, en þá var ekki annað að hafa á borstálið en sleggj- una og trúlega þættu bormönnum nútímans það harla fornaldarleg vinnubrögð. En það var framfara- hugur með þjóðinni og menn settu erfiðleikana ekki fyrir sig svo fram- kvæmdirnar næðu fram að ganga. Auk þessa fór Benedikt Elías á ver- tíð, sem kallað var, og vikið verður að frekar hér síðar. Þessi reynsla uppvaxtarins varð til að stæla vilj- ann til betri lífskjara. Strax kom í ljós að veganestið úr foreldrahúsum var haldgott. Þar gilti að ganga að hverju verki af áhuga og dugnaði svo ekki yrði að fundið og öll sam- skipti við aðra skyldu vera af fullum heilindum og sitt haft á hreinu. Allt lífshlaup hans var markað þessu. En hlutskipti íbúa landsins átti eftir að breytast. Það bjarmaði af degi nýrra tækifæra og skuggi fá- tæktar og allsleysis almennings á undanhaldi. Öld nýrrar tækni gekk í garð og möguleikar til bættra efna og afkomu opnuðust. Það var fyrst og fremst með hinni miklu uppbygg- ingu við sjávarsíðuna sem hófst með útgerð vélbáta og togara. Þar buð- ust öllum, sem dug höfðu, mögu- leikar til nýrrar og gjörbreyttrar af- komu. Ef ekki var tækifæri til slíks á heimaslóðum var ekki tiltökumál að sækja þau á öðrum stöðum. Úr heimabyggð Benedikts Elíasar, eins og annars staðar með hinni hafn- lausu strönd Suðurlands, allt austan frá Mýrdal vestur í Ölfus, blöstu Vestmannaeyjar við hafsbrún og fór miklum sögum af uppgangi og tæki- færum þar til að komast áfram í líf- inu. Benedikt Elías leitaði þangað á 3. áratug aldarinnar eins og fjöldi ungra manna á þeim tíma og var bæði sem landmaður, þ.e. starfaði í landi m.a. við netagerð og síðar sem sjómaður. Fljótt kom í ljós áhugi hans á vélum og þóttu slíkir menn sérstaklega eftirsóknarverðir til starfa. Þar var um að ræða nýja stétt manna sem höfðu mikilvægt hlutverk á skipaflotanum, sem stækkaði stöðugt og varð afkasta- meiri og gerðist Benedikt Elías „mótoristi“ þ. e. vélstjóri. Engum gat dulist að við vélstjórn báta og skipa varð að hafa hlutina í lagi. Hjá honum gat ekkert annað gilt en fyr- irhyggja og passasemi. Ef slíkt var vanrækt gat það orðið dýrkeypt. Mörg dæmi voru til þess að menn lentu í vandræðum eða lífsháska við bilanir þegar verst gegndi. Ekki þurfti nema stutt vélarstopp til að illa færi þegar siglt var við hættu- lega ströndina eða í innsiglingum og brotin nærri. Hann var á vertíðar- bátum og einnig var farið til síld- veiða fyrir Norðurlandi á sumrum. Þetta var harðsótt vinna, sem krafð- ist þreks og þols, en jafnframt mikið ævintýri því uppgrip gátu orðið, ef heppnin var með mönnum og vel tókst til. Benedikt Elías var margar slíkar vertíðir til sjós framan af ævi. Mikill uppgangur var í útvegi landsmanna og þjóðlífið allt í mikl- um framgangi, þótt nokkur truflun yrði um tíma af völdum heimskrepp- unnar svokölluðu á 4. áratugnum. Síðan komu til ennþá stórkostlegri umskipti á öllum sviðum með breska hernáminu vorið 1940. Þá hófst nýr kapítuli í lífi þjóðarinnar og Bene- dikts Elíasar þar með. Það var m.a. með siglingu á ísfiski til Bretlands á stríðstímum. Þótt áhættan við hefð- bundna sjósókn hafi alltaf verið mik- il, sérstaklega þar sem öryggisbún- aður var lítill sem enginn, þá voru óvenjulegar aðstæður. Lengi hafði mátt, með aðgæslu í hvívetna, verj- ast áföllum en komin var ný vá, sem erfitt eða ógjörningur gat reynst að stýra hjá. Mannskepnan sjálf var þar á ferð í undirdjúpunum með illt í huga og sætti færis að granda sjó- farendum og enginn var óhultur. Kafbátahernaður Þjóðverja var oft vægðarlaus og kynntust Íslendingar þar einni hlið stríðsreksturs þ.e. þeir, sem í átökunum lentu á ein- hvern hátt, en hinir sem heima voru sluppu við hörmungarnar að mestu. En þjóðin var óstöðvandi að leita sér bjargar og þeir, sem í sjósókninni stóðu og héldu lífi og limum hlutu nokkra umbun erfiðis síns. Benedikt Elías sigldi öll stríðsárin áfallalaust. Þessi barátta í sjávarútvegi lands- manna var uppspretta þess auðs sem þjóðin hreppti loks. Sá þáttur þjóðarsögunnar er mörgum ennþá ljós þar sem orðið hafa gagngerust umskipti á þjóðarhag, meir en flestra annarra á svo skömmum tíma. Má því segja að þjóðin hafi þá slitið af sér hinn gamla álagaham fá- tæktar og misréttis og væri óskandi að hún léti ekki steypa honum yfir sig aftur því svo mikið hafði hún fyr- ir að koma honum af sér. Þeir einstaklingar, sem voru í fremstu víglínu í sjósókninni höfðu óneitanlega tækifæri til góðra efna á mælikvarða almennings en mönnum hélst misjafnlega á þeim eins og jafnan er. Hinn mikli fengur, sem menn náðu stundum, þótt harðsótt- ur væri, gekk mörgum skjótt úr greipum. Hjá Benedikt Elíasi var annar háttur hafður á. Hin traustu gildi úr foreldrahúsum, heiðarleiki og ráðdeild, voru leiðarljós hans. Engin ævintýramennska í fjármál- um komst þar að. Hin gömlu gildi, nægjusemi og aðhald, skyldu gilda áfram þótt aðstæður væru breyttar og efnahagur stæði til bóta. Þegar Benedikt Elías var um fer- tugt söðlaði hann um og settist að norðanlands, á Akureyri, en af þeim slóðum var eiginkonan, og starfaði m.a. á póstbátinum Drangi. Síðar fór hann í land, eins og það er kallað, og hóf störf hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa við vélstjórn í frystihús- inu þar sem hann hélt áfram allt til loka starfsævinnar. Störf hans þar nyrðra hefur undirritaður ekkert kynnt sér en til marks um hvernig þar hefur gengið er að nefna að mjög vildi teygjast á starfstímanum, þrátt fyrir öra tækniþróun í grein- inni. Þótt starfsferillinn hæfist strax í bernsku stefndi hann ekki á að hætta við fyrsta tækifæri og hélt áfram allt til 84 ára aldurs án nokk- urs bilbugs. Ekki verður annað sagt en starfsdagurinn hafi verið orðinn langur en starfið hafði alltaf verið mesta áhuga- og metnaðarmál hans. Á uppvaxtarárunum þótti sjálfsagt að halda því áfram meðan kraftar entust. Hann kynntist á ferli sínum breytingum í helstu atvinnuvegum landsmanna, eins og þær hafa orðið nýliðna öld og fáa gat dreymt um í upphafi hennar. Benedikt Elías naut lítillar skóla- göngu eins og var með flesta af kyn- slóð hans. Hann hafði samt mikinn áhuga á bóklestri og minni hans var óvenjulega gott og hann vel fróður um fyrri tíma. Þegar kom á efri ár fór hann að fást við skriftir sér og öðrum til gamans, en úr mörgu var að moða frá langri og viðburðaríkri ævi, sérstaklega framan af. Hugur hans leitaði helst til þeirra sem brut- ust áfram úr fátækt og allsleysi og náðu árangri í lífinu. Þrátt fyrir lífs- amstrið gat ekki farið hjá því að hann liti einnig hinar skemmtilegri hliðar tilverunnar sem fólust ekki hvað síst í hinu sérkennilega í fari mannanna og ýmsum óvæntum at- vikum. Þau voru til að lífga upp á til- veruna og efni til að minnast á og úr gat orðið svolítið ævintýri sem hann ef til vill sendi kunningjunum. Undirritaður kynntist strax í æsku sinni Benedikt Elíasi, en um náinn skyldleika var að ræða þar sem hann var föðurbróðir. Þá var hann kominn á miðjan aldur, en ein- hvern veginn breyttist hann ekki í huga mér þrátt fyrir alla áratugina, sem liðnir voru frá fyrstu kynnum. Það var eins og tíminn ynni ekki á honum. Svo lítið breyttist útlit hans og fas með aldrinum og allar hinar miklu breytingar tímans hrærðu lítt upp í huga hans. Þetta gilti um sýn hans á lífið og tilveruna, en tækni- nýjungum tók hann hins vegar fagn- andi. Í þeim sá hann fljótt mögu- leika til bættra lífshátta sem hljóta að hafa verið stórkostlegir þeim sem kynntust af eigin raun vanbúnaði fyrri kynslóða til lífsbjargar í land- inu. Það var jafnt að upplagi sem upp- eldi að það var fjarri Benedikt Elíasi að berast á og ekki kunni hann við sig í hópi oflátunga. Hann fylgdist samt með lífinu úr ranni sínum. Fjölskyldu sína rækti hann af kost- gæfni og einnig reyndist hann ætt- mennum sínum sunnan heiða hinn besti heim að sækja og var einkar áhugasamur um hag þeirra. Hin gömlu kynni kunni hann vel að meta og tók jafnframt nýjum skyldmenn- um af hlýhug. Benedikt Elías var alla tíð grann- ur og léttur á fæti og heilsuhraust- ur, sem báru vitni hófsemi og hollu líferni. Þótt ekki hafi verið mulið undir hann í uppvextinum og hann ekki dregið af sér á langri starfs- ævinni kom það ekki að sök því hann var þolgóður og þrautseigur til lík- ama og sálar. Þrátt fyrir að við erf- iðleika væri að etja gekk honum vel að komast fram úr þeim með dugn- aði og hyggindum. Einnig er að geta þess að hann komst vel af við aðra í öllum samskiptum því hann var ein- staklega þægilegur í allri umgengni og viðkynningu og manna ólíkleg- astur að eiga í útistöðum við sam- ferðamennina. Allt þetta stuðlaði að því að hann náði háum aldri. Ungur hlaut hann að leita úr heimabyggðinni, sem bauð honum lítinn kost veraldlegra gæða, á vit framtíðarinnar annars staðar. Þess ríkulegar bar hann með sér að heim- an manndóm og manngæsku. Hug- urinn leitaði oft á æskuslóðirnar en hann dvaldist lengstum utan þeirra og lauk lífsgöngu sinni á fjarlægri ströndu. Ekki verður annað sagt en hann hafi skilað miklu og vönduðu ævistarfi. Eins er vafalaust að allir sem kynntust honum minnist hans með vinsemd og söknuði. Baldur Þór Þorvaldsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Nú þegar Benedikt Elías Sæ- mundsson frændi minn hefur kvatt okkur eftir næstum heila öld á þess- ari jörðu finnst mér ég varla geta orða bundist. Mig langar að kveðja hann með greinarkorni. Meiri lífs- kúnstnerar en hann og bræður hans eru held ég vandfundnir. Ég þarf ekki að leita lengra að fyrirmyndum í lífinu. Hvaða rúmlega níræði mað- ur myndi til dæmis skella sér upp á þak og mála eins og ekkert sé sjálf- sagðara? Jú, Benedikt Elías frændi. Auðvitað, hvers vegna ekki? Hann var með allra hressustu mönnum í yfir níutíu ár og geri aðrir betur. Síðustu árin var heilsunni þó farið að hraka og ég efast ekki um að hon- um líður betur þar sem hann er núna. Það mætti reyndar segja mér að hann fari hlaupandi allra sinna ferða í nýju heimkynnunum og hvers vegna ekki? Síðustu tvö árin um það bil bjuggu þau hjónin á dval- arheimilinu Hlíð þar sem vel var hugsað um þau. Áður vildi frændi þó yfirleitt sem minnst gera úr því þeg- ar hann var spurður hvort hann ætl- aði ekki að fara á elliheimili og þau hjónin, en þá sagðist hann kannski fara þegar hann yrði eldri. Svona var frændi minn ungur í anda, já BENEDIKT ELÍAS SÆMUNDSSON Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNA ÁGÚSTA RUNÓLFSDÓTTIR, Árskógum 8, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 1. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðbergur Guðnason, Branddís Benediktsdóttir, Valgarður Húnfjörð Bertelsson, Rafn Benediktsson, Margrét Guðmundsdóttir, Viðar Benediktsson, Brynja Valgeirsdóttir, Ólafur Þór Benediktsson, Guðjóna Guðjónsdóttir, Garðar Benediktsson, Unnur Guðbjartsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir, Vigfús Þór Gunnarsson, Linda Benediktsdóttir, Hrólfur Einarsson, Guðni Guðbergsson, Jóhanna Jónsdóttir, Kristrún Guðbergsdóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn, ERLENDUR GUÐBJÖRN ÁRNASON Knarrarnesi, andaðist mánudaginn 10. október á Sjúkrahúsi Akraness. Guðríður Jóna Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.