Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HÓPUR Dana, sem telja að þátttaka Dana í stríð- inu í Írak hafi brotið gegn stjórnarskránni, hefur höfðað mál gegn Anders Fogh Rasmussen for- sætisráðherra í Eystra Landsrétti. Er um að ræða 24 danska borgara. Per Stig Møller utanríkisráð- herra segir í viðtali við dagblaðið Politiken að stjórnarskráin hafi ekki verið brotin. „Dómstól- arnir munu kveða upp sinn úrskurð um það,“ segir ráðherrann. Þeir sem höfða málið vonast til að dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að um brot á dönskum lögum hafi verið að ræða þegar meirihluti þing- manna samþykkti 21. mars 2003 að Danir tækju þátt í hernaðaraðgerðum í Írak. Byggt er á því að samkvæmt stjórnarskrá megi ekki beita dönskum herafla gegn nokkurri þjóð nema í sjálfsvörn eða eftir ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Politiken hefur eftir prófessor í lögum að hann sé efnislega sammála stefnendum en efist um að mál- ið eigi heima fyrir rétti. Litið á stjórnarskrána sem hlaðborð? Rökstuðningurinn fyrir málshöfðun er 74 blað- síður og var hann afhentur dómstólnum í gær. Lögmaðurinn Christian Harlang, sem fer með málið fyrir hópinn ásamt Bjørn Elmquist, segir að Danmörk hafi ekki sætt árás á þessum tíma. „Með tilliti til framtíðarinnar er mikilvægt að slá því föstu að þingmenn skuli halda sig við stjórnarskrána. Stjórnarskráin hefur verið brotin og dómstólar verða að taka afstöðu til málsins, ella verður litið á stjórnarskrána eins og hvert annað hlaðborð,“ sagði Harlang. Hann nefnir að þau rök, að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem hægt væri að beita gegn Vestur-Evrópu með 45 mínútna fyrirvara, hafi reynst byggð á ósannind- um. Haft er eftir Henning Koch, lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að hann sé sammála því að stríðið í Írak hafi verið ólöglegt. Hins vegar segist hann ekki vera viss um að dómstólarnir séu til þess bærir að fjalla um málið. Lagaprófessorinn segir að stefnumótun í utan- ríkismálum snúist ekki aðeins um lög heldur einn- ig um vald. Eitthvert erfiðasta verkefni sem dóm- stóll geti fengið sé að ógilda ákvörðun sem tekin hafi verið með lýðræðislegum hætti af löggjafan- um. Stefna dönsku stjórninni fyrir stjórnarskrárbrot Hópur Dana telur að þátttakan í Íraksstríðinu hafi verið ólögleg Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra. Abbottabad. AP. | Það er kvöld og brúðkaupstjöldin á sjúkrahússlóð- inni í pakistanska háskólabænum Abbottabad byrja að leka í úrhellinu þannig að læknar, sjálfboðaliðar og skelfingu lostnir sjúklingar renn- blotna. Þótt ástandið sé slæmt geta sjúk- lingarnir huggað sig við að það er að minnsta kosti rafmagn í Abbottabad og þeir fá hreint drykkjarvatn og lyf. Þeir njóta aðhlynningar lækna og sjálfboðaliða sem sjá þeim fyrir mat. Í þessum hluta Pakistans, þar sem heilu þorpin jöfnuðust við jörðu í jarðskjálftanum um helgina, prísa menn sig sæla fái þeir einhverja að- stoð. Nokkrum klukkustundum eftir jarðskjálftann fluttu læknar Ayub- sjúkrahússins í Abbottabad nær alla starfsemi þess út á lóðina vegna þess að talið var að byggingin gæti hrunið ef annar skjálfti riði yfir. Þeir reistu tjöld, sem venjulega eru notuð til að halda brúðkaupsveislur, á grasflöt og bílastæði sjúkrahússins og komu þar fyrir rúmum og tækjum. „Við verðum að gera allt sem við getum til að hjálpa fólki – en þurfum að gera það utandyra,“ sagði Hina Kahn, 25 ára læknanemi, og brosti þótt hún væri augljóslega dauð- þreytt. Abbottabad er um 40 km frá skjálftamiðjunni og varð fyrir til- tölulega litlu tjóni í hamförunum. Næsta stóra sjúkrahús, í borginni Muzaffarabad, eyðilagðist í jarð- skjálftanum. Um þúsund sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar eyðilögðust í jarð- skjálftanum í Pakistan, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóð- anna í gær. Búist er því við að marg- ir þeirra tugþúsunda manna sem slösuðust í hamförunum verði fluttir á sjúkrahúsið í Abbottabad. Sjúkrahúsið var hannað til að taka á móti allt að þúsund manns en ring- ulreiðin vegna neyðarástandsins er svo mikil að enginn veit hversu margir sjúklingarnir eru. Einn læknanna giskaði á að 2.000–3.000 manns hefðu komið á sjúkrahúsið frá því að jarðskjálftinn varð. Nokkrir læknanna sögðust hafa áhyggjur af því hvað yrði um þá sjúklinga sem slösuðust alvarlega og misstu alla nánustu ættingja sína í hamförunum. Einn læknanna, Nadeem Zahad, benti á þrettán ára dreng sem flutt- ur var á sjúkrahúsið. Öll fjölskylda drengsins fórst og hann er nú lamað- ur upp að hálsi. „Hvert fer þetta fólk eftir að það hefur fengið aðhlynn- ingu?“ spurði Zahad. „Hverjir eiga að annast munaðarlausu börnin?“ APSlasað fólk í tjaldi á lóð Ayub-sjúkrahússins í bænum Abbottabad í norðurhluta Pakistans eftir jarðskjálftann sem reið yfir á laugardaginn var. Hundruðum slasaðra hjúkr- að utandyra &' ()*        !"#$% &!'()*)" +$   , -       !./)012/ 34 5 && ()& 67/) /8 5' &'()' 9. 4:/1+/  &5; ()& 7:.9 ** &( () !2!)4:++!/ (  () <=1/)/0+=/  &(* ()& !/)+1/0=1   ( ()& !/)0/+> 7 1+/)?>: &' 4>@ .3A () ()* ;' +94. 21 J  N)'; !25 ()& ()( *)* .@) 1 O - ' *  5      ’Um þúsund sjúkrahúsog heilsugæslustöðvar eyðilögðust í jarðskjálft- anum.‘ BRESKI blaðamaðurinn Harold Ev- ans segir í vikulegri grein sinni á fréttavef BBC frá nýrri skáldsögu bandaríska rithöfundarins Mich- aels Crichton, State of Fear, um hlýnun loftslagsins. Þar segir Crichton að kenningar um hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa séu ekki annað en áróður öfgasinna, þær séu ekki byggðar á traustum vísindum. Evans segir að Crichton sé enn á ný að búa til hrollvekju um óða vís- indamenn sem ekki sjáist fyrir eins og hann gerði í bókinni um end- urskapaðar risaeðlur, Jurasic Park. Margir repúblikanar í Bandaríkj- unum og ekki síst George W. Bush forseti hafa lengi lýst efasemdum um gildi vísindakenninga um að at- hafnir manna valdi hlýnandi lofts- lagi og einnig dregið í efa að sann- að hafi verið að loftslag á jörðunni fari hlýnandi. Evans segir að þekkt hugveita bandarískra hægrimanna, Americ- an Enterprise Institute for Public Policy, hafi nýlega heiðrað Crich- ton. Hann hafi verið fenginn til að ávarpa fund félagsmanna í Wash- ington, ekki til að ræða um bókina heldur um vísindastefnu 21. aldar. Evans segir að Crichton hunsi al- gerlega að 2.000 þekktir vís- indamenn frá 100 ríkjum hafi árið 2004 orðið sammála um losun loft- tegunda eins og koldíoxíðs gæti valdið miklum hörmungum ef ekki yrði gripið í taumana. Hann segist aldrei hafa orðið mjög hrifinn af samsæriskenn- ingum, hvort sem þær hafi komið frá hægri- eða vinstrimönnum. Ef menn vilji ræða slík samsæri séu ábendingar Greenpeace um að olíu- félög styrki á laun ýmsa aðila sem reki áróður gegn Kyoto-bókuninni mun vænlegri. Evans segir að samsærið um að blekkja heiminn, sem Michael Crichton lýsi, minni mjög á stíl sagnfræðingsins Richard Hof- stadters sem einkennist mjög af vænisýki (paranoia). Síðan segir Evans: „Enn er til fólk sem einfaldlega veit að FDR [Franklin Delano Roosevelt Banda- ríkjaforseti] stóð fyrir samsæri með Winston Churchill til að fá Japana til gera sprengjuárás á Pearl Har- bor. Milljónir manna vita einfald- lega að það var Lyndon Johnson sem leigði morðingja, þann sem kom sér fyrir á grashólnum í Dall- as, til að myrða JFK [John Fitzger- ald Kennedy Bandaríkjaforseta].“ Crichton málpípa olíufélaga? LÁVARÐADEILD breska þingsins hefur hafið umræðu um hvort lækn- um skuli heimilað að hjálpa fólki með banvæna sjúkdóma til að deyja. Jafnframt er gert ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp þar að lútandi í lok þessa mánaðar eða í byrjun nóv- ember, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Talsmaður frumvarpsins, Joffe lá- varður, segir að samkvæmt frum- varpinu verði lögleitt að heimila læknum að skrifa upp á lyf fyrir fólk með banvæna sjúkdóma, til að binda enda á líf sitt. Gert er ráð fyrir að málið muni mæta harðri andstöðu meðal geist- legra yfirvalda bresku biskupakirkj- unnar, sem jafnan hafa brugðist hart og illa við þegar umræða um sjálfs- ákvörðunarrétt fólks til að binda enda á líf sitt hefur verið til umræðu. Lávarðadeild breska þingsins Umræður um réttinn til að deyja ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.