Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 318. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Elska tjull og táskó Samrýndar mæðgur reka ball- ettskóla og verslun | Daglegt líf Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Barnasjúkdómar að baki  Velgengni í fær- eyskum sjávarútvegi Íþróttir | Garðar til liðs við Dun- fermline  Allt í járnum í riðli Manchester United VATN á flöskum og vatnsfötur runnu í gær út eins og heitar lummur í Harbin, þriggja millj- óna manna borg í Norðaustur-Kína. Var ástæðan sú, að mikil sprenging hafði orðið í efnaverksmiðju í nágrannaborginni Jilin og var óttast, að eiturefni hefðu komist út í Song- hua-fljót en þangað er drykkjarvatnið sótt. Af þeim sökum ákvað vatnsveitan að loka fyrir allt kerfið í fjóra daga eða á meðan rannsókn fer fram. Föturnar ætlaði fólkið að nota undir vatn úr grunnvatnsbrunnum, sem ekki hafði verið lokað. Reuters Ekkert vatn í kínverskri milljónaborg ANGELA Merkel tók í gær við embætti sem áttundi kanslari Þýskalands eftir stríð. Er hún fyrsta konan og jafnframt fyrsti Austur-Þjóðverjinn til að gegna því. Hennar bíður nú það erfiða verkefni að hrista upp í þýsku efnahagslífi eftir langvarandi stöðnun. Merkel, sem er 51 árs að aldri, var kjörin með 397 atkvæðum gegn 202 en 12 sátu hjá. Þurfti hún stuðning 308 þingmanna en það vakti athygli, að 51 þingmaður stjórnarflokkanna greiddi atkvæði gegn henni. Flokkana greinir á um margt í efnahagsmálunum en þeir urðu sammála um að brýnasta verkefnið væri að ráða bót á miklum fjárlaga- halla. Verður virðisaukaskattur hækkaður 2007 úr 16% í 19% og hátekjuskattur verður hækkaður úr 42% í 45%, þvert ofan í stefnu Merkel og kristilegra. Varð hún einnig að gefa eftir í ýmsum öðrum málum en hagfræðingar segja, að mesta meinið í þýsku efnahagslífi sé mikill vinnuaflskostnaður, eink- um við ýmis launatengd gjöld. Er Merkel hafði tekið við emb- ætti sagði hún, að erfitt verk biði nýju stjórnarinnar: „Það hefur verið okkur öllum of- arlega í huga í dag, að öll þjóðin væntir mikils af okkur. Vanda- málin eru mýmörg en það er okkar að leysa úr þeim.“ Merkel fer í sína fyrstu utan- landsferð sem kanslari í dag, til Parísar og Brussel, og til Lundúna á morgun. Ekki er mikill ágrein- ingur með stjórnarflokkunum um utanríkismálin en Merkel leggur þó meiri áherslu á náið samband við Bandaríkin en Schröder hefur gert. Þeir Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Jacques Chirac, for- seti Frakklands, urðu fyrstir þjóð- höfðingja til að óska Merkel vel- farnaðar í starfi og lögðu þeir báðir áherslu á náið samstarf með ríkj- unum. „Þjóðin væntir mikils af okkur“ Angela Merkel nýr kanslari Þýskalands Reuters Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari, færði arftaka sínum í embætt- inu, Angelu Merkel, blóm í tilefni af deginum. Er til þess tekið hve lof- samlegum orðum þau hafa farið hvort um annað en nú tekur alvaran við hjá fyrstu konunni sem sest á kanslarastól í Þýskalandi.  Erfið stjórnarfæðing | 14 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is NÝLEGAR íssjármælingar dr. Helga Björnssonar jöklafræðings og samstarfs- manna hans við Jarðvísindastofnun Há- skóla Íslands hafa leitt í ljós að margir skriðjöklanna suður úr Vatnajökli hafa grafið sig langt niður fyrir sjávarmál, jafnvel allt niður á 300 metra undir sjávarborði. Þetta á t.d. við um Hoffellsjökul í Hornafirði, Fláajökul, Heinabergsjökul, Skála- jökul, Kvíárjökul, Svína- fellsjökul og Skaftafells- jökul. Þessir djúpu farvegir skriðjöklanna eru allt að 20 km langir. Haldi jöklar áfram að hjaðna, eins og líklegt er gangi spár um hlýnun eftir, munu jökullón myndast við sporða margra þeirra jökla sem ganga suður úr Vatna- jökli. Jökullón þessi verða væntanlega áþekk því sem nú er við sporð Breiða- merkurjökuls. Þessi þróun gæti valdið miklu sjávarrofi við strönd Suðaustur- lands. Vatnajökull horfinn eftir 300 ár? Ef jökullónin myndast er líklegt að þau hafi svipuð áhrif og lónið á Breiðamerkur- sandi. Jökulsárlónið tók að koma í ljós á árunum 1933–34. Jökulframburðurinn sest í lónin í stað þess að jökulárnar beri hann til sjávar þar sem framburðurinn byggir upp strandlengjuna. Framburðurinn hefur þannig vegið upp sjávarrof, a.m.k. að ein- hverju leyti. Mikið sjávarrof, um átta metrar á ári, hefur verið á ströndinni und- an Breiðamerkursandi, enda fer framburð- urinn mest í lónið. Nú eru aðeins um 300 metrar frá fjöruborðinu að brúnni yfir Jök- ulsá og þjóðveginum. Ef loftslag helst svipað og undanfarinn áratug bendir allt til þess að Vatnajökull verði aðeins svipur hjá sjón eftir um 200 ár og nær horfinn eftir um 300 ár. Líklegt að jöklar haldi áfram að hjaðna vegna hlýinda Gæti valdið sjávarrofi við strönd Suð- austurlands  Djúpir farvegir | 24 Dr. Helgi Björnsson Róm. AP, AFP. | Hungur og vannær- ing verða næstum sex milljónum barna að aldurtila á hverju ári. Kemur það fram í skýrslu frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í gær. „Mörg þessara barna deyja úr smitsjúkdómum, sem unnt er að lækna; iðrakveisu, lungnabólgu, malaríu og mislingum, og það hefði oft tekist, hefði ónæmiskerfi þeirra ekki verið orðið veiklað af hungri og vannæringu,“ sagði í yfirlýsingu frá FAO er skýrslan var kynnt. Fram kemur, að á árunum 2000 til 2002 hafi 852 milljónir manna þjáðst af vannæringu, þar af 814,6 milljónir í þróunarríkjunum. Á þessum tíma átti það við um 33% íbúa í Afríku, sunnan Sahara, og 16% íbúa í Asíu og á Kyrrahafs- svæðinu. Illa gengur að ná markmiðum Í skýrslunni er það harmað hve illa gangi að ná þúsaldarmarkmið- um Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000 en þau voru að hafa helming- að fjölda þeirra, sem þjást af hungri, árið 2015. „Eins og nú horfir munu þau ekki nást nema í Suður-Ameríku og á Karíbahafssvæðinu,“ sagði Jacques Diouf, framkvæmdastjóri FAO. Lagði hann áherslu á, að það væri forgangsmál að ráðast gegn fátæktinni á landsbyggðinni þar sem 75% fátæklinganna byggju. Hungrið deyðir sex millj. börn ♦♦♦ London. AFP. | Yfirvöld í Newcastle á Englandi ætla að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar afgreiðslutími kráa og veit- ingahúsa verður gefinn frjáls á morgun, fimmtudag. Eru þau nú að koma fyrir færanlegu hersjúkrahúsi í miðborginni til að sinna útúrdrukknu fólki. Frjálsi afgreiðslutíminn er ákaflega umdeildur og óttast margir, að drykkju- skapurinn, sem þykir ærinn fyrir, muni aukast um allan helming. Vegna þess vilja yfirvöld í Newcastle vera við öllu búin en í sjúkrahústjaldinu verður hægt að taka á móti 50 manns í einu. Þar verður til dæmis gert að meiðslum vegna slagsmála og fólki komið á önnur sjúkra- hús ef þurfa þykir. Viðbúnaður í Newcastle

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.