Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 2
Björn sagði góða reynslu vera af varnarsamstarfi við Bandaríkin og að alltaf hefði náðst samkomulag um deiluefni sem hafi risið í gegnum tíð- ina. Hefur hann trú á að sú verði einnig raunin nú. „Við þurfum bara að leysa þetta mál eins og við höfum gert alla tíð.“ Hann segir hvorki áhuga hjá bandarískum né íslenskum stjórn- völdum að rifta varnarsamningnum frá 1951. Samkomulag hafi náðst um að orrustuþoturnar verði hér um kyrrt en að ágreiningur sé um kostn- aðinn. Íslendingar hafi lýst því yfir að þeir væru tilbúnir að koma meira að rekstri flugvallarins. Ráðherrann fór yfir sögu varnar- samningsins og sagði það engin stór- tíðindi að deilt væri um þætti er við kæmu varnarsamstarfinu. Það sem væri nú að gerast hefði verið fyr- irsjáanlegt allt frá lokum kalda stríðsins. Ástandið hefði þá gjör- breyst og öllum verið ljóst að það hefði áhrif á stöðu Keflavíkurflug- vallar. Vilja ekki rifta samningnum Þrátt fyrir það sagði Björn Banda- ríkjamenn aldrei hafa sýnt vilja til að rifta samningnum og að þeir litu á Ísland sem hluta af sínum vörnum. Deilt væri nú um hvaða búnaður ætti að vera staðsettur hér á landi. Ný staða væri komin upp og bandarísk stjórnvöld þyrftu á öllu sínu að halda í Írak og víðar og vildu hafa meiri sveigjanleika hvað varðar staðsetn- ingu síns búnaðar og mannafla. DÓMSMÁLARÁÐHERRA segir hvergi koma fram í áætlunum Evr- ópusambandsins (ESB) í öryggis- og varnarmálum að það hafi hagsmuna að gæta í þeim efnum á Norður-Atl- antshafi og ekkert sem bendir til að það ætli að láta að sér kveða á þessu svæði. Sambandið líti til annarra átta hvað varðar öryggismál sín. Hann segist því ekki telja það eðlilegt framhald á auknu samstarfi Íslands við ESB að það taki við vörnum landsins af Bandaríkjunum. Þetta kom m.a. fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á fundi sem Heimdallur stóð fyrir í Valhöll í gærkvöldi. En þrátt fyrir þetta hefðu íslensk stjórnvöld hvergi slakað á sínum kröfum. Þau vildu hafa hér sýnilegar varnir, það væri mikilvægt til að halda uppi trúverðugu öryggiskerfi. Björn sagði ljóst að Íslendingar gætu ekki rekið hér sjálfir flugher með orrustuþotum en að þeir gætu þó látið meira að sér kveða í varnar- og öryggismálum. Raunar væru þeir farnir að gera það með öflugri lög- gæslu og með þátttöku í friðargæslu. Spurður um hvort til greina kæmi að aðrar þjóðir, t.d. Bretar, tækju við vörnum landsins, sagði Björn það hafa verið rætt í gegnum tíðina en að niðurstaðan hefði verið sú að vera ætti í samstarfi við þá bestu. Engin önnur þjóð hefði burði til að athafna sig á Norður-Atlantshafinu. Dómsmálaráðherra hefur trú á að ágreiningur um varnarmál verði leystur ESB hefur engra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is 2 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁFRAM MANNEKLA Enn er erfitt ástand á hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða á höf- uðborgarsvæðinu, en illa hefur gengið að manna stöður frá því í haust. Ekki hefur tekist að opna nýja hæð á Droplaugarstöðum við Snorrabraut, ný aðstaða var tilbúin í síðasta mánuði en ekki fæst fólk til starfa. Nýr kanslari Angela Merkel sór í gær embætt- iseið sem kanslari Þýskalands og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Verða efnahagsmálin mesta og erfiðasta verkefni stjórnar hennar en þau hafa einkennst af stöðnun í langan tíma. Mikill meiri- hluti þingmanna stóð að baki henni í kanslarakjörinu en það vekur nokkr- ar áhyggjur, að 51 þingmaður stjórnarflokkanna greiddi atkvæði gegn henni. Líklegt að jökullón myndist Haldi jöklar hér á landi áfram að hjaðna, eins og líklegt er, munu jök- ullón myndast við marga jökla sem ganga suður úr Vatnajökli, þar sem skriðjöklar hafa grafið sig allt að 300 metra undir sjávarmál. Ef jökullónin myndast er líklegt að þau hafi svipuð áhrif og Jökulsárlón á Breiðamerk- ursandi. Þessi þróun gæti valdið miklu sjávarrofi við strönd Suðaust- urlands. Leki hjá Actavis Rýma þurfti tilraunastofur lyfja- fyrirtækisins Actavis í hádeginu í gær eftir að lífræn leysiefni láku úr flösku á tilraunastofu. Slökkviliðið var kallað á vettvang til að hreinsa efnið upp, og loftræsta húsnæðið. Starfsfólk er talið hafa brugðist við á hárréttan hátt, en fólki í nærliggj- andi húsum stafaði ekki hætta af lekanum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 27 Viðskipti 13 Minningar 28/32 Erlent 14/15 Dagbók 36 Höfuðborgin 18 Víkverji 36 Akureyri 18 Velvakandi 37 Suðurnes 19 Staður og stund 38 Landið 19 Menning 39/45 Daglegt líf 20 Bíó 42/45 Listir 21 Ljósvakamiðlar 46 Umræðan 22/27 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %           &         '() * +,,,                              Í nærgöngulli og einlægri bók sýnir skáldið okkur í huga sinn, hann ferðast með okkur á vit drauma, óska, vona og tilfinninga; hann veltir fyrir sér lífi sínu andspænis dauðanum sem sífellt færist nær; hann þráteflir skák gleði og sorgar í ljóðum þar sem á furðulegan hátt fara saman dauðageigur og sigurvissa. Nautn þeim sem unna fegurð lífsins og skáldskaparins www.jpv.is ÁHÖFN þýska togveiðiskipsins Iris sem lagðist að höfn í Eskifirði í gærdag setti tundurdufl á hafnarbakkann sem komið hafði upp með veiðarfærum skipsins. Kallað var eftir aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem komu tveir saman með SYN, þyrlu Gæslunnar, um miðjan dag. Eftir skoðun var ákveðið að eyða duflinu og var það brennt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði stafaði hætta af duflinu og var til að mynda inn- volsið, s.s. forsprengjan, sem nýtt. Talið er að duflið sé breskt og hafi verið lagt í síðari heimsstyrjöldinni. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hætta skapaðist af tundurdufli á bryggjunni Stefnir í mann- eklu hjá Gullborg FJÓRA starfsmenn vantar á leik- skólann Gullborg á Rekagranda frá og með 1. janúar. Engar umsóknir liggja fyrir um stöðurnar að sögn Rannveigar Bjarnadóttur leik- skólastjóra. 21 starfsmaður vinnur á Gullborg að öllum meðtöldum en stöðurnar sem ómannaðar verða frá áramótum eru leikskólakennarar, leiðbeinendur eða uppeldismenntað fólk. Rannveig segir vandann hafa ver- ið ræddan í nánu samstarfi við menntasvið Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir að starfsfólk menntasviðs sé allt af vilja gert til að leysa vand- ann er engin lausn í sjónmáli. Rann- veig segir fólk vissulega hafa mikinn áhuga á að vinna á leikskólum en lág laun fæli fólk frá störfunum. Áfrýjar dómi Scotts Ramseys RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi í október sl., þar af 15 mánuði skil- orðsbundið, fyrir að veita dönskum hermanni hnefahögg sem leiddi til bana. Ríkissaksóknari áfrýjaði mál- inu til refsiþyngingar. Í héraði var ákærði einnig dæmdur til að greiða foreldrum fórnarlambsins 1,5 millj- ónir íslenskra króna og tæpar 65 þúsund danskra króna í bætur. AÐEINS 17 stórnotendur á raforku- markaði hafa skipt um sölufyrirtæki það sem af er þessu ári, en um síðustu áramót var fyrirtækjum sem nota 100 kílóvattstundir eða meira heimilað að velja sér raforkufyrirtæki óháð stað- setningu. Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri markaðsdeildar Orku- veitu Reykjavíkur, segir að sér hafi komið á óvart að fleiri skuli ekki hafa skipt um sölufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá Orku- stofnun nota um eitt þúsund fyrirtæki á Íslandi meira en 100 kílóvattstundir af raforku á ári, en aðeins 17 notendur hafa skipt um sölufyrirtæki frá því að samkeppni hófst á þessum hluta raf- orkumarkaðarins. Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að þótt þetta séu ekki margir notendur verði að hafa í huga að þar fyrir utan geti margir hafa leitað eftir betri kjörum hjá sölu- fyrirtæki sínu. Kemur á óvart Ingibjörg Valdimarsdóttir stað- festir að þó nokkuð hafi verið um að viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur hafi haft samband til að ræða um við- skiptakjör sín og í framhaldinu hafi verið gerðir nýir sölusamningar. Hún segir hins vegar að það hafi komið sér á óvart að samkeppnin skuli ekki hafa leitt til meiri breyt- inga. Það virðist taka rafmagnsnot- endur nokkurn tíma að átta sig á breyttu umhverfi. Ingibjörg segir að markaðsdeild Orkuveitunnar hafi ekki enn sem komið er lagt mikla áherslu á að nálg- ast nýja viðskiptavini að fyrra bragði. 17 hafa skipt um sölufyrirtæki Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.