Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Atli Jónasson er eitt athyglisverðasta leikskáld þjóðarinnar um þessar mundir og hafa verk hans verið sviðsett víða um heim. Hann hlaut Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin árið 2004. www.jpv.is MÖGNUÐ NÚTÍMASAGA Í frostinu er saga margra í nútíma samfélagi; hún er ógnvænlega kunnugleg, vekur til umhugsunar, skemmtir og særir í einni svipan. – eftir eitt athyglisverðasta leikskáld þjóðarinnar „Undirliggjandi spenna ... vekur mann til umhugsunar” Þorgerður E. Sigurðardóttir / kistan.is „Prýðilega vel heppnað verk ... með ljóst erindi sem varðar alla sem vilja vita af öðrum í heiminum” Páll Baldvin Baldvinsson / DV TILRAUNASTOFUR lyfjafyrir- tækisins Actavis við Dalshraun í Hafnarfirði voru rýmdar um hádeg- isbil í gær eftir að starfsmaður upp- götvaði leka á lífrænum leysiefnum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) var þegar kvatt á vettvang og var efnið hreinsað upp og húsnæðið loftræst. „Starfsfólkið er alltaf í hættu þar sem efnaslys verður, það er óhjá- kvæmilegt þegar unnið er með hættuleg efni að starfsfólk sé alltaf í hættu og allir sem nálægt koma,“ segir Höskuldur Einarsson, deildar- stjóri á útkallssviði SHS, sem stýrði aðgerðum í gær. „Í svona tilfellum er það alltaf starfsfólk sem þekkir vel til, veit hvað það er með í hönd- unum, og fær þjálfun til að fást við hlutina. Bregðist það rétt við getur það lágmarkað alla hættu.“ Höskuldur segir að ekki hafi verið nein hætta á ferðum fyrir fólk í nær- liggjandi húsum, en tvær nýbygg- ingar voru þó rýmdar á meðan loft- ræsting fór fram. Ekki var ljóst þegar slökkviliðið var kallað til um hvaða efni var að ræða heldur komu nokkur efni til greina, segir Höskuldur. Starfsfólk lét vita að efnin væru í lokuðum efnaskáp, og lét líka vita hvaða efni væru geymd í skápnum. Þar sem af þeim er bæði eitur- og eldhætta var ákveðið að nota létta eiturefnabún- inga sem notaðir eru yfir hefð- bundna búninga slökkviliðsins. Hiti myndaðist í safnflösku Í ljós kom að sprunga hafði mynd- ast á glerflösku sem notuðum leysi- efnum er safnað í. Höskuldur segir hita hafa myndast í flöskunni af óþekktum ástæðum og sprungan myndast vegna hitans. Flaskan var, eins og önnur hættuleg efni, geymd í sérhönnuðum skáp í tilraunastof- unni. Í flöskunni var m.a. eter en af honum er sterk lykt. Efnið er m.a. notað til svæfinga en er einnig notað við gæðaeftirlit á lyfjum, segir Guð- rún Eyjólfsdóttir, framkvæmda- stjóri gæðasviðs hjá Actavis Group. Tveir eiturefnasérfræðingar SHS fóru inn í bygginguna, auk þess sem aðrir tveir biðu fyrir utan, tilbúnir að fara inn ef eitthvað kæmi upp. Starfsfólk hafði dreift efni sem sog- ar í sig vökva inni í lyfjaskápnum þar sem lekinn varð áður en það forðaði sér út og var því hægt að sópa efninu upp segir Höskuldur. Að því búnu var byggingin loftræst áð- ur en starfsmenn fengu að fara inn aftur, tæplega tveimur klukkustund- um eftir að óhappið varð. Ekki er ljóst nákvæmlega hversu mikið magn af hættulegum efnum lak úr safnflöskunni, en hún tekur mest 2,5 lítra. Höskuldur segir miklar varúðar- ráðstafanir gerðar í fyrirtækjum sem meðhöndli hættuleg efni, starfs- fólk fái sérstaka þjálfun í viðbrögð- um, hættuleg efni séu geymd í sér- stökum efnaskápum og aðeins tekið út það sem verið sé að nota í hvert skipti. Að auki séu viðvörunarkerfi sem fari í gang ef eitthvað ber út af. Guðrún Eyjólfsdóttir segir starfs- reglur Actavis mjög skýrar þegar svona mál koma upp, starfsfólk yf- irgefi bygginguna og slökkvilið sé kallað til. Í þessu tilviki var einungis það hús sem hýsir tilraunastofur þar sem gæðaprófanir á lyfjum fara fram rýmt, en þótt húsið sé tengt skrifstofuhúsnæði og framleiðslusal er það með aðskilin loftræstikerfi og hægt að loka tilraunastofurnar al- gerlega af. „Þarna er unnið með mjög mikið af lífrænum leysiefnum, og þegar búið er að vinna mælingar og þarf að henda þessum lífrænu leysiefnum er þeim auðvitað ekki hent í vaskinn, heldur í sérstakar flöskur fyrir mis- munandi tegundir af slíkum efnum,“ segir Guðrún. Húsið rýmt á innan við mínútu Sprunga kom á eina slíka safn- flösku og hún fór að leka. Starfs- maður fann óvenjulega lykt og kann- aði málið. Hann uppgötvaði að sprunga var í einni flöskunni og lak úr henni á gólfið. Einmitt þegar hann hafði uppgötvað lekann lét gas- nemi vita af óeðlilegum lofttegund- um og viðvörunarkerfi fór í gang. „Viðbrögðin við slíku, samkvæmt þeim ferlum sem unnið er eftir, er að tæma rannsóknarstofurnar þangað til annað kemur í ljós. Það var gert, en þar sem þetta var um hádegisbil- ið var stærstur hluti starfsmanna í mat í mötuneytinu og því ekki marg- ir starfsmenn á staðnum. Það tók innan við mínútu að tæma húsið,“ segir Guðrún, sem var mjög ánægð með viðbrögð starfsfólksins. Spurð um þá hættu sem hafi getað orðið segir hún öll lífræn leysiefni geta verið varasöm, ef ekki er rétt með þau farið. Erfitt sé að segja ná- kvæmlega hvað hefði getað gerst, en starfsfólkið sé allt reyndir vísinda- menn og magnið svo lítið að ólíklegt sé að hætta hafi getað skapast. Guð- rún segir engin eftirmál verða vegna atviksins, en þetta sé í fyrsta skipti sem atvik á borð við þetta komi upp hjá Actavis. „Þetta var bara góður prófsteinn á það að okkar kerfi virk- ar.“ Rýma þurfti tilraunastofur Actavis vegna leka á lífrænum leysiefnum Aldrei var nein hætta í nærliggjandi húsum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Tilraunastofur Actavis í Hafnarfirði voru rýmdar í gær um leið og uppgvötvaðist að hættuleg efni hefðu lekið. MARGRÉT Hákonardóttir, leik- skólastýra frá Brúarási, tók sér frí úr vinnunni í tilefni 50 ára afmælis og gerði sér ferð í Mývatnssveit ásamt eiginmanni sínum, Eyjólfi Jó- hannssyni. Það skemmtilega var að Margrét reyndist vera 50 þúsund- asti gestur jarðbaðanna á þessu ári og fékk hún af því tilefni konfekt- kassa og árskort í böðin fyrir þau hjónin. Aðspurð segist hún ætíð koma við í böðunum þegar hún á leið um Mývatnssveit en hún stund- ar nám við Háskólann á Akureyri. Eins hafa þau hjónin nokkrum sinn- um gert sér ferð til að njóta þess- arar heilsulindar og er það því einkar vel við hæfi að þau fengu að- göngumiða fyrir næstu 12 mánuði að þessu tilefni. Á myndinni eru, frá vinstri: Birg- ir Steingrímsson, starfsmaður jarð- baða, Eyjólfur Jóhannsson, afmæl- isbarnið Margrét Hákonardóttir og Elísa Dagmar Andrésdóttir, starfs- maður jarðbaðanna. Morgunblaðið/BF Fimmtíuþúsundasti gesturinn var 50 ára ÁBYRGÐASJÓÐUR launa skuldaði ríkissjóði 536 milljónir króna í árs- lok 2004. Af þeim sökum hefur ver- ið lagt fram á Alþingi stjórn- arfrumvarp um að tekjustofn sjóðsins hækki, þ.e. svokallað ábyrgðargjald, úr 0,04% í 0,1% frá og með 1. janúar 2006. Í skýringum með frumvarpinu segir að eigið fé sjóðsins hafi verið uppurið í lok árs 2003 og að halli hafi verið á rekstri sjóðsins undanfarin ár. Verði ekk- ert að gert muni eigið fé sjóðsins verða neikvætt um sem nemur 2,2 milljörðum kr. í árslok 2011, miðað við að útgjöld verði um 500 millj- ónir króna á ári. Með fyrrgreindum breytingum á tekjustofni sjóðsins er áætlað að hægt verði að ná niður halla sjóðs- ins á sex árum. Í skýringum frum- varpsins kemur þó fram að teikn séu á lofti um að hámarki hafi verið náð í útgjöldum sjóðsins. Lagt til að tekju- stofn Ábyrgða- sjóðs hækki BÍLL valt á Miklubraut í Reykjavík á móts við Rauðarárstíg um hádeg- isbil í gær. Bíllinn var á austurleið og er ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, ekki talinn hafa meiðst al- varlega. Hann var þó fluttur á slysadeild Landspítalans. Umferð austur Hringbraut gekk hægt í kjölfarið á meðan lögregla rann- sakaði aðstæður og flutti bílinn í burtu. Tildrög slyssins eru í rann- sókn hjá lögreglunni. Bílvelta á Miklubraut MANNANAFNANEFND hefur hafnað beiðni um að millinafnið Val- berg verði skráð í mannanafnaskrá. Í úrskurði nefndarinnar segir að nafnið Valberg sé ekki til á manna- nafnaskrá sem millinafn. Hins vegar sé Valberg skráð í þjóðskrá sem ættarnafn og eiginnafn í karlkyni. Ættarnafn sé einungis heimilt sem millinafn í ákveðnum tilvikum en þar sem úrskurðarbeiðendur falli ekki undir þau skilyrði sé beiðni um nafnið Valberg sem millinafn hafn- að. Millinafninu Valberg hafnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.