Morgunblaðið - 23.11.2005, Page 15

Morgunblaðið - 23.11.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 15 ERLENT London. AFP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði uppi áform um sprengjuárás á arabísku sjón- varpsstöðina al-Jazeera en Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, taldi honum hughvarf. Breska dagblaðið Daily Mirror greindi frá þessu í gær og kvað þess- ar upplýsingar koma fram á leyni- legu minnisblaði breska forsætis- ráðuneytisins. Minnisblaðið er að sögn Daily Mirror fimm blaðsíður og er þar rak- ið samtal þeirra Bush og Blair á fundi í Hvíta húsinu 16. apríl í fyrra. Þá áttu bandarískir hermenn í erf- iðum bardögum við uppreisnarmenn í borginni Fallujah í Írak. Al-Jazeera birti áhrifamiklar sjónvarpsmyndir af föllnum og særðum óbreyttum borgurum og hermönnum. Ónefndir heimildarmenn blaðsins segja fram koma í minnisblaðinu að Bush hafi viljað gera loftárás á höf- uðstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar í Doha, höfuðborg Flóaríkisins Katar. Bandaríkjamenn hafa oftlega for- dæmt fréttaflutning al-Jazeera á undanliðnum árum. Stöðin hefur m.a. birt ávörp og áköll hryðjuverka- leiðtogans Osama bin Ladens, sýnt myndir af því þegar vestrænir gíslar í Írak eru teknir af lífi og hvergi dregið af sér í fréttaflutningi af hryllingi átakanna þar í landi. Grín eða fullkomin alvara? Minnisblaðið komst í hendur Tonys Clarkes, sem þá var þingmað- ur fyrir Verkamannaflokkinn. Í því kemur fram, að sögn Daily Mirror, að Blair var andvígur áformum for- setans og varaði við afleiðingum þeirra. Einn heimildarmanna blaðsins segir að Bush hafi verið að grínast þegar hann lét þessi orð falla. Annar viðmælandi Daily Mirror segir það ekki rétt vera; þeim Blair og Bush hafi verið fullkomin alvara er þeir ræddu málið og hugsanlegar afleið- ingar þess. Höfuðstöðvar al-Jazeera eru í viðskiptahverfi Doha. Segja Bush hafa viljað ráðast gegn al-Jazeera SAM, sem var valinn „ljótasti hund- ur heims“ þrjú ár í röð, drapst á heimili sínu í Kaliforníu á dögun- um, á fimmtánda aldursári. Sam varð þekktur í Bandaríkj- unum þegar hann fór með sigur af hólmi í ljótleikasamkeppni dýra í Kaliforníu árið 2003. Hann endur- tók sigurinn tvisvar og frægð hans barst víða um heim. Sam kom til að mynda fram í sjónvarpi í Japan, í útvarpi á Nýja-Sjálandi, breska dagblaðinu Daily Mirror, gisti á lúxushótelum og hitti auðkýfinginn Donald Trump í bandarískum sjón- varpsspjallþætti, að sögn fréttastof- unnar AP. AP Ljótasti hundur heims allur Nairóbí. AFP. | Tillögu um nýja stjórn- arskrá Afríkuríkisins Kenýa var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á mánudag. Niðurstaðan þykir mikið áfall fyrir Mwai Kibaki forseta. Samkvæmt tölum, sem birtar voru síðdegis í gær þegar einungis voru ótalin atkvæði í fjórum kjördæmum af 210, höfðu 57% þátttakenda hafn- að stjórnarskránni en 43% kjósenda lýst sig fylgjandi henni. Kibaki for- seti viðurkenndi ósigur og sagði að vilji þjóðarinnar yrði virtur. Forsetinn fór sjálfur fyrir fylk- ingu þeirra, sem vildu að stjórnlög- um landsins yrði breytt. Kibaki var kjörinn forseti árið 2001 og boðaði þá margvíslegar um- bætur í landinu meðal annars á sviði stjórnlaga. Stjórnarandstaðan styrkir stöðu sína verulega Andstæðingar forsetans vændu hann um að hafa svikið gefin loforð og sögðu stjórnarskrána nýju fallna til þess að auka enn völd forsetans. Þá höfðu kristnir kirkjuleiðtogar af því áhyggjur að í ráði væri að tryggja íslömskum dómstólum ákveðna stöðu innan réttarkerfisins auk þess sem einhverjir þeirra túlk- uðu stjórnarskrárdrögin á þann veg að opnað væri fyrir möguleika á hjónaböndum samkynhneigðra. Sérfróðir sögðu að niðurstaðan væri áfall fyrir Kibaki en næstu forsetakosningar fara fram í Kenýa árið 2007. Þykir sýnt að stjórnar- andstaðan hafi styrkt stöðu sína verulega með úr- slitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þá þykir og greinilegt að ætt- bálkahollusta hafi ráðið miklu um úr- slitin. Kikuyu-ættbálkur forsetans virðist almennt og yfirleitt hafa verið hlynntur stjórnarskránni en Lou-ættbálkurinn henni andvígur. Þetta eru tveir stærstu ættbálkar Kenýa en Raila Odinga, sem raunar er áhrifamikill ráðherra í stjórn Ki- bakis, tilheyrir þeim síðarnefnda. Odinga gekk uphaflega til liðs við Ki- baki gegn loforði um að stjórnlögum landsins yrði breytt á þann veg að komið yrði á fót embætti valdamikils forsætisráðherra. Samkomulagið kvað á um að Odinga yrði skipaður forsætisráðherra. Þetta loforð kvað hann forsetann hafa svikið og snerist því gegn honum. Í stjórnarskránni var raunar gert ráð fyrir embætti forsætisráðherra en völd viðkomandi voru ekki í sam- ræmi við fyrri áform forsetans og fyrirheit. Nýrri stjórnarskrá hafnað í Kenýa Raila Odinga ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.