Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENDINGAR eiga því láni að fagna að hafa byggt upp lífeyriskerfi sem á sér fáar hliðstæður meðal þjóða heimsins. Sú fyrirhyggja hefur lagt grunninn að lægra skatthlutfalli á þá sem vinnandi eru á næstu áratugum hér á landi en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. En því má ekki gleyma að uppbygging söfn- unarlífeyriskerfis byggist á iðgjalds- greiðslum heillar starfsævi. Því er ljóst að útgreiðslur úr líf- eyriskerfinu njóta sín ekki að fullu í afkomu lífeyrisþeganna fyrr en eftir tæpan aldarfjórðung eða þegar kynslóðin sem hóf sparnað á níunda áratug síð- ustu aldar fer á eftirlaun. Þýðing- armikill áfangi að núverandi lífeyr- iskerfi voru kjarasamningarnir 1986 en þá var samið um að greiða iðgjöld í áföngum af heildarlaunum í stað dag- vinnulauna sem áður var. Sá þjóðhagslegi sparnaður sem fer vaxandi í lífeyriskerfinu skiptir nú þegar verulegu máli í íslenskum þjóð- arbúskap. Lífeyrissparnaðurinn reiknast nú liðlega 110% af lands- framleiðslu sem á sér fáar hliðstæður meðal vestrænna þjóða og hins gríð- arlega eftirlaunavanda sem þær þjóð- ir standa frammi fyrir á næstu ára- tugum mun ekki gæta hérlendis. Stjórnmálamennirnir verða með athöfnum sínum og ákvörðunum að vera meðvitaðir um þá staðreynd, að þeir sem nú þiggja eftirlaun og þeir sem hefja töku eftirlauna á komandi árum hafa ekki haft tækifæri til að skapa sér full eftirlaunaréttindi frá lífeyrissjóðunum. En þetta er engu að síður kynslóðin sem lagði grunninn að lífeyriskerfi Íslendinga sem flestir ráðamenn vestrænna þjóða horfa með öfund til. Því er það grundvallaratriði að við sköpum öldruðum hliðstætt eftir- launaumhverfi og við sem erum á vinnumarkaði í dag gerum ráð fyrir að hafa við lok starfsævinnar. Þetta er málefni sem ég tel að ráðamenn eigi að hafa ofarlega ef ekki efst á forgangsmálefnalist- anum. En því miður sýnist sem aðbúnaður og af- koma aldraðra sé af- gangsstærð í stjórn- málum nútímans. Þannig var ömurlegt að horfa á Kastljósið fyrir stuttu síðan þar sem gerð var grein fyrir aðstæðum aldraðra á Sólvangi í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getur þessi aðstaða sem dvalarmönnum Sólvangs er þar búin fengið uppáskrift stjórnvalda þvert á lög og siðferðiskennd landsmanna? Ekki er síður undrunarefni hvernig tekjur einstaklinga sem komnir eru á eftirlaunaaldur eru meðhöndlaðar í samhengi við eftirlaunagreiðslur al- mannatrygginga. Þeir sem safnað hafa til eftirlaunaáranna með greiðslum til lífeyrissjóðanna er refs- að með lækkun greiðslna frá Trygg- ingastofnun sem nemur 45 krónum af hverjum 100 krónum sem koma frá lífeyrissjóðnum þeirra umfram 48.182 kr. á mánuði. Þessi refsing í formi rýrari greiðslna frá Tryggingastofn- un er of harkaleg og hana þarf að milda. Ekki síður felst óréttlæti í því að þeir sem höfðu aðstöðu til að leggja til hliðar til eftirlaunaáranna með kaup- um verðbréfa njóta skattalega mun betri kjara en hinir sem lögðu til hlið- ar með greiðslum til lífeyrissjóðanna. Fjármagnstekjur þeirra sem keyptu verðbréf eru skattlagðar í 10% skatt- þrepi meðan tekjur þeirra sem njóta eftirlauna frá lífeyrissjóðunum um- fram skattleysismörk eru skattlagðar upp á liðlega 37%. Þetta óréttlæti meðal aldraðra verður að lagfæra. Einföld leið og ekki svo kostnaðarsöm til þess að lagfæra þetta misrétti er að skattleggja eftirlaunagreiðslur lífeyr- issjóðanna í eitthvað lægra skattþrepi en almennar launatekjur. Ég skora á stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, til þjóðarátaks um að bæta bæði aðbúnað aldraðra og launakjör þeirra. Hlúa þarf vel að þeim sem eru á dvalar- og hjúkr- unarheimilum. Það eru sjálfsögð mannréttindi í nútíma samfélagi að þurfa ekki að deila herbergi með ókunnu fólki á síðustu æviárunum. Hér hef ég einungis tæpt á nokkr- um þáttum í málefnum aldraðra. Fjöl- margir aðrir þættir sem bæta þarf hafa mikla þýðingu og af þeim vil ég nefna þörf fyrir fjölgun hjúkrunar- og dvalarheimila. Ennfremur þarf að endurskoða fjárframlög til þeirra stofnana sem nú starfa, þannig að bæta megi aðbúnað aldraðra sem þar dvelja. Draga má úr þörfinni fyrir fjölgun dvalarrýma með aukinni heimilisaðstoð við þá sem vilja búa á heimilum sínum sem lengst. Með auk- inni heimaþjónustu við aldraða má að líkindum spara stórfé um leið og sjálfsvirðingu aldraðra sem vilja búa sem lengst í eigin húsnæði er skiln- ingur sýndur. Kjör og aðbúnaður aldraðra Þorgeir Eyjólfsson fjallar um málefni aldraðra ’Því er það grundvall-aratriði að við sköpum öldruðum hliðstætt eft- irlaunaumhverfi og við sem erum á vinnumark- aði í dag gerum ráð fyrir að hafa við lok starfs- ævinnar.‘ Þorgeir Eyjólfsson Höfundur er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. MIKIÐ hefur verið rætt um þessi Baugsmál síðan lögreglan lagði hald á bókhaldsgögn á skrifstofum Baugs fyrir u.þ.b. þremur árum. Flestir sem ég hef heyrt í um þetta mál trúa því ekki að stjórnendur Baugs hafi framið lögbrot af ráðn- um hug, en telja hugs- anlegt að þeir hafi gert einhver mistök. Allir gera einhvern tímann einhvers konar mistök. En öllum er ljós sú kaupmáttaraukning sem þeir hafa náð með því að versla í Bónus. Þetta er fólk úti á landi sem aldrei gat keypt þar vörur á sama verði og í Reykjavík fyrr en Bónus opnaði þar verslun og Reykvík- ingar sem muna eftir Hagkaupum og Miklagarði á svipuðu verði og verðmuninum þar og í Bónus 25- 35%. Ég hef heyrt marga segja að tilkoma Bónusverslananna hafi hald- ið lífi í fjölskyldum þeirra. Jóhannes í Bónus sé þeirra bjargvættur. Sumir tala um litla samkeppni, já jafnvel einokun á matvælum í smá- sölu. Ég tel samt að þar sé nú bara veruleg samkeppni og met það út frá heimsóknum í Nóatún, Samkaup, Krónuna, Þína verslun og Nettó. Ég tel líka að lágt vöruverð í Bónus hafi stuðlað að lækkun vöruverðs í þess- um verslunum. Ég las ákærurnar í „Baugsmál- inu“ í sumar. Átti erfitt með að finna glæpinn í þeim flestum enda ólög- fróður að mestu. Ósjálfrátt kom þá í hugann atvik frá fyrstu búskaparár- um okkar hjónanna þegar spara þurfti hverja krónu og gera greiðslu- áætlun. Matarpeningarnir voru þá í byrjun hvers mánaðar settir í litla Mackintosh-dollu og urðu að duga út mánuðinn. Dag þennan var konan að vinna til klukkan sex og ég átti að sjá um matinn. Ég keypti um kíló af ungkálfakjöti sem þá var lang- ódýrasta kjötið og mér þótti afar gott ofnsteikt en konunni ekki. Til þess að reyna að draga úr óánægju frúarinnar með kálfinn dró ég mér fé eða stal úr Mackintosh- dollunni fyrir hvítvíns- flösku sem við drukk- um með steikinni. Glæpinn játaði ég svo í lok máltíðar og var fyr- irgefið á stundinni. Mér fannst flestar Baugsákærurnar keimlíkar þessum glæp mínum þó að upphæð- irnar væru aðrar. Nokkru síðar dreymdi mig svo skrýt- inn draum. Mér fannst ég vera í gömlu kjall- araíbúðinni í Miðtúninu er dyrabjöll- unni var hringt. Fyrir dyrum var hópur manna og fremstur var mynd- arlegur, þybbinn maður í einkenn- isbúningi skipstjóra. Gylltu borð- arnir á ermunum voru þó miklu breiðari en ég hafði áður séð á þeirri stétt. Aftast í hópnum var maður sem ég hafði orðið að reka úr skip- rúmi fyrir löngu og glotti sá óg- urlega. Óeinkennisklæddur maður við hlið skipstjórans sagði hópinn hafa heimild til húsleitar og rann- sóknar vegna gruns um ólöglega notkun matarpeninga heimilisins. Ég sagðist hafa játað brotið fyrir meðeiganda og verið fyrirgefið. Þeir sögðu það engu skipta, brot væri brot samkvæmt lögum. Þeir lögðu svo hald á báðar möppurnar með heimilisbókhaldinu frá byrjun, leit- uðu að einhverju í bókum í bóka- skápnum og töldu peningana í kon- fektdollunni. Ég vaknaði svo í svitabaði þegar þeir skelltu útidyra- hurðinni, en létti mjög er ég sá að ég var ekki í Miðtúninu. Ég vonast nú fastlega til að sleppa við ákæru þrátt fyrir þessa játningu enda um 46 ár síðan brotið var fram- ið. Eða hvað? Hverju getur maður ekki átt von á þegar rannsókn- arlögreglan notar 3 ár til að leita að fleiri brotum en kærandi nefndi í upphafi Baugsmáls? Brotin hafa að minnsta kosti varla verið auðfinn- anleg. Og meint brot sem fundust að lokum voru svo óljós að saksóknari gat ekki gert dómurum skiljanlegt hver þau voru. Að undanskildum upphaflega glæpnum sem framinn var af sjálfum kærandanum en svo er hann ekki ákærður!!! Stjórnvöld minna okkur oft um þessar mundir á aukinn kaupmátt launa síðustu tíu árin. Getur ekki verið að Bónusverslanirnar eigi stór- an þátt í þeirri þróun? Ég held það. Okkur sem njótum lága vöru- verðsins í Bónus finnst þeir Bón- usfeðgar hafa verið þjóðinni blessun og þá gleymum við heldur ekki öll- um þeim íþróttafélögum, líknar- félögum, listamönnum og sjúkra- stofnunum svo tæpt sé á nokkrum tegundum félaga og fyrirtækja sem þeir hafa styrkt með ýmsu móti. Baugsmál Þröstur Sigtryggsson fjallar um Baugsmál ’Stjórnvöld minna okk-ur oft um þessar mundir á aukinn kaupmátt launa síðustu tíu árin. Getur ekki verið að Bónusverslanirnar eigi stóran þátt í þeirri þró- un?‘ Þröstur Sigtryggsson Höfundur er fyrrverandi skipherra. Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar fyrir þetta ár sem senn er liðið, var meginstefnan sú að auka hagræðingu í rekstri og í greinargerð með frumvarpi að fjárhags- áætlun fyrir næsta ár var því hampað að skuldir borgarsjóðs væru að lækka. Fjár- hagsáætlunin var kynnt í fjölmiðlum með flennifyrirsögnum um lækkun skulda borg- arsjóðs en þegar að er gáð er sú lækkun ein- göngu á pappírunum og ætlað að slá ryki í augu borgarbúa. Það er nefnilega heildarafkoma sam- stæðunnar svokölluðu – borgarsjóðs og fyr- irtækjanna – sem gild- ir. Og hvernig er hún? Heildarskuldir borg- arinnar, þ.e. samstæð- unnar (borgarsjóðs og fyrirtækjanna) hækka ár frá ári; voru 71 millj- arður 2004, verða 76 milljarðar á þessu ári skv. útkomuspá og eru áætlaðar 85,5 millj- arður skv. frumvarpinu fyrir 2006. Hreinar skuldir borgarinnar, þ.e. sam- stæðunnar (borg- arsjóðs og fyrirtækj- anna) – voru tæpir 58 milljarðar 2004, verða 63 milljarðar á þessu ári skv. útkomuspá og 73 og hálfur milljarður skv. frumvarpinu fyrir næsta ár.1 Þarna vaxa skuldir ógnarhratt. Vandanum velt yfir á fyrirtæki í eigu borgarinnar Þessi hækkun skulda samstæð- unnar skýrist m.a. af því að fjárhags- vanda borgarsjóðs hefur undanfarin ár verið velt yfir á fyrirtæki borg- arinnar. Og hvernig hefur það verið gert? Hingað til hafa skuldir verið millifærðar frá borgarsjóði yfir á Orkuveituna og látnar safnast upp þar. Núna er svipað uppi á ten- ingnum þegar þeirri sjónhverfingu er beitt í bókhaldinu, að Fráveitan (hol- ræsakerfi borgarinnar), sem skuldaði jafn mikið og eignum hennar nam, eða tæpa 8 milljarða, er sameinuð Orkuveitunni og síðan endurmetin verulega hærra en áður til að hækka eignastöðu Orkuveitunnar á móti. Þessi sameining Fráveitunnar við Orkuveituna lækkar heildarskuldir borg- arsjóðs um rúma 7 millj- arða. Það munar um minna, því sú lækkun skulda borgarsjóðs sem borgaryfirvöld stærðu sig af liggur nær öll í þessum gjörningi. Þriggja ára áætlun einskis nýtt plagg? Þegar Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borg- arstjóri kynnti fjárhags- áætlun næsta árs í borgarstjórn sagði hún að unnið væri skv. þriggja ára áætlun og að það fyrirkomulag væri til fyrirmyndar. En samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjár- mál borgarinnar árin 2006-2008, sem sam- þykkt var í borgarstjórn í apríl, var gert ráð fyrir að Fráveitan myndi áfram tilheyra B-hluta borgarsjóðs öll þrjú ár- in, svo ákvörðunin um sameiningu við Orku- veituna kemur óneit- anlega á óvart. Það er greinilegt að borgarstjórn hefur í of- boði gripið til þess ráðs að beita bókhaldsbrellu til að reyna – á kosningaári – að telja borgarbúum trú um að R-listinn hafi náð sér- stökum árangri við lækkun skulda borgarsjóðs. Það bíður nýs meirihluta í borg- arstjórn að gera átak til að bæta vinnubrögð og ná tökum á fjármálum borgarinnar. Það er forsenda þess að við getum haldið áfram metn- aðarfullri og jákvæðri uppbyggingu í borginni okkar. Heildarskuldir = skammtíma- og lang- tímaskuldir. Hreinar skuldir = heild- arskuldir að frádregnum peningalegum eignum (veltifjármunum og lang- tímakröfum) Bókhaldsbrellan Margrét Sverrisdóttir fjallar um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar Margrét Sverrisdóttir ’...borgarstjórnhefur í ofboði gripið til þess ráðs að beita bókhaldsbrellu til að reyna að telja borgar- búum trú um að R-listinn hafi náð sérstökum árangri við lækkun skulda...‘ Höfundur er varaborgarfulltrúi F-listans. UM ÞESSAR mundir leggur rík- isstjórnin fram frumvarp til laga um réttindi samkyn- hneigðra þar sem þeir eiga að fá staðfesta samvist sína skráða í þjóðskrá. Um leið munu þeir öðlast sömu réttindi og um hjón væri að ræða. Þetta er tímanna tákn og sorg- legt mjög. Samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni. Vilji fólk lifa að vilja Guðs og út frá kenningu krist- innar trúar er sambúð tveggja ein- staklinga af sama kyni óhugsandi. Guðrún Ögmundsdóttir alþing- iskona ætlar að leggja fram breyting- artillögu við lagafrumvarpið þar sem gert er ráð fyrir að prestar og for- stöðumenn trúfélaga fái leyfi til að gefa saman samkynhneigða ein- staklinga af sama kyni. Þetta er mjög alvarleg aðför að kristinni kirkju í landinu, bæði þjóðkirkjunni og frí- kirkjunum. Með þessu móti á að fara aftan að kristnu trúfélögunum – gefa þeim leyfi til einhvers sem þau vilja ekki og er þeim algjörlega á móti skapi, þ.e.a.s. ef þau vilja hlýða Orði Drott- ins. Verði þessi breyt- ingartillaga við lögin samþykkt mun það valda spennu og tog- streitu innan kristinna safnaða og ryðja braut siðleysi og miklu tjóni. Hvet ég allt kristið fólk til að halda vöku sinni. Látum ekki berast með þeirri miklu flóð- bylgju fráfalls og af- kristnunar sem nú ríður yfir þjóð okkar. Hún ógnar starfi kristinnar kirkju og mun leiða til mik- illar ógæfu ef svo fer fram sem horfir. Þjóðfélög sem hafa snúið frá hinum góða grunni kristilegs siðgæðis hafa uppskorið ógæfu, upplausn og mikla þjáningu. Guð forði okkur frá því. Biðjum þess að við fáum staðist og að kristin kirkja láti ekki berast með þessum vantrúar straumi. Biðjum þess líka að þjóð okkar sjái að sér, iðrist og snúi sér til Drottins með bæn um fyrirgefningu og náð. Viðvörun Friðrik Schram fjallar um frumvarp til laga um réttindi samkynhneigðra Friðrik Schram ’Þjóðfélög sem hafasnúið frá hinum góða grunni kristilegs sið- gæðis hafa uppskorið ógæfu, upplausn og mikla þjáningu.‘ Höfundur er guðfræðingur og prestur Íslensku Kristskirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.