Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Úttekt á nýjum flutningarisa Avion um allan heim á morgun Í NÝRRI söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir sumarið 2006, sem væntanleg er til félagsmanna, kemur fram að verð á veiðileyfum til félags- manna hækkar yfirleitt ekki milli ára og að félagið hefur bætt við sig veiði- svæðum, samtals nær 1.400 stangar- dögum í lax- og silungsveiði. „Hér er lagður grunnur að dirfskufullri verðstefnu, með því að halda megni veiðileyfa á sama verði, um leið og við bætum verulega við okkur veiðisvæðum,“ sagði Bjarni Júlíusson formaður SVFR á blaða- mannafundi í gær þar sem hann hampaði nýju söluskránni. SVFR, sem er langfjölmennasta stangveiðifélag landsins, hefur bætt við sig hátt í 700 stangardögum í lax- veiði. Mest munar þar um veiði á Nes- og Árnesveiðum í Laxá í Aðal- dal, þar sem veitt er og sleppt. Einn- ig selur félagið nú veiðileyfi í Gljúf- urá í Húnavatnssýslu og holl í Svalbarðsá og Grímsá. Þá hefur fé- lagið einnig bætt við sig um 700 stangardögum í silungsveiði, þar á meðal í urriðaveiði á Staðar- og Múlatorfu og Hrauni í Laxá í Aðal- dal, og sjóbirtingsveiði í Grímsá. Framboð stangardaga eykst umfram fjölgun félaga Í máli Bjarna kom fram að ein- ungis er um hækkun á veiðileyfum í þrjár ár að ræða, í Leirvogsá og Laxá í Kjós, vegna nýrra samninga við veiðiréttarhafa, og í Tungufljót þar sem veiðifélag árinnar hefur ákveðið að hækka leyfin í samræmi við vísi- tölu. Þá greindi hann einnig frá því að félagsmönnum hefur fjölgað um fimm prósent á milli ára en framboð stangardaga hefur aukist umfram það, eða um 10%. Þannig var fram- boð stangardaga á hvern félaga 2,9 árið 1993 en verður 5,14 árið 2006. Vildi hann fullyrða að það hlutfall hafi aldrei frá stofnun félagsins verið jafn hátt. Framboð á stangardögum í laxveiði á hvern félaga hefur á þessu árabili aukist úr 2,3 dögum í 3,4, í sjó- birting og urriða hefur það aukist úr 0,5 í 0,9 og í bleikju úr 0,14 í 1,05. Í máli Lofts Atla Eiríksson rit- stjóra söluskrárinnar kom fram að á næsta ári verði einungis heimilt að nota fluguveiðibúnað á fluguveiði- svæðum félagsins, ekki verði heimilt að nota kaststangir. Er það gert svo menn séu ekki að ósekju sakaðir um að nota agn sem þeir eiga ekki að vera með. Þá er ítrekuð hvatning til félagsmanna um að sleppa stórlaxi. Þingvallavatn á Veiðikortið Össur Skarphéðinsson, alþingis- maður og stjórnarmaður í Þingvalla- nefnd, og Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Veiðikortsins, skrifuðu við sama tækifæri undir samning þess efnis að veiði fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum félli undir Veiðikortið á komandi sumri. Tók Össur við fyrsta Veiðikorti árs- ins 2006. Þá bætast Hraunsfjörður á Snæfellsnesi og Ljósavatn við lista þeirra 20 vatna sem handhafar korts- ins gátu veitt í á liðnu sumri. Að sögn Ingimundar seldust um 2.300 Veiðikort í ár, sem hann sagði afar gott á þessu tilraunaári. Össur fagnaði samstarfinu við Veiðikortið. Sagði hann sívaxandi umferð í þjóðgarðinn, þar á meðal hefði ásókn veiðimanna aukist mikið en áberandi væri að veiðimenn gengju sífellt betur um náttúruna og umhverfið. Greindi hann frá því að í vor yrði formlega tekin í gagnið ný aðstaða fyrir gesti við Vatnskot, þar á meðal salerni, setustofa ferðalanga og aðstaða til að grilla og slægja fisk. Þá yrði komið upp flotbryggju til að auðvelda fötluðum aðgang að veiði fyrir landi þjóðgarðsins. STANGVEIÐI Verð á veiðileyfum SVFR stendur í stað Félagið bætir við sig 1.400 stangar- dögum í lax- og silungsveiði Morgunblaðið/Einar Falur Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Þingvallanefndar, tók við fyrsta Veiðikort- inu 2006 úr hendi Ingimundar Bergssonar eftir að þeir höfðu undirritað samning um að veiði í þjóðgarðinum félli undir Veiðikortið. ÓLAFUR Klemensson, hagfræð- ingur og stjórnarmaður hjá Neyt- endasamtökunum og einn höf- unda nýlegrar skýrslu Neytenda- samtakanna um íslenska hús- næðislánamarkaðinn og tíu önnur lönd, segir skýrsluna engan áfell- isdóm yfir íslenska bankakerfinu hvað varðar háa vexti þótt einnig sé bent á há uppgreiðslugjöld og þjónustugjöld bankanna. Í skýrsl- unni er komist að þeirri niður- stöðu að verulega halli á íslenska neytendur hvað varðar húsnæðis- lán. Hann segir gagnrýni Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja á skýrslunni á byggða á misskilningi en Guðjón hefur haldið því fram að kjörin séu best á Íslandi. „Það er staðreynd að vextir íbúðalána, bæði reiknaðir nafn- vextir og raunvextir, eru lang- hæstir á Íslandi og lántökugjöld á Íslandi eru með þeim hæstu sem finnast í þeim tíu löndum sem at- hugun Neytendasamtakanna nær til. Í skýrslunni eru færðar fram skýringar á því af hverju vextir eru svo háir hér á landi,“ segir Ólafur. Tekjur af lántökugjöldum gríðarháar „Tekjur bankanna af lántöku- gjöldum eru gríðarlega miklar, gætu verið um 3 milljarðar króna á síðustu 12 mánuðum. Það verður líka að taka skýrt fram að vaxta- álag í ná- grannalöndun- um er ekki 2,5% eins og Guðjón Rún- arsson heldur fram, heldur miklu lægra, eða um 1%. Þetta vaxtaálag er mjög svipað því álagi sem íslensku bankarnir virðast nota ásamt Íbúðalána- sjóði. Ennfremur verður að geta þess þegar menn eru að bera sam- an íslenska og erlenda húsnæðis lánavexti, að gera verður greinar- mun á nafnvöxtum og raunvöxt- um. Við reiknum alla okkar hluti út frá raunvöxtum en í nágranna- löndunum er alltaf miðað við nafn- vexti. Gæta verður að rugla ekki þessu tvennu saman. Það er hins vegar rétt hjá Guðjóni að vaxta- munur hjá íslensku bönkunum hefur lækkað á undanförnum misserum en á því er sú skýring að eðli og umfang bankanna hefur gjörbreyst á þessum tíma. Efna- hagsreikningurinn hefur þanist út og þar af leiðandi hefur vaxta- munurinn lækkað en það segir ekkert til um hvort neytendur eru að borga minna fyrir lán sín en áð- ur.“ Skýrslan ekki áfellisdómur þótt bent sé á há lántökugjöld Ólafur Örn Klemensson LANDHELGISGÆSLA Íslands stendur á tímamótum í dag, áherslur hafa breyst og við búum við gjör- breytta heimsmynd, sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, í erindi sínu um framtíð gæsl- unnar á sameiginlegum fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs, félags ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, sem fram fór á Hótel Sögu í gærdag. Georg sagði miklar breytingar hafa orðið á heimsmyndinni á undanförn- um árum og lýsti framtíðinni þannig að í vændum væru mestu breytingar sem orðið hafa frá upphafi byggðar á Íslandi á hafsvæðinu umhverfis land- ið. „Ísinn á norðurhveli jarðar hefur minnkað um 50% á síðustu fimmtíu árum sem merkir ný tækifæri, aukn- ar siglingar, breytingar á viðskipta- háttum og hugsanlega umskipunar- hafnir á Íslandi,“ sagði Georg og benti á að olíuflutningar frá NA-Rússlandi væru að stóraukast og gert sé ráð fyr- ir því að árið 2015 verði flutt um 90 milljón tonn af olíu frá NA-Rússlandi til Bandaríkjanna. Stór olíuskip með fullfermi myndu þá fara um íslenska efnahagslögsögu á hverjum degi. Þar fyrir utan væru gasflutningar atriði sem einnig þyrfti að skoða nán- ar. „Útskipunarhöfn fyrir jarðgas er fyrir utan Hammerfest í Noregi og áform eru um að flytja 40% af allri gasframleiðslu, eða um 2,4 milljarða rúmmetra, til Bandaríkjanna á ári.“ Varðskip ódýr fjárfesting Þessi mikla aukning á umferð skipa í íslenskri efnahagslögsögu hefur í för með sér stóraukna áhættu á umhverf- isslysum og er skoðun Landhelgis- gæslunnar sú að skip sem sigla með hættulegan varning eigi að sigla fyrir austan og sunnan land, þ.e. vegna veðurfars, íss og styttri vegalengdar fyrir öflug dráttarskip frá Evrópu. Georg sagði að ef litið væri til mæl- anlegs kostnaðar við umhverfisslys þá væru varðskip mjög ódýr fjárfest- ing ef þau geta að einhverju leyti hjálpað til við eftirlit. „Þetta eru mál sem huga þarf að varðandi uppbygg- ingu á okkar Landhelgisgæslu og okkar bátaþjónustu ef við ætlum að vera þátttakendur í þeim heimi sem nokkurn veginn liggur fyrir að mun vera hérna í kringum okkur.“ Georg sagði einnig ljóst að huga þurfi meira að vörnum Íslands, hvernig svo sem fer með veru varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, og tel- ur hann Gæsluna geta komið þar verulega að máli. „Við getum ekki lát- ið þetta stóra hafsvæði sem við berum ábyrgð á eftirlitslaust. Þetta er líkleg- ast einasta hafsvæðið sem er jafn lítið vaktað í heiminum og raun ber vitni í dag,“ sagði Georg og er viss um að þeir viti það sem sigla þar um og gætu hugsanlega nýtt sér það til óhæfu- verka. Miklar breytingar á hafsvæðinu umhverfis Ísland í vændum Getum ekki látið þetta stóra hafsvæði eftirlitslaust Morgunblaðið/Brynjar Gauti Georg Kr. Lárusson ræddi um framtíð í ljósi breyttar heimsmyndar. Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.