Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 27 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í TILEFNI af bréfi frá Marteini Karlssyni sem birtist í Morg- unblaðinu 18. nóv. sl. viljum við upplýsa eftirfarandi: Í apríl 1991 undirrituðu yfir átta hundruð íbúar þeirra hreppa sem síðar sameinuðust í sveitarfélagið Snæfellsbæ áskorun til samgöngu- yfirvalda um uppbyggingu Útnes- vegar frá Gufuskálum að vega- mótum Fróðárheiðar. Meðal þeirra sem undirrituðu áskor- unina voru alþingismenn, sveit- arstjórnarmenn og sveitarstjórar, læknar Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík, svo og Marteinn Karls- son, Engihlíð 10 í Ólafsvík. Það er ekki rétt að uppbygging Útnesvegar á síðustu árum, nú í ár og á næstu árum, skerði fjár- framlög til uppbyggingar vegar á Fróðárheiði eins og skilja má á grein Marteins. Hér er um tvo að- skilda vegaflokka að ræða varð- andi fjárframlög. Við lítum svo á að bættir og ný- ir vegir hvar sem er í Snæfellsbæ og hér í nágrenninu komi öllum íbúum sveitarfélagsins vel og styrki byggðirnar. Það er sama fólkið sem und- irritaði áskorunina um uppbygg- ingu Útnesvegar og undirritaði áskorunina um Fróðárheiði. Við viljum öll betri vegi og meiri vega- framkvæmdir í Snæfellsbæ. Til þess að vel rætist úr þeim málum eigum við ekki að sundra kröftum okkar. SKÚLI ALEXANDERSSON, HALLSTEINN HARALDSSON, REYNIR BRAGASON, Snæfellsbæ. Vegamál í Snæfellsbæ Frá Skúla Alexanderssyni, Hallsteini Haraldssyni og Reyni Bragasyni: PALADÍNAR eru hjálparsamtök sem stofnuð voru af Lárusi Þórhalls- syni. Nafn samtakanna er dregið frá riddurum frá 8. öld og eftir 1066, sem lifðu eftir riddarareglum sem voru grundvallaðar á trúarlegum grunni. Samtökin ná til allra sál- rænna vandamála sem hægt er að búa við. Þannig að hvort sem fólk býr við þunglyndi, geðklofa, alkóhól- isma, geðhvörf, skapsmunaköst eða í raun hvaða sálræn vandamál og geð- raskanir sem er, þá eru samtökin til þess stofnuð að koma til móts við það. Þó að veikindin taki á sig mismun- andi myndir þá liggur samt sama rótin að baki, líkt og með tré; þótt maður höggvi ávextina burt þá koma bara aðrir í staðinn meðan greinin er til, og þótt maður höggvi greinina burt kemur bara önnur í staðinn meðan rótin er til. Þess vegna viljum við höggva burt ræturnar að veik- indunum og planta nýjum grundvelli í staðinn fyrir fólk til að lifa eftir. Hér getur fólk deilt reynslu sinni með öðrum, rætt um það sem því brennur á hjarta og fengið stuðning frá öðrum meðlimum. Reynt er að finna úrræði við þeim vandamálum sem hver maður stendur frammi fyr- ir og styðja hvern mann til að geta staðið á eigin fótum í veikindum, náð áttum og tekið skynsamlegar ákvarðanir í mismunandi aðstæðum. Það eru ákveðin grundvallaratriði sem hver maður þarf að heyra og vita til þess að geta horfst í augu við veikindin og sigrast á þeim. Þannig vilja samtökin búa til fullkominn grundvöll fyrir fólk sem það sjálft byggir ofan á þegar það fylgir sinni eigin sannfæringu. Við klæðumst ekki efnislegum herklæðum og vopnum, heldur and- legum. Hjálmur okkar er víðsýni, skilningur og rökvísi. Sverð okkar er elska, hugsjónir og sannleikur. Skjöldur okkar er trú, von og afneit- un (hunsar ósjálfráðar hugsanir). Brynja okkar er þolinmæði, æðru- leysi og óeigingirni. Beltið sem held- ur herklæðunum saman er viljinn (beislar athyglina), frelsi og þekk- ing. Hesturinn sem við ferðumst á er hreinskilni, skynjun, innsæi hjartans og skynsemi. Hist er í Geðhjálp á mánudögum kl. 20:00. Heimasíðan um grundvallaratriði samtakanna er: http:// www.blog.central.is/paladinar. Fólki er frjálst að hafa samband við mig á heimasíðunni (vinstra meg- in á glugganum) ef það vill fá ráðgjöf og tala um það sem því brennur á hjarta. LÁRUS ÞÓRHALLSSON, Álfalandi 15, Reykjavík. Ný hjálp- arsamtök Frá Lárusi Þórhallssyni: Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.