Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.11.2005, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÆTURVAKTIN KIRINO NATSUO SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU EDGAR-VERÐLAUNANNA Páll Baldvin Baldvinsson, DV ÓHEIMILT var að fela settum rík- issaksóknara að fara með ákæruvald í ákæruliðunum átta sem Hæstirétt- ur vísaði ekki frá dómi í Baugsmálinu og hann er því ekki bær til að fara með ákæruvald vegna þess hluta málsins, samkvæmt úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gærmorgun. Ekki var tekin afstaða til þess hvort Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra, hafi verið vanhæfur til að setja saksóknarann. Samkvæmt úrskurðinum fer Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, því enn með ákæruvald í ákæruliðunum átta en hann hafði áður lýst því yfir að sá hluti málsins væri honum óviðkom- andi. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur ríkissaksóknari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að afstaða hans til þess hvort málið yrði kært til Hæstaréttar myndi liggja fyrir á fimmtudag. Kærufrestur vegna úr- skurða sem héraðsdómur kveður upp er þrír sólarhringar og rennur fresturinn því út þann dag. Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði að því miður hefði ekki fengist niðurstaða við því hvort Björn Bjarnason, dóms- málaráðherra, hefði verið hæfur til að setja sérstakan ríkissaksóknara í málið. „Ef þetta mál á að fá framhald þá er alveg nauðsynlegt að fá sem fyrst úr því skorið. Og þar erum við verjendur alveg sammála hinum sér- staka saksóknara,“ sagði hann. Í málum sem þessum væri mjög mik- ilvægt að það kæmi ekki upp á ein- hverjum síðari stigum máls, þegar menn hefðu verið fyrir dómstólum mánuðum, jafnvel árum saman, að það væru annmarkar á málinu sem yrðu til þess að allt málið eyðilegðist. Sigurður Tómas staðfestir að hann telji einnig að þörf sé á því að skera úr um hæfi dómsmálaráðherra fyrir dómstólum: „Það hefur komið fram að hálfu verjenda að þeir dragi hæfi Björns – og þar með hæfi mitt – í efa, og ég tel mjög mikilvægt að skorið sé úr um það fyrir dómstólum sem fyrst.“ Skylt að gæta að valdheimildum Málið sem nú er til umfjöllunar snýst einungis um þá 8 ákæruliði í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísað ekki frá dómi hinn 10. október sl. Daginn eftir dóm Hæstaréttar gekk ríkislögreglustjóri á fund Boga Nils- sonar, ríkissaksóknara og var ákveð- ið að hann tæki til athugunar þau gögn málsins sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem vísað var frá dómi, til að ganga úr skugga um hvort ástæða væri til að höfða mál að nýju. Í úrskurðinum er bent á að dóm- urum sé skylt að gæta að valdheim- ildum handhafa ákæruvaldsins. Bent er á að í bréfi sem ríkissaksóknari ritaði dómsmálaráðherra 13. október hafi ríkissaksóknari lýst því yfir að hann teldi sig „ekki bæran til að stýra athugun á áðurnefndum gögn- um og taka síðan ákvörðun um af- greiðslu málsins sem ríkissaksókn- ari“. Af þessu verði ekki annað ráðið en að ríkissaksóknari hafi einungis sagt sig frá þeim hluta málsins sem vísað var frá dómi. Hinn 21. október hafi dómsmála- ráðherra síðan gefið út umboðsskrá til Sigurðar Tómasar Magnússonar þar sem hann var settur sem sér- stakur ríkissaksóknari til „að fara með framangreint mál og taka sem ríkissaksóknari allar þær ákvarðanir sem máli þessu tengjast þar með tal- ið að fara með heimildir ríkissak- sóknara varðandi þau ákæruefni sem eftir standa í málinu“ eins og segir í umboðsskránni. Þá lægi það fyrir að hinn reglulegi ríkissaksóknari áliti þann hluta málsins, þ.e. ákæruliðina 8, vera sér óviðkomandi og hann hafi lýst því yfir að umboðsskrá dóms- málaráðherra til Sigurðar hafi „að efni til“ verið gefin út í samráði við hann, þ.e. Boga Nilsson ríkissak- sóknara, og að Sigurður færi með „þær heimildir sem í umboðsskránni getur“. Þegar ákæruliðirnir 8 voru teknir fyrir í héraðsdómi á mánudag- inn í liðinni viku var það Jón H. Snorrason, saksóknari efnahags- brotadeildarinnar, sem mætti fyrir hönd ákæruvaldsins. Fram kom að hann væri þar í umboði setts ríkis- saksóknara. Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, fór þá fram á að sak- sóknari og verjendur fjölluðu um hvort settur ríkissaksóknari væri til þess bær að fara með þann hluta málsins sem varðar ákæruliðina 8. Ekki formleg og ótvíræð yfirlýsing Í niðurstöðum úrskurðarins segir að ríkissaksóknari sé æðsti handhafi ákæruvalds og í meginatriðum sé hann sjálfstæður gagnvart dóms- málaráðherra. Ráðherra sé óheimilt að taka einstakt mál undan forræði ríkissaksóknara, nema hann hafi áð- ur vikið sæti í því og ekki skipti máli hvort ríkissaksóknari samþykki eða láti afskiptalaust að skipa sérstakan ríkissaksóknara. Dómarinn taldi, eins og fyrr segir, að bréf ríkissak- sóknara frá 13. október yrði ekki skilið á annan veg en að hann viki einungis sæti vegna ákæruliðanna sem vísað var frá, og ekki vegna ákæruliðanna 8. Mikilsvert væri að ekki léki vafi á því hver færi með ákæruvald og heimild til að fara með það vald yrði að vera skýr og ótví- ræð. Fyrrnefndar yfirlýsingar ríkis- saksóknara s.s. um að hann væri samþykkur umboðsskránni taldi dómarinn að kæmi ekki í stað „form- legrar og ótvíræðrar yfirlýsingar“ um að hann hefði vikið sæti. Sam- kvæmt þessu yrði að telja að ekki hefði verið heimilt að fela Sigurði Tómasi Magnússyni að fara með þennan hluta málsins og að sú stjórn- arathöfn dómsmálaráðherra hafi verið ógild að þessu leyti. Því yrði að líta svo á að hinn reglulegi ríkissak- sóknari færi enn með ákæruvald. Verjendur í málinu gerðu þá kröfu að úrskurðað yrði að Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra hafi verið vanhæfur til að skipa sérstaka rík- issaksóknara til þess að fara með vald ríkissaksóknara varðandi þá hluta ákærunnar sem eftir standa. „Eðli málsins samkvæmt kemur sú krafa ekki til álita hér,“ segir í úr- skurði Péturs Guðgeirssonar dóms- formanns. Saksóknari ekki bær til að fjalla um ákæruliðina átta Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ríkissaksóknari gaf ekki út ótvíræða yfirlýsingu um að hann viki sæti Morgunblaðið/Ásdís Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ræddi við fjölmiðla að loknu réttarhaldi í héraðsdómi í gær. RAGNHILDUR Geirsdóttir og Skúli Valberg Ólafs- son komu ný inn í stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, þegar hluthafafundi sem hafði verið frestað hinn 10. nóvember sl. var fram haldið í gær. Stefán Pétur Eggertsson verður áfram stjórnarfor- maður Árvakurs. Félagið sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu að loknum hluthafafundinum: „Í dag þriðjudaginn 22. nóvember 2005 kl. 17.00 var fram haldið hluthafafundi Árvakurs hf. sem frestað var 10. nóvember sl. Á dagskrá var stjórnarkjör. Stjórn félagsins sem var sjálfkjörin og skipt hefur með sér verkum skipa eftirtalin: Formaður: Stefán Pétur Eggertsson. Varaformaður: Kristinn Björnsson. Ritari: Halldór Þór Halldórsson. Meðstjórnendur: Ragnhildur Geirsdóttir og Skúli Valberg Ólafsson. Varastjórn: Leifur Sveinsson, Hallgrímur B. Geirsson og Helga Gunnarsdóttir. Úr aðalstjórn gengu að eigin ósk Hulda Valtýsdóttir og Finnur Geirsson og Björn B. Thors úr varastjórn en fulltrúar nýrra hluthafa þau Ragnhildur og Skúli Valberg tóku sæti í aðalstjórn. Ragnhildur er fulltrúi Forsíðu ehf., félags í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Skúli Valberg fyrir MGM ehf., félags í eigu Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka hf. Helga Gunnarsdótt- ir var jafnframt kjörin í varastjórn. Á fundinum var fráfarandi stjórnarmönnum þakkað langt og farsælt samstarf og nýir stjórnarmenn boðnir velkomnir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hluthafafundi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, var fram haldið í gær og nýir menn kosnir í stjórn. Tveir nýir menn kjörnir í stjórn Árvakurs DRENGIRNIR tveir sem brennd- ust alvarlega þegar þeir voru að meðhöndla eldfim efni skammt frá Naustabryggju í Grafarvogi í fyrra- kvöld eru á Landspítalanum í Foss- vogi. Drengirnir eru 13 ára gamlir og er annar þeirra enn í öndunarvél á gjörgæsludeild. Félagi hans var út- skrifaður af gjörgæsludeild í gær og lagður inn á barnadeild Landspítal- ans. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Svo virðist sem eldur hafi hlaupið í brúsa með eldfimum vökva, og brennandi vökvinn hafi slettst á drengina. Þeir hlutu 2. og 3. stigs bruna á m.a. höndum og andliti. Annar drengjanna enn í gjörgæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.