Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 21 MENNING Á morgun fimmtudaginn 24. nóvember efnir Fjölskylduráð til morgunfundar í Iðnó í Reykjavík og á Akureyri undir yfirskriftinni: Að neyta eða njóta jólanna? Morgunfundur í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík kl. 9-10 Dagskrá • Ávarp Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. • Í skjól fyrir jól. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur í Reykjavík. • Jólympíuleikarnir? Oddný Sturludóttir, rithöfundur. • Jólaminning. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. Fundarstjóri: Drífa Sigfúsdóttir, formaður fjölskylduráðs. Eftir fundinn verður gestum boðið að ganga til Dómkirkju þar sem dr. Einar Sigurbjörnsson flytur hugvekju. Á báðum fundunum býður ráðið upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Fjölskylduráð. Að neyta eða njóta jólanna? Í gærmorgun gekkst Íslenskaóperan fyrir málþingi um fram-tíð Óperunnar. Tilefni mál- þingsins var annars vegar samstarfs- samningur ríkisins og Óperunnar, sem nú er verið að leggja lokahönd á, en hins vegar hugmyndir Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um byggingu óperuhúss á Borg- arholtinu í Kópavogi, við hlið Gerð- arsafns, Salarins, Bókasafnsins og Náttúrufræðastofu. Fyrstur á mælendaskrá var Tómas H. Heiðar, formaður Vinafélags Ís- lensku óperunnar. Tómas sagði frá hlutverki Vinafélagsins og vék síðar að máli málanna, húsnæðismálum Óperunnar. Meginmarkmið Vina- félagsins er að styðja við starfsemi Óperunnar, en eins og fram kom í máli Tómasar vinnur félagið að því að auka almennan áhuga á óperu- tónlist í víðasta skilningi. Hann sagði athyglisvert að Kópa- vogsbær teldi akk í því að hýsa Óper- una og líta svo á að hún styrkti aðra menningarstarfsemi í Borgarholtinu. „Það kveður við nýjan tón í um- ræðunni um húsnæðismál Óperunnar með hugmyndum Gunnars og við fögnum því alveg sérstaklega.“    Bjarni Daníelsson óperustjóri greindi í stuttu máli frá yfirstandandi samningagerð við ríkið. Hann sagði að tvöföldun á ríkisframlagi til Óper- unnar árið 2001 hefði verið sögu- legur atburður og hefði gjörbreytt rekstrarmöguleikum hússins, en að enn vantaði töluvert upp á að rekstr- artekjur dygðu til að halda úti sam- felldri óperudagskrá. Markmiðið nú væri að ná þjónustusamningi 2006– 2009 við ríkið með sömu upphæð og á þessu ári með verðbótum. Ríkisfram- lagið yrði sá fjárhagsgrunnur sem Óperan myndi byggja sína starfsemi að langmestu leyti á næstu fjögur ár. Við gerð síðasta samnings hefði verið gengið út frá því að framlög atvinnu- fyrirtækja myndu einnig hækka tölu- vert á samningstímanum, en í heild hefði það ekki gengið eftir. Um hús- næðismálin og hugmyndir Gunnars sagði Bjarni meðal annars: „Hug- myndir Gunnars virðast í fljótu bragði í ágætu samræmi við framtíð- arþarfir Óperunnar eins og við höf- um reynt að sjá þær fyrir og reikna þær út í krónum og aurum.“ Bjarni sagði ljóst að ekkert yrði af óperu- byggingunni nema ríkið tæki fullan þátt í framkvæmdinni og tryggði um leið rekstrargrundvöll Óperunnar í framtíðinni. Bjarni sagði eitt meginverkefni Óperunnar á næstunni verða það að standa fyrir því að stofnuð yrðu samtök menn- ingarstofnana á Íslandi. Felix Bergs- son, leikari og stofnandi leikhópsins Á senunni, talaði um aðstöðu til söng- leikjahalds á Íslandi og benti á að stundum veldu verkefnin húsin. Það átti við þegar hópur hans ákvað að setja upp Kabarett, þá var hús Óper- unnar, Gamla bíó, eina húsið sem til greina kom, einfaldlega vegna aldurs þess og útlits, þrátt fyrir að ljóst væri að kostnaður við hverja sýningu yrði meiri en tekjurnar, þar sem sæta- fjöldi í húsinu væri of lítill. Hann sagði þjóðina þurfa stærra hús sem stæði undir kostnaði við sýningar. Pálín Dögg Helgadóttir, starfs- maður markaðs- og söludeildar Ís- landsbanka, talaði um samspil at- vinnulífs og menningar, og kynnti hugmyndir bankans um samfélags- ábyrgð og þátttöku í margvíslegum styrkveitingum í ýmsum greinum þjóðlífsins. Í máli hennar kom fram að umsóknir um styrki til menning- arsjóðs bankans hefðu þrefaldast frá í fyrra og að í ár séu þær orðnar meira en þúsund.    Þá var komið að Gunnari I. Birg-issyni bæjarstjóra. Hann greindi frá því hvernig hugmyndir um menn- ingartorfuna í Kópavogi urðu til og urðu að veruleika. Hann kvaðst hafa rætt hugmyndina um óperuhús við menntamálaráðherra og fleiri í rík- isstjórninni, þar á meðal bæði fyrr- verandi og núverandi fjármálaráð- herra. „Allt lofar þetta góðu, en er ekki tímabært fyrr en fjármögnun frá einkaaðilum er orðin að veru- leika.“ Gunnar lýsti áhuga ein- staklinga og fyrirtækja á að vera með í óperuliðinu. Fyrirtæki sæju sér hag í að vera með í slíku verkefni – það væri ímyndarmál. „Sem betur fer hafa fyrirtækin skipt um gír í þessari umræðu. Hvers vegna á ekki að styrkja menninguna eins og íþróttir og annað? Menningin er part- ur af lífi okkar og við viljum fá að njóta hennar.“ Gunnar tók undir með Bjarna óperustjóra um að ef fram héldi sem horfði væri hugsanlegt að frumsýning Íslensku óperunnar í nýju óperuhúsi í Kópavogi, gæti orð- ið í október 2008. Bjarki Valtýsson menningarfræð- ingur, sem stundar doktorsnám í Danmörku, gerði gestum málþings- ins grein fyrir íslenska menningar- módelinu. Góður rómur var gerður að erindi Bjarka, en hann sagði með- al annars að ábyrg menningarstefna væri fjárfesting til framtíðar, þótt erfitt væri að fanga nákvæmlega áhrif hennar á samfélagið. Hann sagði ljóst að fjögurra ára kjör- tímabil stjórnmálamanna og krafa markaðsaflanna um skjótan gróða ættu ekki samleið með jákvæðum lengri tíma áhrifum menningar og lista á samfélagið. Því væri ekki raunhæft að byggja menning- arstefnu einvörðungu á samspili menningar og atvinnulífs. Hann sagði að framlag ríkis og sveitarfé- laga til menningar og lista myndi alltaf gegna lykilhlutverki ef íslenska menningarhugtakið ætti ekki að staðna og verða einhæfni að bráð. Gallinn væri þá sá að ríkið og sveit- arfélögin væru ekki að standa sig sem skyldi. Umræður tóku við að loknum framsöguerindum. Ljóst var að þótt ýmsum þætti súrt í brotið að Óperan skyldi ekki hafa fengið inni í Tónlist- arhúsinu, þá var hugmyndum Gunn- ars I. Birgissonar um óperuhús í Kópavogi vel tekið. Ímyndarspursmál fyrir atvinnulífið að vera með ’Hugmyndir Gunnarsvirðast í fljótu bragði í ágætu samræmi við þarfir Óperunnar eins og við höfum reynt að sjá þær fyrir.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Húsnæðismálin voru efst á baugi á málþingi Íslensku óperunnar í gær- morgun. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, er hér í ræðustól. begga@mbl.is LEIKMINJASAFN Íslands opnaði í gær sýninguna „Píputau, pjötlu- gangur og diggadaríum“ í leiklist- arstofu Þjóðmenningarhússins sem helguð er ferli Lárusar Ingólfssonar leikmunameistara. Sýningin er hald- in í 100 ára minningu Lárusar en hann fæddist í Reykjavík 22. júní 1905 og lést árið 1981. Á sýningunni er að finna sýnishorn af leikbún- ingum frá hendi Lárusar, auk sviðs- og búningateikninga. Búningarnir eru fengnir að láni úr leikbún- ingasafni Þjóðleikhússins, en teikn- ingarnar eru flestar í eigu Leik- minjasafnsins. Þá eru á sýningunn myndlistarverk Lárusar sem sum hafa ekki komið fyrir almennings- sjónir. Í sýningarskrá er jafnframt að finna ítarlega greinargerð um ævi og verk Lárusar eftir Ólaf J. Eng- ilbertsson. Óvenju fjölhæfur listamaður Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, segir einkar viðeigandi fyrir starfsemi safnsins að gera ferli Lárusar skil. „Lárus var fyrsti Íslendingurinn sem átti sér fullan starfsferil við leikmynda- og búningagerð. Hann hafði faglega menntun á sviðinu og nýtti sér hana í þágu leikhússins. Þá var hann óvenju fjölhæfur listamað- ur, einn vinsælasti revíuleikari og gamanvísnasöngvari þjóðarinnar um árabil og helsti leikmynda- og bún- ingateiknari sinnar tíðar. Leik- minjasafnið lítur á það sem eitt af meginhlutverkum sínum að halda utan um gögn og heimildir um starf leikmynda- og búningateiknara, en því sinna önnur söfn mun síður. Því fannst okkur sjálfsagt að heiðra Lárus Ingólfsson með veglegri sýn- ingu nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hans,“ segir Jón Viðar Jónsson. Við opnun sýningarinnar var einn- ig opnuð ný vefsíða Leikminjasafns- ins, www. leikminjasafn.is. Þar verð- ur að finna viðmiklar upplýsingar sem Jón Viðar hefur unnið um ís- lenska leiklistarsögu, m.a. annál hennar frá upphafi til dagsins í dag, auk greina um íslenskar leik- húsbyggingar og leikhúsmenn. Á síðunni verður einnig aðgengi að stórum gagnabanka um starfsemi ís- lenskra leikhúsa og leikhúsmanna. Þar verður hægt að fletta upp verk- efnaskrám helstu leikhúsa þjóð- arinnar, bæði rótgróinna stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyr- ar, og frjálsra leikhúsa s.s. Grímu og Alþýðuleikhússins. Jón Viðar segir að með gagnabankanum sé unnið að því að skapa fræðilega undirstöðu undir rannsóknir á íslenskri leiklist- arsögu. „Skrásetningarmál íslensks leikhúss hafa verið í molum. Stofn- anir á borð við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur hafa haldið allvel utan um sína skrásetningu en leikhóparnir og smærri leikhús sem starfað hafa á ýmsum tímum í gegn- um tíðina hafa hins vegar mun erf- iðari aðstöðu til þess. Með skránni er orðnar aðgengilegar grunnupplýs- ingar sem eru forsenda allra fræði- legra rannsókna á leiklistarsögu Ís- lands. Þá er hægt að slá upp verkefnaskrám allra listamanna sem hafa unnið við þessar stofnanir, auk þess sem hægt er að fletta upp eftir verkum, þ.e. hvar og hvenær tiltekin leikrit hafa verið leikin.,“ segir Jón Viðar. Skráin er enn í vinnslu og mis- langt komin, en stefnt er að því að hún verði uppfærð reglubundið í framtíðinni, þannig að hún taki smám saman yfir allt íslenskt sam- tíðarleikhús. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá sýningunni „Píputau, pjötlugangur og diggadaríum“ í leiklistarstofu Þjóðmenningarhússins en hún er helguð ferli Lárusar Ingólfssonar. Sýning og gagna- banki Leikminjasafns Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is ÆFINGAR eru hafnar í Þjóðleik- húsinu á Eldhúsi eftir máli eftir Völu Þórsdóttur sem byggist á fimm smásögum Svövu Jak- obsdóttur. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Svava Jakobsdóttir hafði með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum mikil áhrif á íslenskt menningarlíf og samfélag á of- anverðri tuttugustu öld, en með verkum sínum miðlaði hún meðal annars skarpri sýn á stöðu kon- unnar í samfélaginu. Með sýning- unni Eldhús eftir máli hyggst Þjóðleikhúsið heiðra minningu Svövu. Hún hefði orðið 75 ára í ár, en lést á síðasta ári. Þjóðleikhúsið réð Völu Þórs- dóttur til að skrifa leikverk sem byggir á nokkrum af þekktustu smásögum Svövu og er nefnt eftir einni þeirra. Einnig liggja smásög- urnar Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúð- kaup, andlát og Veisla undir grjót- vegg leikverkinu til grundvallar. Ekki er um eiginlega leikgerð að ræða, heldur er leikverkið inn- blásið af sagnaheimi Svövu Jak- obsdóttur. Eldhús eftir máli er fyrsta leikrit Völu í Þjóðleikhúsinu. Leikarar í sýningunni eru Aino Freyja Järvelä, sem leikur nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, Kjart- an Guðjónsson, Margrét Vilhjálms- dóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lár- usdóttir. Björn Thorarensen kem- ur nú til starfa við Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn sem höfundur tónlistar. Lýsingu hannar Hörður Ágústs- son, búninga gerir Katrín Þor- valdsdóttir, höfundur leikmyndar er Stígur Steinþórsson og leikstjóri er sem fyrr segir Ágústa Skúla- dóttir. Frumsýnt verður á Smíðaverk- stæðinu 28. desember nk. Æfingar hafnar á Eldhúsi eftir máli Vala ÞórsdóttirSvava Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.