Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 16
Hrunamannahreppur | Bændur sem leggja upp úr því að framleiða góða ull vinna margir um þessar mundir að því að rýja féð. Mikilvægt er að ná ullinni fljótlega eftir að fé er tekið á hús og áður en hún fer að skemmast. Rúningsmenn fara nú um sveitir til að að- stoða bændur. Duglegir rúningsmenn rýja 150 til 200 kindur á dag og þeir allra hörðustu jafn- vel fleiri. Þorsteinn Loftsson í Haukholtum var að rýja fyrir Eirík Kristófersson, bónda á Grafarbakka. Ullin er verðmæt þótt bændur vildu fá meira fyrir hana enda eru lopapeysurnar komnar í tísku á ný. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Rúningsmenn á ferðinni Sauðfé Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Góð gjöf | Bæjarráði Vesturbyggðar hef- ur borist bréf frá Foreldrafélagi Patreks- skóla þar sem lýst er vilja til að gefa 100.000 krónur til kaupa á leiktækjum á skólalóð og er því spurst fyrir um fyrirhug- aðar lóðarframkvæmdir. Bæjarráð þakkaði rausnarlega gjöf og upplýsti að unnið er að hönnun lóðar í kringum Íþróttamiðstöð og skóla samhliða og gert ráð fyrir að farið verði í fyrsta áfanga verksins á næsta ári. Bæjarstjóra var falið að kynna Foreldrafélaginu stöðu mála og jafnframt að leita hugmynda hönnuða um gerð leiktækja sem taka mætti í notkun áð- ur en fullnaðarframkvæmdum á lóðinni er lokið.    Selja skötu | Skötusala Lionsmanna á Patreksfirði er hafin. Halldór Þórðarson meðstjórnandi í klúbbnum segir í samtali við vefinn bb.is að menn hafi verið of seinir til með skötuna, en lært af mistökunum og nú eigi að taka þetta með trompi. Einnig er til sölu höfrungakjöt sem Hall- dór segir að sé hið mesta hnossgæti og út- vatnaður saltfiskur. Lionsmenn verða að vanda með skötusölu á Friðþjófstorgi þegar nær dregur jólum.       þeim Ingibjörgu Guð- mundsdóttur og Jóhönnu Elínu Jósefsdóttur sem saumuðu kraga fyrir kon- urnar og slaufur fyrir karlana. Um þessar mundir syngja 20 manns í kórnum en íbúar í sókninni eru um Kór Snartarstaða-kirkju hefur tekiðí notkun ný ein- kennisklæði. Var það gert við guðsþjónustu síðastlið- inn sunnudag. Formaður kórsins, Ing- unn St. Svavarsdóttir, hannaði fatnaðinn ásamt 200 talsins. Stjórnandi kórsins og organisti er Björn Leifsson. Á myndinni eru kór- félagar sem sungu við guðsþjónustuna ásamt stjórnandanum og sókn- arprestinum, séra Jóni Ár- manni Gíslasyni. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Hönnuðu einkennisklæði á kórinn Ingólfur Ómar Ár-mannsson skrifarað í vísum fjöl- margra afbragðs hag- yrðinga í Morg- unblaðinu sjáist að íslenskan dafni vel. Hann bætir við: Löngum er mér létt í hug að leika á strengi braga. Þegar andinn fer á flug fæðist smellin baga. Ómar Ragnarsson er jafnan á flugi. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd yrkir: Ómar vítt á Frúnni fer, flýgur hátt og mikið. Títt í vélartrúnni er, tekur beina strikið. Yfir landið þýtur þrátt, þjóð með fréttum hrífur. Lofts um vegi lítur hátt, létt á Frúnni svífur. Stólar síst á standið valt, stefnu seint mun týna. Elskar líka landið allt líkt og Frúna sína. Á flugi pebl@mbl.is Mýrdalur | Hópur íbúa og hagsmuna- aðila úr Dyrhólahverfi, Reynishverfi og Víkurþorpi hefur lagt fram formleg mót- mæli gegn tillögum hreppsnefndar Mýr- dalshrepps um nýja veglínu Hringvegar um Mýrdal. Í erindi þeirra, sem afhent var sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps í gær, segir meðal annars að tillögurnar feli í sér óásættanlegar fórnir á nytjalandi og náttúruperlum, eins og Víkurfjöru, Reynisfjöru, Dyrhólaósi, Reynishverfi og Dyrhóla- hverfi, sem hafi gríðarlegt gildi fyrir ferðaþjónustu héraðsins. Þær fela einnig í sér stórfellda verðmætarýrnun á fjár- festingum og eignum í Víkurkauptúni og byggðinni austan og vestan Dyrhólaóss. Ennfremur gagnrýna hagsmunaaðilar að ekkert samráð skuli hafa verið haft við íbúana og að engar óháðar athuganir liggi til grundvallar, til dæmis er varðar áhrif á lífríki, umhverfi, ferðaþjónustu og verðmæti fasteigna og lands á áhrifa- svæðum tillagnanna. „Tillögur hrepps- nefndar beri því að skoða sem almennar hugmyndir sem ekki eru byggðar á fag- legum forsendum og eru að okkar dómi ekki hæfar til grundvallar við mótun og afgreiðslu aðalskipulags,“ segir í frétta- tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í gær. Gerð verði úttekt á núverandi vegi Hagsmunaaðilar beina því til hrepps- nefndar Mýrdalshrepps og Vegagerðar- innar að þegar í stað verði gerð úttekt á núverandi vegstæði um Mýrdal. Úttektin miði að því að kanna hvernig endurbæta megi veginn þannig að hann uppfylli kröfur um umferðaröryggi við ríkjandi veðurfarsskilyrði, að meta kostnað við slíkar endurbætur, og að gera áætlun um framkvæmdatíma. Óviðunandi fórnir á landi og náttúru- perlum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mótmæli Guðni Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson afhentu Sveini Pálssyni sveit- arstjóra mótmæli. Sveinn er fyrir miðju. ORRAHÓLAR 7 - ÚTSÝNI OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18-20 Í einkasölu stór og falleg 3ja her- bergja íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi með glæsilegu útsýni í suður og norður. Stofa með yfirbyggðar svalir í suður. Tvö svefnherbergi og baðherbergi í sérsvefnálmu. Lagt fyrir þvottavél á baði. Sam. þurrkherbergi á hæðinni. Góð bílastæði. Laus fljótlega. Verð 16,9 millj. (Jón Ágúst á bjöllu). BOGAHLÍÐ 24 - LAUS OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17-19 Í einkasölu góð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli á þessum vinsæla stað. Stofa með vestursvölum, 3 svefnherb., eld- hús og baðherb. Hús nýl. yfirfarið að utan og málað, gler og glugg- ar endurnýjað. Íbúðin er með nýj- um gólfefnum og er nýmáluð. Stutt í skóla. LAUS STRAX. Verð 18,3 millj. HÉÐAN OG ÞAÐAN Lóða- og götuvinna | Gatnagerðar- framkvæmdir eru hafnar við Sæbakka og Móbakka á Norðfirði. Við Sæbakka hefur öllum lóðum verið úthlutað og munu bygg- ingarframkvæmdir hefjast þar á næstunni. Lengd gatna þar er 540 metrar. Þá eru jarðvegsskipti 9.000 rúmmetrar, holræsa- lagnir 960 metra langar og vatnslagnir 450 metrar. Mun framkvæmdum við Sæbakka og Bakkaveg ljúka 15. desember nk. en Sól- bakka og hluta Móbakka í maí 2006. Enn eru nokkrar lóðir lausar við Móbakka. Mold úr götustæðum er notuð til hækkunar á landi norðan hverfisins og verður það svæði jafnað og ræktað upp næsta vor.    Kaupa Bjarnahús | Samþykkt var á safn- aðarfundi að lokinni guðsþjónustu í Húsa- víkurkirkju sl. sunnudag að kaupa svonefnt Bjarnahús, Garðarsbraut 11 á Húsavík. Sigrún Ingvarsdóttir, formaður sókn- arnefndar, bar upp tillögu fyrir hönd sókn- arnefndar, þar sem óskað er eftir samþykki fundarins um að Húsavíkurkirkja kaupi Bjarnahús sem safnaðarheimili í þágu sóknarbarna. Tillagan var samþykkt. Húsa- víkurkirkja kaupir húsið af Húsavíkurbæ en áður höfðu bæjarstjóri og Sigrún und- irritað kaupsamning með fyrirvara um samþykki safnaðarfundar að því er fram kemur á vefnum skarpur.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.