Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Keflavík | „Ég hef alla tíð verið bæði mikill mús- íkmaður og íþróttamaður og ég held að hvort tveggja hafi gert mér mjög gott. Það er eiginlega með ólíkindum að maður geti sungið svona gam- all,“ sagði Þórólfur Sæmundsson í samtali við Morgunblaðið en Þórólfur kvaddi fyrir skömmu Karlakór Keflavíkur eftir tæp 40 ár í kórnum. Litlu áður var hann sæmdur titlinum Elsti kór- maður á Íslandi, en Þórólfur er komin á tíræð- isaldur og gerir íþróttaæfingar á hverjum degi. Það er mikil reisn yfir Þórólfi Sæmundssyni og þegar blaðamaður hélt að hann hefði klætt sig upp fyrir hann sagðist hann alltaf klæða sig svona. Það var ekki með minni reisn sem Þórólfur kvaddi Karlakór Keflavíkur eftir að hafa sungið með þeim í tæp 40 ár. Hann bakaði vöfflur með kaffinu en eftir kaffihlé tók hann dótið sitt og labbaði út í miðju lagi. Þórólfur er hins vegar langt frá því að vera búinn að syngja sitt síðasta, enda ótrúlega hress og röddin enn svo tær og skýr. „Já, það er eiginlega með ólíkindum að maður geti sungið svona gamall. Ég hef eiginlega sungið alla mína tíð. Ég byrjaði að syngja í barnakór á Ólafsfirði þar sem ég ólst upp, söng með íþrótta- kennaranáminu á Laugum og síðan í Karlakór Keflavíkur eftir að ég flutti hingað og hætti á sjónum. Mér telst til að ég hafi sungið undir stjórn 15 kórstjórnenda um ævina.“ Þórólfur hefur alltaf sungið 2. bassa og var lengi elsti kórmaður á Ís- landi. Hann var sæmdur þeim titli skömmu á ný- liðnu kóramóti í Hafnarfirði. Söngnum fylgir gleði Eftir að Þórólfur hafði unnið sem íþróttakenn- ari við Laugaskóla í nokkur ár æxluðust hlutirnir þannig að hann fór á vertíð. Söngurinn vék þó aldrei og sjálfsagt hafa margir slagararnir verið teknir um borð, en þegar hann kom alfarinn í land árið 1968 gekk hann til liðs við Karlakór Keflavík- ur. Þeir eru því ófáir tónleikarnir sem Þórólfur hefur komið fram á og hann sagði að ef minnið hefði brugðist í söngnum, hefði hann áttað sig á laginu og textanum um leið og forspilið var leikið. Hann viðurkennir að minnið sé ekki eins gott og það var en mæðin hafi hins vegar verið aðal- ástæðan fyrir því að hann hætti í kórnum. „Ég verð svo móður þegar ég er að syngja. Ég skadd- aðist á lungum eftir að ég datt um árið og lækn- irinn minn hvatti mig í og með til að hætta.“ Þegar Þórólfur var spurður að því hvað fengi mann til að syngja í kór í tæp 40 ár og fara á tvær æfingar í viku, stendur ekki á svari. „Ég er bæði tónelskur og mikill músíkmaður og ég finn að tón- listin hefur gert mér mjög gott. Ég hef alltaf verið glaðvær og fer aldrei í fýlu. Það þakka ég söngn- um. Svo er líka mjög fullorðið fólk í móðurætt minni,“ sagði Þórólfur og bætti við að söngurinn hefði alltaf verið stór hluti af hans lífi með íþrótt- unum og að söngurinn hefði hjálpað honum í gegnum margar raunir í lífinu. Hann vildi hins vegar ekki fara nánar út í þá sálma enda glað- værðin hans leiðarljós, að ekki sé minnst á grall- araganginn og öðruvísi þekkja vinir og kunn- ingjar hann ekki. „Já, ég hef alltaf verið mikill grallari og er enn,“ sagði Þórólfur og hélt að við- tali loknu í matsal dvalarheimilisins Hlévangs með grallaraglampa í augum. Elsti kórmaður á Íslandi hættir eftir tæp fjörutíu ár í Karlakór Keflavíkur Hef alltaf verið mikill grallari Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Elsti kórmaðurinn Þórólfur Sæmundsson hefur lengi verið elsti kórmaður á Íslandi. Hann er nú sest- ur í helgan stein, eftir mörg góð ár í kórum, en tekur fram að hann hafi ekki sungið sitt síðasta. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Varmahlíð | Þrjátíu ára afmælis Varmahlíðarskóla í Skagafirði var minnst um síðustu helgi með veglegri sýningu. Páll Dagbjartsson, sem verið hefur skólastjóri í Varmahlíð frá 1974, að tveimur árum und- anskildum, sagði forsöguna þá að um allmörg ár hefði verið í Varmahlíð rekinn unglingaskóli. Þá voru uppi hugmyndir um að byggja héraðsskóla í Skagafirði, en vegna ágreinings um staðarval varð ekki af því. Síðar á sjöunda áratugnum var ákveðið að reisa í Varmahlíð skyldunámsskóla sem tæki yfir barna- og unglingastigið og af stórhug sameinuðust hrepp- arnir í Skagafirði um byggingu skólans, sem tekinn var í notkun í nóvember 1975, en meðan á byggingu stóð fór kennslan að mestu fram í félagsheimilinu Mið- garði. Á afmælissýningunni voru með- al annars sýndir ýmsir gripir sem nemendur skólans höfði gert, svo og skólabækur og kennslugögn frá fyrstu árunum. Fjöldi gesta, eldri kennarar og nemendur heimsóttu sinn gamla skóla í tilefni dagsins, en á þeim þrjátíu árum sem skólinn hefur starfað hafa rúmlega átta hundr- uð nemendur lokið sínu grunn- skólanámi þar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Minningar Páll Dagbjartsson skoðar gamlar myndir úr skólalífinu. Sýning í tilefni afmælis skólans Eftir Björn Björnsson Handavinna Silfurdrifið drykkjar- horn og kistill, verk nemenda. Nýr formaður | Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, verður formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á kom- andi starfsári. Öll stjórnin var end- urkjörin. Sveitarfélögin skipast á um formennsku og nú er komið að Vatnsleysustrandarhreppi. Í stjórninni eru, auk Jóns, Böðvar Jónsson úr Reykjanesbæ sem var formaður á síðasta ári, Hörður Guð- brandsson úr Grindavík, Óskar Gunnarsson úr Sandgerði og Sig- urður Jónsson úr Garði.    Staðið verði við stefnu | Aðal- fundur SSS skorar á heilbrigð- isráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að standa við viljayfirlýsingu ráð- herra og framtíðarsýn Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja sem und- irrituð var í júní á síðasta ári. Áformin hafa ekki gengið eftir vegna skorts á fjárveitingum. Fram kemur það álit að nauðsyn- legt sé að grípa til aðgerða til að unnt verði að ljúka framkvæmdum innan þess tíma sem yfirlýsingin gerði ráð fyrir.    Fagna sameiningu lögreglu | Sveitarstjórnarmenn á Suð- urnesjum fagna þeim breytingum sem áformaðar eru á skipan lög- gæslumála á Suðurnesjum, með sameiningu sýslumannsembættanna í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli. Í ályktun aðalfundar þeirra um helgina kemur fram að til verður öfl- ugt lögreglulið sem geri það kleift að bæta grenndargæslu og gera lög- gæsluna sýnilegri á svæðinu öllu, meðal annars til að halda niðri um- ferðarhraða og stytta þann tíma sem tekur lögregluna að komast á vett- vang. Þá er skorað á ríkisvaldið að láta kanna kosti þess að flytja al- þjóðadeild ríkislögreglustjóraemb- ættisins til Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.