Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórhallur Ás-geirsson, fv.
ráðuneytisstjóri,
fæddist í Laufási í
Reykjavík 1. janúar
1919. Hann andaðist
á Droplaugarstöð-
um laugardaginn 12.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ásgeir Ás-
geirsson, fv. forseti
Íslands, f. 13. maí
1894, d. 15. septem-
ber 1972, og kona
hans Dóra Þórhalls-
dóttir, f. 23. febrúar 1893, d. 10.
september 1964. Systur Þórhalls
voru Vala (f. 8. júní 1921, d. 15.
mars 2005), gift Gunnari Thorodd-
sen (f. 1910, d. 1983) og Björg (f. 22.
febrúar 1925, d. 7. ágúst 1996) gift
Páli Ásgeiri Tryggvasyni (f. 1922).
Hinn 3. október 1943 kvæntist
Þórhallur Lilly Knudsen (f. 2. júní
1919 í New York). Foreldrar henn-
ar voru Ragna og Sverre Knudsen,
bæði fædd í Noregi, en dvöldu síð-
ustu æviárin hjá Lilly og Þórhalli
og eru jarðsett hér. Þórhallur og
Lilly kynntust á ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna (United Nations
Conference on Food and Agricult-
ure) í Hot Springs Virginia 1943
þar sem Þórhallur starfaði með ís-
lensku sendinefndinni en Lilly með
þeirri norsku. Börn þeirra eru 1)
Sverrir, verkfræðingur (f. 1944),
kvæntur Ingu Helgadóttur flug-
freyju, börn þeirra eru a) Auður,
sambýlismaður er Frank Rasmus-
sen, b) Þórhallur, kvæntur Kötlu
Sigurðardóttur. 2) Dóra, hjúkrun-
arfræðingur (f. 1947), gift Magnúsi
B. Einarson lækni, börn þeirra eru
og starfaði þar samfleytt til sjö-
tugs, að frádregnum fjórum árum
sem fulltrúi Norðurlanda við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn í Wash-
ington. Á þessum tíma vann hann
fyrir samtals tólf viðskiptaráð-
herra.
Á starfsferli sínum vann Þórhall-
ur að mikilvægum viðskiptamálum
Íslands í fjóra áratugi, hann mótaði
viðskiptaráðuneytið á umbrota-
tímum. Hann tók þátt í að skipu-
leggja viðtöku Marshallaðstoðar-
innar, leiddi gerð tvíhliða
viðskiptasamninga við Rússland og
önnur ríki Austur-Evrópu. Þórhall-
ur sat í stjórn Norræna fjárfest-
ingabankans (NIB) um árabil og
sótti fundi fjölda alþjóðasamtaka
um viðskipta- og efnahagsmál, svo
sem OEEC, OECD, ECE, GATT,
IMF, IBRD. Þórhallur var aðal-
samningamaður við inngöngu Ís-
lands í EFTA 1970 og annaðist
samninga fyrir Íslands hönd við
Efnahagsbandalag Evrópu 1972.
Hann var m.a. formaður Verðlags-
ráðs, samstarfsnefndar um gjald-
eyrismál og langlánanefndar. Þór-
hallur var formaður Hrafns-
eyrarnefndar í tuttugu ár, með-
limur í Lionsklúbbnum Ægi, sat í
stjórn Íslensk-ameríska félagsins
og var formaður þess í þrjú ár.
Þórhalli hlotnaðist margvíslegur
heiður á sínum ferli, var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu 1956, stórriddarakrossi
árið 1969 og stjörnu stórriddara
1980. Einnig veittu þjóðhöfðingjar
hinna Norðurlandanna honum
heiðursmerki svo sem Dannebrog-
sorden, sænska Nordstjärnorden,
Finlands Lejon Orden og Den
Kongelige Norske Sankt Olavs Or-
den. Hann var heiðursfélagi Karla-
kórs Reykjavíkur og Íslensk-amer-
íska félagsins.
Útför Þórhalls verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
a) Þórhallur, sam-
býliskona er Birta
Þrastardóttir, dóttir
þeirra er Mirra, b)
Birgir, kvæntur Mi-
kaelu Granqvist, dótt-
ir þeirra er Björg
Anna, c) Anna Lilly,
sambýlismaður er
Haukur Sigurðsson,
d) Einar Björn kvænt-
ur Gunnhildi Sigur-
hansdóttur, dóttir
þeirra er Úlfhildur. 3)
Ragna, deildarstjóri
(f. 1950), gift Flosa
Kristjánssyni aðstoðarskólastjóra,
synir þeirra eru a) Þórhallur Örn,
kvæntur Ragnhildi Söru Bergstað,
synir þeirra eru Tryggvi Þór og
Kári Björn, b) Kristján Haukur,
kvæntur Suzanne Elizabeth Em-
anuel, c) Ásgeir Valur, sambýlis-
kona er Maren Brynja Kristinsdótt-
ir. 4) Sólveig, hjúkrunarfræðingur
(f. 1956), gift Gunnari Jóakimssyni
viðskiptafræðingi, börn þeirra eru
a) Dóra, sambýlismaður er Ægir
Laufdal Traustason, b) Gréta, c)
Jóakim Þór.
Þórhallur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1937, þá 18 ára gamall. Hann
stundaði nám í hagfræði og stjórn-
málafræði við Stokkhólmsháskóla
1937–1939 og á stíðsárunum við
háskóla Minnesota í Bandaríkjun-
um þar sem hann lauk BA-prófi
1941 og mastersprófi 1942.
Að námi loknu hóf Þórhallur
störf sem viðskiptafulltrúi við
sendiráð Íslands í Bandaríkjunum
og starfaði þar til stríðsloka. Árið
1947 tók Þórhallur við starfi ráðu-
neytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu
Gleði og tregi blandast saman á
þessari stundu þegar við kveðjum
tengdaföður minn, Þórhall Ásgeirs-
son. Gleði vegna þess að nú hefur
hann fengið þá hvíld, sem hann hefur
beðið svo lengi eftir. Tregi og sökn-
uður vegna þess að sá mikli höfðingi
og öðlingsmaður er nú allur.
Hann var vinur og ráðgjafi í hverri
raun. Hann var léttur í skapi og stöð-
ugt með góðar sögur, spakmæli eða
spaugilegar athugasemdir á hrað-
bergi. Já, tregi en um leið gleði yfir
því að gefast tækifæri til að rifja upp
allar þær góðu stundir sem við hjón-
in og börn okkar höfum átt á heimili
Lillyar og Þórhalls, bæði hversdags
og á hátíðarstundum. Þá þótti við
hæfi að taka nokkur sönglög og eins
heyrðist oft smá ræðustúfur, enda
var Þórhallur afar vel máli farinn og
vandaði jafnan mál sitt.
Þórhallur þurfti oft að fara langar
ferðir vegna starfs síns, en aldrei
taldi hann eftir sér að leggja lykkju á
leið sína til að heimsækja börn og
barnabörn sem bjuggu um skeið er-
lendis. Einkum voru það barnabörn-
in sem drógu hann að sér, því hann
hefur allt fram á síðasta dag verið
með eindæmum barngóður.
Foreldrar okkar hittust gjarnan í
mat hjá okkur. Þá var oft gaman að
hlusta á þau rifja upp lífið í Reykja-
vík á fyrri hluta síðustu aldar, en
báðir feðurnir höfðu spilað fótbolta
með Víkingi og margt annað var
sameiginlegt. Þórhallur horfði m.a. á
fótbolta í sjónvarpinu þegar hann
gat og lifði sig mjög inn í leikinn. Oft
kallaði hann: „Lilly, komdu og
sjáðu!“ þótt hann vissi vel að hún
hafði lítinn áhuga á fótbolta.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja tengdaföður minn. Ég hef
margt af honum lært, ekki síst að
rækta vel sambandið við fjölskyldur
mínar.
Megi minningin um góðan mann
lengi lifa.
Magnús B. Einarson.
Tengdafaðir minn, Þórhallur Ás-
geirsson, kvaddi þessa jarðvist laug-
ardaginn 12. nóvember síðastliðinn
eftir langa og viðburðaríka ævi. Á
þeirri ævi náði hann að upplifa
marga af helstu viðburðum liðinnar
aldar og taka þátt í mótun og upp-
byggingu hins unga, íslenska lýð-
veldis.
Lífsstarf hans í þágu íslenskrar
þjóðar er hvað merkilegasti þáttur-
inn í hans lífshlaupi og við ferðalok
munu samstarfsmenn hans og sam-
ferðamenn minnast hans fyrir það
framlag. Mig langar til að minnast
hans fyrir það sem hann var okkur,
fjölskyldunni, sem sterk og óbrigðul
fyrirmynd í hvívetna.
Þórhall hitti ég fyrst vorið 1971,
um hvítasunnuna, við hækkandi sól.
Það var ef til vill dæmigert um þá
áherslu sem alla tíð var lögð á mikinn
samgang á milli ættmenna hans, að
það fyrsta sem ég heyrði Þórhall
segja var: „Flýttu þér, Ragna mín!
Við erum að fara í kvöldmat til afa
þíns.“
Við Ragna gengum í hjónaband í
Neskirkju og gestum var boðið til
dýrlegrar veislu á Einimel 6 þar sem
húsráðendur sköpuðu gullfallega
umgjörð um þennan merkisdag í lífi
unga fólksins. Þórhallur ávarpaði
okkur, bauð unga manninn velkom-
inn í fjölskylduna og hét okkur elsku
og stuðningi. Andi ræðunnar er mér
hjartfólginn æ síðan, því í henni
skynjaði ég svo mikla og afdráttar-
lausa umhyggju Þórhalls fyrir fólk-
inu sínu.
En það var fleira sem lögð var
áhersla á hjá hjónunum á Einimel.
Menn skyldu sækja fram, mennta
sig, leggja sitt af mörkum í starfi;
standa sig. Án þess að mörgum orð-
um væri eytt í það var ljóst að Þór-
hallur hafði metnað fyrir hönd barna
sinna og tengdabarna. Hann hafði
væntingar um að við settum markið
hátt, létum okkur ekki nægja að
sigla lygnan sjó meðalmennskunnar.
En í þessari viðleitni beitti hann sér
ekki í krafti stöðu sinnar, heldur
reyndi að beina okkur á rétta braut,
þannig að við ættum verulegan þátt í
niðurstöðunni.
Einu litlu dæmi um aðferð hans
kann ég að greina frá. Hann kom
einhverju sinni úr ferð til útlanda og
kom með lítið plakat sem hann fann á
ferð sinni. Hann gaf mér þetta, án
þess að hafa mikinn formála. Á plak-
atið var ritað kvæðið IF eftir enska
skáldið Rudyard Kipling, mikill
bálkur um gildi æðruleysis, hóg-
værðar og karlmennsku. Boðskapur-
inn var skýr.
Í heilræðabók sem ég á segir á
einum stað: „Láttu þann sem þú
skiptir við finna hvers hann er megn-
ugur og gerðu það í einlægni.“ Ekki
veit ég hvort tengdapabbi las þessa
bók en fáa menn veit ég sem ræktu
þessa hugmynd betur en Þórhallur
Ásgeirsson. Hann hafði af því
ánægju að sjá aðra blómstra, en
krafðist þess ekki að vera hampað
fyrir það sem hann gerði vel. Í blaða-
viðtali sem tekið var við hann við
starfslok kom þetta ágætlega fram
þegar hann sagði: „… tel ég það
skyldu embættismanna að láta sem
minnst á sér bera þegar eitthvað
tekst vel þótt það sé ef til vill ekki
sjálfsagt mál.“
Við leiðarlok vil ég þakka fyrir ald-
arþriðjungs samleið, og það fordæmi
sem Þórhallur setti okkur með sinni
eigin breytni. Það er arfleifð sem af-
komendur munu halda tryggð við.
Guð blessi minningu míns góða
tengdaföður, Þórhalls Ásgeirssonar.
Flosi Kristjánsson.
Elsku afi minn og nafni. Ég hitti
þig í síðasta sinn í sumar þegar við
vorum í fríi á Íslandi og þú heilsaðir
upp á Mirru litlu, langafabarn þitt.
Þrátt fyrir veikindin tókstu á móti
okkur af þeirri alkunnu háttvísi, sem
ávallt einkenndi þig. Allar þær minn-
ingar, sem ég á um þig eru svo góðar
og skemmtilegar. Þegar við vorum í
bíltúr og ég, tveggja ára gamall,
heimtaði að fá að vita nöfnin á öllum
bílategundunum; þegar við Birgir
bróðir náðum í golfkylfurnar þínar
og byrjuðum að höggva niður trén í
garðinum á Einimelnum, nýkomnir
frá Noregi, þar sem nóg er af trjám;
fótboltinn á laugardögum, Bjarni
Fel og lagið góða, sem enn minnir
mig á þig, þegar ég heyri það í dag;
en þó mest sá djúpi áhugi, sem þú
hafðir alltaf á því sem ég hafði fyrir
stafni, hvort sem það voru ferðalög,
tónlist eða nám. Sérstaklega hafðir
þú áhuga á því, sem ég var að lesa og
spurðir áhugaverðra spurninga.
Aldrei heyrði ég þig tala illa um
nokkurn mann eða dæma fólk fyrir
glópskubrögð. Það var eins og þér
þætti ekki þess virði að taka þátt í
dægurþrasi stjórnmálanna eða smá-
munum, sem gleymast hvort eð er
þegar næsta mál ber á borð. Ég vissi
í raun aldrei hvaða skoðanir þú hafð-
ir á mönnum eða málefnum samtím-
ans, það var hið stærra samhengi
hlutanna, sem þú hafðir áhuga á og
það birtist meðal annars í gífurlegri
þekkingu þinni á sagnfræði. Þú
mundir alltaf öll ártöl og það var gott
að geta leitað til þín með hinar og
þessar spurningar, sérstaklega þeg-
ar langt var í næsta bókasafn og ver-
aldarvefurinn var aðeins fjarlæg
hugmynd.
Besta og sterkasta minningin er
þó um ykkur ömmu saman og hvað
þið voruð jákvæð, skemmtileg og
samheldin í fallegu húsi, þar sem
maður var ávallt velkominn í kaffi
eða mat. Mér þykir mikill heiður að
hafa átt afa, sem ég get litið svo mik-
ið upp til.
Þórhallur Magnússon.
Afi Þórhallur er látinn 86 ára gam-
all. Endaspretturinn var erfiður en
hann hélt alltaf reisninni. Og á
hjúkrunarheimilinu var hann annál-
aður kurteisismaður og kom það
ekki á óvart. Þótt maður bili aðeins í
ellinni heldur maður sínum dýpstu
gildum og afi var einfaldlega svo
vanur að sýna kurteisi og auðmýkt
að flest hans síðustu orð voru þakkir.
Afi Þórhallur var víðlesinn maður
og hafði ferðast víðar en flestir aðrir
og hann naut aðdáunar og virðingar
barnabarnanna. Um leið var heimili
afa og ömmu eftirsótt félagsheimili
okkar barnabarnanna og þar var
nægt rými til að hlaupa um, leika sér
og uppgötva nýja heima. Sumum
þeirra rólyndari þótti líka gott að
komast í bókasafnið sem talið var
óendanlega stórt þar til einn kútur-
inn tók sig til og komst að því með
talningu að raunverulega hefði safn-
ið endanlega stærð: Eitthvað á sjötta
þúsund bóka! Öll sú viska og reynsla
sem afi bjó yfir nýttist honum líka
vel á ótrúlega löngum og árangurs-
ríkum ferli sem ráðuneytisstjóri og í
öðrum trúnaðarstörfum.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að
fara í heimsókn til ömmu og afa. Allt-
af góður matur, gott fólk og nóg að
tala um. Afi var tillitssamur gestgjafi
og umgengust þau afi og amma hvort
annað af einstakri vinsemd og virð-
ingu. Slíkt þekki afi minn enda vel
frá sínu bernskuheimili þar sem frið-
ur, vinsemd og gagnkvæm virðing
mynduðu skjól og umgjörð til góðs
þroska sem ég veit að gengur í arf.
„Þvílíkur fjársjóður!“ veit ég að afi
hefur margoft hugsað um fjölskyldu
sína og líklegast hafa síðustu hugs-
anir hans afa verið gleðilegar hugs-
anir um hversu vel tókst til í þessu
lífi. Því sannarlega tókst vel til og
börn og barnabörn munu halda á
lofti merki vel ræktaðrar fjölskyldu
um langa framtíð. Ég óska að mér
takist jafnvel til og afa Þórhalli og
ömmu Lillý. Guð blessi minningu afa
Þórhalls.
Kristján Haukur Flosason.
Við frænkurnar viljum minnast
afa Þórhalls með nokkrum orðum.
Ótal góðar minningar streyma um
hugann þegar við hugsum til afa.
Hann var fyrst og fremst frábær afi
og það var alltaf gaman að vera í
kringum hann. Það sem einkenndi
afa alla hans ævi var hversu kurteis
hann var og mikill herramaður.
Þrátt fyrir veikindi þá voru það eig-
inleikar sem aldrei töpuðust, eigin-
leikar sem vert er að taka sér til fyr-
irmyndar.
Afi var mikill fjölskyldumaður.
Hann fylgdist vel með okkur barna-
börnunum og hafði mikinn áhuga á
því sem við höfðum fyrir stafni og
var tilbúinn til að hjálpa okkur hve-
nær sem var. Oftar en ekki var Eini-
melur, heimili afa og ömmu, fyrsti
viðkomustaður við heimildaleit og
ritgerðasmíð. Okkur fannst það ekki
skipta máli að hverju við spurðum
afa, alltaf átti hann svör og góða bók
um viðfangsefnið.
Afi Þórhallur og amma Lilly voru
dugleg að kalla saman alla fjölskyld-
una og er hún fyrir vikið mjög sam-
heldin. Afi var þá iðulega með
myndavélina á lofti og var hann einn
af fyrstu mönnum til að fá sér vid-
eómyndavél. Til eru ómetanlegar
minningar á myndum og spólum frá
honum sem við munum varðveita vel.
Þegar hugsað er um afa Þórhall er
ekki annað hægt en að hugsa um
ömmu Lilly líka því þau voru svo
samrýnd. Ást þeirra hvors til annars
virtist óendanleg og gengu þau iðu-
lega hönd í hönd og kvöddust ávallt
með kossi. Amma Lilly hefur misst
mikið en hún hefur sýnt ótrúlegan
styrk í veikindum afa.
Við gætum nefnt svo margt sem
kemur upp í hugann, svo sem mat-
arboð á Einimel, golf, gráa Volvoinn,
endalausan fróðleik og rauða jóla-
vestið en þetta er aðeins brot af þeim
minningum um afa Þórhall sem við
munum varðveita alla okkar ævi.
Hvíl í friði, elsku afi.
Anna Lillý og Dóra.
Þórhallur móðurbróðir okkar var
virtur, fær og nákvæmur embættis-
maður. Það blasti við öllum.
En innávið, í einkalífinu, var hann
einstakur og hlýr fjölskyldufaðir.
Góður stóribróðir mömmu okkar,
Völu, styrkur mágur föður okkar,
Gunnars, án þess að láta stjórnmál
trufla sig þar á nokkurn hátt. Hlut-
lægt og huglægt mat á öllum málum,
stjórnaði gerðum hans á réttlátan
hátt í allri hans embættisfærslu.
Hjónaband Þórhalls og Lillyar var
einstakt, hlýja og traust ríkjandi, og
umhyggja þeirra beggja fyrir börn-
um og barnabörnum óendanleg.
Heimili hans og Lillyar stóð okkur
systrum opið, þegar foreldrar okkar
bjuggu í Danmörku. Og þar ríkti
virðing og umhyggja. Og góði mat-
urinn Lillyar.
Upp koma myndir: Jólaboð í stór-
fjölskyldunni. Þórhallur í rauða jóla-
vestinu sínu, glaður að hitta alla, um-
hyggjusamur, hlýr, elskulegur og
áhugasamur. Og myndatökuáhug-
inn, alltaf takandi myndir, bæði ljós-
og kvikmyndir af stórfjölskyldunni.
Það er honum að þakka að kvikar
heimildir eru til af okkur krökkun-
um, nú á fimmtugs, sextugs og sjö-
tugsaldri, sem fjörugum börnum í
leik og starfi með afa og ömmu á
Bessastöðum.
Þórhallur móðurbróðir var tákn
okkar um stöðugleika, órofa fjöl-
skyldutengsl, virðuleika og væntum-
þykju.
Samúðarkveðjur til Lillyar, og
fjölskyldu.
Dóra og María Kristín
Thoroddsen.
Þórhallur móðurbróðir var ná-
tengdur okkur frá fyrstu tíð. Við
strákarnir litum upp til hans. Hann
hafði búið í Ameríku og kunni skil á
svo mörgu sem ungum strákum
fannst spennandi, og hann var tilbú-
inn að ræða við okkur og svara
spurningum um ýmislegt sem full-
orðnum fannst oft harla lítilfjörlegt.
Árin liðu og Þórhallur varð einn af
helstu embættismönnum þjóðarinn-
ar. Sem ráðuneytisstjóri í viðskipta-
ráðuneytinu tókst hann á við flókin
og erfið verkefni í því stífa umhverfi
sem viðskipti voru þá njörvuð í. Hag-
ur þjóðarinnar var mjög háður því að
hagstæðir samningar næðust við er-
lend ríki um útflutning og innflutn-
ing. Það kom alloft í hlut Þórhalls að
leiða slíka samningsgerð. Þórhallur
var afar samviskusamur maður og
mátti ekki til þess vita að vera rekinn
á gat eða bregðast í málum er snertu
hans starfssvið. Hann aflaði sér
snemma viðtækrar þekkingar í þess-
um efnum og fylgdist vel með þróun
og nýjum viðhorfum í heimsviðskipt-
um. Þetta ásamt náttúrulegri greind
og staðfestu, sem hann bjó yfir í rík-
um mæli, gerðu hann að mjög hæf-
um samningamanni. Það er einnig
víst að sú mikla hlýja sem streymdi
frá honum ásamt léttum húmor hafi
átt þátt í farsælli lausn margra
vandamála sem ráðuneyti hans og
samninganefndir þurftu að glíma
við.
Við kynntumst Þórhalli vel sem
fjölskylduföður. Heimili þeirra Þór-
halls og Lillyar stóð okkur alltaf opið
þegar á þurfti að halda, t.d. þegar
foreldrar okkar voru erlendis. Við
bræður bjuggum hjá þeim um tíma,
m.a. annar okkar í Washington þar
sem Þórhallur var fulltrúi Norður-
landa við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Umhyggja þeirra hjóna beggja í
okkar garð verður seint fullþökkuð.
ÞÓRHALLUR
ÁSGEIRSSON