Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 33 Atvinnuauglýsingar Vinsamlega hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is á eftirtalda staði Vatnsenda Salahverfi Fossvog Hverfisgötu Reykjavík Hraunsholt Garðabæ Ásbúð Garðabæ Ása Garðabæ Öldugötu Hafnarfirði Raðauglýsingar 569 1100 Óska eftir Málverk Óska eftir að kaupa málverk eftir eftirtalda listamenn: Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason, Júlíönu Sveinsdóttur og Svavar Guðnason. Upplýsingar í síma 864 3700. Tilboð/Útboð Tillaga að deiliskipulagi í Borgarfjarðarsveit Borgarfjarðarsýslu Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst breyting á deiliskipulagi í Fossatúni, Borgar- fjarðarsveit. Breytingin er fólgin í 26 nýjum lóðum fyrir frístundahús ásamt fylgihúsi og 4 bygginga- reitum og 7 byggingareitum fyrir gistihús. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmál- um liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, Reykholti, frá 23. nóvember til 21. desember 2005 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 4. janúar 2006 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi, Ólafur K. Guðmundsson. Tillaga að Aðalskipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002—2014 Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps hefur tekið aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd auglýsir hér með tillögu að Aðal- skipulagi Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins á Hlöðum. Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjordur.is. Á skrifstofu Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 105 Reykjavík. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athuga- semdir skulu hafa borist eigi síðar en 6. janúar 2005. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfé- lagsins, Hlöðum, 301 Akranes. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkja hana. Við staðfestingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðar- strandarhrepps 2002-2014 mun sá hluti Aðal- skipulags iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997- 2017, sem er innan sveitarfélagsins, falla úr gildi. Hvalfjarðarstrandarhreppi, 15. nóvember 2005, Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti. Tilkynningar Bækur Bækur til sölu Nokkrar Árnesingaættir, V-Skaftfellingar 1-4, Ættir Síðupresta, Staðarbræður og Skarðssystur, Jólavaka, Hrundar borgir, Stokkseyringasaga 1-2, Bændatal í Svarfaðardal, Skútustaðaætt, Staðarfellsætt, Ættir Þingeyinga 1-4, Ættarskrá Bjarna Her- mannssonar, Arnardals- og Eyrardalsætt, Saga Oddastaða, Brandsstaðaannáll, Roðskinna, FRITZNER ORDBOS 1-3, Bíldu- dalsminning, Frændgarður 1-2, Á Íslendingaslóðum í Khöfn, Fremrahálsætt 1-2, Lexicon Poeticum. SVE, Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, Kvosin, Grjótaþorp '76, Eyfirskar ættir 1-7, Kortasaga Íslands 1-2, Niðjatal Páls Breckmanns, Þrjú niðjatöl af Snæfellsnesi, Deildartunguætt 1-2. Upplýsingar í síma 898 9475. Tillaga að Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002—2014 Hreppsnefnd Skilmannahrepps hefur tekið aðalskipulag Skilmannahrepps til fyrri umræðu sbr. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Skilmannahrepps 2002-2014 samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Greinargerð og skipulagsuppdrættir verða til sýnis frá og með 23. nóvember 2005 til og með 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu sveitarfélagsins að Innri-Mel 2, Melahverfi. Á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skilmannahreppur.is . Hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu hafa borist eigi síðar en 6. janúar 2006. Skila skal athugasemdum á skrifstofu sveitar- félagsins, Innri-Mel 2, Melahverfi, 301 Akra- nesi. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkja hana. Við staðfestingu á Aðalskipulagi Skilmanna- hrepps 2002-2014 mun sá hluti Aðalskipulags iðnaðarsvæðis á Grundartanga 1997-2017, sem er innan sveitarfélagsins, falla úr gildi. Skilmannahreppi, 15. nóvember 2005. Sigurður Sverrir Jónsson, oddviti. Skorradalshreppur Skipulagsmál Deiliskipulag: Óveruleg breyting á deili- skipulagi frístundabyggðar við Skálalæk í landi Indriðastaða, Skorradalshreppi. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 14. september sl., tillögu að breytingu á skilmálum frístundabyggðar við Skálalæk Indriðastaðalandi gr. 3.3. Breytingin felst í að hámarksstærð húsa verði á lóðum undir 4500 m² verði 180 m² að meðtalinni geymslu. Á stærri lóðum verði hámarksstærð 250 m². Byggingarefni verði frjálst, leyfð mænishæð 5 metrar og 3,8 metrar á geymslum. Ekki verð- ur leyft að byggja einhallaþök, valmaþök, kúluþök eða bogaþök. Tillagan var auglýst þann 6. júlí og og lá frammi til kynningar til 3. ágúst sl. Frestur til að skila athugasemdum rann út 17. ágúst sl. og barst engin athuga- semd innan þess tíma. Deiliskipulag: Óveruleg breyting á deili- skipulagi Hvammsskóga, í landi Hvamms, Skorradalshreppi. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 12. október sl. tillögu að breytingu á deili- skipulagi Hvammsskóga. Breytingin felst í því að settur er inn bygginga- reitur fyrir bátaskýli og bætt er við lið 2.19 í skipulagsskilmála Hvammsskóga. Tillagan var auglýst þann 6. júlí og og lá frammi til kynningar til 3. ágúst sl. Frestur til að skila athugasemdum rann út 17. ágúst sl. og barst engin athugasemd innan þess tíma. Deiliskipulag: Tillaga að deiliskipulagi III áfanga frístundabyggðar í Hálsaskógi, Hálsum, Skorradalshreppi. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 12. október sl. tillögu að deiliskipulagi á Refsás 18-29, sem er 3. áfangi frístundasvæð- is Hálsaskógar í landi Hálsa í Skorradalshreppi. Tillagan nær yfir sex hektara svæði og gerir ráð fyrir 12 frístundalóðum. Tillagan var aug- lýst þann 6. júlí og og lá frammi til kynningar til 3. ágúst sl. Frestur til að skila athugasemd- um rann út 17. ágúst sl. og barst engin athuga- semd innan þess tíma. Deiliskipulag: Óveruleg breyting á deili- skipulagi í landi Vatnsenda, 4. áfanga, Skorradalshreppi. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 9. nóvember sl. tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Vatnsenda, 4. áfanga. Breytingin felst í því að lóð nr. 74 er sameinuð opnu svæði vestan lóðar og opið svæði austan lóðar nr. 83 og ofan lóðar nr. 70 sameinað í eitt opið svæði. Tillagan var auglýst þann 6. júlí og og lá frammi til kynningar til 3. ágúst sl. Frestur til að skila athugasemdum rann út 17. ágúst sl. og barst engin athugasemd innan þess tíma. Deiliskipulag: Tillaga að deiliskipulagi lóða nr. 54 og 55 (svæði 6) í landi Dag- verðarness, Skorradalshreppi. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 9. nóvember sl. tillögu að deiliskipulagi lóða nr. 54 og 55 (svæði 6) í landi Dagverðar- ness. Tillagan felur í sér að tvær frístundalóðir eru myndaðar og byggingareitir á þeim. Tillag- an var auglýst þann 12. ágúst og lá frammi til kynningar til 9. september sl. Frestur til að skila athugasemdum rann út 23. september sl. og bárust tvær athugasemdir innan þess tíma. Gerð var sú breyting á auglýstri tillögu að byggingareitir voru minnkaðir til þess að skóg- ræktarsvæði í gildandi aðalskipulagi jarðarinn- ar héldist. Öll áðurnefnd deiliskipulög eða breytingar hafa verið send Skipulagsstofnun til athugunar sem mun gera athugasemdir ef form- og/eða efn- isgallar eru á þeim. Deiliskipulagstillögurnar eða breytingar hljóta gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipulögin og niðurstöður sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfull- trúa Skorradalshrepps, Ólafs Guðmundssonar, Hrossholti. Grund, 21. nóvember 2005, oddviti Skorradalshrepps. Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Árstígur 11, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Hilmar Jónsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, þriðjudaginn 29. nóvember 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 22. nóvember 2005. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 30. nóvember 2005 kl. 14.00: Heiðarvegur 61, þingl. eig. Jón Eysteinn Ágústsson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 22. nóvember 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.